Morgunblaðið - 17.10.2007, Qupperneq 28
28 MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Jóhanna Þor-björnsdóttir
fæddist í Reykjavík
6. júlí 1965. Hún lést
á krabbameinsdeild
Landspítalans 7.
október síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar eru Þor-
björn Einar Jónsson
og Magðalena
Axelsdóttir. Systk-
ini Jóhönnu eru: 1)
Sandra, í sambúð
með Jónasi Helga-
syni, sonur þeirra
Helgi Sigurður, frá fyrri sambúð
á Jónas dæturnar Konný og Ey-
dísi. 2) Jón Arnar, kvæntur Berg-
lindi G. Bragadóttur, synir þeirra
Þorbjörn Bragi og Arnar Daði,
Jón á fyrir soninn Tómas Hrafn.
3) Herbert Már, samfeðra, kvænt-
ur Helgu Tómasdóttur, börn
þeirra Kristjana Ýr
og Helgi Már.
Jóhanna giftist
Guðjóni Gíslasyni 2.
október 2007. Dótt-
ir þeirra er Rakel, 7
ára, frá fyrra hjóna-
bandi á Jóhanna,
Helenu Kristins-
dóttur, 13 ára. Frá
fyrri sambúð á Guð-
jón dæturnar Alex-
öndru, 20 ára, og
Karlottu, 17 ára.
Jóhanna starfaði
lengi sem gjaldkeri
hjá Iðnaðarbankanum og Lands-
bankanum, sem sölumaður hjá
Glóbus og síðar hjá Ottó B. Arnar
og frá 2006 sem þjónustufulltrúi
hjá Spron, Skólavörðustíg.
Jóhanna verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Horfin er hún
á örskotsstundu
okkar bjarta og stolta.
Í alheimi yfir vakir
þeim, sem hún unni.
Góða ferð, ástin mín.
Mamma og pabbi.
Elsku mamma. Þú varst besta
mamma sem nokkur gæti hugsað
sér. Allir eiga eftir að sakna þín, því
að enginn kemur í staðinn fyrir þig,
þú varst besta, fallegasta og gáf-
aðasta kona sem ég hef kynnst. Ég
á eftir að sakna þín óbærilega mikið
en ég veit að við í fjölskyldunni
munum hjálpast að til að komast yf-
ir þennan mikla missi. Stuðningur
þinn við mig var ótrúlega mikill,
hvort heldur sem var líkamlegur eða
andlegur. Ég mat hann mikils og
þurfti ekki síður á honum að halda.
Ef þú værir hér með okkur þá
myndi ég nota þann tíma sem ég
hefði í að halda utan um þig og aldr-
ei sleppa takinu. Þótt þú missir af
þrettán ára afmælinu mínu, ferm-
ingunni og giftingunni þá veistu að
ég á eftir að koma upp til þín ein-
hvern tímann og segja þér allt.
Þín ástkær og elskandi dóttir,
Helena.
Elsku Jóhanna mín. Ég trúi ekki
að þú sért farin fyrir fullt og allt. En
ég er viss um að þú sért á betri stað
núna og að þér líði miklu betur. Ég
veit líka að þú vakir yfir okkur öll-
um. Mér fannst alveg hræðilegt að
geta ekki verið hjá þér á spítalanum
en ég veit að pabbi kom til skila
góðri kveðju til þín frá mér og líka
stelpurnar. Ég er alltaf að skoða
myndirnar af þér sem ég tók daginn
áður en ég fór út, þú varst svo sæt
og fín og veikindin þín sáust varla á
þér. Ég man það svo vel og finnst
svo stutt síðan þegar þú greindist
með sjúkdóminn að þú ætlaðir þér
að vera svo sterk og ætlaðir ekki að
verða veik í lyfjameðferðunum. Og
þú stóðst þig svo vel, aldrei fannst
mér þú vera svona mikið veik, þú
sýndir það aldrei og varst svo sterk.
Því miður gerðist þetta svo allt of
fljótt, en eins og sagt er þá deyja
þeir ungir sem guðirnir elska.
Ég er viss um að þér líði mjög vel
núna uppi í himnaríki með afa í
svaka stuði eins og þú varst alltaf í,
hlustandi á Bjögga og brandarana
hans afa til skiptis. Svo vakir þú
auðvitað yfir pabba, Rakel og Hel-
enu á kvöldin. Þú varst alltaf svo
hress, ég mun aldrei gleyma hlátr-
inum þínum. Og þú varst alltaf
syngjandi. Það er ein setning sem
þú sagðir alltaf við mig þegar ég var
að fara eitthvað út á lífið sem ég
mun seint gleyma: „Ekki gera neitt
sem ég myndi gera.“ Svo fórstu allt-
af að hlæja. Ég held líka að þú eigir
stóran part í því að ég tali móð-
urmálið rétt. Þú varst alltaf að leið-
rétta okkur stelpurnar þegar við
sögðum eitthvað vitlaust.
Allar útilegurnar sem við fórum
öll saman í munu alltaf lifa í minn-
ingunni hjá mér. Mig langar til að
þakka þér fyrir tímann sem við
fengum saman og ég hef fulla trú á
því að ég eigi eftir að hitta þig aftur
seinna. Í hvert skipti sem ég á eftir
að heyra lag með Björgvin Halldórs-
syni á ég eftir að hugsa til þín og
brosa. Þú varst aðdáandi númer 1.
Mig langar að votta pabba, Rakel,
Helenu, Karlottu og allri fjölskyld-
unni samúð á þessari erfiðu stundu.
Hvíldu í friði, Jóhanna mín, ég
elska þig og á eftir að sakna þín svo
mikið.
Þín stjúpdóttir,
Alexandra Guðjónsdóttir.
Jóhanna var alltaf mjög dugleg í
öllu sem hún gerði, bæði í vinnu og í
starfi. Hún var ein ákveðnasta
manneskja sem ég hef á ævi minni
þekkt – en þó svo að hún væri algjör
harðjaxl var hún líka mikil tilfinn-
ingavera.
Þér fannst alltaf svo gaman að
syngja og hafðir sérstaklega áhuga
á Björgvini Halldórssyni. Ég man
alltaf þegar fórum í útileguna, þar
sem við stelpurnar sátum uppi á
þaki á bílnum hans pabba og þú
byrjaðir að spila „Bjögga“. Við
skildum ekki hvernig þér gat fundist
þetta skemmtileg músík. Þú sagðir
alltaf: „Stelpur, einn daginn þá mun-
uð þið skilja þetta“. Nú í dag geri ég
það. Í hvert skipti sem ég heyri lag
með Björgvini minnist ég á þig. Þú
hlustaðir á textana í lögunum hans
og það voru þeir sem þú sóttist eftir
enda eru þeir margir fallegir.
Mér finnst svo sorglegt að hugsa
til þess hversu fljótt þú varst rifin í
burtu frá okkur. Þú barðist eins og
hetja í 8 mánuði sirka, við krabba-
meinið. Ég sá þig aldrei gefast upp,
ekki einu sinni þegar þú barðist þína
seinustu daga. Þú ætlaðir bara að
fara á fætur, það var aldrei mögu-
leiki að gefast upp.
Þú skildir meðal annars eftir þig,
þær Helenu og Rakel, litlu systur
mínar og dætur þínar. Við erum svo
stoltar af þér. Viku áður en þú fórst
frá okkur náðuð þið pabbi að gifta
ykkur. Þetta var fallegasta brúð-
kaup sem ég hef séð en því miður
fenguð þið ekki að eyða miklum
tíma saman sem hjón.
Ég þakka fyrir þær stundir sem
við fengum saman og mun aldrei
gleyma þér. Þetta munu verða mín
seinustu orð til þín …
Guð gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það
sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því
sem ég get breytt
og vit til að greina þar á milli.
(Reinhold Niebuhr)
Hvíldu í friði, Jóhanna mín, ég
elska þig. Minning þín lifir alltaf í
hjörtum okkar.
Karlotta Guðjónsdóttir.
Elsku frænka.
Í söknuði sendum við þér þessar
ljóðlínur:
Við sjáum að dýrð á djúpið slær,
þó degi sé tekið að halla.
Það er eins og festingin færist nær,
og faðmi jörðina alla.
Svo djúp er þögnin við þína sæng,
að þar heyrast englar tala,
og einn þeirra blakar bleikum væng,
svo brjóst þitt fái svala.
Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt,
svo blaktir síðasti loginn.
En svo kemur dagur og sumarnótt,
og svanur á bláan voginn.
(Davíð Stefánsson.)
Minningin ljómar, við munum þitt tal,
þín mynd, þú hin eina sanna,
oss Guðs höndin leiðir, en gefur ei val,
Við grátum þig, frænka – Jóhanna.
(Rúdólf Axelsson.)
Með þökk fyrir allt það bjarta og
góða.
Móðursystkin, makar og börn.
Jóhanna mín kærasta frænka var
í blóma lífsins og alltof snemma,
tekin frá okkur öllum sem elskuðum
hana. Óskiljanlega sorgleg stað-
reynd, sem erfitt er að sætta sig við,
með sanni má segja að þeir bestu
fara fyrstir.
Ég hef þekkt Jóhönnu frænku frá
því ég man eftir mér, við gengum
saman í gegnum lífið, minningarnar
margar og góðar. Þegar við vorum
börn minnist ég sérstaklega fjöl-
skylduboðanna hjá ömmu Jóhönnu
og afa Axel. Í þá daga komu öll
systkinin saman með barnahópana,
ótrúlegt að allur þessi mannfjöldi
skyldi komast fyrir í litlu íbúðinni.
Eftir að við vorum búin að fá súkku-
laði og sætabrauð hjá ömmu, héldu
okkur krökkunum engin bönd og þá
tóku við ýmsir ærslafullir leikir.
Engilfríða Jóhanna með ljósu lokk-
ana sína fór þar fremst í flokki með
lífsgleði sinni og krafti. Ég get enn
séð hana fyrir mér, ótrúlega vel af
Guði gerða, hoppandi og skoppandi í
rúminu hennar ömmu Jóhönnu.
Önnur kær minning er þegar fjöl-
skyldur okkar fóru saman til Ibiza, í
fyrstu sólarlandaferðina sem var
mikið ævintýri. Í minningunni var
alltaf sólskin, þar sem við Jóhanna
ásamt Söndru, Jóni, Ásý og Hrund,
vorum buslandi í sjónum eða sund-
lauginni. Hún vildi ógjarnan vera
eftirbátur aðeins eldri frænda síns,
margar atlögur voru gerðar til að
kaffæra hann, sem enduðu oftast á
að hún varð undir. En það að gefast
upp var ekki hennar og því var
reynt aftur og aftur. Hún gantaðist
oft með það að hún skuldaði mér 57
kaffæringar sem yrðu endurgoldnar
áður en yfir lyki. Því miður entist
henni ekki ævin til þess, en sorgart-
árin ná áreiðanlega tölunni sem
færa henni sigur að lokum.
Jóhanna fluttist til Noregs ásamt
Örnu, bestu vinkonu sinni og var ég
við nám í Danmörk á sama tíma.
Heimsóttum við hvort annað yfir
sundið og alltaf var jafn gaman að
hitta Jóhönnu, líf og fjör í kringum
hana og fullt af fólki sem eðlilega
laðaðist að þessari lífglöðu konu.
Eftir að við vorum bæði flutt aftur
til Íslands hittumst við reglulega og
undantekningarlaust var gleði og
glaumur, því aldrei sá maður Jó-
hönnu öðruvísi en hressa, með sína
gráglettnu frábæru kímnigáfu. Jafn-
vel eftir að hún var greind með sjúk-
dóminn var stutt í húmorinn. Upp-
gjöf var ekki inni í myndinni, þannig
var hún Jóhanna bara.
Er harmþrungin verðum, þá hugurinn spyr,
hvers vegna er þetta svona.
Þá opnar vor Faðir sínar almættis dyr
og aftur við byrjum að vona.
Því vonin er eitt okkar andsvar í neyð,
þótt ávallt við spyrjum og vitum.
Við fæðumst og lifum, en endum með deyð,
þótt óláns og happa við nytum.
Jóhanna giftist hinn 2. október
Guðjóni Gíslasyni, barnsföður og
sambýlismanni til margra ára.
Traustur maður sem stóð eins og
klettur við hlið Jóhönnu í gegnum
veikindi hennar. Í dætrunum, Hel-
enu og Rakel, lifir Jóhanna áfram.
Guðjóni, Helenu, Rakel, Maddý,
Þorbirni og öðrum ættingjum votta
ég mína dýpstu samúð.
Ég vil trúa því að Jóhanna sé far-
in til yndislegrar tilveru, þar sem
hún er hamingjusöm og nýtur sín til
fulls. Hvíl þar í friði, kæra Jóhanna,
minning þín lifir.
Axel Rúdólfsson.
Látin er mikilhæf og sterk kona
langt fyrir aldur fram frá eigin-
manni og 2 dætrum sínum, eftir
stutta en hetjulega baráttu við hinn
illvíga sjúkdóm krabbamein. Ég
kynntist Jóhönnu fyrir 15 árum,
þegar hún giftist föður barna minna.
Við Jóhanna náðum strax saman og
oft leitaði ég til hennar með vanda-
mál sem hún hjálpaði mér með, en
núna hafa hlutverkin snúist við og
ég hef verið með yndislegu dætur
hennar og vinkonur mínar í hálf-
gerðu fóstri af og til, fyrst Helenu
eftir að hún fæddist og síðan hefur
Rakel bæst við og eftir að hún
komst til vits vildi hún koma með
Helenu í þessar helgarferðir til mín
og er nú ekki verra að hafa syst-
urnar báðar, en þær eru vel upp ald-
ar og skemmtilegar stelpur.
Um síðustu páska kenndi Jó-
hanna sér fyrst meins að einhverju
ráði, og var lögð inná spítala og
heimsóttum við hana, ég og dætur
hennar, sem voru í heimsókn hjá
mér og virtist hún ekki mjög lasin
að sjá, enda var hún einstaklega fal-
leg og hraustleg kona. Jóhanna leit
á þetta áfall eins og hvert annað
verkefni. Gekk hún til þessa verk-
efnis af miklum viljastyrk og með
því markmiði að sigur skyldi vinn-
ast. Áföllum tók hún af æðruleysi,
áfram hélt hún og allt skyldi hún
gera til að lengja dvölina með eig-
inmanni og litlu dætrum sínum. Allt
var á sig leggjandi til þess. Sjálfs-
vorkunn var ekki til, alltaf voru ein-
hverjir aðrir sem áttu meira bágt en
hún. Hún fékk þó góðar stundir milli
stríða og nýtti þær vel og fór afar
vel með þær upplýsingar um sín
veikindi, sem hún veitti dætrum sín-
um og fjölskyldu en Jóhanna var
einstaklega sterkur persónuleiki.
Við viljum votta Guðjóni, Helenu,
Rakel, Karlottu og Alexöndru,
systkinum hennar Söndru og Jóni,
sem og foreldrum Jóhönnu og öllum
ættingjum, innilega samúð okkar og
kveðjum hana með þessu ljóði:
Svo flýgur tíð og hingað hverfa leiðir:
Svo hneig og hún, er fylgjum vér í dag;
Síns herfangs krefur kaldur lífsins eyðir
Við klukkna hljóm og dapurt sorgar lag.
Á hennar kistu segja sveigar blóma,
Að sjálf hún eitt sinn var sem blómin fríð,
Að innst í hjörtum harmi döggvuð ljóma
Skal hennar minning unaðsskær og blíð.
(Steingr. Thorsteinsson.)
Guðlaug, Anna Björg
og Kristinn Örn.
Ef gleðibros er gefið mér,
sú gjöf er, Drottinn, öll frá þér,
og verði af sorgum vot mín kinn,
ég veit, að þú ert faðir minn.
(Einar H. Kvaran)
Til norsku fósturdótturinnar.
Mig setti hljóða er ég fékk and-
látsfregnina þína, kæra Jóhanna
mín.
Þú varst svo ung, lifandi, kát,
áræðin og dugleg.
Árin okkar í Noregi voru bæði
með skin og skúrir. Þú gast alltaf
lagt gott til málanna.
Þú varst mér alla tíð hlý og góð.
Við gátum rætt málin eins og vær-
um við jafnöldrur.
Kæra vina, nú ertu farin frá öllu
þínu um tíma. Sárt er að hugsa til
þess að dæturnar fá ekki að njóta
þín í uppvexti sínum. Þú varst svo
mikil mamma og glöð yfir börnun-
um þínum.
Þú varst dugleg að fylgjast með
kellunni eftir að hún kom heim (til
Íslands). Þú varst alltaf svo hress og
glöð. Er þú hringdir í mig í nóv. í
fyrra varst þú að láta mig vita að nú
væruð þið flutt í eigið hús í Enn-
ishvarfi, við ræddum um að ég kæmi
í heimsókn er ég kæmi suður. Næst
hringdir þú í febr. sl. Þá varstu búin
að frétta hvað henti mig í des. í
fyrra. Ákveðið var að ég kæmi og
heimsækti þig, þú lést vel af þér að
vanda, nefndir ekki veikindi. Þú
hafðir bara áhyggjur af því hvernig
elsku kerlingin þín hefði það. Ég
kom suður 5. okt. til læknis o.fl. Nú
var komið að því að heimsækja þig.
En áður en af því yrði varstu búin
að kveðja þennan heim.
Ég er svo hrygg vegna fólksins
þíns, Guðjóns og dætranna þinna,
foreldra og systkina.
Ég hitti Söndru systur þín er hún
kom til Noregs. Takk fyrir allt það
góða sem við áttum saman, einar og
með öðrum á Noregsárunum. Ég
bið góðan Guð að vera með fjöl-
skyldunum þínum.
Það er mikill missir að missa fólk
á ungum aldri, en við verðum víst að
lifa áfram fyrir þá sem eftir eru, sér-
staklega þarf að hlúa að börnunum,
sem svo ung missa móður sína.
Sofðu, sofðu, litla barnið blíða,
bjartir englar vaki þér við hlið.
Móðurhöndin milda, milda, þýða,
mjúkt þér vaggar inn í himinfrið.
(Benedikt Þ. Gröndal.)
Innilegar samúðarkveðjur til allra
þinna ættingja.
Þín vinkona
Viktoría Særún Gestsdóttir.
Jóhanna hóf störf sem þjónustu-
fulltrúi hjá Spron á Skólavörðustíg í
september 2006. Hún var fljót að að-
Jóhanna
Þorbjörnsdóttir
Hvar ertu?
Ég leita og leita.
Ég veit ekki hvar þú ert
en ég hlýt að finna þig.
Þú ert mér horfin
í himnanna móðu.
En ég veit að við hittumst á ný
einn góðan sumardag.
Kveðja
Sandra systir.
Elsku Jóhanna mín.
Takk fyrir allt sem þú
kenndir mér og samveru-
stundirnar.
Þú snertir lífið mitt og
ljósið þitt mun alltaf lýsa í
hjarta mínu.
Þín
María Liv.
HINSTA KVEÐJA
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
GUÐRÚN ANNA KRISTJÁNSDÓTTIR
(DÚNA),
Mýrarvegi 115,
Akureyri,
andaðist að morgni föstudagsins 12. október.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn
19. október kl. 13.30.
Sigmundur Magnússon,
Þórný Kristín Sigmundsdóttir,
Stefanía Gerður Sigmundsdóttir, Helgi Jóhannesson,
Sigrún Hulda Sigmundsdóttir, Finnbogi Rútur Jóhannesson,
Þórir Sigmundur Þórisson, Guðrún Erla Gísladóttir,
Björn Þór Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.