Morgunblaðið - 30.10.2007, Qupperneq 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
GYLFI Kristjánsson,
blaðamaður, lést á
heimili sínu á Akureyri
í fyrrinótt, 59 ára að
aldri. Gylfi var fæddur
í Reykjavík 18. ágúst
1948, sonur hjónanna
Kristjáns Gíslasonar
og Elsu Sólrúnar Stef-
ánsdóttur, sem bæði
eru látin. Eftirlifandi
eiginkona Gylfa er
Birna Blöndal. Þau
gengu í hjónaband
1969 og eignuðust þrjú
börn, Ólaf, Kristján og
Berglindi. Fyrir átti Gylfi soninn
Garðar Árna.
Gylfi nam á sínum tíma gullsmíði
hjá Jens en hóf samhliða því að
skrifa um körfuknattleik fyrir Morg-
unblaðið. Hann lék þá íþrótt með ÍR
og varð m.a. Íslandsmeistari með fé-
laginu, Gylfi sat síðar í stjórn Körfu-
knattleikssambands Íslands og var
fyrsti framkvæmdastjóri þess, vet-
urinn 1973–74. Hann lagði einnig
stund á þjálfun og
stýrði liði Þórs á Akur-
eyri um tíma.
Þegar Gylfi fór að
skrifa um körfuknatt-
leik fyrir Morgunblaðið
hófst langur ferill hans í
blaðamennsku. Hann
starfaði síðar á Vísi og
fjölskyldan fluttist til
Akureyrar 1981 þegar
Gylfi réðst til starfa á
Degi. Hann var frétta-
stjóri þar á bæ þegar
Dagur var gerður að
dagblaði 1985, og starf-
aði síðar hjá DV. Eftir að hann lét af
störfum þar skrifaði Gylfi í ýmis blöð
og tímarit.
Gylfi var landsþekktur veiðimaður
og kunnur fyrir fluguhnýtingar.
Hann hannaði margar flugur sem
þekktar eru á meðal silungsveiði-
manna.
Gylfi starfaði mikið fyrir Golf-
klúbb Akureyrar og var mótsstjóri á
Landsmótum sem klúbburinn hélt.
Andlát
Gylfi Kristjánsson
INGIBJÖRG Sæunn
Jóhannsdóttir ljós-
móðir á Blesastöðum á
Skeiðum lést á heimili
sínu að kvöldi 28. októ-
ber sl., 89 ára að aldri.
Ingibjörg fæddist í
Háakoti í Fljótum í
Skagafirði 1. júní 1918.
Hún var fimmta í röð
tólf barna hjónanna
Sigríðar Jónsdóttur og
Jóhanns Benedikts-
sonar.
Ingibjörg giftist
Hermanni Guðmunds-
syni, bónda á Blesastöðum, árið 1941
og stofnuðu þau nýbýlið Blesastaði 2.
Þau eignuðust fimm börn.
Árið 1945 lauk Ingibjörg prófi frá
Ljósmæðraskóla Íslands og var
skipuð ljósmóðir í Skeiðahreppsum-
dæmi sama ár. Hún sinnti einnig
ljósmóðurstörfum í nágrannasveit-
um.
Þau hjón tóku börn og unglinga í
fóstur til lengri og
skemmri tíma. Her-
mann lést árið 1980.
Ingibjörg hélt áfram
búskap til ársins 1984,
en þá seldi hún jörðina
að undanskilinni land-
spildu þar sem hún
reisti Dvalarheimili
aldraðra með vistrými
fyrir fimmtán einstak-
linga.
Ingibjörg hefur hlotið
ýmsar viðurkenningar
fyrir störf sín. Árið 1984
var hún sæmd riddara-
krossi hinnar íslensku fálkaorðu.
Búnaðarsamband Suðurlands gerði
hana að heiðursfélaga árið 1985.
Hún var tilnefnd af Bændasam-
tökum Íslands árið 1997 til verðlauna
sem Alþjóðasamtök bænda veita
konum í dreifbýli fyrir framúrskar-
andi starf að málefnum samfélagsins
og var hún meðal 33 kvenna í loka-
tilnefningu alþjóðasamtakanna.
Andlát
Ingibjörg Sæunn
Jóhannsdóttir
Eftir Friðrik Ársælsson
fridrik@mbl.is
2007 árgangur þorsks virðist slakur og svipaður síðustu
þremur árgöngum samkvæmt fyrstu niðurstöðum um
fjölda þorskseiða. Teikn eru hins vegar á lofti um að 2007
árgangurinn af ýsu sé talsvert yfir meðaltali á grunnslóð.
Þetta kemur fram í niðurstöðum stofnmælingar Hafrann-
sóknastofnunar á rækju á miðunum á Vestfjörðum og á
fjörðum og flóum norðanlands.
Samkvæmt könnuninni var minna af eins árs þorski og
eldri á öllum svæðum en verið hefur síðustu vetur, en mik-
ið af ýsu eins árs og eldri. 2003 árgangur ýsu var sér-
staklega áberandi inni á öllum fjörðum líkt og undanfarin
fjögur ár en þorskurinn virðist ekki jafn staðbundinn.
Horft til haustrallsins
„Við leggjum ekki út frá þessum niðurstöðum. Þær fela
kannski í sér smá vísbendingu en við bíðum fyrst og fremst
eftir niðurstöðum úr haustrallinu núna,“ segir Jóhann Sig-
urjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Að hans sögn
lýkur haustrallinu á næstu dögum eða viku og búast má við
að fyrstu niðurstöður þess verði birtar um miðbik nóv-
ember.
Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssam-
bands útvegsmanna, tekur undir með Jóhanni. Málin skýr-
ist ekki fyrr en niðurstöður haustrallsins og marsrallsins
liggi fyrir. „Þetta er auðvitað bara ein vísbending en ef það
reynist fótur fyrir henni eru það mikil vonbrigði. Við von-
umst að sjálfsögðu til þess að árgangurinn í ár verði góður,
enda gekk mikill fiskur til hrygningar í vor.“
Þorskárgangurinn
virðist vera slakur
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Slakur árgangur? Beðið er niðurstaðna úr haustralli.
Alvarlegt ef satt reynist, að mati framkvæmdastjóra LÍÚ
VETUR konungur hefur nú endurheimt ríki sitt á landinu og var nóg að
gera á dekkjaverkstæðum á höfuðborgarsvæðinu í gær. Hér er það
starfsmaður N1 sem tekur til hendinni; á veggnum veifar Michelin-
karlinn þéttvaxni og glaðbeitti frá Frakklandi væntanlegum við-
skiptavinum sínum.
Morgunblaðið/Ómar
Sumardekkin kvödd
Morgunninn byrjaði næstum því
með slagsmálum
VEFVARP mbl.is
SAMTÖK atvinnulífsins hafa lokið
gerð viðræðuáætlana við flest lands-
sambönd og einstök félög innan Al-
þýðusambands Íslands vegna kom-
andi kjaraviðræðna. Gert er ráð fyrir
að unnið verði að gagnaöflun á næstu
vikum og viðræður um kjaraliði fari
fram í nóvember. Eru samningsað-
ilar sammála um það markmið að
reyna að ljúka gerð kjarasamninga í
desember. Verkalýðsfélög eru þessa
daga önnum kafin við undirbúning
kröfugerðar. Í dag ganga forystu-
menn Starfsgreinasambandsins á
fund SA og kynna meginmarkmið
samninganefnda í samningunum.
Forsvarsmenn verkalýðsfélaga
hafa lýst áhuga á að ekki verði samið
til lengri tíma en til tveggja ára. SA
hafa tekið í sama streng. „Við höfum
ekki áhuga á að gera samninga með
opnunarákvæðum og talið að tveggja
ára samningar gætu verið sniðnir
með þeim hætti að þeir gætu haldið
eins og þeir eru undirritaðir,“ segir
Hannes G. Sigurðsson, aðstoðar-
framkvæmdastjóri SA.
Kynna SA
markmiðin
FULLORÐINN karlmaður beið
bana í bílslysi við Ærlæk, skammt
norðan við Egilsstaði á fimmta tím-
anum í gær. Maðurinn, sem var
einn á ferð, virðist hafa misst stjórn
á bifreið sinni með þeim afleiðing-
um að hún hafnaði utan vegar,
vinstra megin miðað við aksturs-
stefnu.
Samkvæmt upplýsingum lögreglu
var sá látni eldri maður en að öðru
leyti tjáir lögreglan á Egilsstöðum
sig ekki um málið að svo komnu.
Þar með hafa 12 látist í umferð-
inni það sem af er ári, en til sam-
anburðar má nefna að á sama tíma í
fyrra höfðu 23 beðið bana á vegum
landsins.
Banaslys norðan
við Egilsstaði
EINN af þeim ökumönnum sem lög-
reglan á höfuðborgarsvæðinu stöðv-
aði um helgina framvísaði ökuskír-
teini sem rann út fyrir 15 árum.
Hann var þó í betri málum en þeir
ellefu ökumenn sem lögreglan gerði
að hætta akstri en þeir höfðu ýmist
þegar verið sviptir ökuleyfi eða aldr-
ei öðlast ökuréttindi. Tveir þeirra
reyndu að villa á sér heimildir og
annar gaf upp nafn bróður síns en
lögreglan sá við þessum lygum.
Skírteinið rann út 1992