Morgunblaðið - 30.10.2007, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2007 15
MENNING
BLÁSIÐ hefur verið til sam-
keppni á vegum Samorku og
Mosfellsbæjar um útilistaverk
sem á að reisa á nýju torgi í
bænum. Tilefnið er 100 ára af-
mæli hitaveitu á Íslandi á
næsta ári og tvítugsafmæli
Mosfellsbæjar í ár. Verkið á
því að endurspegla mikilvægi
heita vatnsins fyrir lífsgæði í
landinu og jafnframt er mælt
með því að það skírskoti til
sögu Mosfellsbæjar.
Öllum myndlistarmönnum er heimilt að senda
inn tillögur. Skilfrestur rennur út 21. nóvember
klukkan 16.
Myndlist
Heita vatnið fær
minnisvarða
Heita vatnið fær
minnisvarða.
UM helgina var opnuð sýning í
Listhúsi Ófeigs í tilefni af átt-
ræðisafmæli Jóns M. Baldvins-
sonar. Sýningin ber yfirskrift-
ina Sýnishorn. Skáldskapur
um geimskip og furðuhluti.
Jón var um fertugt þegar
hann sneri sér að myndlistinni.
Hann stundaði nám í myndlist
árið 1972 á Jótlandi og svo árin
1985-1988 í Kaliforníu.
Verk Jóns bera með sér
áhuga hans á dulrænum fyrirbrigðum, geimver-
um og lífi í öðrum víddum. Hann hefur málað
huldufólk, geimför og portrett af geimverum.
Sýningin stendur til 14. nóvember.
Myndlist
Geimskip og furðu-
hlutir á striga
Af sýningu Jóns M.
Baldvinssonar.
KRISTJANA Stefánsdóttir
djasssöngkona heimsækir Há-
skólann á Bifröst annað kvöld
og flytur sín eftirlætisblúslög.
Með henni í för verður Trega-
sveitin, skipuð þeim Agnari Má
Magnússyni orgelleikara,
Gunnari Hrafnssyni bassaleik-
ara og Einari Scheving
trommuleikara. Tónleika-
dagskráin var flutt á vegum
djassklúbbsins Múlans í vor og
fékk þá góðar viðtökur.
Háskólatónleikar eru haldnir einu sinni í mán-
uði á Bifröst í hátíðarsalnum Hriflu og er aðgang-
ur ókeypis. Tónleikarnir hefjast klukkan 17.
Tónlist
Kristjana syngur
blús á Bifröst
Kristjana
Stefánsdóttir
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
LISTALÍFIÐ í Langholtskirkju
hefur tekið stakkaskiptum eftir
að Björn I. Jónsson tenórsöngv-
ari var ráðinn í tímabundið starf
við að endurskipuleggja það.
Það er ekki þar með sagt að eitt-
hvað hafi skort á líf í kirkjunni
áður, þvert á móti; starf Björns
fólst í því að horfa til vetrarins
sem heildar með þann fjölda tón-
leika sem jafnan eru í kirkjunni,
henda reiður á hvers konar tónleikar það væru,
skipa þeim í tónleikaraðir, eftir þema og viðfangs-
efnum, til að gera gestum kirkjunnar auðveldara að
átta sig á því mikla listastarfi sem þar er unnið og
velja sér tónleika eftir smekk og áhuga. „Sú hug-
mynd kom upp að stofna listafélag,“ segir Björn.
„Listafélag sem sæi um alla listastarfsemi í kirkj-
unni. Hlutverk þess er að efla starfið í kirkjunni,
ekki síst grasrótarstarfið, en um 300 manns taka
þátt í menningarstarfinu í kirkjunni, langflestir í
sjálfboðavinnu. Þetta starf er mjög mikilvægt fyrir
kirkjuna og fyrir tónlistina á Íslandi, því það skapar
grunn að því að tónlistarmenn geti komið fram,“
segir Björn.
Hann segir að þegar búið hafi verið að tína allt til
hefði verið ljóst að kirkjan stæði fyrir um fimmtán
tónleikum í vetur, en þá eru ekki meðtaldir tón-
leikar yngstu barnakóranna, og heldur ekki þeir
sem tónlistarhópar utan kirkjunnar standa fyrir.
„Ég las um daginn tölur sem bentu til þess að um
10% tónleika í Reykjavík væru haldin í Langholts-
kirkju. Hún er gott tónlistarhús, og hljómburður er
sláandi líkur því sem er í Concertgebouw í Amst-
erdam og Musikverein í Vín.“
Fjórar tónleikaraðir standa nú gestum kirkj-
unnar til boða. Í dagskrárbæklingi sem gefinn hef-
ur verið út ber gul tónleikaröð heitið Jubilate. Þar
eru fernir tónleikar, stærstu tónleikar kóra kirkj-
unnar, þar á meðal minningartónleikar um séra
Sigurð Hauk Guðjónsson sem lengi þjónaði söfn-
uðinum, tónleikar með mótettum Bachs, og stór-
tónleikar allra kóra kirkjunnar.
Í hæstu hæðir er nafn grænu raðarinnar, en þar
verða þrennir einleiks- og einsöngstónleikar af-
burða listamanna, en þar koma fram Eyþór Ingi
Jónsson organisti, Þóra Einarsdóttir sópran-
söngkona ásamt píanóleikararnum Alexander
Schmalcz og danski trompetsnillingurinn Per Niel-
sen.
Kirkjujazz er rauð röð, þar sem heyra má djass-
spuna þeirra Sigurðar Flosasonar og Gunnars
Gunnarssonar, Djassmessu eftir Jan Gunnar Hoff
og söng Kammerkórs kirkjunnar með djasstónlist-
armönnum.
Exaudi er blá röð, en í henni syngja Graduale-
kórinn og Graduale nobili þrenna tónleika með ís-
lenskri og erlendri tónlist, þar á meðal nýjum verk-
um eftir Tryggva M. Baldvinsson og Hildigunni
Rúnarsdóttur.
Listastarf í Langholtskirkju eflt með stofnun Listafélags
Kirkjan er gott tónlistarhús
„ÉG ætla að spila verk eftir Buxtehude, en það
er 300 ára ártíð hans í ár,“ segir Eyþór Ingi
Jónsson organisti á Akureyri, en hann verður
með fyrstu tónleika í röðinni Í hæstu hæðir, í
Langholtskirkju sunnudaginn 4. nóvember kl.
20. „Ég ætla reyndar að segja sögu með því að
spila verk frá Sweelinck, föður norður-þýska
orgelskólans, og gegnum nemendur hans til
Buxtehude og svo til Bachs, hundrað ár fram í
tímann. Þetta verða því verk eftir Buxtehude,
kennara hans og þá sem höfðu áhrif á hann, og
svo nemendur hans, eins og Bach,“ útlistar Ey-
þór Ingi. Þetta verður því músíkættfærsla í tón-
um – en ekki bara í tónum, því Eyþór Ingi verður
jafnframt með slæðusýningu á stóru tjaldi, þar
sem saga tónskáldanna birtist, myndir, tóndæmi
og fleira – allt í þeim tilgangi að gera upplifun
áheyrenda af tónlistinni dýpri. Sýningartjaldið
er reyndar sögulegt að sögn Björns Jónssonar,
því það var áður í eigu Hafnarbíós sáluga.
Í góðvinahópi tónskáldanna á efnisskrá Ey-
þórs Inga eru Johann Adam Reincken, félagi og
skólabróðir Buxtehude; Heinrich Scheidemann,
nemandi Sweelincks og kennari Buxtehudes og
Nicolaus Bruhns, nemandi Buxtehudes, en allir
þóttu þeir afburða organistar um sína daga.
Eyþór Ingi segir að í gegnum þessi tónskáld
megi rekja miklar breytingar.
„Orgelin stækkuðu gríðarlega, ekki síst ped-
allinn. Mikilvægur orgelsmiður á þessum tíma
var Arp Snitger; kóngur orgelsmiðanna, og í dag
er enn verið að smíða orgel með sama útliti og
hann notaði. Orgelið í Langholtskirkju liti ekki
út eins og það gerir, ef Snitger hefði ekki fæðst.
Í tónlistinni jókst notkun pedalsins mjög mik-
ið. Orgeltónlistin þróaðist frá því að vera oft í
einum kafla, kannski tilbrigðaformi, eins og hjá
Sweelinck, meðan Buxtehude samdi verk í fimm
köflum, þar sem skiptist á sterkt og veikt, dans-
ar og fúgur – þannig að jafnvel átta mínútna
verk gat verið í fimm mjög fjölbreyttum og ólík-
um köflum. Hann vísaði veginn til Bachs. Þróun-
in var hröð, og sennilega er þetta mikilvægasta
tímabil orgelsögunnar ásamt París í kringum
1900.“
Eyþór Ingi með
músíkniðja og
framætt Buxtehude
NORSKI rithöfundurinn Anne B.
Ragde beitti fyrir sig naglaþjöl og
greiðslukorti til þess að brjótast inn
í Bókmenntahúsið í Ósló um
helgina. Þar límdi hún sjö teikn-
ingar af sjálfri sér á fimmtán fer-
metra listaverk sem sýnir 36
þekkta norska rithöfunda. Mynd af
Ragde var ekki að finna í verkinu
fyrr en hún bætti úr því sjálf.
„Þetta voru nákvæmlega skipu-
lagðar skæruliðaaðgerðir sem ég
stóð fyrir ásamt fleirum,“ sagði
Ragde. Valið á rithöfundunum 36
sem voru heiðraðir með listaverk-
inu er mjög umdeilt innan raða
norskra rithöfunda að hennar sögn.
Ragde hefur átt miklum vinsæld-
um að fagna síðustu ár, bæði í
heimalandinu og utan þess, sér-
staklega fyrir skáldsöguna Berl-
ínaraspirnar sem kom út í íslenskri
þýðingu á síðasta ári. Norska rík-
issjónvarpið sýnir um þessar mund-
ir þáttaröð sem gerð er eftir þeirri
sögu.
Teikningarnar fengu ekki að
vera uppi lengi, heldur voru þær
fjarlægðar strax næsta dag.
Rithöfundur í
skæruhernaði
Braust inn í
Bókmenntahúsið
Flott? Anne B. Ragde í uppreisn.
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTI
Tékklands hefur ákveðið að veita
rithöfundinum Milan Kundera bók-
menntaverðlaun ríkisins í ár fyrir
skáldsöguna Óbærilegan léttleika
tilverunnar. Bókin var fyrst gefin
út í Frakklandi árið 1984, en kom
ekki formlega út í Tékklandi fyrr
en á síðasta ári.
Það hefur andað köldu milli Kun-
dera og föðurlandsins síðan hann
fluttist þaðan á áttunda áratugnum
og hann ætlar ekki að koma og
taka við verðlaununum þegar þau
verða formlega veitt á fimmtudag-
inn.
Tékkneski bókmenntagagnrýn-
andinn Michal Prochazka segir að
Kundera sé tvímælalaust tékk-
neskur höfundur. „Rætur hans
liggja þar, þó svo að hann hafi flutt
til annars lands og tileinkað sér
annað tungumál.“
Hann segir yngri kynslóð Tékka
vera jákvæðari í garð Kundera en
þá eldri. Það skýrist af andrúms-
loftinu á tímum kommúnismans.
„Þá var litið svo á að rithöfundar
hefðu miklum skyldum að gegna
við fósturjörðina. Þeir ættu að berj-
ast staðfastlega fyrir þjóð sína.“
Prochazka segir að í raun sé til-
finningasamband margra brott-
fluttra Tékka við heimalandið stirt
og sumir líti svo á að þeir hafi svik-
ið landa sína á erfiðum tímum.
Tékkar verð-
launa Kundera
Brottfluttur Samband Kundera við
föðurlandið hefur verið stirt.
MENNINGARSMIÐJAN Populus
tremula hefur nú fengið fjárhags-
legan bakhjarl, því Saga Capital
Fjárfestingarbanki hefur skuld-
bundið sig til að styrkja starfsem-
ina næstu þrjú árin.
Brynhildur Ólafsdóttir, for-
stöðumaður samskiptasviðs Saga
Capital, segir að gengið hafi verið
til samstarfs við Populus tremula
vegna grasrótarstarfs félagsins.
„Þaðan sprettur þetta allt saman og
þarna er verið að leggja grunninn.“
Höfuðstöðvar Populus tremula
eru í kjallara Listasafns Akureyrar
og þar hafa meðlimir aðstöðu til
listsköpunar af ýmsu tagi. Til-
gangur félagsins er þó ekki síður að
stuðla að uppgangi menningar og
lista í nágrenni sínu í Grófargili og
þá sérstaklega að laða þangað ungt
fólk.
Félagið er rekið í hugsjónastarfi
og leggja listamenn fram vinnu sína
án endurgjalds. „Það kostar aldrei
neitt inn á viðburði, hvort sem það
eru myndlistarsýningar, bók-
menntakvöld eða tónleikar. Þetta er
ekki peningastýrt apparat,“ segir
Sigurður Heiðar Jónsson, tals-
maður Populus tremula. „En það
kostar allt eitthvað. Þó að myndlist-
armenn séu tilbúnir til þess að
koma fyrir ekkert, þá gildir ekki
það sama um rafvirkja eða sendi-
bílsstjóra.“
Saga Capital styrkir starfsemi menningarsmiðjunnar Populus tremula í þrjú ár
Grasrótin sprettur í Listagilinu
Samstarf Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital, og Arnar
Tryggvason, félagi í Populus tremula, skrifa undir samstarfssamninginn.
TENGLAR
...............................................................
www.langholtskirkja.is
Björn Jónsson
Morgunblaðið/Sverrir
Organistinn Eyþór Ingi Jónsson.