Morgunblaðið - 16.10.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.10.2007, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ WWW.SAMBIO.ISVERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á / ÁLFABAKKA THE BRAVE ONE kl. 5:30 - 8D - 10:30D B.i.16.ára DIGITAL THE BRAVE ONE kl. 8 - 10:30 LÚXUS VIP STARDUST kl. 5:30D - 8 - 10:30 B.i.10.ára DIGITAL STARDUST kl. 5:30 LÚXUS VIP NO RESERVATIONS kl. 8 - 10:30 LEYFÐ SUPERBAD kl. 8 - 10:30 B.i.12.ára CHUCK AND LARRY kl. 8 B.i.12.ára MR. BROOKS kl. 10.30 B.i.16.ára BRATZ kl. 5:30 LEYFÐ ASTRÓPÍA kl. 6 LEYFÐ RATATOUILLE m/ísl. tali kl. 5:30 LEYFÐ ER RÉTTLÆTANLEGT AÐ TAKA LÖGIN Í SÍNAR HENDUR ÞEGAR LÖGREGLAN STENDUR RÁÐÞROTA? SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA FRÁ FRAMLEIÐANDANUM MICHAEL MANN OG LEIKSTJÓRANUM PETER BERG eeee “MARGNÞRUNGI SPENNUMYND MEÐ ÞRUMUENDI„ EMPIRE HVERNIG STÖÐVAR ÞÚ ÓVIN SEM ER ÓHRÆDDUR VIÐ AÐ DEYJA? SÝND Í KRINGLUNNI - J.I.S., FILM.IS ÍHUGA margra renna lönd ogþjóðir Afríku eflaust saman íeina óljósa mynd sem einkenn- ist af sveitaþorpum.“ Svo skrifar Magnfríður Júlíusdóttir í bókinni Af- ríka sunnan Sahara: Í brennidepli, sem er nýútkomin hjá Háskólaútgáf- unni og Afríku 20:20 – félagi áhuga- fólks um Afríku sunnan Sahara. „Afríka er ekki eitt land eins og stundum má ráða af því hvernig rætt er um álfuna á Vesturlöndum, heldur eru þar 53 ríki og mörg hundruð menningarhefðir,“ skrifar Sigríður Dúna Kristmundsdóttir í formála og bætir við að menning Afríku felist „ekki eingöngu í trumbuslætti og leirkofum“. Í bókina ritar fjöldi fræðafólks og er henni ætlað að miðla þekkingu um margbreytileika álfunnar, sögu hennar, stöðu í alþjóðakerfinu – og vinna gegn þrautseigum stað- almyndum af Afríku.    Þegar allt kemur til alls er Afríkaönnur stærsta heimsálfan og þar býr tæpur milljarður fólks. Eins og Jón Geir Pétursson bendir á í bókinni er álfan svo stór að ef Bandaríkin væru lögð yfir hana næðu þau einungis yfir svæði sem svarar til Sahara-eyðimerkurinnar. Hann skrifar að bæta þyrfti við Kína, Indlandi, Argentínu og Evr- ópu til að jafna flatarmál Afríku. Ritstjórarnir Jónína Einarsdóttir og Þórdís Sigurðardóttir benda á að Afríku sé oftar en ekki lýst ann- aðhvort sem „undralandi hins fram- andlega og frumstæða“ eða sem stóru einsleitu landi þar sem búi hjálparvana, hungrað og stríðshrjáð fólk. Í öðrum kafla bendir Jónína Einarsdóttir á að um og eftir miðja síðustu öld hafi afrísk saga ekki ver- ið til sem sérstakt fræðasvið innan sagnfræðinnar. „Þannig var horft fram hjá sögu stórs hluta mannkyns og mikilsverð málefni voru útilokuð sem verðug rannsóknarefni,“ skrif- ar hún.    Auðvitað eru þurrkar, stríð,hungur og hörmungar í mörg- um ríkjum í Afríku. En þar er líka margt annað. Hörmungarnar taka þó auðveldlega yfir fréttaflutning frá álfunni og hugmyndir fólks um hana. „Afríka er ekki risastór samastað- ur örbirgðar og ofbeldis eins og gjarnan má álykta af fréttum og framtaki tónlistarmanna á borð við Bob Geldof, sem hafa rokkað fyrir hungruðu börnin í Afríku,“ skrifar Sigríður Dúna. Hún bendir á að ríki Afríku eigi vissulega við mörg og miserfið vandamál að stríða, en víð- ast hvar sé gróandi þjóðlíf og vilji til að skapa, hvort sem er á sviði stjórn- mála, efnahagsmála eða menningar og lista. Hungur- og ofbeldismyndin – stundum nefnt „Bob-Geldof- heilkennið“ – leiði hins vegar meðal annars til þess að vestræn fyrirtæki fjárfesti ekki í álfunni. Þegar ég sjálf sneri til Íslands eft- ir að hafa dvalið í Austur-Afríku ár- ið 2005 hafði ég verið tvisvar í álf- unni í samtals í sex mánuði og einungis komið til níu landa af 53. „Jæja, hvernig er svo Afríka?“ var ég hins vegar spurð á rölti niður Laugaveginn, í saumaklúbbi og fjöl- skylduboðum. „Hvað get ég sagt? Löndin sem ég hef verið í eru ólík,“ skrifaði ég ráðvillt í viðhorfi í Morg- unblaðinu. „Hvernig er Afríka? Það veit ég ekki. Hvernig er Evrópa?“ Ég vissi hreinlega ekki hvernig ég gat lýst „Afríku“ - þar sem bjó 3.200 sinnum fleira fólk en á Íslandi. Bókin Afríka sunnan Sahara minnir ein- mitt á hvað álfan er fjölbreytt - og er athyglisverður lestur. Trumbusláttur og leirkofar? AF LISTUM Sigríður Víðis Jónsdóttir » „Í huga margrarenna lönd og þjóðir Afríku eflaust saman í eina óljósa mynd sem einkennist af sveita- þorpum …“ Reuters Nairobi Ys og þys á götuhorni í höfuðborg Kenýa, Nairobi. Nærri helmingur íbúa í Afríku býr í borgum. sigridurv@mbl.is Tinni í Kongó Tinni er látinn hafa mikla vitsmunalega yfirburði yfir íbúa í Kongó sem eru teiknaðir allir með sama andlitið, bendir Kristín Loftsdóttir á í nýju bókinni. Hundurinn Tobbi slær þeim meira að segja við. BRESKU leikararnir Sienna Miller og Rhys Ifans hafa staðfest að þau eru par eftir að þau sáust kyssast í almenningsgarði. Hingað til hafa þau neitað því að vera að slá sér upp með hvort öðru þrátt fyrir að oft hafi náðst myndir af þeim sam- an. Á laugardaginn sást til þeirra úti að ganga með hunda Miller, Porgy og Bess. Í miðjum göngutúr stopp- uðu þau allt í einu og kysstust. Vitni að atburðinum segir: „Þau litu út fyrir að vera mjög ástfangin þar sem þau gengu í gegnum garð- inn. Þau héldust í hendur og deildu rómantískum kossi. Sienna ljómaði á eftir. Rhys setti svo aðra höndina á afturendann á Siennu og henni virtist vera alveg sama.“ Ifans, 39 ára, og Miller, 25 ára, hafa alltaf haldið því fram að þau væru bara vinir. Miller sleit sambandi við með- leikara sinn í The Edge of Love, Matthew Rhys, í síðasta mánuði. Ifans hefur ekki verið í alvarlegu sambandi síðan hann hætti með Jess Morris árið 2004. Hann var þó orðaður við Kate Moss fyrr á þessu ári þegar hún hætti með Pete Do- herty. Saman í göngutúr LEIKKONAN Rose McGowan og leikstjórinn Robert Ro- dridguez eru trú- lofuð. McGowan hitti Rodriguez í fyrra þegar hann leik- stýrði henni í myndinni Planet Terror. Orðrómur um trúlofunina var kominn af stað en í síðasta mánuði var sagt frá því í New York Post að McGowan væri komin með stóran demantshring á giftingarfingurinn. McGowan var einu sinni trúlofuð rokkaranum Marilyn Manson en Rodriguez var eitt sinn giftur Eliza- beth Avellan, sem hann á með fimm börn. Á leið í hnappheldu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.