Morgunblaðið - 17.10.2007, Page 41

Morgunblaðið - 17.10.2007, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2007 41  Þrátt fyrir að Iceland Airwaves hýsi nærfellt allar starfandi hljómsveitir landsins – eða svo virðist vera a.m.k. – eru stundum „augljósar“ gloppur og það af hinum og þessum ástæður. Stundum eru sveitirnar uppteknar erlendis eða bara við eitthvað annað en svo hafa „per- sónulegri“ ástæður legið að baki. Marga furðaði til dæmis að hljómsveitin Kimono lét ekki sjá sig í fyrra en hún er inni í ár. Þá er Trabant ekki á meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni í ár. Sveitir og listamenn sem léku í fyrra, en skrópa í ár, eru meðal annars Orgelkvartettinn Apparat, Jóhann Jóhannsson, Ske og Eberg. Og er svo ekki orðið tímabært að gulldrengirnir í Sigur Rós fari að láta sjá sig á þessari stærstu tónlistarhátíð ársins? Hvaða hljómsveitir skrópa í ár?  Heljarinnar hiphop-veisla fer fram á Gauki á Stöng í kvöld. Hiphop-ið hefur frá upphafi skipað sérstakan sess á Iceland Airwaves og þó framboð þessarar tónlistarstefnu á hátíðinni hafi verið með ýmsu móti verður árið í ár að teljast með þeim betri. Sérstaklega eru menn spenntir fyrir Sesari A, hinum ungu krökkum í Audio Improvement, Poetrix sem kemur fram ásamt góðum gestum og svo er vonandi einhvers að vænta af Rottweiler. Hiphop! Hiphop! Hiphop!  Tvær bandarískar hljómsveitir troða upp á fyrsta Airwaves- kvöldinu og báðar verða að teljast fremur áhugaverðar. Annars vegar er um að ræða stúlknasveitina Smo- osh frá Seattle sem kemur fram á Nasa og hins vegar Solid Gold frá Minnesota sem stígur á svið á Org- an. Smoosh leikur m.a. á klukkna- spil og melódíku en búast má við að Solid Gold verði í heldur meiri stuðgír enda ekki á hverjum degi sem tónlist hljómsveitar er líkt við kynlíf. Hljómar eins og … kynlíf  „Ég heyrði einhvern tala um að <3 Svanhvít! væri skemmtileg á sviði, mér skilst að þetta séu menntaskólakrakkar. Svo sagði Kiddi félagi minn, sem oft er kenndur er við Hjálma, að þau í Klassart væru sniðugir krakkar. Svo hef ég aldrei séð Lights On The Highway, en hins vegar heyrt mjög gott um þá. Loks væri skemmtilegt að sjá XXX Rottweiler, það er nú bara nett „flashback“-stemning.“ – Kári Sturluson, umboðsmaður Ampop, Lay Low, Mínuss, Benny Crespo’s Gang og Hjálma. Á hvaða tón- leika ætlar þú?  Meðal þeirra fjölmörgu fjölmiðla sem ætla gera Airwaves-hátíðinni og listamönnunum sem þar koma fram skil eru sjónvarpsstöðvarnar CNN og MTV, dagblöðin Guardian og Times, útvarpsstöðvarnar BBC, XFM í London og DR1 í Danmörku og tímaritin Rolling Stone, Play- boy, URB, Elle, Vouge, XLR8R, Kerrang!, Clash, VICE og NME, svo einhver séu nefnd, auk virtra tón- listarvefrita eins og Pitchfork og Drowned in Sound og fjölda starfs- manna MySpace. Alls er búist við yfir 500 fjölmiðla- og blaðamönnum á hátíðina í ár. Yfir 500 fjölmiðla- menn mættir  John Pugh, söngvari og áslátt- arleikari í danspönk-hljómsveitinni !!! hefur tilkynnt að hann sé hættur í sveitinni og ætli að einbeita sér að gerð tónlistar með hljómsveitinni Free Blood. !!! leikur á Airwaves- hátíðinni á laugardagskvöldið næstkomandi. Íslenskir hátíðargestir þurfa þó ekki að kvíða söngvaraleysi, Pugh hefur ekki komið fram með sveit- inni um nokkurra mánaða skeið en söngkonan Shannon Funchness hefur komið fram í hans stað. Söngvari !!! bú- inn að fá nóg! THE KINGDOM kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 16 ára THE BRAVE ONE kl. 5:40D - 8D - 10:20D B.i. 16 ára DIGITAL STARDUST kl. 5:30D B.i. 10 ára DIGITAL NO RESERVATIONS kl. 10 LEYFÐ ASTRÓPÍA kl. 8 LEYFÐ / KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA, OG AKUREYRI SAMBÍÓIN - EINA BÍÓKEÐJAN Á ÍSLANDI WWW.SAMBIO.IS eee „...hin besta skemmtun.“ A.S. eeee -J.I.S., FILM.IS SÝND Í ÁLFABAKKA Frá gaurnum sem færði okkur The 40 Year Old Virgin og Knocked Up - Dóri DNA, DV- J.I.S., FILM.IS FRÁBÆR RÓMANTÍSK GAMANMYND MEÐ CATHERINE ZETA JONES OG AARON ECKHART. SÝND Í ÁLFABAKKA, OG KRINGLUNNI STÆRSTA MYND ÁRSINS Á ÍSLANDI eeee - jis, film.is eeee - A.S, MBL SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA / AKUREYRI THE BRAVE ONE kl. 8 - 10:20 B.i. 16 ára STARDUST kl. 8 - 10:20 B.i. 10 ára / KEFLAVÍK GOOD LUCK CHUCK kl. 8 - 10 B.i. 14 ára STARDUST kl. 8 B.i. 10 ára HAIRSPRAY kl. 10:20 LEYFÐ 3:10 TO YUMA kl. 10:20 B.i. 16 ára CHUCK AND LARRY kl. 10:20 B.i. 12 ára HAIRSPRAY kl. 8 LEYFÐ BRATZ kl. 8 LEYFÐ / SELFOSSI Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is ÞRÁTT fyrir að vera skipuð mönn- um á aldursbilinu 17-18 ára hafa meðlimir Soundspell þegar landað sinni fyrstu plötu, An Ode To The Umbrella. Tónlistin er reyndar þessleg að maður trúir því trauðla að „unglingar“ standi á bak við hana, en það þurfti ekkert minna en upptökustjóra frá Bandaríkj- unum, sem hefur unnið með sveit- um á borð við King Crimson og svartþungarokkssveitinni Ulver, til að koma tónlistinni á plast. Platan kom út í byrjun haustsins og hefur fengið góða dóma í fjölmiðlum. Mannabreytingar Alexander Briem söngvari segir að Soundspell hafi verið til allt frá grunnskólaárum meðlima, en mikl- ar mannabreytingar hafi þó átt sér stað. „Við erum eðlilega afskaplega ánægðir með að negla plötusamn- ing svona snemma,“ segir Alexand- er en auk hans skipa sveitina þeir Áskell Harðarson (bassi), Bernharð Þórsson (trommur), Jón Gunnar Ólafsson (gítarar) og Sigurður Ás- geir Árnason (píanó og hljóð- gervlar). „Það var hinn upptökustjórinn, Albert Ásvaldsson, sem heyrði „demó“ með okkur og gerði samn- ing við okkur,“ útskýrir Alexander. „Platan kemur út á merki hans, Tuddi. Hann leyfði svo bandaríska upptökustjóranum, Ronan Chris Murphy, að heyra líka og hann var svona rosalega hrifinn.“ Bara Airwaves En hvað er svo framundan? „Já, eiginlega bara Airwaves,“ segir Al- exander og hlær við. „Við erum svona að velta ýmsu fyrir okkur en erum óvissir um svo margt. Við er- um svo ungir og þetta er allt að ger- ast mjög hratt – en vel.“ Álög hinna ungu Hin bráðefnilega Soundspell kemur fram á Airwaves Hljómseiður Hljómsveitin Soundspell stígur á svið kl. 22.30 í kvöld. www.myspace.com/spellthesound www.icelandairwaves.is Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is ÞÓ að hljómsveitin ætti kannski frekar að heita „Elsku Svanhvít“, þar sem táknin á undan eiga að merkja hjarta, tákn sem gjarnan eru notuð í netsamtölum, hefur hún aldrei verið kölluð annað en „Minna en þrír Svanhvít“. Þannig var hún kynnt á síðustu Músíktilraunum og heitið festist eftir það en á Tilraun- unum hafnaði sveitin í öðru sæti, mitt á milli tveggja öfgarokks- sveita. Metnaður og flipp Daði Helgason, gítarleikari sveit- arinnar, segir að sveitin hafi verið sett sérstaklega á stofn fyrir Mús- íktilraunir en hópurinn stundar all- ur nám við Menntaskólann í Reykjavík. Flippið var í hávegum haft en þó vandað til verka í alla staði, eins og Daði útskýrir. „Við höfum mikinn metnað í því sem við erum að gera. En eftir Mús- íktilraunir var ákveðið að halda áfram þar sem þetta var svo rosa- lega skemmtilegt. Við höfum spilað hér og hvar síðan og erum að taka upp. Nýtt efni fer inn á „svæðið“ (myspace) okkar bráðlega.“ Fjórir meðlimir sjá að mestu um að semja en svo er hinum einstaka „Svan- hvítar“-anda bætt við á æfingum. Hlutverkin í hópnum eru marg- vísleg, þannig spilar einn meðlimur á ryksugu, sér um að hreinsa and- rúmsloftið og halda þannig uppi góðum anda. „Það má segja að fjór- menningarnir búi til kökubotninn og svo er í sameiningu smurt kremi ofan á – og það jafnvel toppað með kirsuberjum. Við lítum meira á okkur sem fjöl- listahóp,“ segir Daði að lokum. „Og værum vel til í að beita okkur ann- ars staðar en í tónlist. En það væri gaman að koma plötu út og fara í tónleikaferðalag. Hópurinn er svo þéttur og skemmtilegur að það væri grátlegt að beita sér ekki fyrir einhverju slíku.“ Daði og félagar verða á Grand Rokki í kvöld en leika svo aftur á Barnum á föstu- daginn kl. 18. Elsku hjartans Svanhvít Fjöllistahópurinn <3 Svanhvít! ætlar sér stóra hluti í kvöld Fjöllistahópur Hljómsveitin <3 Svanhvít! á Lækjartorgi. www.myspace.com/minna- en3svanhvit www.icelandairwa- ves.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.