Morgunblaðið - 17.10.2007, Qupperneq 16
16 MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
SAGAN um Gosa er töluvert flókn-
ari en flest barnaævintýri. Á rúm-
lega hundrað síðum tekst höfund-
inum Carlo Collodi að skapa margs
konar fantasíuheima en á sama tíma
vitnar hann stöðugt í veruleika
ítalska samfélagsins á seinni árum
nítjándu aldar. Gosi er til dæmis
ekki einungis verk um brúðustrák
sem verður mennskur heldur hefur
það einnig ýmislegt að segja um lík-
amlega þjáningu, arðrán og fátækt.
Sagan býður upp á margar senur
sem innihalda tilvalið efni í leiksýn-
ingu, söngleik eða kvikmynd en
sumar tilraunir í þessum miðlum
hafa farið verr en búast mætti við.
Sem dæmi má nefna tvær kvik-
myndir um Gosa, annars vegar eftir
Steven Barron (1996) og hins vegar
eftir Roberto Benigni (2002). Báðar
þessar myndir voru almennt for-
dæmdar og þeim slátrað af gagnrýn-
endum og langt frá því að vera vin-
sælar hjá áhorfendum. Það er
kaldhæðnislegt að mynd Benignis
var mjög trú sögu Collodis og inni-
hélt mörg atriði sem áhorfendur
töldu ekki vera við hæfi í barna-
ævintýri!
Karl Ágúst Úlfsson fer ekki þessa
leið heldur stígur hann of vandlega í
kringum hlutina. Margt sem er
framandi, hættulegt eða ógnvekj-
andi í sögunni verður annaðhvort
meinlaust eða fyndið í þessari sýn-
ingu. Öðru hvoru, eins og í einni
senu í skóginum þar sem Dísin þyk-
ist vera gamall karl eða í atriðum í
Allsnægtalandi, nær verkið að fara
út fyrir þennan ramma en slíkt ger-
ist afar sjaldan. Hins vegar ber að
hrósa Karli Ágústi virkilega fyrir
ljóðrænar lýsingar á tilfinningum
Gosa þegar hann tjáir okkur hvernig
það er að vera sorgmæddur, svang-
ur og kvalinn.
Leikurinn var yfirleitt góður og
réttu leikararnir valdir í hlutverkin
en mér fannst nokkrir þeirra standa
upp úr. Á meðal þeirra voru Aðal-
björg Þóra Árnadóttir (Lóra), Hall-
dór Gylfason (Skolli), Kristjana
Skúladóttir (Dísin) og Víðir Guð-
mundsson (Gosi). Það sama má
segja um krakkana í þessari sýningu
sem léku, sungu og dönsuðu af mikl-
um krafti. Sumir búningarnir voru
frábærir. Aðrir virtust vera hann-
aðir aðallega til að undirstrika
ákveðna liti, eins og rauðan og svart-
an, en ekki sérstaklega til að lýsa
leikpersónunum. Aðalstjarna sýn-
ingarinnar er þó leikmyndin sem
hönnuð er af Vytaulas Narbutas.
Hún er bæði frumleg og síbreytileg
og þegar verkið sjálft hélt ekki at-
hygli áhorfandans bætti leikmyndin
það heldur betur upp.
Lögin ollu mér þó nokkrum von-
brigðum og það kom mér á óvart þar
sem Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson
samdi tónlistina og Karl Ágúst Úlfs-
son sá um textana. Því miður fannst
mér of mörg þeirra einkennast af
einföldum endurtekningum. „Hvar
ertu, Gosi“ er gott dæmi þar sem
textinn er óþarflega væminn og mel-
ódían minnir helst á bandarísku
vögguvísuna „Rockabye Baby“.
Auðvitað skaðaði það ekki að fá
stóra rödd Jóhanns Sigurðarsonar
til að syngja það en samt hefði ég
haldið að pabbi Gosa ætti frekar að
vera lítill og brotthættur. Það má
segja það sama um Magnús Jónson
og lagið um Allsnægtaland þar sem
áhorfendur voru greinilega upptekn-
ari af leikaranum en laginu.
Sýningin byrjar hægt, ef til vill of
hægt, en nær sér á strik innan
skamms. Að mínu mati var hún þó
sterkust eftir hlé og eftirminnileg-
asta senan var sú sem gerist á hafs-
botni. Þar sjáum við hafmeyju, alls
konar dansandi fiska og ótrúlega
flottan hval og það er einmitt þar
sem Gosi sannar sig með því að
bjarga lífi pabba síns og Tuma engi-
sprettu. Það er óhætt að segja að
Selma Björnsdóttir hafi líka sannað
sig með þessari sýningu. Það er ekki
þar með sagt að allt gangi upp hjá
henni en hún er allavega ekki hrædd
við að hugsa stórt.
Hinn íslenski Gosi lifnar við
Gosi „[Það] ber að hrósa Karli Ágústi virkilega fyrir ljóðrænar lýsingar á tilfinningum Gosa þegar hann tjáir okk-
ur hvernig það er að vera sorgmæddur, svangur og kvalinn,“ segir Martin Regal í umsögn sinni.
Martin Regal
LEIKLIST
Borgarleikhúsið
Handrit: Karl Ágúst Úlfsson.
Tónlistarstjórn: Þorvaldur Bjarni Þor-
valdsson. Leikstjórn: Selma Björnsdóttir.
Leikmynd: Vytautas Narbutas. Búningar:
María Ólafsdóttir. Hljóð: Magnús H. Við-
arsson. Leikgervi: Sigríður Rósa Bjarn-
ardóttir. Dans: Birna og Guðfinna Björns-
dætur. Lýsing: Halldór Örn Óskarsson.
Leikarar: Gosi: Víðir Guðmundsson.
Jakob: Jóhann Sigurðarson.
Tumi: Sverrir Þór Sverrirsson (Sveppi).
Kráareigandinn: Davíð Guðbrandsson.
Skolli: Halldór Gylfason. Lóra: Aðalbjörg
Þóra Árnadóttir. Stórólfur: Pétur Ein-
arsson. Dísin: Kristjana Skúladóttir.
Skipstjórinn: Magnús Jónsson.
Gauja: Unnur Elísabet Gunnarsdóttir.
Dansarar og fimleikafólk.
Gosi
Morgunblaðið/Kristinn
KRAFTUR er sem kunnugt er ekki
einhlítur kostur. Væri svo teldist
vetnissprengjan mesta afrek manns-
andans. Bjarni Thor Kristinsson
gæti hæglega verið kraftmesti núlif-
andi óperubassasöngvari landsins ef
marka má upphaf fjölsóttra tónleika
hans og Gerrits Schuil í Garðabæ.
Langt var reyndar frá því er ég
hafði heyrt hann síðast, og því
kannski skiljanleg fyrstu viðbrögðin
þessa laugardagssíðdegis: Almátt-
ugur! Þurfa nú aumingja hlusthimn-
ur manns að blakta allt til enda sem
tjöld fyrir opnum glugga í norð-
anroki!
En sem betur fór gerðust örlögin
ekki svo grimm. Eftir fyrstu tvö af
sex stuttum sönglögum Beethovens
við ljóð Gellerts fór nefnilega að bóla
á það fjölbreyttri túlkun að kom
manni nánast í opna skjöldu. Sjaldan
þessu vant mátti nú heyra hjá
langsjóuðum óperusöngvara – með
drjúga Wagner-reynslu í þokkabót –
óvænt breiðan styrk- og litbrigða-
skala sem annars hefur verið einka-
vígi sérhæfðra ljóðasöngvara. Lát-
um vera að inntónunin virtist
framan af ofurlítið stirðbusaleg og
raddbeitingin heldur vanstudd á
veikustu brjósttónum, líkt og eftir
nýafstaðið frí frá störfum. En það
lagaðist mikið þegar á leið, og texta-
túlkunin (annað vanrækt svið stór-
salasöngvara) bar einkenni óvenju-
mikillar innlifunar, a.m.k. hjá þeirri
stöðluðu síbeljandi sem hefur verið
regla hjá mörgum óperusöngvurum
á ljóðapalli. Þrátt fyrir inngreypta
aðalímynd bassasöngvara á
nótum jörmuntignar, hyldýp-
isharms eða tröllaukinnar
heiftar gáfust til kærkom-
innar viðbótar einnig fjöl-
mörg dæmi um blíðu, ang-
urværð og jafnvel kímni, í
góðu samræmi við söngtext-
ana og útleggingu tónskáld-
anna á þeim, jafnvel þótt dag-
skrárvalið væri í heild í
frekar þyngra kanti.
Erfitt er að draga sumt
fram yfir annað í stuttu
ágripi, en þó mætti nefna
nærri sinfóníska Beethoven-
lagið Busslied, fyrstu tvö lög-
in í Vier ernste Gesänge
Brahms, Fühlt meine Seele
úr 3 Michelangelo-söngvum
Wolfs og sópandi epísku
dramatíkina í 3 af 4 lögum hins
vanmetna Carls Loewes, með Die
Uhr sem kankvíst andstæð bros-
hvörf. Enda var pípt og klappað í
samræmi við sannkallaða dúndrandi
frammistöðu.
Burtséð frá ögn ósamtaka meðleik
í Busslied lék Gerrit að vanda eins
og honum væri fyrirmunað að leika
undir sínum háa standarði. Og hafi
um leið þökk fyrir ófeðruðu fróð-
leikskorn sín í tónleikaskrá, er
bættu í ýmsar þekkingareyður
hlustandans.
Dúndrandi
frammistaða
TÓNLIST
Kirkjuhvoll
Ljóðasönglög eftir Beethoven, Brahms,
Wolf og C. Loewe. Bjarni Thor Krist-
insson bassi, Gerrit Schuil píanó. Laug-
ardaginn 13.10. kl. 12.15.
Einsöngstónleikar
Ríkarður Ö. Pálsson
Almáttugur! Bjarni Thór Kristinsson
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
BALTNESKIR hljómlistarmenn
hafa til skamms tíma verið heldur
sjaldheyrðir hér á landi, þrátt fyrir
aukinn áhuga Norðurlanda á þess-
um heimshluta hin síðari ár. Sl.
föstudag brá þó til undantekningar,
jafnvel þótt tilefnið virtist á huldu;
a.m.k. kom það hvergi fram af tón-
leikaskrá, heimasíðu Salarins né
heldur gagnasafni Mbl.
Fyrstu 4 sönglögin, og síðan eitt
píanóverk, gætu eftir höfund-
anöfnum að dæma verið af lettn-
eskum eða litheygskum meiði. Síðan
komu sönglög og dúettar eftir
Alfvén, Grieg, Sibelius og letzkt tví-
söngsþjóðlag í útsetningu („Latvian
folk song decoration“) Jazeps Vitols.
Seinni hlutinn samanstóð af oftast
vel kunnum óperuaríum og -dúett-
um eftir ofangreinda höfunda.
Flytjendur voru allir af yngri kyn-
slóð en samt efnilegir. Leikur pían-
istans var undantekningarlaust hinn
liprasti og mótun hans gegnmús-
íkölsk, þó að einleiksbravúrustykki
hans eftir Rihards Dubra gæfi í
hæsta lagi tilefni til tæknisýninga án
mikillar dýptar. Sömuleiðis var
söngur Kristine Gailite tvímælalaust
á háu plani miðað ungan aldur, því
þótt raddbeitingin gæti á stöku stað
verkað eilítið hvöss, var inntónunin
nærri lýtalaus og flúrtæknin það
þjál að vísaði beint á hlutverk Næt-
urdrottningar í Töfraflautunni –
hreint burtséð frá oft sláandi sterkri
innlifun. Tenórinn, Martins Zilberts,
virtist hins vegar hlutfallslega
skemmst á veg kominn. Röddin var
oft miður fókuseruð og hol, að maður
segi ekki beinlínis loðin, en gæti þó
átt sitthvað eftir með aukinni
reynslu.
Ungir og efni-
legir Lettar
TÓNLIST
Salurinn
Norræn og baltnesk sönglög ásamt
óperuaríum og dúettum eftir Mozart,
Verdi og Donizetti. Kristine Gailite
sópran, Viesturs Jansons tenór og
Martins Zilberts píanó.
Föstudaginn 12. október kl. 20.
Einsöngstónleikar
Ríkarður Ö. Pálsson
Góð Kristine Gailite
MIÐVIKUDAGINN 10. október
síðastliðinn gafst gestum Salarins
hið fágæta tækifæri að fá að hlýða
á einleikstónleika kúbverska gít-
armeistarans Manuel Barrueco, en
hann hefur um árabil verið við-
urkenndur sem einn besti gít-
arleikari okkar tíma. Barrueco hóf
tónleikana með sónötu í g moll
eftir J. S. Bach. Flutningur hans
var sérlega listrænn og syngjandi
og framan af einkenndist hann af
stóískri yfirvegun og skýrri túlkun
laglína. Þriðja hlutann Siciliana
lék hann nokkuð hraðar en venjan
er, en útkoman var samt ljúf eins
og tónsmíðin sjálf. Í lokahlutanum
Presto var tilkomumikið að sjá og
heyra hvernig hendur Barrueco
geystust fumlaust um gítarinn á
ógnarhraða, en hraðinn virtist
aukast jafnt og þétt gegnum kafl-
ann svo undir lokin var næstum
eins og um áhættuatriði væri að
ræða og skil milli hendinga tók að
vanta í dýnamíkina. Næst á efnis-
skránni var Tango-Études eftir A.
Piazzolla sem Barrueco flutti á
sérlega innblásinn hátt, rytmískan
og skýran, svo unun var á að
hlýða. Dagskráin eftir hlé hófst á
tveimur verkum eftir J. Turina,
Fandanguillo, op. 36 og Sevillana,
op. 29 þar sem Barrueco þræddi
sig í gegnum ólíkar áferðir hljóma
og rytma á meistaralegan hátt.
Síðast á efnisskránni voru hinar
yndislegu svítur Suite Española
op. 47, eftir I. Albéniz, sem heita
hver eftir sinni borginni á Spáni.
Svíturnar voru sannkölluð upp-
lifun í hjartnæmum flutningi
Barrueco, hugljúft ferðalag um
Spán, tvímælalaust hápunktur tón-
leikanna.
Ekki
einleikið
TÓNLIST
Manuel Barrueco í Salnum
Einleikstónleikar með gítarleikaranum
Manuel Barrueco. Á efnisskránni voru
verk eftir J. S. Bach, A. Piazzolla,
J.Turina og I. Albéniz.
Ólöf Helga Einarsdóttir