Morgunblaðið - 17.10.2007, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2007 9
SVISSNESKA fyrirtækið Amitel
átti lægsta tilboð í síðari áfanga
GSM-farsímaþjónustu á landinu, en
tilboð voru opnuð í gær. Alls bárust
þrjú tilboð og voru þau öll undir
kostnaðaráætlun fjarskiptasjóðs,
sem var 732 milljónir króna. Farið
verður yfir tilboðin næstu daga og
er gert ráð fyrir að gengið verði frá
samningum um framkvæmdir fyrir
lok mánaðarins.
Amitel bauð 469 milljónir króna í
verkið miðað við tólf mánaða verk-
tíma, OG fjarskipti 487 milljónir
króna miðað við 22 mánaða verk-
tíma og Síminn 655 milljónir króna
miðað við tólf mánaða verktíma.
Ríkiskaup önnuðust framkvæmd
útboðsins fyrir fjarskiptasjóð, en
fyrirtækin voru valin í lokuðu út-
boði að undangengnu forvali sem
auglýst var á öllu evrópska efna-
hagssvæðinu í mars í vor. Útboðs-
gögn voru afhent í júlí og fyrirtæk-
in lögðu inn tilboð sín í byrjun
þessa mánaðar.
Þessi áfangi farsímaþjónustu
sem boðinn var út nú snýst um að
koma upp og reka farsímaþjónustu
á völdum svæðum þar sem ekki hef-
ur verið farsímasamband til þessa.
Þessi svæði eru einkum á Vest-
fjörðum og Norðausturlandi, en
einnig víða á Snæfellsnesi, Aust-
fjörðum og Suðurstrandarvegi.
Síminn átti lægsta tilboðið í fyrri
áfanga GSM-farsímaþjónustunnar,
en það náði til hringvegarins, fimm
fjallvega og nokkurra ferðamanna-
svæða. Það verk er langt komið.
Sviss-
neskir
lægstir
HÁSKÓLATORG, Gimli og Tröð
eru nöfnin sem valin voru á þrjár
nýbyggingar Háskóla Íslands, en
niðurstaðan var tilkynnt í gær.
Háskólatorg I kemur til með að
hýsa m.a. þjónustustofnanir við
nemendur, bóksölu, veitingasölu
og stóra fyrirlestrasali. Há-
skólatorg II mun að mestu hýsa
skrifstofur deilda, vinnurými
kennara og nemenda og rann-
sóknastofnanir, og loks bygging-
arhluta sem tengir saman Há-
skólatorg I og II. Öllum
starfsmönnum og nemendum Há-
skóla Íslands og Kennaraháskóla
Íslands, auk starfsmanna Fé-
lagsstofnunar stúdenta, bauðst að
taka þátt í nafnasamkeppninni.
Alls bárust yfir 3.000 svör og
meira en 1.600 mismunandi til-
lögur að heitum.
Háskólatorg I fékk nafnið Há-
skólatorg, en alls lögðu 15 þátt-
takendur það nafn til og var
Gunnar Páll Baldvinsson dreginn
úr þeim hópi. Háskólatorg II fékk
nafnið Gimli, sem minnir á tengsl
við Vestur-Íslendinga sem stofn-
uðu Háskólasjóð Eimskips, og var
Ásdís Magnúsdóttir dregin úr hópi
þeirra þriggja sem lögðu það nafn
til. Tengingin milli hins nýja Há-
skólatorgs og Gimli mun bera
heitið Tröð. Var það uppástunga
10 þátttakenda en Óskar Ein-
arsson hlaut vinninginn.
Morgunblaðið/Kristinn
Vinningstillögur Gunnar Páll Baldvinsson, Ásdís Magnúsdóttir og Óskar
Einarsson fengu verðlaun fyrir tillögu að nöfnum á nýbyggingum HÍ.
Háskólatorg, Gimli og Tröð
VEGNA viðtals við Björn Grét-
ar Sigurðsson, sem birtist í
Morgunblaðinu sl. sunnudag,
þar sem hann lýsti raunum sín-
um meðan hann bíður eftir
nauðsynlegri liðskiptaaðgerð,
vill Björn árétta að hann tekur
hin sterku verkjalyf aðeins á
kvöldin til að ná að dempa
verkina sem hann býr við svo
hann geti sofnað.
Í viðtalinu kom fram að Björn
tekur annars vegar tramól og
hins vegar somadril, en lyfin
geta skert athygli og dregið úr
aksturshæfni. Þess má geta að
verkunartími beggja lyfja er um
4-6 klst. samkvæmt vef Lyfju,
www.lyfja.is.
Björn vill af fenginni ástæðu
árétta að hann geri sér fulla
grein fyrir áhrifum lyfjanna og
tekur fram að hann hafi aldrei
keyrt undir áhrifum þeirra.
Árétting
vegna viðtals
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
Svartar síðbuxur
margar gerðir
Jólamyndatökur
Pantið tímanlega
MYND
Bæjarhraun 26, Hafnarfirði
s. 565 4207 • www.ljosmynd.is
Mjódd, sími 557 5900
JENSEN DAGAR
Mikið úrval af fatnaði frá JENSEN.
15% afsláttur af öllum vörum
frá JENSEN vikuna 15.-20.
Verið velkomnar
m
bl
9
22
53
5
FRÁBÆRAR 100%
DÚNÚLPUR MEÐ
HETTU FRÁ
FUCHS & SCHMITT
Laugavegi 63 • S: 551 4422
Borgartún 35 • 105 Reykjavík • sími 511 4000 • fax 511 4040 • utflutningsrad@utflutningsrad.is
www.utflutningsrad.is
Skráning og nánari upplýsingar veita:
Hermann Ottósson, forstöðumaður ráðgjafar- og fræðslusviðs,
hermann@utflutningsrad.is og Inga Hlín Pálsdóttir, verkefnisstjóri,
inga@utflutningsrad.is.
Útflutningsráð Íslands býður ferðaþjónustufyrirtækjum á
Vesturlandi í verkefnið HH2 - frá hugmynd til markaðar, sem
er sjálfstætt framhald hins árangursríka og vinsæla verkefnis
Hagvöxtur á heimaslóð (HH).
Markmi› HH2 verkefnisins er a› auka marka›svitund
þátttakenda me› þjálfun í árangursríkum vinnubrög›um hva›
var›ar vöruþróun, frágang vöru á marka›, marka›ssetningu
og sölu.
Tilgangur verkefnisins er:
Fyrsti vinnufundur verður haldinn á Hótel Glym 23.-24. október 2007
en gert er ráð fyrir að þátttakendur gisti á hótelinu á meðan
vinnufundi stendur.
Skráningu í verkefnið lýkur 18. október 2007. Þátttökugjald er 37.000 kr.
• Að vinna áfram með þróun hugmynda og vörur sem hafa orðið til við
samstarf fyrirtækjanna.
• Ráðgjafar leiða vöru- og þjónustuhópa, en hlutverk hópanna verður að
fullmóta vörur frá svæðinu og fyrirtækjum.
• Handleiðsla á markað: Þær vörur sem koma frá nýsköpunar- og
vöruþróunarfundum verða síðan tengd fáum, ákveðnum áherslu-
svæðum erlendis. Unnið verður að tengslamyndun og markaðs-
setningu "djúpt" í markaðinn og horft til uppbyggingar á markaði
og tengsla til langs tíma.
• Sýningaþátttaka: Áhersla lögð á afmarkaðar ferðasýningar á þeim
markaðssvæðum sem valin hafa verið.
HH2 frá hugmynd til markaðar
framhaldsverkefni fyrir
ferðaþjónustufyrirtæki á Vesturlandi
P
IP
A
R
•
S
ÍA
•
7
19
25
Ungmennastarf
Rauði krossinn í Kópavogi auglýsir eftir sjálfboða-
liðum í vinnu með börnum og ungmennum.
Markmið verkefnisins er að auðvelda ungum inn-
flytjendum 9–12 ára aðlögun að íslensku samfélagi og
skapa vettvang fyrir 13–16 ára íslensk og erlend ung-
menni í Rauða kross starfi.
Sjálfboðaliðar þurfa að vera 17 ára og eldri, hafa
áhuga á vinnu með börnum og ungmennum og sækja
grunnnámskeið um starf og hugsjónir Rauða krossins.
Nánari upplýsingar í síma 554 6626
og á raudikrossinn.is
styrkir þetta verkefni