Morgunblaðið - 17.10.2007, Side 4

Morgunblaðið - 17.10.2007, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Í HNOTSKURN » Í almennri deild hjá lögreglunni á Suð-urnesjum eru nú 44 lögreglumenn, þar af eru 11 lögreglunemar. » Þeir setjast aftur á skólabekk um ára-mót og enginn nemi kemur í þeirra stað fyrr en í vor. Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is ELLEFU lögreglunemar sem hafa starfað hjá lögreglunni á Suðurnesjum síðustu mánuði fara aftur í Lögregluskólann um áramót. Þar sem eng- inn lögreglunemi kemur í þeirra stað fyrr en í fyrsta lagi í maí verður lögreglan á Suðurnesjum verulega undirmönnuð þangað til. „Það kemur mjög illa við okkur að missa ellefu nema um áramótin. Og það bætist við að við erum í sömu stöðu og önnur embætti að því leyti að okkur vantar tilfinnanlega menntaða lögreglumenn,“ sagði Jóhann R. Benediktsson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Ástandið verður erfitt fram í maí þegar næst verður útskrifað úr Lögregluskólanum en Jóhann vonast til að þá komi nýútskrifaðir lögreglumenn til starfa hjá embættinu auk fimm lögreglunema. Jóhann sagði að verið væri að fara yfir hvernig brugðist yrði við en m.a. mætti gera ráð fyrir að allir yfirmenn sem fram að þessu hefðu ekki geng- ið vaktir, yrðu að taka vaktir um helgar, þ.m.t. hann sjálfur og aðstoðarlögreglustjórinn. Jafn- framt yrði embættið að reyna að fá afleysinga- menn til starfa og auka tímabundið samstarf deilda, þ.á m. samstarf tollgæslu og lögreglu. Vantar 15 um áramót Hjá lögreglunni á Suðurnesjum starfa nú 73 lögreglumenn og þegar nemarnir eru taldir með eru þeir alls 84. Þrátt fyrir liðsinni nemanna er embættið þó ekki fullmannað lögreglumönnum ef miðað er við þann fjölda sem var við störf þegar embættin á Suðurnesjum voru sameinuð. Fjóra lögreglumenn vantar til embættisins, við núver- andi aðstæður, en þegar nemarnir fara í skólann um áramót mun embættið vanta 15 lögreglumenn. Lögreglunemarnir starfa allir í almennri deild. Aðspurður sagði Jóhann að á vakt hjá almennri deild ættu að vera 12 lögreglumenn en vegna manneklunnar hefðu 7-9 verið á hverri vakt. Mannekla hjá lögreglunni á Suðurnesjum um áramót Morgunblaðið/Júlíus Ellefu lögreglunemar aftur á skólabekk og enginn í staðinn fyrr en í vor UM 20 þúsund ökumenn fá nú í október afhenta sér- útbúna lyklakippu að gjöf til áminningar um hvað þeir ættu að hafa í huga við aksturinn. Þannig eru ökumenn minntir á að aka varlega, brosa í umferðinni, sýna ábyrgð, tillitssemi og þolinmæði. Það eru Soroptimista- systur, í samstarfi við Vátryggingafélag Íslands, sem vilja með þessu hvetja til bættrar umferðarmenningar hérlendis. „Við færum allt of miklar fórnir í umferðinni,“ segir Laufey B. Hannesdóttir, hjá Soroptimistasambands Ís- lands, og vísar þar bæði til dauðsfalla af völdum slysa sem og örkumls sem af getur hlotist. Aðspurð segir hún hugmyndina að lyklakippunni, sem jafnframt er ætlað að vera nokkurs konar heillagripur, hafa kviknað í fyrrahaust í kjölfar mikillar slysahrinu. „Við Soroptimistar teljum að með því að dreifa lykla- kippunni persónulega til fólks náist betri árangur í því að bæta umferðarmenninguna,“ segir Laufey. Bendir hún á að alls eru um 500 Soroptimistasystur á landinu, en hver og ein þeirra mun ræða við um 40 ökumenn. „Mér finnst þetta gott framtak,“ segir Guðrún Soffía Ólafsdóttir, sem í gær fékk afhenta fyrstu lyklakippu átaksins Ökum varlega. Að sögn Guðrúnar hefðu allir ökumenn gott af því að hafa þau jákvæðu atriði sem getið er um á lyklakippunni í huga við akstur. Hvetur til bættrar umferðarmenningar Morgunblaðið/Golli Gjöf Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, Ásgerður Kjartansdóttir, forseti Soroptimista- sambands Íslands, Guðrún Soffía Ólafsdóttir og Laufey B. Hannesdóttir, félagi í Soroptimistasambandi Íslands. Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is NEYTENDASAMTÖKIN hafa sín- ar efasemdir um tilgang netfyrirtæk- isins eCom Trainers, sem býður Ís- lendingum til ókeypis málsverða á Radisson SAS hóteli dagana 22. og 23. október nk. Í boðsbréfum fyr- irtækisins sem allnokkrir Íslendingar hafa fengið að undanförnu er lofað kennslu í því að græða peninga á net- inu. Boðið er upp á ókeypis hádeg- ismat og kvöldmat báða dagana, en tekið er fram að ekki fái fleiri en 100 manns að koma á hvern fund. Kristján Daníelsson, hótelstjóri á Radisson, segir að fundirnir hafi ver- ið bókaðir í gegnum þriðja aðila, hvataferðaskrifstofu, og hafi hótelið þegar fengið fyrirframgreiðslu vegna viðskiptanna. Kristján segist hafa efast um fyrirætlanir fyrirtækisins í ljósi þess að önnur fyrirtæki hafa fengið gesti til að borga fyrir aðgang að slíkum fræðslufundum. En að þessu sinni sé hinsvegar sá munur á að ekki standi til að rukka gesti, að sögn Kristjáns. Hann telur þó líkleg- ast að fyrirtækið muni reyna að selja fólki eitthvað, en þá verði hver gestur fyrir sig að taka sína ákvörðun í þeim efnum. Í augum hótelsins sé fyr- irtækið eins og hver annar við- skiptaaðili. Fengu endurgreitt Í frétt á ástralska fréttavefnum brisbanetimes.com.au er greint frá því í mars sl. að fyrirtækið, þá nefnt iMergent, hafi þurft að greiða óánægðum viðskipavinum sínum 679 þúsund dali árið 2005 og horfið af sjónarsviðinu um hríð. Fyrirtækið hafi sætt alþjóðlegum rannsóknum og lögsóknum, en sé hinsvegar enn að selja sömu afurðina undir nýju nafni, eComTrainers. Hafi yfirvöld í Ástr- alíu varað við fyrirtækinu og gylliboð- um um að hagnast á skömmum tíma. IMergent er sagt vera staðsett í Bandaríkjunum og standa á bak við eComTraines. Sagt er frá því að fyr- irtækið boði fyrst fólk á 90 mínútna fundi og fylgi þeim eftir með allt að 10 klst. málstofum þar sem ýtt er á fólk um að gera sölusamninga og sé van- inn að greiða þurfi 2.500 til 5.000 dali fyrir viðskiptatækifæri en þetta fé skili sér sjaldnast aftur. Í fyllingu tímans átti fólk sig á ýmsum auka- kostnaði vegna þjálfunar og stuðn- ings á sviði tæknimála. Þessi kostn- aður sé vanalega um 4 þúsund dalir og hafa rannsóknir Áströlsku sam- keppnis- og neytendanefndarinnar (ACCC) leitt í ljós að sjaldan var á þennan umrædda stuðning treyst- andi. Tekið er fram að ACCC hefur ekki tjáð sig um núverandi starfsemi iMergent eða hvort eComTrainers sæti rannsókn. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, hefur sent fyrirspurnir um fyrirtækið út í heim. „Ég hef enga trú á því að menn séu að koma hingað til lands í sjálfboða- vinnu og gefa mat,“ bendir hann á. „Fyrirtækið hlýtur að ætla að hala inn fé með einhverjum hætti.“  Efasemdir eru í garð netfyrirtækis sem boðar fólk í mat á Sögu í næstu viku og hyggst kenna hvern- ig á að græða fé á netinu  Neytendasamtökin ákveða að senda fyrirspurnir um fyrirtækið út í heim Hádegisverðurinn í raun frír? Netvinna Skýrast mun brátt hvaða undirtektir eCom Trainers fá. SKINNEY Þinganes á Hornafirði hefur sagt upp sjö manna áhöfn á skipi sínu Skinney og hefur því verið lagt. Auk þess hefur áhöfnum Þóris og Erlings verið sagt upp en þau skip eru bæði á veiðum. Gunn- ar Ásgeirsson, stjórnarformaður og útgerðarstjóri fyrirtækisins, vildi ekki tjá sig um uppsagnirnar. Eðlileg hagræðing í kjölfar niðurskurðar Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri á Hornafirði, segist ekki hafa feng- ið neinar upplýsingar frá fyrirtæk- inu vegna uppsagnanna. Hann seg- ist gera ráð fyrir að ástæðan sé þriðjungsniðurskurður á þorsk- kvótanum. Þorskurinn sé stór hluti af veiðum og vinnslu fyrirtækisins svo auðvitað hafi menn búizt við þessu. Það sé ekkert eðlilegra en að menn reyni að hagræða í kjölfar svona mikils niðurskurðar. Hann segir að atvinnuástand á staðnum sé gott og að einhverjir sjómann- anna séu þegar búnir að fá vinnu aftur. Uppsagnarfrestur sjómann- anna er frá einum mánuði upp í sex. Skinney Þinganes er með tvö skip í smíðum á Taívan og verða þau komin í gagnið hér heima þeg- ar líður á næsta ár. Sjómönnum sagt upp hjá á Hornafirði NÚ eru alls 45 lögreglunemar í starfsþjálfun. Af þeim eru 34 hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en ellefu á Suðurnesjum. Þeir sem eru í starfsþjálfun snúa aftur í skólann um áramótin og um leið hefst starfsþjálfun hjá þeim nemum sem nú sitja á skólabekk, en þeir eru öllu færri eða 36 talsins. Samkvæmt upplýsingum frá Lög- regluskólanum verða 33 þeirra í starfsþjálfun á höfuðborgarsvæð- inu frá því í janúar og til aprílloka. Frá því í maí og út ágúst verða fimm á Suðurnesjum en 22 á höf- uðborgarsvæðinu. Hinir dreifast á önnur embætti. Alls útskrifast 81 lögreglumaður á næsta ári, 45 næsta vor og 36 í desember og hafa þeir aldrei verið fleiri. Hingað til hafa í mesta lagi 46 lögreglumenn útskrifast á einu ári. Fjölgun nemenda í Lögregluskól- anum er í samræmi við ákvörðun dómsmálaráðherra frá því í fyrra. Metútskrift – en ekki fyrr en í vor HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur staðfest að Skífan, sem nú heitir Árdegi ehf., hafi brotið sam- keppnislög og að álögð stjórnvalds- sekt upp á 65 milljónir króna sé í samræmi við alvöru brotsins. Frá þessu er skýrt á heimasíðu Samkeppniseftirlitsins, en forsaga málsins er sú að Samkeppniseftirlit- ið fann Skífuna seka um að hafa mis- notað markaðsráðandi stöðu sína um mitt síðasta ár og sektaði fyrirtækið um 65 milljónir króna. Það skaut málinu til áfrýjunarnefndar sam- keppnismála sem staðfesti ákvörðun Samkeppniseftirlitsins og nú hefur Héraðsdómur gert það líka. Málið snýst um það að Skífan gerði ólögmæta samninga við Hag- kaup um sölu hljómdiska og tölvu- leikja á árunum 2003 og 2004 sem fólu í sér einkakaup og samkeppn- ishamlandi afslætti. Um var að ræða ítrekuð brot Skífunnar á samkeppn- islögum, en fjallað var um fyrra lög- brot Skífunnar í ákvörðun sam- keppnisráðs frá árinu 2001 og í hæstaréttardómi frá árinu 2004. Brot það sem Skífan er nú dæmd fyrir er umfangsmeira en fyrra brot. Skífan braut sam- keppnislög Héraðsdómur stað- festir 65 milljóna sekt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.