Morgunblaðið - 30.10.2007, Side 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
&
&
' ($
&
&
'
($
&
&
'
($
&
&
'
($
)*+
,,*+
-+*
)*
).*.
-*
*,
*
,/*)
*,
)*/
-/*)
,/
,
,
,
-
/
&0
)-
)/
)
)
)
-
/
)-
)/
)
)
)
-
/
)/
)
)
)
-
/
1
1
,1
,
1
)1
)
1
!"! !"!!"!
!"!!"! !"!
!"! !"!!"!
!"!!"! !"!
2
3 4
5
%
6
7# %
6
7#
%
6
7#
.,
,+
)-.
,))
)+
),)
++
++
+
!"#$
(
')/)*+
$8 $9
$ '
+&
%&
6
,1&0 %
*
))&0 &*
-&0 &
$! &
!'( $
(
'*.
$
9
$ '
+&
&
4
*)
)/&0
' 9
9
'
&
!"! !"!!"!
!"!!"! !"!
#
#
#
$ #
SAMKVÆMT skoðanakönnun
Capacent Gallup fyrir Náttúru-
verndarsamtök Íslands og Interna-
tional Fund for Animal Welfare
(IFAW), gerð í fyrri hluta október,
segjast 66,3% aðspurðra sammála
þeirri ákvörðun Einars K. Guðfinns-
sonar sjávarútvegsráðherra að gefa
ekki út kvóta til hvalveiða fyrr en
markaðsaðstæður fyrir hvalkjöt
hafa batnað. 22,6% aðspurðra lýstu
sig ósammála ákvörðun sjávarút-
vegsráðherra og 11,1% tóku ekki af-
stöðu.
Spurt var: Nýlega lýsti sjávarút-
vegsráðherra því yfir opinberlega
að nýir kvótar til hvalveiða yrðu
ekki gefnir út fyrr en aðstæður á
markaði hefðu batnað. Ertu sam-
mála eða ósammála þessari ákvörð-
un sjávarútvegsráðherra? „Niður-
stöður Capacent Gallup eru til
marks um að mikill meirihluti al-
mennings telur að markaður fyrir
hvalkjöt sé ekki fyrir hendi og því
tilgangslaust að halda áfram hval-
veiðum.
Sú staðreynd að einungis 7 hrefn-
ur af 30 voru veiddar í atvinnuskyni
talar sínu máli. Veiðarnar borga sig
ekki. Hvalaskoðun er margfalt hag-
kvæmari fyrir þjóðarbúið en hval-
veiðar eru. Í ár fóru yfir 100 þúsund
ferðamenn í hvalaskoðun og ætla
má að tekjurnar hafi numið 1,5
milljörðum króna,“ segir í frétt frá
Náttúruverndarsamtökunum.
Slembiúrtak könnunarinnar úr
þjóðskrá var 1.298 manns á aldr-
inum 16 til 75 ára. 278 neituðu að
svara, ekki náðist í 218 og voru svar-
endur því 802. Svarhlutfall var því
61,8%.
Allt kjöt selt
Nú liggur ljóst fyrir að atvinnu-
veiðum á hrefnu er lokið árið 2007
samkvæmt frétt á heimasíðu
hrefnuveiðimanna. „Félag hrefnu-
veiðimanna fékk framlengingu á
kvóta til atvinnuveiða til 1. nóvem-
ber nk. og á eftir af honum 23 dýr.
Veður hefur ekki boðið upp á veiðar
síðustu daga og nú þurfa bátar
hrefnuveiðimanna að fara að snúa
sér að öðrum verkefnum. Tímabilið
hefur gengið mjög vel og sala á
hrefnukjöti ekki verið meiri síðan
hrefnuveiðar hófust hér aftur árið
2003. Allt það kjöt sem kom af þeim
45 dýrum sem veidd voru 2007 er
selt og kemur því ekki til með að
vera í verslunum aftur fyrr en
næsta vor þegar atvinnuveiðar hefj-
ast að nýju,“ segir á heimasíðunni.
Meirihluti landsmanna
er andvígur hvalveiðum
)
%%&'#%' (% )"*("# +
),%-".%/%012#%%' "3(%(%,""%/% %#%*(
/%% (%)% %,%2( (% )%%3 )%- ) "4% )"*("# ), +,
!!-:
!!-:
: .(
/
!!- :
+,
!!-!:
3
"
'
$
8
'
; (
<
ÚR VERINU
FRÉTTASKÝRING
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
„ÞAR TIL ljóst verður hvaða veg-
ir verða þjóðvegir frá og með 1. jan-
úar á næsta ári er Vegagerðin ekki í
aðstöðu til að semja um breytingar
né hugsanlega kostnaðarþátttöku
vegna framkvæmda á áðurnefndum
vegaköflum,“ segir í niðurlagi svar-
bréfs Vegagerðarinnar til Sigurðar
Magnússonar, bæjarstjóra Álfta-
ness, í kjölfar óska hans um samráð
vegna uppbyggingar í bæjarfélag-
inu, s.s. tengingar nýrra vega við
Álftanesbraut. Í framhaldinu vakti
Sigurður máls á fyrirhuguðum
breytingum á vegakerfinu, s.s. á
fundi stjórnar Samtaka sveitarfé-
laga á höfuðborgarsvæðinu (SSH),
og kom umfang þeirra flestum
stjórnarmönnum á óvart.
Ný vegalög taka gildi um næstu
áramót, en í þeim er m.a. kveðið á
flokkun vega. Í greinargerð um lögin
segir svo um 9. grein: „Hér er kveðið
á um að vegir í þéttbýli sem sam-
kvæmt gildandi lögum nefnast al-
mennir vegir og eru í umsjá sveitar-
félaga skuli kallast
sveitarfélagsvegir. Sveitarfé-
lagsvegir eru allir vegir innan þétt-
býlis, aðrir en gegnumliggjandi
stofnvegir. Auk þess munu nokkrir
vegir í þéttbýli, sem eru stofn- eða
tengivegir samkvæmt gildandi lög-
um, teljast til sveitarfélagsvega,
verði frumvarp þetta að lögum.“
Þriðjungur færður frá ríki
Á aðalfundi SSH sem haldinn var
26. október sl. var lýst yfir áhyggjum
vegna fyrirhugaðra breytinga á
flokkuninni. Í ályktun sem send var
út segir að Vegagerðin hafi kynnt
stjórn SSH hugmyndir sínar um
gerð nýrrar þjóðvegaskrár, og þar
komið fram að áformað sé að færa
þriðjung núverandi þjóðvega á höf-
uðborgarsvæðinu til sveitarfélag-
anna. „Af þessum ástæðum telur að-
alfundurinn óhjákvæmilegt að fyrir
gildistöku nýrra laga þurfi að ná
samkomulagi um framkvæmd lag-
anna milli samgönguráðuneytis og
sveitarfélaganna, sérstaklega hvað
varðar gerð þjóðvegaskrár og hvern-
ig staðið verði að færslu þessara
verkefna til sveitarfélaganna.“
Í lögunum er ekki gert ráð fyrir að
neinir fjármunir færist til sveitarfé-
laganna og ríkir mikil óánægja þess
vegna. Er í ályktuninni óskað eftir
viðræðum við samgönguráðherra.
Sigurður mun sjálfur ganga á fund
ráðherra næstkomandi fimmtudag
vegna málefna Álftaness, en ekki er
hægt að auglýsa skipulag nýs mið-
bæjar á meðan óvissa ríkir um að-
komu Vegagerðarinnar.
Ótímabært að flytja verkefni
frá ríki til sveitarfélaga
Á fundi stjórnar Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga, sem haldinn
var 27. september 2006, var endur-
skoðun vegalaganna kynnt. Í bókun
kemur fram að Sambandið telji alls
ótímabært að færa verkefni á sviði
vegamála frá ríki til sveitarfélaga
enda hefðu þau mál ekki verið rædd
á vettvangi sveitarfélaganna. Var
fulltrúum sambandsins í vegalaga-
nefnd einnig falið að koma þessum
sjónarmiðum á framfæri.
Í séráliti þriggja fulltrúa í nefnd
um endurskoðun vegalaga segir:
„Við leggjumst [...] ekki fyrir fram
gegn þeirri hugmynd að færa verk-
efnið yfir til sveitarfélaga en til þess
að svo megi verða verður fyrst að
kynna það fyrir sveitarstjórnar-
mönnum og gefa þeim tíma og tæki-
færi til að ræða málið. Áður en slík
kynning og umræða fer fram verður
fjármögnun að liggja ljós fyrir og
vera betur tryggð en gert er ráð fyr-
ir í frumvarpsdrögunum.“ Undir
skrifuðu Halldór Halldórsson, Árni
Þór Sigurðsson og Elín R. Líndal.
Áhrifa þessa ákvæðis vegalaganna
gætir helst á höfuðborgarsvæðinu en
eins og áður segir var málið ekki tek-
ið upp hjá SSH fyrr en Sigurður
Magnússon bar erindið upp. Því
virðist sem þessi nýja flokkun hafi
farið framhjá bæjarstjórnum á höf-
uðborgarsvæðinu – sem allar fengu
lögin til umsagnar.
Óvissa ríkir um
færslu þjóðvega
SÍS gerði athuga-
semdir við vega-
lögin í september á
síðasta ári
EFTIRFARANDI athugasemd
vegna fréttar Morgunblaðsins um
Hibernia í dag, 29. október 2007, ósk-
ast birt í blaðinu:
Við vinnslu forsíðufréttar í Morg-
unblaðinu í gær um þau áform fyr-
irtækisins Hibernia að höfða mál á
hendur íslenska ríkinu vegna fyrir-
hugaðrar lagningar Danice-sæ-
strengsins var engin tilraun gerð til
að leita viðbragða samgönguráðu-
neytisins. Ráðuneytið hefur gert at-
hugasemdir við fréttaritstjórn blaðs-
ins vegna þessa og telur brýnt að
eftirfarandi sjónarmið komi fram:
Bjarni Þorvarðarson, forstjóri
Hibernia, heldur því fram í umfjöllun
Morgunblaðsins að ráðuneytið hafi
ekki orðið við óskum um fund með
ráðherra né heldur svarað spurning-
um um hvaða leyfi Hibernia þurfi til
að leggja sæstreng til Íslands. Bjarni
Þorvarðarson hefur setið tvo fundi
með ráðuneytisstjóra, skrifstofu-
stjóra og aðstoðarmanni ráðherra
hinn 24. október sl. Þá var honum
sent skriflegt svar frá lögfræðingi
ráðuneytisins við óformlegri fyrir-
spurn um hvaða leyfi hann þyrfti hinn
21. ágúst sl. Svarið er svohljóðandi:
„Vísa í spurningu þína um hvaða
leyfis þarf að afla til að leggja megi
sæstreng til landsins. Samkvæmt
fyrstu skoðun á málinu þá þarf að
minnsta kosti að hafa samband við
eftirfarandi aðila:
– Póst- og fjarskiptastofnun – til-
kynna um fyrirhugaða fjarskipta-
starfsemi.
– Utanríkisráðuneytið – tilkynna
þeim um lagningu sæstrengs og leið
strengsins.
– Sjávarútvegsráðuneytið – fara
yfir leiðina og þá sérstaklega með það
í huga hvort sæstrengurinn liggur yf-
ir fiskimið. Hafa jafnframt samband
við LÍÚ í því sambandi.
– Tilkynna umhverfisráðuneytinu
um lagningu á sæstreng og kanna
hvort það þurfi einhver leyfi frá und-
irstofnunum þeirra eða hvort fram-
kvæmdin þurfi að fara í umhverfis-
mat.
– Siglingastofnun – tilkynna um
fyrirhugaða leið sæstrengsins.
– Sveitarstjórn á landtökustað –
t.d. framkvæmdaleyfi.
Eins og ég sagði þá gerist það ekki
oft að lagður er sæstrengur til lands-
ins þannig að þessi listi þarf ekki að
síðar voru kynnt fyrir stjórnvöldum
drög að samkomulagi milli Farice og
Hibernia var ljóst að ýmis skilyrði
þar voru stjórnvöldum óaðgengileg,
m.a. ákvæði um að Farice myndi falla
frá öllum áformum um lagningu sæ-
strengs og skyldu til kaupa á vara-
sambandi af Hibernia sem hefði verið
umtalsvert dýrari kostur. Það var
mat ráðuneytisins að ekki hafi verið
heimilt að gera samning með þessum
hætti án undangengins útboðs.
Það var niðurstaðan eftir að hafa
skoðað alla kosti í stöðunni að heppi-
legra sé að Farice haldi sínu striki og
ljúki hringtengingunni. Ljóst er að
félagið verður opið fyrir nýjum fjár-
festingaraðilum og að nýir aðilar
munu koma að fjármögnun þess.
Á fundi fulltrúa íslenskra stjórn-
valda með ESA 8. október sl. var fyr-
irhuguð áætlun um lagningu DA-
NICE kynnt ásamt væntanlegri
breytingu á eignarhaldi í félaginu.
Þess ber að geta að Eftirlitsstofnun
EFTA (ESA) tók á sínum tíma til
sérstakrar skoðunar aðkomu ís-
lenska ríkisins að Farice1 í kjölfar til-
kynningar íslenskra stjórnvalda til
stofnunarinnar árið 2004. Í þeirri til-
kynningu komu fram áform um lagn-
ingu annars strengs til þess að
tryggja nægjanlegt rekstraröryggi.
Niðurstaða ESA sem birtist í ákvörð-
un stofnunarinnar frá 19. júlí 2006
var sú að aðkoma íslenska ríkisins að
Farice samræmist EES-samningn-
um.
vera tæmandi. Ef þú þarft frekari
upplýsingar þá endilega hafðu sam-
band.
Með lagningu Danice er í reynd
verið að flýta eldri áformun Farice
um nýjan streng. Unnið hefur verið
að nauðsynlegri undirbúningsvinnu
vegna lagningar á nýjum sæstreng
frá Íslandi með það að meginmark-
miði að tryggja öryggi milliland-
atenginga við landið.
Umhverfi þessara mála hefur
breyst með tilkomu og áhuga net-
þjónabúa á starfsemi hér á landi.
Þessi starfsemi væri mikilvæg viðbót
í uppbyggingu á hátækniiðnaði og ný-
sköpun henni tengdri sem um leið
fjölgar valkostum í orkusölu. Skýrar
vísbendingar hafa komið fram um að
til þess að gera þá möguleika raun-
hæfa verði að horfa til tenginga beint
til meginlandsins og þá til Danmerk-
ur.
Þá hefur verið horft til þess af
hálfu stjórnvalda að mikilvægt væri
m.a. með hliðsjón af bilunum á Fa-
rice1-strengnum og efasemdum um
rekstrarforsendur Canntat3 að nýr
strengur yrði tekinn í notkun ekki
síðar en í árslok 2008.
Þegar Hibernia kynnti hugmyndir
sínar um lagningu sæstrengs til Ís-
lands fögnuðu stjórnvöld þessu fram-
taki fyrirtækisins sem greinilega var
vísbending um að markaðsforsendur
væru að breytast og að fleiri aðilar
væru tilbúnir til að hasla sér völl með
lagningu sæstrengja hingað. Þegar
Athugasemd frá
samgönguráðuneytinu
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Sæstrengur Myndin var tekin þegar Farice-1 sæstrengurinn var tekinn í
land á Vestdalseyri við Seyðisfjörð árið 2003.