Morgunblaðið - 17.10.2007, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2007 31
Atvinnuauglýsingar
Hjúkrunarforstjóri
Kirkjuhvols, Hvolsvelli
Laus er til umsóknar staða hjúkrunarforstjóra
hjúkrunar- og dvalarheimilisins Kirkjuhvols,
Hvolsvelli, Rangárþingi eystra.
Á Kirkjuhvoli eru 33 heimilismenn, 15 í
hjúkrunarrýmum og 18 í dvalarrýmum. Um 30
starfsmenn starfa á heimilinu.
Meginhlutverk hjúkrunarforstjóra er að:
Vera faglegur stjórnandi heimilisins.
Stýra og bera ábyrgð á daglegri stjórn og
rekstri.
Menntunar- og hæfniskröfur:
Hjúkrunarfræðimenntun.
Stjórnunarhæfileikar og reynsla af stjórnun.
Lipurð í mannlegum samskiptum.
Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
ember nk. Laun eru samkvæmt kjarasamningi
launanefndar sveitarfélaga og félags
hjúkrunarfræðinga.
Í Rangárþingi eystra búa um 1700 íbúar í ein-
staklega fallegu umhverfi. Stjórnsýsla sveitar-
félagsins er staðsett á Hvolsvelli. Veitt er góð
þjónusta, rekinn framsækinn grunnskóli og
íþrótta- og tómstundastarf er mjög öflugt.
Nánari upplýsingar veitir Unnur Brá Konráðs-
dóttir, sveitarstjóri Rangárþings eystra, í gegn-
um netfangið ubk@hvolsvollur.is, eða í síma
488 4200. Umsóknir skulu berast Rangárþingi
eystra, Hlíðarvegi 16, 860 Hvolsvelli, eigi síðar
en 25. október nk.
Afgreiðsla
Óska eftir starfsmanni, ekki yngri en 18 ára, til
afgreiðslu í sjoppu í Kópavogi, vinnutími frá
10-18. Upplýsingar í síma 564 2325.
Raðauglýsingar 569 1100
Fundir/Mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna
í Árbæ, Selási, Ártúns- og
Norðlingaholti
Aðalfundur
Aðalfundur Félags sjálfstæðismanna í
Árbæ, Selási, Ártúns- og Norðlingaholti
verður haldinn fimmtudaginn
25. okt. kl. 20.00 í félagsheimili
sjálfstæðismanna í Hraunbæ
102 B (við hliðina á Skalla).
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Gestur fundarins verður Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson, oddviti borgarstjórnarflokks
Sjálfstæðisflokksins.
Allir velkomnir.
Stjórnin.
Tilkynningar
Allianz Global Investors Fund
Investment companywith variable capital (SICAV)
6A, route de Trèves, L-2633 Senningerberg
R.C. Luxembourg B 71.182
Notice to all shareholders
The Board of Directors of Allianz Global Investors Fund announces that the following
share classes of Allianz Global Investors Fund - Allianz RCM North American Equity
Growth were liquidated on 28 September 2007:
- AT (EUR), LU0101270840
- AT (USD), LU0101269677
- CT (EUR), LU0101279635
- CT (USD), LU0101270501
Senningerberg, October 2007
The Board of Directors
Mat á umhverfisáhrifum
Ákvörðun Skipulagsstofnunar um
matsskyldu framkvæmda
Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að
eftirtaldar framkvæmdir skuli ekki háðar mati á
umhverfisáhrifum samkvæmt lögum um mat á
umhverfisáhrifum nr. 106/2000 m.s.b.
Lagning ljósleiðara í sæstreng yfir
Reyðarfjörð, Berufjörð, Hamarsfjörð og
Álftafjörð, Djúpavogshreppi og
Fjarðabyggð.
Spennuhækkun Kröflulínu 2,
Fljótsdalshéraði, Fljótsdalshreppi og
Skútustaðahreppi.
Ákvarðanirnar liggja frammi hjá Skipulags-
stofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þær er
einnig að finna á heimasíðu Skipulagsstofn-
unar, www.skipulag.is.
Ákvörðun Skipulagsstofnunar má kæra til um-
hverfisráðherra og er kærufrestur til
17. nóvember 2007.
Skipulagsstofnun
Félagslíf
I.O.O.F. 9 188101781/2 Kk.
I.O.O.F. 7. 18810177½ Fl
I.O.O.F. 18 18810178 Hörgshlíð 12.
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í kvöld kl. 20.00.
GLITNIR 6007101719 IIII
Starfsfólk í eldhús
Starfsfólk óskast til almennra eldhússtarfa við
Sjúkrahúsið Vog. Vaktavinna.
Upplýsingar veitir Haukur Hermannson yfir-
matreiðslumaður í síma 530-7669,
gsm 696-0367 og netfangið er haukur@saa.is.
FRÉTTIR
Dr. PENG Ming-
min aðalráðgjafi
Taívanforseta
flytur erindi á
vegum Mannrétt-
indaskrifstofu Ís-
lands á morgun-
fundi í dag,
miðvikudaginn
17. október, kl.
10.30 í Hring-
borðsstofu, Þjóðmenningarhúsi,
Hverfisgötu.
Í tilkynningu frá Mannréttinda-
skrifstofu Íslands segir m.a.:
Árið 1995 tilnefndi Lýðræðis- og
framsóknarflokkur Taívan (DDP)
Peng sem forsetaefni flokksins árið
1996. Hann náði þó ekki kjöri en árið
2000, þegar forseti var loks kjörinn
úr flokki stjórnarandstöðunnar
(DDP), var Peng skipaður aðalráð-
gjafi forsetans Shui-bian Chen.
Peng hefur síðan þá tekið þátt í
fjölda ráðstefna og funda, t.a.m. í
boði Vaclav Havels og hefur tvisvar
verið aðalfulltrúi Taívan í ,,National
Prayer Breakfast“ í boði forseta
Bandaríkjanna. Þá er hann aðalritari
Asian Pacific League for Freedom
and Democracy (APLFD).
Að loknu erindi gefst tóm til fyr-
irspurna og umræðna. Aðgangur er
ókeypis og öllum opinn. Fyrirlestur-
inn fer fram á ensku.
Ráðgjafi
Taívan-
forseta flyt-
ur erindi
Dr. Peng Ming
ÆSKULÝÐSSAMBAND þjóð-
kirkjunnar (ÆSKÞ) stendur fyrir
landsmóti fyrir öll æskulýðsfélög
kirkjunnar helgina 19.–21. október
næstkomandi. Mótið ber yfirskrift-
ina „Ljós á vegum mínum“ og
verður haldið á Hvammstanga.
Um 300 unglingar munu koma þar
saman.
Í fréttatilkynningu segir að
þema mótsins að þessu sinni verði
Biblían, tónlist og trúartákn. Ný
Biblíuþýðing lítur dagsins ljós
hinn 17. október og í tilefni af því
munum við gefa Biblíunni sérstak-
an gaum og bjóða upp á fræðslu
og ýmis verkstæði sem tengjast
Biblíunni.
T.d. verður leshópur sem les og
rannsakar valið rit úr Biblíunni og
hópur sem ætlar að spreyta sig á
að breyta Biblíuversum í sms-
skilaboð.
Ýmislegt annað verður gert, t.d.
verður kvikmyndahópur sem skoð-
ar trúarstef í kvikmyndum, stutt-
myndahópur sem gerir stuttmynd
til sýningar á kvöldvöku og frétta-
hópur sem sér um að afla frétta af
landsmótinu, gefa út blað og/eða
sýna stutta fréttamynd á kvöld-
vöku.
Landsmótsstjóri er Sigurður
Grétar Sigurðsson, prestur á
Hvammstanga.
Landsmót
æskulýðs-
félaga
kirkjunnar
UNGMENNAFÉLAG Íslands og
Icelandair skrifuðu nýlega undir
samstarfssamning til þriggja ára.
Í fréttatilkynningu segir að
Björn B. Jónsson, formaður
UMFÍ, og Gunnar Már Sigur-
finnsson, framkvæmdastjóri sölu-
og markaðssviðs Icelandair, hafi
lýst mikilli ánægju með samning-
inn sem þeir telja að hafi mikið
gildi fyrir báða aðila.
Með þessum samstarfssamningi
er nú með formlegum hætti stað-
fest samstarf Icelandair og
UMFÍ, en samstarf þessara aðila
á sér raunar langa sögu, en nú
fyrst er gert formlegt sam-
komulag varðandi samstarfið og
horft til þess að auka það enn
frekar í framtíðinni. Félagar í
UMFÍ hafa notið þjónustu Ice-
landair í gegnum tíðina á ferða-
lögum tengdum íþróttum og ráð-
stefnum á erlendum vettvangi.
Samningurinn hafi í heild sinni
mikið gildi fyrir alla ungmenna-
félagshreyfinguna, segir í frétta-
tilkynningu.
Samkvæmt samningnum mun
UMFÍ kynna Icelandair sem víð-
ast sem einn af aðalstyrktarað-
ilum UMFÍ.
Icelandair styður UMFÍ
Handsalað Björn B. Jónsson og
Gunnar Már Sigurfinnsson.
HÁSKÓLI Íslands hlaut nýverið gæðavottun náms í fé-
lagsráðgjöf.
Í fréttatilkynningu segir að til að fá gæðavottunina
þurfi að uppfylla ákveðna gæðamælikvarða sem þróað-
ir hafa verið af ENQASP. Gæðavottunin þýði að námið
hér uppfylli þau gæðaviðmið sem gerðar eru kröfur um
í evrópskum háskólum. „Nemendur geta verið vissir
um að nám í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands er við-
urkennt í Evrópu og vottunin getur hjálpað þeim við að
fá inngöngu í framhaldsnám erlendis og einnig að fá
viðurkenningu á náminu, ef þeir hyggjast starfa í Evr-
ópu. Gæðavottunin auðveldar einnig samvinnu á milli
háskóla og þróun sameiginlegra viðmiða milli skóla,“
segir í fréttatilkynningu.
Í úttektarferlinu fólst gerð sjálfsmatsskýrslu, þar
sem m.a. er gefið yfirlit yfir innihald og skipulag náms-
ins, námsmat, rannsóknir kennara, erlent samstarf, og
tölulegar upplýsingar. Síðan komu tveir menn erlendis
frá og tóku út námið. Þeir tóku viðtöl við kennara,
nemendur og starfandi félagsráðgjafa sem höfðu út-
skrifast frá HÍ. Einnig fylgdust þeir með kennslu.
Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ, Steinunn Hrafnsdóttir
skorarformaður og Ólafur Þ. Harðarson deildarforseti.
Félagsráðgjöf við
HÍ hlýtur evrópska
gæðavottun