Morgunblaðið - 16.10.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2007 33
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Vinnustofan opin kl. 9-16.30,
jóga kl. 9, postulínsmálun kl. 13, leshópur kl.
13.30, jóga kl. 19.
Árskógar 4 | Bað kl. 9.30, handav. kl. 8-16,
smíði/útskurður kl. 9-16.30, leikfimi kl. 9,
botsía kl. 9.45.
Bókasafn Kópavogs | Næsti fundur í Kórnum
á morgun kl. 19.30. Haldið áfram þar sem frá
var horfið með Vilhjálm frá Skáholti, Jón
Björnsson og Auði Jóns. Gestir velkomnir.
Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handavinna, hár-
greiðsla, böðun, fótaaðgerð, morgunkaffi/
dagblöð, vefnaður, kaffi. Línudans fellur niður
í dag.
Dalbraut 18-20 | Vinnustofa í handmennt
opin. Framsögn. Félagsvist kl. 10.
Félag eldri borgara í Reykjavík | Skák kl. 13,
félagsvist kl. 20. Menningarhátíð FEB í Borg-
arleikhúsinu í dag kl. 14. Námskeið í framsögn
hefst 23. október, leiðbeinandi Bjarni Ingvars-
son, skráning á skrifstofu FEB, s. 588-2111.
Félagsheimilið Gjábakki | Leikfimi kl. 9.05 og
9.55, gler- og postulínsmálun 9.30, handa-
vinna kl. 10, jóga kl. 10.50, tréskurður og ró-
leg leikfimi kl. 13, alkort 13.30, stólajóga kl.
17, jóga á dýnum kl. 17.50. Fræðsluerindi
Glóðar um heyrnarskerðingu og heyrnartæki
kl. 20, fyrirlestur er í umsjón Önnu Lindu
Guðmundsd.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Vefnaður kl. 9,
jóga og myndlist kl. 9.30, ganga kl. 10, leik-
fimi kl. 11, hádegisverður kl. 11.40 og búta-
saumur kl. 13.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Línu-
dans kl. 12, kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12 og
spilað kl. 13, karlaleikfimi kl. 13, botsía kl. 14,
trésmíði/skurður kl. 13.30, vatnsleikfimi kl. 14.
Leikhúsmiðar skulu sóttir í Jónshús.
Hraunbær 105 | Handavinna, glerskurður,
hjúkrunarfræðingur kl. 9, botsía kl. 10, leikfimi
kl. 11, hádegismatur kl. 12, bónusbíllinn kl.
12.15 og kaffi kl. 15.
Hraunsel | Moggi rabb og kaffi kl. 9, mynd-
mennt kl. 10, leikfimi kl. 11.30, glerskurður kl.
10-16, brids kl. 13.
Hvassaleiti 56-58 | Bútasaumur kl. 9-13,
jóga kl. 9-11, Björg F. Helgistund kl. 14 í um-
sjón séra Ólafs Jóhannssonar, námskeið í
myndlist kl. 13.30-16.30 hjá Ágústu. Böðun
fyrir hádegi. Hársnyrting.
Hæðargarður 31 | Listasmiðjan opin. Nýtt
námskeið í borð- og blómaskreytingum.
Nokkrir miðar til á Vínarhljómleika Sinfó í Há-
skólabíó 5. jan. 2008. S. 568-3132.
Korpúlfar Grafarvogi | Bingó á Korpúlfs-
stöðum, á morgun kl. 13.30.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Morgunkaffi-
vísnaklúbbur kl. 9, botsía kvennahópur kl.
10.15, handverksstofa kl. 13, opið hús, spilað á
spil kl. 13, kaffiveitingar kl. 14.30.
Norðurbrún 1 | Smíða- og vinnustofan í hand-
mennt opin. Myndlistarnámskeið, þrykk og
postulín, leikfimi kl. 10.
Sjálfsbjörg félag fatlaðra á höfuðborgarsv. |
Bingó í kvöld í félagsheimilinu Hátúni 12.
Vesturgata 7 | Hárgreiðsla og fótaaðgerðir
og myndmennt kl. 9-16. Enska kl. 10.15, há-
degisverður kl. 11.45, leshópur kl. 13.30, spurt
og spjallað /myndbandasýning, bútasamur og
frjáls spil kl. 13, kaffiveitingar kl. 14.30.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.30,
handavinnustofan opin með leiðsögn kl. 9-
16.30, morgunstund kl. 9.30, leikfimi kl. 10,
hárgreiðslu- og fótaaðgerðarstofur opnar alla
daga, upplestur kl. 12.30, félagsvist kl. 14.
uppl. um starfið í síma 411-9450.
Þórðarsveigur 3 | Hjúkrunarfræðingur kl. 9.
Bænastund kl. 10, bónusbíllinn kl. 12 og bóka-
bíll kl. 16.45.
Kirkjustarf
Árbæjarkirkja. | Foreldramorgunn kl. 10-12.
Samvera foreldra með ung börn. Spjall,
fræðsla og samvera. STN (starf með 6-9 ára
börnum) kl. 15. TTT (starf með 10-12 ára
börnum) kl. 16.
Áskirkja | Opið hús kl. 10-14, föndur, spjall og
tekið í spil. Bænastund í umsjá sóknarprests
kl. 12, hádegisverður eftir bænastundina.
Breiðholtskirkja | Bænaguðsþjónusta kl.
17.30. Fundur í Kvenfélagi Breiðholtssóknar
kl. 20.
Digraneskirkja | Leikfimi ÍAK kl. 11, kirkjustarf
aldraðra kl. 11.45, málsverður. Helgistund og
samvera. Gestir Arnfríður Einarsdóttir og
Svana Helen Björnsdóttir. KFUM&K fyrir 10-12
ára kl. 17-18.15. Æskulýðsstarf Meme fyrir 9-
10 bekk kl. 19.30-21.30. (www.digra-
neskirkja.is)
Fella- og Hólakirkja | Kyrrðarstund kl. 12.
Orgelleik annast Guðný Einarsdóttir, umsjón
Ragnhildur Ásgeirsd. djákni. Súpa og brauð í
safnaðarheimili á eftir. Kirkjustarf eldri borg-
ara kl. 13-16. ,,Lokkar og greiðsla“, kaffi og
meðlæti. Helgistund í kirkju.
Grafarvogskirkja | Opið hús fyrir eldri borg-
ara, kl. 13.30-16. Helgistund, handavinna, spil-
að og spjallað, kaffi og veitingar. TTT fyrir
börn 10-12 ára kl. 16, í Grafarvogskirkju. TTT
fyrir börn 10-12 ára kl. 17, í Borgarholtsskóla.
Grensáskirkja | Kyrrðarstund kl. 12, veitingar
gegn vægu gjaldi kl. 12.30 í safnaðarheimili.
Hallgrímskirkja | Fyrirbænaguðsþjónusta kl.
10.30, beðið fyrir sjúkum.
Hallgrímskirkja | Starf fyrir eldri borgara alla
þriðjudaga og föstudaga kl. 11-14, leikfimi,
súpa, kaffi og spjall.
Hjallakirkja | Prédikunarklúbbur presta í um-
sjón sr. Sigurjóns Árna Eyjólfssonar kl. 9.15-
10.30.
KFUM og KFUK | Holtavegi 28. Fundur í AD
KFUK verður kl. 20. Lofgjörðar og bæna-
samvera í umsjá Þórdísar Klöru Ágústsdóttur.
Kaffi eftir fundinn.
Laugarneskirkja | „Veraldleg list og andlegt
líf.“ Ólöf I. Davíðsdóttir guðfræðinemi fræðir
kl. 19. Kvöldsöngur kl. 20, Þorvaldur Hall-
dórsson leiðir sönginn. Kl. 20.30 ganga 12
sporahópar til verka um leið og trúfræðsla sr.
Bjarna hefst: „Gæði náinna tengsla – grunn-
gildi kristinnar siðfræði“.
Njarðvíkurkirkja | Spilakvöld í safnaðarheim-
ili kirkjunnar kl. 20. Húsið opnað kl. 19.30.
Óháði söfnuðurinn | Alfanámskeið 1 kl. 19-22.
Selfosskirkja | Kirkjuskóli í Félagsmiðstöðinni
við Tryggvagötu kl. 14. Samkoma ætluð 10-12
ára börnum í kirkjunni kl. 15. Morgunbænir
þriðjudaga til föstudaga kl. 10 í Selfosskirkju.
Vídalínskirkja, Garðasókn | Kyrrðarstund í
Vídalínskirkju kl. 12 alla þriðjudaga. Tónlist
leikin og ritningartextar lesnir frá kl. 12.10.
Súpa og brauð kl. 12.30, kr. 400. Allir vel-
komnir.
Vídalínskirkja, Garðasókn | Opið hús hefst
með kyrrðastund kl. 12, súpa og brauð kl.
12.30, opið fyrir alla. Spilað kl. 13-16, vist,
bridge og lomber og púttgræjur á staðnum.
Kaffi kl. 14.45. Akstur fyrir þá sem vilja, upp-
lýssími: 895-0169.
Ytri-Njarðvíkurkirkja | Foreldramorgunn kl.
10.30. Umsjón hefur Þorbjörg Þorgrímsdóttir.
50ára afmæli. GuðniGíslason ritstjóri
Fjarðarpóstsins og innanhúss-
arkitekt er fimmtugur í dag,
16. október. Hann verður með
opið hús fyrir skemmtilegt
fólk á heimili fjölskyldunnar
að Klukkubergi 16 í Hafn-
arfirði á laugardaginn frá kl.
17 og fram eftir kvöldi.
dagbók
Í dag er þriðjudagur 16. október, 289. dagur ársins 2007
Orð dagsins: Guð sé oss náðugur og blessi oss, hann láti ásjónu sína lýsa meðal vor. (Sálm. 67, 2.)
Árlegt málþing KHÍ verðurhaldið dagana 18. og 19.október, undir yfirskriftinniMaður brýnir mann – Sam-
skipti Umhyggja Samábyrgð. Á dag-
skrá málþingsins er fjöldi fyrirlestra og
málstofa um flestar hliðar skólastarfs.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, pró-
fessor við Háskólann á Akureyri, flytur
opnunarfyrirlestur málþingsins: „Um-
hyggjan á heima í öllum skólum: hlut-
verk, viðfangsefni og sjálfsmynd kenn-
ara á 21. öld“.
Umhyggja og menningararfur
„Í erindinu mun ég leiða út frá hug-
myndum bandaríska heimspekingsins
Jane Roland Martin, sem fjallað hefur
um hugtökin care, concern og connec-
tion sem á íslensku má þýða sem um-
hyggju, áhuga og tengsl, og fjallar um
umhyggjuna sem hluta af menningar-
arfinum,“ útskýrir Ingólfur Ásgeir.
„Í þessum anda má tala um tvenns
konar umhyggju, þá sem fengið hefur
heitið móðurleg umhyggja og snýst
ekki síst um að sinna margvíslegum
þörfum á líðandi stund, og hina sem
kölluð er prestleg umhyggja þar sem
hugað er að velferð í framtíðinni,“ segir
Ingólfur Ásgeir og undirstrikar að
móðurlega umhyggjan snúist þó ekki
bara um að láta nemendum á öllum
aldri líða vel heldur skapa þeim gott
námsumhverfi og fylgjast með því að
þeir læri og þroskist.
Mýkri þættir tormældir
Ingólfur Ásgeir fjallar um mikilvægi
umhyggju á öllum skólastigum: „Ég
skoða einnig mismunandi kröfur sem
virðast gerðar til karla og kvenna, en
tilhneiging virðist vera til að ætla körl-
um frekar að sinna aga en konum að
veita umhyggju,“ segir hann. „Um leið
vakna spurningar um mikilvægi upp-
eldishlutverks kennara, en vandasamt
er að skilgreina og mæla hversu hæfir
kennarar eru í mýkri þáttum skóla-
starfsins, á meðan t.d. þekking í sögu
og eðlisfræði er frekar mæld. Við erum
svo vön því að prófa þekkingu en óvön
að skoða allt skólastarfið út frá þáttum
eins og umhyggju.“
Finna má nánari upplýsingar á
www.khi.is undir „Málþing 2007“.
Menntun | 70 erindi á árlegu málþingi Kennaraháskólans 18. og 19. október
Samskipti og umhyggja
Ingólfur Ásgeir
Jóhannesson fædd-
ist 1954 og ólst upp
í Mývatnssveit.
Hann lauk stúd-
entsprófi frá MA
1975, BA 1979 og
kandídatsprófi
1983 í sagnfræði
frá HÍ, kenn-
araprófi frá sama skóla 1980 og dokt-
orsprófi í menntunarfræðum frá Wis-
consin-háskóla í Madison 1991.
Ingólfur hefur starfað sem kennari í
grunn- og framhaldsskóla, landvörður
og deildarstjóri ökunáms hjá Umferð-
arráði. Hann hefur frá 1995 kennt við
HA, þar sem hann er nú prófessor.
Fyrirlestrar og fundir
Félagsráðgjafafélag Íslands | Opin morgunverð-
arfundur fræðslunefndar Félagsráðgjafafélags Ís-
lands verður á Grand hóteli 17. okt. kl. 8.15-10. –
Rödd barna við skilnað – veruleiki og þróun úr-
ræða. Þrír fyrirlestrar og umræður í lokin. Dag-
skráin og morgunverður kostar kr. 2.500. Skráning
á oktavia@fef.is
ITC-Fífa | Kynningarfundur hjá Power talk deildinni
Fífu 17. október kl. 20.15, í safnaðarheimili Hjalla-
kirkju, Álfaheiði 17, Kópavogi. Dagskrá: Innsetning
félaga, sýnishorn af þjálfunardagskrá o.fl. Uppl.
sími 698-0144, heimasíða: www.simnet.is/itc Net-
fang: itcfifa@isl.is
Power talk deildin Íris | Power talk deildin Íris býð-
ur gesti velkomna á fund kl 20.15, í Vonarhöfn
safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju. Boðið er upp á
þjálfun til að auka starfshæfni, öðlast meira sjálfs-
traust og efla forustuhæfileika.
ÞESSI moldóvska stúlka klæddi sig upp í þjóðbúning til þess að fagna opnun Vínhátíð-
arinnar sem fram fer í Chisinau, höfuðborg landsins.
Dagar víns og laufblaða í Chisinau
Fyrri umferðin í deildakeppn-
inni fór fram um helgina. Átta
sveitir spila í fyrstu umferð og
hefur sveit Eyktar tyllt sér kunn-
uglega á toppinn, er með 129 stig.
Sveit Karls Sigurhjartarsonar
fylgir þeim fast eftir með 127
stig, Tryggingamiðstöðin er í
þriðja sæti með 117 stig og sveit
Grant Thornton er fjórða með
106 stig. Spiluð verður tvöföld
umferð.
Í annarri deild eru 17 sveitir og
er spilað eftir Monrad-fyrir-
komulagi.
Sveit Málningar hefur spilað
best og er með 132 stig. Sveit
Sparisjóðsins í Keflavík er með
125, Úlfurinn með 120 sem og
sveit Guðlaugs Sveinssonar með
sama skor. Í fimmta sæti er svo
sveit Örva með 112 stig.
Í svokölluðum Butler-útreikn-
ingi hefur Birgir Örn Steingríms-
son hæstu skorina í fyrstu deild-
inni en félagarnir Guðmundur
Páll Arnarson og Ásmundur
Pálsson eru í öðru og þriðja sæti.
Í annarri deild eru Gísli Stein-
grímsson og Sveinn Þorvaldsson
efstir í Butlernum og Hermann
Lárusson og Friðjón Þórhallsson
í 3.-4. sæti.
Seinni umferðin fer fram 17.-
18. nóvember. Tvær efstu sveit-
irnar í annarri deild spila í fyrstu
deild að ári og tvær neðstu sveitir
fyrstu deildar falla í aðra deild.
Keppnisstjóri er Björgvin Már
Kristinsson.
Sveit Eyktar leiðir
deildakeppnina
Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson.
Deildakeppni Um helgina var spiluð fyrri umferð deilda-
keppninnar í brids. Hér er svipmynd úr fyrstu deild. Ásmundur
Pálsson og Guðmundur Páll Arnarson spila gegn Sveini R. Eiríks-
syni og Steinari Jónssyni.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is
FRÉTTIR
FRÆÐSLUNEFND Félagsráðgjafafélags Íslands stendur fyrir
opnum fundi á Grand hótel miðvikudaginn 17. okt. kl. 8.15-10.
Erindi flytja Rannveig Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi MSW,
fjölskylduráðgjafi og sáttamaður, Hera Ósk Einarsdóttir, fé-
lagsráðgjafi við Fjölskyldu- og félagsþjónustu Reykjanesbæjar, og
Ingibjörg Bjarnardóttir, lögmaður, sáttamaður og formaður Sáttar
– Félags um sáttamiðlun.
Á eftir erindunum verða umræður og fyrirspurnir. Fundarstjóri
er Erla Þórðardóttir, félagsráðgjafi og forstöðumaður Fjölskyldu-
miðstöðvarinnar.
Skráning á fundinn er á oktavia@fef.is.
Félagsráðgjafar
með opinn fund