Morgunblaðið - 16.10.2007, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 16.10.2007, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2007 41 THE KINGDOM kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 16 ára THE BRAVE ONE kl. 5:40D - 8D - 10:20D B.i. 16 ára DIGITAL STARDUST kl. 5:30D B.i. 10 ára DIGITAL NO RESERVATIONS kl. 10 LEYFÐ ASTRÓPÍA kl. 8 LEYFÐ / KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK Vinsælasta kvikmyndin á Íslandi í dag eee „...HIN BESTA SKEMMTUN.“ A.S. SÝND Í ÁLFABAKKA, OG AKUREYRI SAMBÍÓIN - EINA BÍÓKEÐJAN Á ÍSLANDI WWW.SAMBIO.IS eeee -J.I.S., FILM.IS SÝND Í ÁLFABAKKA Frá gaurnum sem færði okkur The 40 Year Old Virgin og Knocked Up - Dóri DNA, DV- J.I.S., FILM.IS FRÁBÆR RÓMANTÍSK GAMANMYND MEÐ CATHERINE ZETA JONES OG AARON ECKHART. SÝND Í ÁLFABAKKA, OG KRINGLUNNI STÆRSTA MYND ÁRSINS Á ÍSLANDI eeee - jis, film.is eeee - A.S, MBL SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA / AKUREYRI THE BRAVE ONE kl. 8 - 10:20 B.i. 16 ára STARDUST kl. 8 - 10:20 B.i. 10 ára / KEFLAVÍK GOOD LUCK CHUCK kl. 8 - 10 B.i. 14 ára STARDUST kl. 8 B.i. 10 ára HAIRSPRAY kl. 10:20 LEYFÐ 3:10 TO YUMA kl. 10:20 B.i. 16 ára CHUCK AND LARRY kl. 10:20 B.i. 12 ára HAIRSPRAY kl. 8 LEYFÐ BRATZ kl. 8 LEYFÐ / SELFOSSI 13.10.2007 2 5 23 25 37 1 6 6 5 5 0 3 4 0 4 36 10.10.2007 3 7 17 18 26 30 122 19 Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is RÁÐSTEFNAN Neytandinn og netbylt- ingin verður haldin á morgun, en á henni verður skoðað það nýjasta sem er að gerast í dreifingu og markaðssetningu á netinu, net- samfélög, farsímamarkaðssetning og vöru- merkjasamvinna. Ráðstefnan er fyrir selj- endur og neytendur, listamenn, hönnuði, auglýsendur, markaðsfólk og alla þá sem vilja fá yfirsýn yfir hvers netið er megnugt og hvaða nýjungar eru í gangi og í vændum, en höfuðáhersla er lögð á dreifingu á afþreying- arefni, tónlist, kvikmyndum og öðru áþekku efni. Hröð þróun Anna Hildur Hildibrandsdóttir, fram- kvæmdastjóri Útflutningsskrifstofu íslenskr- ar tónlistar, ÚTÓN, skipulagði ráðstefnuna. Hún segir að ráðstefnan sé liður í að fræða fólk um breytt viðskiptaumhverfi í sölu og dreifingu á tónlist og afþreyingarefni á net- inu, en jafnframt sé verið að skoða þá mögu- leika sem hafi opnast með netinu og ný- breytni í markaðssetningu. „Það er nauðsynlegt til að ná árangri í útflutningi að Íslendingar fylgist vel með því sem er að ger- ast og þeirri hröðu þróun sem er í gangi á netinu og ég er þakklát stjórn ÚTÓN,“ segir Anna Hildur og bætir við að þegar útflutn- ingsskrifstofan hafi verið stofnuð á síðasta ári hafi hún lagt til að ráðstefna sem þessi yrði eitt af aðalverkefnum ársins. Tuttugu þátttakendur í ráðstefnunni koma að utan, enda segist Anna Hildur hafa talið mikilvægt að Íslendingar fengju að heyra í þeim sem búa yfir mestri þekkingu á þessu sviði. „Breiddin í hópnum er töluverð og þannig munu menn skýra frá dæmum um vel heppnað markaðsstarf á þessu sviði og eins fara yfir hvaða breytingar eru að eiga sér stað í markaðssetningu og almannatengslavinnu. Neytandinn stjórnar ferðinni núna fremur en stórfyrirtækin sem basla við að aðlagast bylt- ingunni sem netið hefur haft í för með sér.“ Anna Hildur segir að meðal viðfangsefna ráðstefnunnar verði netsamfélög, viðskipta- hugmyndir og módel sem byggi á farsíma- tækninni, hvernig neytendur kaupi tónlist og aðra afþreyingu, hvað dugi til að ná athygli og svo megi lengi telja. „Meðal gesta ráðstefnunnar eru brautryðj- endur í markaðssetningu á netinu sem sýna munu dæmi um vel heppnað markaðsátak, hugmyndasmiðurinn og framtíðarfræðing- urinn Gerd Leonhard fjallar um hvernig breyta þarf hugsunarhættinum frá eign- arhaldi á efni í aðgang að efni og svo má áfram telja. Einnig má nefna að Alison Wen- ham og Federico Bolza hyggjast funda með helstu ráðamönnum í tónlistargeiranum ásamt netfyrirtækjum og ræða hversu vel Ís- land geti þjónað því hlutverki að vera pruf- umarkaður fyrir nýtt viðskiptamódel. Beiðni frá þeim um að fá að taka þátt í ráðstefnunni barst í sumar eftir sögulegt samkomulagt á milli stórra alþjóðlegra fyrirtækja eins og Sony/BMG, Universal og EMI um að vinna með samtökum óháðra plötufyrirtækja. Það er verið að leita að prufumarkaði fyrir nýtt viðskiptamódel núna og það væri spennandi ef Ísland kæmist í hóp þeirra þjóða sem fremstar eru í stafrænu þróuninni með því að taka þátt í slíku verkefni,“ segir Anna Hildur, en nánari upplýsingar um dagskrá ráðstefn- unnar má finna á vefsetri Útflutnings- skrifstofu íslenskrar tónlistar, www.icel- andicmusic.is. Rýnt í stafræna þróun Morgunblaðið/Golli Stafræn Anna Hildur, framkvæmdastjóri Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar. Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is „VERKIÐ gengur aðallega út á e- moll og a-moll sem mér finnst flott- ustu hljómar í heimi og ég gæti spilað endalaust,“ segir Ragnar Kjartansson um verkið Folksong sem hann sýnir nú í New York. „Áhorfendur ganga í gegnum skóg af leikmyndatrjám inn í rým- ið, þar er gítarmagnari og söng- kerfi og síðan er ég með rauðan gítar og spila bara a- og e-moll í hvítum kokkteiljakka og spangóla eitthvað með.“ Verk Ragnars var upphaflega hluti af útskriftaverkefni Markúsar Þórs Andréssonar í sýning- arstjórnun úr CCS Bard-skólanum sem er fyrir utan New York. „Hann fékk mig og Roni Horn til að gera verk fyrir útskriftarsýn- inguna. Þá sýndi ég Folksong fyrst í Bard-safninu. Yfirmanni CCS leist svo vel á það að hann vildi endilega sýna það í New York líka og er það nú endurtekið í miklu betra rými,“ segir Ragnar. Fer í trúnó í Miami CCS Bard-safnið leigir hálfgert port í Chelsea-hverfinu í New York, þar sem er mikið af gall- eríum, undir verk Ragnars. „Sýn- ingaraðstaðan er staðsett undir lestarteinum, inni á milli gallería og bifreiðaverkstæða. CCS Bard er að gera eitthvað öðruvísi með því að leigja þetta pláss, en breski listamaðurinn Martin Crees sýndi þarna á undan mér. Ég er eig- inlega úti og fólk rápar bara inn á sýninguna af götunni.“ Ragnari hefur verið tekið mjög vel að eigin sögn og fengið fullt af áhorfendum. Folksong var opnuð 11. október og stendur til þess tuttugasta. Í þessa tíu daga mætir Ragnar kl. 11 að morgni og er til kl. 17 seinni- partinn spilandi og syngjandi, partur af verkinu. „Ég er í furðulegri aðstöðu í sex tíma á dag. Ég hef gert nokkur svona svipuð verk áður og alltaf fundist það mjög gaman. Þetta er erfitt en svolítið eins og að stíga út úr heiminum.“ Þegar Folksong lýkur um næstu helgi fer Ragnar á menningarhátíð í Miami þar sem hann framkvæmir gjörning ásamt Magnúsi Sigurðs- syni. „Þetta er gjörningur sem við framkvæmdum einu sinni í Lista- safni ASÍ og heitir „Trúnaður,“ það gengur út á að við förum á trúnó,“ segir Ragnar sem ætlar sem sagt á eitt trúnó á ensku í Miami. Í sex tíma á dag Ragnar Kjart- ansson sýnir Folksong í New York Ljósmynd/Karl Rabe Spangól Ragnar Kjartans spilar fyrir New York-búa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.