Morgunblaðið - 30.10.2007, Page 19

Morgunblaðið - 30.10.2007, Page 19
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2007 19 Það er mikil gróska í leiklist meðal ungs fólks í Reykjanesbæ um þessar mundir. Leikfélag Keflavíkur frum- sýndi síðastliðinn föstudag barna- og fjölskylduleikritið Allt í plati undir stjórn Þrastar Guðbjartssonar, sem jafnframt er höfundur. Í verkinu fær unga fólkið í leikfélaginu að njóta sín og túlka ýmsar þekktar ævintýra- persónur úr norrænum barnabók- menntum. Leikfélagið á 40 ára af- mæli á þessu ári og 10 ár eru síðan Frumleikhúsið var tekið í notkun. Þá stjórna þrír kennarar í Myllu- bakkaskóla uppsetningu á jólasöng- leik sem nú er í æfingu innan veggja skólans. Þetta eru þær Freydís Kneif Kolbeinsdóttir, Gunnheiður Kjartansdóttir og Íris Dröfn Hall- dórsdóttir sem ekki eru nýgræðing- ar á þessu sviði. Verkið spinna þær sjálfar í kringum 12 jólalög og sögu- sviðið er heimili fjögurra barna móð- ur á Þorláksmessu. Þátttakendur eru grunnskólabörn í Reykjanesbæ, sem komust inn eftir áheyrnar- prufur og verður verkið frumsýnt 24. nóvember nk. í Myllubakkaskóla.    Hins mikla hraða sem einkennir samfélagið í dag verður víða vart. Því komst ég að þegar ég eignaðist mitt þriðja barn á dögunum. Hér áð- ur fyrr komu konur jafnvel erlendis frá til þess að slaka á í rólegheitun- um og þægindunum sem fæðingar- deild Heilbrigðisstofnunar Suður- nesja er þekkt fyrir. Rólegheitin og þægindin eru enn til staðar og starfsstúlkurnar englar í manns- mynd en sængurkonurnar staldra stutt við, fæða og halda svo heim, jafnvel í flug út á land daginn eftir fæðinguna. Í þessari sömu dvöl komst ég líka að því að fæðingardeildina vantar sárlega rafmagnsrúm. Það myndi létta keisarakonum dvölina, gera þær meira sjálfbjarga í sængurleg- unni og létta sársaukann eftir erfiða skurðaðgerð. Kaupfélag Suðurnesja afhenti á dögunum Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja 30 milljónir króna til kaupa og reksturs sneið- myndatækis og þessi myndarlega gjöf er dæmi um nauðsyn samfélags- legrar ábyrgðar. Rafmagnsrúm til fæðingardeildarinnar væri því verð- ugt verkefni fyrir einhvern auð- manninn í bænum, fyrirtækið eða fé- lagasamtökin.    Háskólasamfélagið á Vallarheiði tel- ur nú um 700 íbúa og á bara eftir að vaxa. Margir af þeim sem fluttust þangað áttu og eiga eignir í öðrum hverfum Reykjanesbæjar sem þeir kusu að selja eða leigja á meðan á námi þeirra stendur og leigja á hag- stæðu verði á gamla varnarsvæðinu. Stór hluti svæðisins er þó enn ónýttur og því heldur eyðilegt um að litast. Þjónusta við nýju íbúana fær- ist þó smám saman í aukana og ný- lega var opnuð Samkaupsverslun í húsnæði sem áður hýsti Mini Mart, einskonar klukkubúð varnarliðs- manna. Opnun íþróttahússins og sundlaugarinnar er í býgerð og eiga sjálfsagt margir eftir að vilja berja þau mannvirki augum. Ég hitti gamlan Keflvíking á dög- unum sem hafði orð á því að hann myndi ekki hvort hann hefði komið í laugina í raun og veru eða eingöngu verið búinn að hugsa svona mikið um hana vegna ljómans sem hvíldi yfir henni á ungdómsárunum. Mér var einu sinni boðið í laugina af amerísk- um nágrönnum þegar ég var 8 ára og það hvílir enginn ljómi yfir þeirri ferð. Mér lá við drukknun í djúpri grunnu lauginni.    Rauði krossinn á Suðurnesjum opn- aði nýverið nytjamarkað í húsakynn- um félagsins við Smiðjuvelli. Komp- an er líkt og Góði hirðirinn, markaður með notaðan húsbúnað og nytjavörur og er nafnið skemmtileg vísun í kompur heimilanna, þar sem oft leynast hlutir sem enginn á heim- ilinu hefur not né þörf fyrir lengur. Hlutirnir geta hins vegar gengið í endurnýjun lífdaga í Kompunni og það eina sem þarf að gera er að koma hlutunum í þar til gerðan gám sem stendur við sorpeyðingarstöð- ina Kölku í Helguvík. Markaðurinn verður fyrst um sinn opinn á föstu- dögum kl. 13-18. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Kompan Gamlir munir ganga í endurnýjun lífdaga í Kompunni. REYKJANESBÆR Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Á síðasta haustdegi yrkir PéturStefánsson: Þó kveðji haust og kólni ört, og komi slyddufjandi, er framtíð vorra barna björt í besta heimsins landi. Pétur kallar sig „veðurvísnahöfund“ og yrkir – um veðrið – á fyrsta vetrardegi: Út um glugga enn ég lít, ásýnd fyrstu vetrartíðar; Eru Bláfjöll orðin hvít, og Esjan niður í miðjar hlíðar. Og svo yrkir hann: Hér er lokið haustsins önn, hefst nú annar slagur; heilsar okkur frír við fönn fyrsti vetrardagur. Á öðrum degi vetrar bætir Pétur við: Þó úti skíni engin sól, – er það gömul saga, kominn er ég enn á ról, eins og flesta daga. Hér er föl og hrím um allt, – hálka á mörgum vegi. Úti er stillt og aðeins kalt á öðrum vetrardegi. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Af hausti og vetri Kópal Glitra þekur betur, ýrist sama og ekkert og er svo til lyktarlaus. Spurðu um KÓPAL. Erlendur Eiríksson málarameistari: „Einfaldlega besta málningin sem ég hef notað.“ Lyktarlaus KÓPAL Glitra ÍS LE N SK A S IA .I S M A L 3 97 08 1 0. 2 0 0 7 Útsölusta›ir Málningar: Byko Kópavogi • Byko Hringbraut • Litaver Grensásvegi • Byko Hafnarfir›i • Málningarbú›in Akranesi • Byko Akranesi • Axel fiórarinsson, málarameistari, Borgarnesi • Verslunin Hamrar, Grundarfir›i • Litabú›in Ólafsvík • Núpur byggingavöruverslun Ísafir›i • Vilhelm Gu›bjartsson, málarameistari, Hvammstanga • Verslunin Eyri, Sau›árkróki • Byko Akureyri • Verslunin Valberg, Ólafsfir›i • Byko Rey›arfir›i • Verslunin Vík, Neskaupsta› • Byko Selfossi • Mi›stö›in Vestmannaeyjum • Byko Keflavík • Rúnar Sig. Sigurjónsson, málarameistari, Grindavík • Fóðurblandan, Selfossi, Hvolsvelli og Egilsstöðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.