Morgunblaðið - 17.10.2007, Page 24
24 MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Í MORGUNBLAÐINU hinn 30.
september er í Staksteinum rætt um
forsjárhyggju samvinnufélaganna
og endurtekin einu
sinni enn gömul saga
um kaupfélögin og við-
skiptahætti þeirra. Þar
segir: „Þá var það
kaupfélagið, sem tók
ákvörðun um að bónd-
inn skyldi vera áskrif-
andi að Tímanum og
borgaði áskrift-
argjaldið fyrir bóndann
og skuldfærði svo á við-
skiptamannareikning
hans.“
Þessir viðskipta-
hættir eru hugarfóstur
Morgunblaðsmanna frá gamalli tíð
sem nauðsynlegt er að leiðrétta.
Ég var kaupfélagstjóri á Djúpa-
vogi fyrir rúmum 50 árum í kjör-
dæmi Eysteins Jónssonar um
þriggja ára skeið. Þetta var á dögum
Tímans. Á þessum tíma var enginn
banki eða bankaútibú á Djúpavogi
og ekki kominn vegur fyrir Beru-
fjörð. Næstu bankar voru á Eski-
firði, Seyðisfirði eða Selfossi. Fjár-
málaleg þjónusta fór því að mestu
gegnum kaupfélagið. Búnaðarblaðið
Freyr og Tíminn sendu okkur lista
yfir áskrifendur og báðu okkur að
innheimta. Eðlilega gerðum við ekki
neinar breytingar á þeim listum.
Fleiri blöð báðu ekki um þessa þjón-
ustu. Sýslumaðurinn á
Eskifirði sendi okkur
stórt umslag með öll-
um gjaldendum á
svæðinu (íbúafjöldi á
félagsvæðinu var um
700 manns, í þrem
hreppum) og bað okk-
ur að innheimta. Flest-
ir viðskiptamenn báðu
okkur síðan um að sjá
um greiðslu á þessum
útgjöldum. Öll félags-
gjöld i Búnaðarfélag-
inu og Ungmenna-
félaginu voru greidd í
gegnum kaupfélagið. Einnig flestar
greiðslur milli manna.
Sú þjónusta sem kaupfélögin önn-
uðust á þessum tíma var á svipaðan
hátt og greiðsluþjónusta bankanna
er í dag, að því undanskildu að kaup-
félagið tók enga greiðslu fyrir enda
talin sjálfsögð þjónusta við félags-
menn.
Í greiðsluþjónustu bankanna í dag
leggja viðskiptamenn mánaðarlega
inn sín laun sem bankinn síðan ráð-
stafar. Hjá kaupfélaginu komu allar
tekjurnar inn hjá viðkomandi við-
skiptamanni á haustin í sláturtíðinni,
en kaupfélagið sá um slátrun á sínu
félagssvæði. Því voru allir með við-
skiptareikning og keppikeflið var að
eyða ekki meira en svo að menn
skulduðu ekki um áramót. Svipaðar
aðstæður og voru á Djúpavogi á
þessum tíma voru víða um land.
Ef til vill er ekki hægt að ætlast til
að Staksteinahöfundar skilji í dag
þær aðstæður er lágu til þess að
kaupfélögin borguðu áskriftargjald
fyrir Tímann sem þá var harðasti
pólitískur andstæðingur Morgun-
blaðsins. En mér finnst það móðgun
við fólk á þessum stöðum að segja að
það hafi ekki ráðið því hvaða blöð
það keypti.
Forsjárhyggja Staksteina
Gunnar Sveinsson gerir
athugasemdir við skrif
Staksteina
»Mér finnst þaðmóðgun við fólk á
þessum stöðum að segja
að það hafi ekki ráðið
því hvaða blöð það
keypti.
Gunnar Sveinsson
Höfundur er fyrrverandi
kaupfélagsstjóri.
Í LEIÐARA Morgunblaðsins
14. okt. var fjallað um það mikla
tískufyrirbrigði sem nefnist „lofts-
lagsbreytingar af mannavöldum“.
Þar stóð m.a: Meira að segja
danski efahyggjumaðurinn Bjørn
Lomborg, sem finnur spám um
loftslagsbreytingar allt til foráttu,
lifir vistvænna lífi en þorri manna.
Tilvitnun lýkur.
Ég deili þeirri skoðun með Birni
að gróðurhúsalofttegundir af
manna völdum séu engin raun-
veruleg ógn né að það sé ástæðan
fyrir hlýnun jarðar, sem er ótví-
ræð. Hlýnun nú er eitt af fjöl-
mörgum hýindaskeiðum jarðar og
stafar af krafti sólar, slík hlýinda-
skeið hafa komið með vissu milli-
bili í sögu alheimsins, jarðarinnar
og mannkynsins og
eru engin stórtíðindi.
Ég held að við
Björn Lomborg telj-
um fulla þörf á því að
lifa vistvænu lífi þó
að við trúum ekki á
að hin bráðnauðsyn-
lega og skaðlausa
lofttegund, koltvísýr-
ingur CO2,
sé ekki á nokkurn
hátt að spilla lífi hér
á jörðu. Það er ótví-
rætt mikil mengun á
jörðinni og má þar
nefna kolsýring CO, baneitraða
lofttegund sem er hvorki finnanleg
með lyktarskyni eða sjón og hefur
orðið bæði mönnum og skepnum
að bana en getur aldrei orðið
„gróðurhúsalofttegund“ þar sem
hún er miklu þyngri en andrúms-
loftið. Ef við sjáum dökkan mökk
úr púströri bifreiðar þá er þar um
sót að ræða, skaðlegt
öndunarfærum.
Nagladekk spæna upp
malbiki, þar kemur
svifryk, sígar-
ettustubbar liggja sem
hráviði um götur og
svo mætti lengi telja.
Svo er það hláleg-
asti áróðurinn að dís-
ilbílar mengi minna en
bensínbílar. Stað-
reyndin er sú að frá
dísilvél kemur um 1⁄5
minna af hinum skað-
lausa koltvísýringi
CO2 (gróðurhúsalofttegund!) en
frá bensínvél, en hins vegar tíu
sinnum meira af hinum hættulega
kolsýringi CO.
Áróður dagsins er sá að það á
aðeins að hugsa um einhvern
óskiljanlegan óvin hátt á himnum,
gróðurhúsalofttegundir af manna
völdum. Svo virðist sem það sé
gagngert til að leiða athyglina frá
hinni raunverulegu mengun sem
er á jörðu niðri.
Er furða þótt það hvarfli að
manni að hér séu ný trúarbrögð að
ryðja sér til rúms, í það minnsta
eiga allir að trúa, enginn á að
spyrja, hugsa eða skilja.
Svo á ritstjórn Morgunblaðsins
góðan bandamann í hinni forpok-
uðu norsku nóbelsnefnd sem veitti
tækifærissinnanum Al Gore frið-
arverðlaunin!
„Vísindasamfélagið“ nú telur
ótvírætt að gróðurhúsaloftteg-
undir, sem stíga hátt til himins séu
ástæðan fyrir hlýnun jarðar. Þess
vegna minni ég á að „vísinda-
samfélagið“ fyrir nær fimm öldum
taldi ótvírætt að jörðin væri mið-
punktur heimsins og sólin snerist í
kringum jörðu. Galileo mátti
þakka fyrir að halda höfðinu fyrir
að halda fram hinu gagnstæða, að
jörðin snerist í kringum sólu.
Hann bjargaði lífi sínu með því að
taka kenningu sína opinberlega
aftur, en hélt áfram að tauta hana
í hljóði.
Nú á tímum tapar vonandi eng-
inn höfðinu en æskilegt væri að
fleiri létu í sér heyra um þessa vís-
indalegu múgsefjun um „gróð-
urhúsalofttegundir af manna völd-
um“ það er kominn tími til að
kveða þetta í kútinn.
Ritstjórn Morgunblaðsins í múgsefjunarkórnum
„Loftslagsbreytingar af
mannavöldum“ eru tísku-
fyrirbrigði, segir Sigurður
Grétar Guðmundsson
»Hlýnun nú er eitt affjölmörgum hlýinda-
skeiðum jarðar og staf-
ar af krafti sólar, slík
hlýindaskeið hafa komið
með vissu millibili í sögu
alheimsins.
Sigurður Grétar
Guðmundsson
Höfundur er pípulagningameistari,
búsettur í Þorlákshöfn.
UMFERÐARHNÚTAR á höf-
uðborgarsvæðinu hafa verið mikið í
umræðunni að undanförnu enda
ekki vanþörf á þar sem ástandið er
víða óviðunandi. Við Hafnfirðingar
höfum ekki farið varhluta af þessum
vanda, enda eykst umferðarþunginn
til og frá bænum jafnt og þétt og er
svo komið að á álagstímum tekur
það fólk um 45 mínútur að komast til
og frá vinnu sinni í Reykjavík. Hafn-
arfjörður er orðinn 25.000 manna
bæjarfélag og er það bæjaryf-
irvöldum mikið kappsmál að byggja
upp ný hverfi og fjölga enn íbúum.
En á sama tíma eru engar raunveru-
legar lausnir í samgöngumálunum í
sjónmáli; hvernig á allt þetta fólk að
komast til og frá bænum í vinnu sína
og skóla? Langþreyttir bæjarbúar
sem húka í bílaröðunum kvölds og
morgna spyrja að vonum, hvað ætlið
þið að gera til að leysa vandann?
Ekki kenna Garðbæingum
um vandann
Bæjarstjórinn kemur þá fram op-
inberlega og lýsir því yfir að vanda-
málið sé Garðbæingum að kenna,
stíflurnar séu hjá þeim og hann býð-
ur enn eitt hringtorgið til lausnar.
Fólk veit ekki hvort honum sé al-
vara eða hvort þetta hafi hreinlega
verið grín. Í stað þess að skella
skuldinni á okkar ágætu nágranna
væri nær að bæjarstjóri Hafn-
arfjarðar til fimm ára hefði ein-
hverjar raunverulegar lausnir í
hendi. Hann hefur jú líklega komið
því til skila að eitthvað þurfi að gera,
en ljóst er að þrýstingur á sam-
gönguyfirvöld og vegagerð er ónóg-
ur. Hvar er t.d. stödd umræðan um
nýjan Álftanesveg?
Það er mikið hags-
munamál okkar Hafn-
firðinga að úr rætist;
að raunveruleg fram-
tíðarlausn líti dagsins
ljós. Að vita til þess að
fólk treysti sér ekki til
að búa í okkar góða
bæ, vegna umferð-
arálags og þess tíma
sem fer í að komast til
og frá vinnu, er afar
miður.
Hvar er ofan-
byggðavegurinn?
Svokallaður ofanbyggðavegur
hefur verið mikið í umræðunni en sá
vegur myndi taka hluta af umferð-
inni úr nýjustu hverfum Hafn-
arfjarðar og Reykjanesi og létta þar
með á umferð til austurhluta höf-
uðborgarinnar. Samkvæmt tillögum
að samgönguáætlun til næstu 4 og
12 ára sem lögð var fyrir Alþingi á
síðasta vetri er ekki gert ráð fyrir
þessum vegi þótt
Vegagerðin hafi haft
hann á teikniborðinu.
Þar sem bæjarstjóri
Hafnarfjarðar fullyrðir
nú að vegurinn sé
væntanlegur væri
ánægjulegt að fá það á
hreint hvenær fram-
kvæmdir við hann
munu hefjast og benda
á tímasetningar í þeim
efnum. Meirihluta
Samfylkingarinnar í
bæjarstjórn Hafn-
arfjarðar ætti að vera í lófa lagið að
þrýsta á flokksbróður þeirra í sam-
gönguráðherrastóli um skýr svör.
Það er hlutverk bæjarstjórans að
hafa forgöngu þar um og gefa Hafn-
firðingum um leið vonir um að verið
sé að taka á málunum og að framtíð-
arlausnir séu í farvatninu.
Samgöngur úr og í Hafnarfjörð
Hvenær á að leysa vanda
Hafnfirðinga í umferðamálum?
spyr Rósa Guðbjartsdóttir
Rósa Guðbjartsdóttir
» Langþreyttirbæjarbúar sem húka
í bílaröðunum kvölds
og morgna spyrja að
vonum, hvað ætlið
þið að gera til að leysa
vandann?
Höfundur er bæjarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.
KÆRU stjórnvöld, stefna ykkar í
launamálum hjúkrunarfræðinga
drepur hugsjónir. Haustið 2006 hóf
hópur fólks nám við hjúkrunarfræði-
deild HÍ, með miklar hugsjónir í
brjóstinu. Ég efast ekki um að ég tali
fyrir hönd flestra okkar þegar ég segi
að sú tilhugsun að í
kringum 220 þúsund
krónur í byrjunarlaun
eftir fjögurra ára há-
skólanám drepi þessar
hugsjónir. Endalaust
er skrafað um það að
fjölga hjúkrunarfræð-
ingum með hinum og
þessum aðgerðum, en
það er staðreynd að þó
105 hafi verið hleypt
inn í gegnum
samkeppnispróf í mín-
um árgangi, þá erum
við aðeins um 80 eftir.
Það er sá fjöldi sem var
hleypt inn árið á undan.
Sterklega má búast við
því að með þessu
áframhaldi munu enn
fleiri draga sig úr námi
við hjúkrunarfræði-
deild ef ekkert verður
að gert í launamálum.
Ég veit að fyrir mitt
leyti finnst mér það
vera vanvirðing við
tímann sem ég legg í
námið, skuldirnar sem
ég hleð á mig á náms-
tímanum með náms-
lánum, orkuna sem ég
eyði í að öðlast starfs-
reynslu á námstímanum fyrir skelfi-
leg laun og vonleysið sem ég finn fyrir
þegar ég hugsa um það til hvers ég sé
að mennta mig í þessu fagi þegar ég
hugsa til launanna. Jú, þetta er gef-
andi vinna og göfug er sagt, og ef mér
líkar ekki við launin þá get ég starfað í
einkageiranum, hjá lyfjafyrirtækjum
eða öðrum fyrirtækjum. En hvað ef
mig langar ekki til þess? Hvað ef mig
langar til að starfa á sjúkrahúsi við
krefjandi aðstæður, vera hjá fólki á
hinstu stund þess, bjarga lífi þess eða
gera því lífið léttara?
Kæru stjórnvöld, ég á mögulega
eftir að hjúkra einhverjum úr ykkar
hópi, börnunum ykkar eða nánustu
aðstandendum ykkar. Hafið þið virki-
lega samvisku í það að greiða mér lús-
arlaun fyrir það? Ég gæti starfað í
stórmarkaði, borið ábyrgð á ávöxtum,
og fengið hærri laun en ég fæ fyrir að
bera ábyrgð á lífi og vellíðan sjúk-
linga! Starf hjúkrunarfræðingsins er
ekki starf sem hann skilur eftir á
skrifstofunni og fer heim eftir vinnu.
Ef við gerðum það held ég að við
stæðum okkur ekki í starfinu. Sem
betur fer finnum við til með líðan ann-
arra og ef við gerðum það ekki þá
værum við ekki mannleg, og það er
einmitt einn stærsti þáttur starfsins.
Við eigum von á að rekast á skjól-
stæðinga okkar nær hvar sem er utan
vinnutíma, og hversu erfitt eða gam-
an sem það reynist okkur, þá verðum
við alltaf að vera reiðubúin að takast á
við viðfangsefni vinnunnar utan
vinnutíma. Svo talið beinist nú að
vinnutíma þá er oft bent á að hjúkrun-
arfræðingar séu í raun
og veru með hærri laun
en grunnlaunin benda til
og að það sé vegna
vaktavinnu. Hvað um
þær einstæðu mæður
eða feður sem starfa við
hjúkrun? Það hafa ekki
allir getu til að vinna
vaktavinnu, og þeir sem
ekki geta það verða að
láta sér nægja dagvinnu
sem er vægast sagt
skelfilega illa borguð. Í
þeim tilvikum neyðast
margir hjúkrunarfræð-
ingar til að leita vinnu
utan sjúkrastofnana og
vinna störf sem þeir
höfðu ekki í huga þegar
þeir hófu nám við hjúkr-
unarfræðideild. Launa-
stefna stjórnvalda mun
fækka hjúkrunarfræð-
ingum á stofnunum, en
ekki fjölga þeim. Málið
er ekki að fjölga nemum
í hjúkrunarfræðideild og
valda því að fólk komist í
gegnum samkeppn-
ispróf með þrjú eða fjög-
ur föll. Málið er ekki að
gera samninga við ein-
staka útskriftarárganga
þegar hótað er að neita að starfa á
sjúkrastofnunum sé ekkert að gert í
launamálum. Málið er einfaldlega að
hækka grunnlaun hjúkrunarfræðinga
almennt, og þá er ég ekki að tala um
nokkra þúsundkalla. Ég er að tala um
laun sem sæma virðingu okkar sem
stéttar og þá ósérhlífni sem sýnd er í
starfi okkar. Starf okkar á það skilið
að vera metið að verðleikum.
Ég vil enda greinina á því að skora
á samnemendur mína að neita að
starfa á sjúkrastofnunum ef ekkert
verður að gert í launamálum. Ekki
bara minn árgang, heldur einnig þá
árganga sem nú eru í námi og þá ár-
ganga sem á eftir koma ef engin
breyting verður á kjaramálum okkar.
Samningar hjúkrunarfræðinga verða
lausir á næstunni, og ég vona svo
sannarlega að stór breyting verði á
kjaramálum okkar.
Kæru stjórnvöld, hættið að drepa
hugsjónir. Sýnið nú smámetnað með
því að tryggja það að heilsugæslan á
Íslandi geti haldið áfram að vera með
þeim bestu í heimi.
Stjórnvöld, hættið
að drepa hugsjónir
Gunnar Pétursson skrifar um
kjör hjúkrunarfræðinga
» Samningarhjúkr-
unarfræðinga
verða lausir á
næstunni. Í til-
efni þess er hér
komið á fram-
færi skoðun
greinarhöf-
undar sem er
hjúkrunarfræði-
nemi við HÍ.
Gunnar Pétursson
Höfundur er 2. árs
hjúkrunarfræðinemi.