Morgunblaðið - 17.10.2007, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Vatnstjón
FLEST vatnstjón í heiminum eru á
Íslandi, samkvæmt skýrslum trygg-
ingafélaga. Vatnstjón kosta okkur
meira en brunatjón. Hver fjölskylda
verður fyrir alvarlegu tjóni á 15 ára
fresti að meðaltali; ef miðað er við
margfræga vísitölufjölskyldu er tjón
hennar 225.000 krónur. Þeir sem
næst okkur komast í þessum ósköp-
um eru Svíar, en þeirra tjón eru að
stórum hluta vegna kaldavatnsröra í
sumarbústöðum sem frostspringa.
Hvers vegna er þetta svona? Leiðslur
eru lagðar í einangrun útveggja.
Veggirnir leka, vatn kemst í einangr-
unina og þar inni eru kjöraðstæður
fyrir tæringu. Tæringarhraði marg-
faldast. Vatn lekur niður með inn-
múruðum baðkörum þar sem „járn-
maurarnir“ vinna sitt verk af miklum
dugnaði í hlýjunni. Margt fleira má
upp telja en látum þetta duga. Hvers
vegna eru hlutirnir svona? Þegar
byrjað var að leggja rör í þessu landi
fyrir u.þ.b. 100 árum komu hingað
ágætir pípulagningamenn frá Norð-
urlöndum og Þýskalandi – þekkingin
færðist yfir til Íslendinganna sem
með þeim unnu og urðu margir
þeirra ágætir fagmenn. Svo kom
kreppa; þegar landið var hernumið
vorið 1940 voru hitaveitufram-
kvæmdir að byrja og þörfin fyrir
pípulagningamenn (rörlagningamenn
hétu þeir þá) margfaldaðist. Hand-
lagnir mótoristar urðu löggiltir pípu-
lagningameistarar og fengu leyfi til
að kenna nemum nokkuð sem þeir
alls ekki kunnu. Ný stétt varð til –
,,píparar“. Ekki skipti lengur máli
hvernig farið var að, steypu var bara
slett yfir draslið og svo tók rigningin
við. Skólaganga pípulagnanema hefir
löngum verið í lágmarki og oft snúist
um það að réttlæta launagreiðslur til
manna sem höfðu gert eitthvað rangt
og kerfið var í vandræðum með.
Hafnfirðingar hafa oft meira af vilja
en mætti reynt að hafa þessa hluti í
lagi. Er nú málum þannig háttað hjá
þeim að þeirra litla deild er orðin yf-
irfull með 80 nemendur af öllu land-
inu. Þegar flest er eru 20 nemendur í
100 fermetra sal. Í nágrannalönd-
unum er svona starfsemi í stofum
sem eru liðlega 200 fermetrar.
Ekki má gleyma því sem vel er
gert. Í Keldnaholti var reist Lagna-
kerfamiðstöð Íslands, liðlega 1.000
fermetra bygging sem ýmsir fram-
leiðendur úti í löndum væddu með
búnaði sem er með því besta sem nú
þekkist í heiminum. Nú nýlega var
ákveðið að flytja allt þetta suður í
Nauthólsvík og setja undir Háskól-
ann í Reykjavík. Á tuttugustu og
fyrstu öldinni eru lagnakerfi hönnuð í
tölvum og slíkt er kennt í háskólum.
Fyrir nokkrum árum hringdi hús-
vörður Háskólans í verknámsskóla
og bauð raftæknibúnað sem rektor
hafði skipað honum að fara með í
Sorpu. Var rektor að gera eitthvað
rangt? Nei, hann (hún) vissi að hand-
verk og verkfræði eru tvær ólíkar
greinar og það væri óráð að blanda
þessu of mikið saman.
Gestur Gunnarsson,
Flókagötu 8,
105 Reykjavík.
Þessar hressu stúlkur eru glaðar í bragði eftir að skóla lýkur og komnar út
í góða veðrið á leiðinni heim - úti skín sólin og þá er nú óþarfi að vera
klæddur í dúnúlpu.
Morgunblaðið/Frikki
Gengið heim úr skóla
Heimsóknavinir
Rauði krossinn í Hafnarfirði auglýsir eftir sjálfboða-
liðum í heimsóknaþjónustu.
Markmið verkefnisins er að rjúfa einsemd og félagslega
einangrun fólks. Boðið er uppá hefðbundnar heimsóknir
inn á einkaheimili en einnig heimsóknir á stofnanir.
Sjálfboðaliðar sækja námskeið fyrir heimsóknarvini 25.
október kl. 18–21 að Strandgötu 24. Í kjölfarið skuld-
binda sjálfboðaliðar sig til að heimsækja gestgjafa sinn
reglulega í samræmi við samkomulag þeirra á milli..
Nánari upplýsingar í síma 565 1222
og á raudikrossinn.is
styrkir þetta verkefni
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
GRETTIR, MÉR
LÍÐUR EKKI VEL
ÉG ÞARF
AÐ FÁ KNÚS!
EKKERT
KNÚS?
HVAÐ MEÐ
AUMKUNARVERT
AUGNARÁÐ
ÉG ER LÉLEG
RISAEÐLA
SJÁÐU! PABBI
LAGAÐI ÞYRLUHÚFUNA! HVERNIG
LÍT ÉG
ÚT?
ÉG FINN EKKI
LÝSINGARORÐIÐ
ÉG ÆTLA
AÐ KVEIKJA
Á HENNI
ÉG ER EKKI
AÐ TAKAST Á
LOFT...
ÞETTA ER
SKRÍTIÐ
ÞAÐ VAR
ORÐIÐ SEM
ÉG VAR AÐ
LEITA AÐ
LÆKNIR, ÉG ER ÞUNGLYND ALLAN
DAGINN OG MÉR FINNST EINS OG ÞAÐ
SÉ ENGIN VON Í HEIMINUM
LAUSNIN SEM
ÉG ER AÐ SKRIFA
UPP Á FYRIR ÞIG
KEMUR TIL MEÐ AÐ
LAGA VANDAMÁLIÐ
UM LEIÐ OG HENNI
ER BEITT
LÆKNIRINN SAGÐI AÐ ÞÚ ÆTTIR AÐ YFIRGEFA
LANDIÐ OG RÁÐAST INN Í ENGLAND ÞEGAR Í STAÐ
ERTU AÐ SEGJA MÉR AÐ
ÞÚ HAFIR ERFT ÞENNAN
FALLEGA, YFIRKEYRÐA
ÍKORNA FRÁ PABBA ÞÍNUM...
VEISTU HVERS
VIRÐI HANN ER?
ÉG
ELSKA
ÞENNAN
ÞÁTT
HUNDAR HAFA
MIKLU BETRI
SMEKK FYRIR
ANTÍK EN FÓLK
MÉR ER
AÐ VERÐA
ÓGLATT
MAMMA, ERTU
VISS UM AÐ ÞÚ
ÆTLIR AÐ FLYTJA
HIINGAÐ?
NEI, EN ÉG ER
ALVARLEGA AÐ
ÍHUGA ÞAÐ
VIÐ HÖFUM
EKKI EYTT
MIKLUM
TÍMA
SAMAN
SÍÐUSTU ÁR
ÉG VEIT...
VIÐ ÞYRFTUM
BÆÐI TÍMA
TIL AÐ
VENJAST
ÞVÍ
FYRSTA SEM ÉG KEM TIL MEÐ AÐ
GERA ER AÐ SJÁ TIL ÞESS AÐ ÞIÐ
SKIPTIÐ ÚT ÞESSU KLÓSETTI OG FÁIÐ
YKKUR EITT SEM NOTAR EKKI VATN
VIÐ
ÆTTUM AÐ
KOMA
OKKUR
LOKSINS
HÖFUM VIÐ
EINHVERN
FYRIR
OKKUR
ÞETTA ER
TÖLUVERT
BETRA EN AÐ
SVEIFLA SÉR
SÆLL,
DASHELL
LEIK-
STJÓRINN
AUÐVITAÐ HEF
ÉG TÍMA TIL AÐ
TALA VIÐ ÞIG UM
TÖKURNAR Á
MORGUN
ALLT Í EINU
HLJÓMAR ÞAÐ
EKKI SVO ILLA
AÐ SVEIFLA
SÉR...
dagbók|velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og
13–15 | velvakandi@mbl.is