Morgunblaðið - 30.10.2007, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2007 23
ice og Danice, yrðu reknir sem eitt
kerfi. Steinn Logi sagði að við-
ræður stæðu nú yfir við orkufyr-
irtækin um aðkomu þeirra að Far-
ice. Þeim er ekki lokið. Hann sagði
það enn vera á trúnaðarstigi hver
hlutdeild orkufyrirtækjanna verð-
ur í fjármögnun nýja sæstrengsins.
Farice fór fyrir ESA
Bjarni Þorvarðarson nefndi
einnig að ríkið hefði ákveðið að
flytja öll viðskipti RH Nets til Far-
ice en Reiknistofa Háskólans hefði
mest verið með sinn flutning um
Cantat-3-strenginn. Steinn Logi
segir þetta hafa legið í loftinu frá
því að Farice var stofnað. RH Net
hafi óskað eftir miklu meiri flutn-
ingsgetu en núverandi flutnings-
aðili geti annað. Því sé engin önnur
lausn fyrir þá en að fara yfir til
Farice.
Steinn Logi taldi ekki ráðlegt
svara á þessu stigi ásökunum um
að málsmeðferð um lagningu nýs
sæstrengs bryti í bága við EES-
samninginn.
Hann minnti þó á að á sínum
tíma þegar Farice var stofnað
hefði verið farið yfir allt það mál
með ESA (Eftirlitsstofnun EFTA)
og fengnar sérstakar heimildir
sem starfað væri eftir. Allt frá upp-
hafi Farice hefði verið gert ráð fyr-
ir starfrækslu tveggja fjarskipta-
strengja.
gði að
ollara
ningu
lyrði
gn-
ún
egar
um.
reng-
m net-
ð
þá
lu
þeir
ng-
þörfum
sem
su. Ef
ng-
teinn
rðun
með
ce, um
ands
któber
n
rða
nt frá
um 400
rku-
ita
á að
eð því
ta í E-
e-
Far-
eng Hibernia til Írlands
Íslandi til Danmerkur
við-
þyngst
()"
#
meginlandsins með kapal.“
Þá sagði Vilhjálmur að Hib-
ernia hyggist styðjast við tækni
sem er í eigu kínversks fyr-
irtækis og er nýjung að nota
hana í neðansjávarstrengjum.
„Það er enginn kapall kominn í
hafið með þeirri tækni og við
töldum það áhættuþátt,“ sagði
Vilhjálmur. Hann sagði það einn-
ig hafa verið mjög stórt atriði að
geta samið við Farice sem mun
eiga tvo strengi og getur tryggt
skiptingu á milli þeirra fari ann-
ar í sundur.
Vilhjálmur sagði að Danice
væri dýrari lausn en Hibernia-
strengurinn. Bæði væri Danice-
strengurinn lengri og einnig
vandaðri, að mati Vilhjálms. „Við
erum tilbúnir að borga hærra
verð fyrir Danice en kapal til Ír-
lands – teljum Danice sölulegri
og erum tilbúnir að greiða fyrir
það.“
í Evr-
dam.
að
eð
lmur.
áreið-
að-
suma
yrir í
u
stjóri
aðinu í
ýmis
ldu
yndi
að
landi.
ætt
o og
ð en
eir
til
n Hibernia
Eftir Davíð Loga Sigurðsson
david@mbl.is
Jawed Ludin er ekki nema tæplega hálf-fertugur að aldri en hefur nú þegar gegntýmsum mikilvægum trúnaðarstörfumfyrir afgönsku þjóðina. Hann hefur frá
því í vor verið sendiherra Afganistans gagnvart
Norðurlöndunum en Ludin var áður náinn sam-
verkamaður Hamids Karzai, forseta Afganistans,
var fyrst talsmaður forsetans og síðan skrif-
stofustjóri þar til í vor.
Ludin var hér á landi í síðustu viku í því skyni
að afhenda trúnaðarbréf sitt sem sendiherra.
Hann hefur aðsetur í Ósló og segist hafa nóg að
gera, Norðmenn hafi geysimikinn áhuga á mál-
efnum Afganistans og sýni hann í verki með þró-
unarframlögum sínum til landsins. „Noregur gef-
ur mest allra þjóða af þróunarfé til Afganistans
sé miðað við höfðatölu. Við erum afar þakklát fyr-
ir þá aðstoð,“ segir hann.
Ludin er fæddur 1973 og ólst upp í Kabúl. Sov-
étmenn réðust inn í Afganistan 1980 en níu árum
síðar hrökkluðust þeir frá landinu, höfðu aldrei
náð að brjóta mótspyrnu mújahedína svokallaðra
á bak aftur. Hinar ólíku sveitir Afgana snerust
hins vegar hver gegn annarri eftir brotthvarf
Sovétmanna og borgarastríð braust út. Kabúl
varð einn helsti vettvangur þeirra átaka og borg-
in var nánast lögð í rúst í bardögum snemma á
síðasta áratug.
Ludin segist hafa verið byrjaður í háskólanum
í Kabúl en hann hafi orðið að hætta námi – raunar
hafi háskólanum verið lokað – og flýja land eftir
að Kabúl breyttist í vígvöll. Fyrst fór fjölskyldan
til Pakistans en Ludin flutti síðar til Bretlands,
fékk þar stöðu flóttamanns, og lauk með tím-
anum meistaragráðu í félagsfræði frá University
of London.
Ludin kveðst hafa verið virkur í stjórnmálum
Afganistans þó að hann væri í útlegð. Þegar talib-
anastjórnin féll, haustið 2001, tók hann þátt í und-
irbúningi Bonn-ráðstefnunnar svokölluðu, þar
sem menn réðu ráðum sínum um hvað skyldi taka
við í Afganistan. Þar komst hann í kynni við
framtíðarforystumenn í afgönskum stjórnmálum.
Það var svo í upphafi árs 2003 sem honum var
boðið að verða talsmaður Karzai forseta. „Það
var alveg ótrúleg lífsreynsla að fá tækifæri til að
sjá með eigin augum nýtt upphaf í Afganistan og
standa í miðpunktinum, ef svo má að orði kom-
ast,“ segir hann nú um þennan tíma.
Íslendingar gætu hjálpað
á sviði æðri menntunar
Ludin var í doktorsnámi í London þegar kallið
kom frá Karzai. Hann er spurður að því hvort
ekki sé mikill skortur á menntuðu fólki í Afgan-
istan, hvort það hafi ekki allt sogast í burtu þegar
átök stóðu sem hæst, eins og gerist svo gjarnan
við slíkar aðstæður.
Hann svarar þessu játandi, segir að þörfin á
uppbyggingu í skólamálum í Afganistan sé mikil.
Byggja þurfi menntakerfið upp frá grunni. „Þeg-
ar ég sneri aftur 2002 sá ég með eigin augum
hversu mikil þörfin var á menntuðu fólki, bæði
bókmenntuðu og iðnmenntuðu. Það var hægt að
leysa önnur vandamál en ef þú hefur engu kunn-
áttufólki á að skipa verðurðu einfaldlega að bíða
eftir því að það komi fram á sjónarsviðið.“
Menntamálin eru því forgangsverkefni stjórn-
valda í Kabúl en það mun taka tíma að umbylta
hlutunum. „Það tekur heila kynslóð því að þú
þarft að byrja á því að efla grunnskólanám og síð-
an líka efri menntastig,“ segir hann.
Í tíð talibana sótti á bilinu hálf til ein milljón
barna skóla. Nú er fjöldinn hins vegar rúmar sex
milljónir, að sögn Ludins. Alger bylting hafi því
orðið, m.a. að því leytinu til að stúlkur séu um 35-
40% allra skólabarna en í tíð talibana gátu stúlk-
ur ekki farið í skóla.
Æðri menntun er hins vegar vandamál, að
sögn Ludins. Hann kveðst hafa bent embætt-
ismönnum í utanríkisráðuneytinu hér heima á að
þar gætu Íslendingar lagt hönd á plóg. „Við
stöndum frammi fyrir brýnum úrlausnarefnum.
Háskólinn í Kabúl er sá langstærsti í Afganistan
og þótti á sínum tíma mjög góður, þangað kom
fólk frá öllum nágrannaríkjunum til náms. Núna
er háskólinn í Kabúl hins vegar í þeirri stöðu –
sem er sjálfsagt einsdæmi að því er varðar æðri
menntastofnanir af sömu stærðargráðu – að þar
eru engar tölvur nettengdar, ekkert samband við
Netið.
Það eru um 20.000 námsmenn við háskólann en
Karzai upphaflega. Ludin segir að á þessu hafi
orðið breyting. Karzai geti nú rekið héraðsstjóra
og skipað. Hann hafi einnig yfir her að ráða, ekki
stórum, aðeins 35.000 manna her, en þó stærsta
löglega hervaldinu í landinu, og lögreglan sé líka
að taka á sig mynd. Karzai fari einnig fyrir rík-
isstjórn núna sem hann sjálfur skipaði.
„Karzai forseti er sterkur persónuleiki og hann
drífur fólk með sér,“ segir Ludin. „Hann helgar
sig starfi sínu algerlega, helgar sig ættjörð sinni.
Hann tekur sér til dæmis aldrei frí, heldur vinnur
sjö daga í viku, oftast langt fram á kvöld. Við
sögðum við hann, að hann yrði að taka sér frí
endrum og eins, hlaða batteríin. En hann spurði
alltaf á móti: hefur Afganistan efni á því að þjóð-
höfðinginn fari í frí?
Þetta þýðir hins vegar að það var útilokað að
vinna með honum og vera latur. Það er að hluta
til skýringin á því að ég fór fyrr á þessu ári og til-
kynnti honum að ég vildi hætta. Hann spurði mig
hvort að hann ætti þá bara að hætta líka en ég
svaraði því til, að hann væri kjörinn forseti lands-
ins og hefði því ekkert val. Það hefði ég hins veg-
ar.“
Ekki hætta á bakslagi
Fjölmörg dæmi eru um að saklausir borgarar
hafi fallið í hernaðaraðgerðum NATO og Banda-
ríkjahers sem beinst hafa gegn liðsmönnum talib-
anahreyfingarinnar. Slík tilvik vekja vitaskuld
sterk viðbrögð meðal fólks. Ludin segist ekki
gera lítið úr þessu. Koma verði í veg fyrir slík til-
vik. „En ég get sagt þér að jafnvel í þeim tilfellum
þar sem fólk kom á fund forsetans og kvartaði
undan sprengingum NATO svaraði það forset-
anum neitandi er hann spurði hvort það vildi að
NATO færi frá Afganistan. Það sagði nei því að
menn vita vel hvað myndi gerast ef NATO færi,
að vera erlendra hermanna í landinu er jákvæð
þrátt fyrir allt. En við verðum vitaskuld að koma í
veg fyrir að óbreyttir borgarar falli í hernaðar-
aðgerðum NATO.“
Hann fullyrðir að þrátt fyrir að átök séu tíð á
tilteknum svæðum, einkum í Helmand-héraði og
Kandahar, sé fólk þar farið að sjá raunveruleg
merki um uppbyggingu, um árangur. Ýmis ljón
séu vissulega í veginum. Afar mikilvægt sé til að
mynda að taka eiturlyfjaframleiðsluna í Afganist-
an föstum tökum, enda efli hún hryðjuverkaöflin
– en sem kunnugt er er gríðarlega mikið magn
heróíns framleitt í Afganistan.
„Ástæða þess að ekki hefur tekist að bregðast
við eiturlyfjaframleiðslu í héruðum eins og Helm-
and er sú að menn hafa ekki haft völdin að fullu í
sínum höndum á slíkum svæðum. Þar kemur til
að það vantar lögreglu. Í þeim efnum gæti um-
heimurinn gert meira, hjálpað meira, aðstoðað
við þjálfun lögreglusveita. Erlendar hersveitir
geta ekki verið í landinu um alla eilífð. Þar að
auki er ljóst að erlendar hersveitir heyja bardaga
en hörfa svo. Það þarf að búa til vel þjálfað, vel
launað lögreglulið sem getur haft stjórn á að-
stæðum í nánasta umhverfi sínu,“ segir Ludin.
„Það er mjög miður að alþjóðlegir fjölmiðlar
horfa nánast eingöngu á stöðuna í suðurhluta
Afganistans og á neikvæðar fréttir,“ segir afg-
anski sendiherrann síðan. „Staðreyndin er sú, og
ég var í Kabúl nýlega, að þar má sjá mikinn mun.
Vissulega hafa verið gerðar þar árásir nýlega en
þú sérð samt merki um að menn fjárfesta þar í
uppbyggingu, hús rísa og pólitískar framfarir
eiga sér stað. Það svífur allt annar andi yfir vötn-
um í Kabúl í dag.“
þá skortir tæki og tól, bækur og önnur náms-
gögn. Það á við um aðra háskóla í landinu líka. Á
hverju ári sækja 30-50.000 ungmenni um há-
skólavist en það verður að neita mörgum um inn-
göngu vegna aðstöðuleysis og það elur á óánægju
meðal fólks því að þetta þýðir að tækifærin eru
fá.“
Meiri skilningur hjá
stjórnvöldum í Pakistan
Ludin er spurður um framgang stríðsins gegn
talibönum sem stjórnvöld í Kabúl, með aðstoð
NATO og bandarískra hersveita, heyja nú um
stundir. Margir telja NATO eiga í mestu vand-
ræðum í Afganistan en Ludin kveðst hins vegar
meta stöðuna þannig að góður árangur hafi
náðst. Ýmislegt bendi til að mönnum sé að takast
að snúa taflinu sér í hag. „Við háðum nokkrar lyk-
ilorrustur í fyrra við talibana og þær skiptu sköp-
um. Við höfðum vissulega áhyggjur af því þegar
NATO tók við af Bandaríkjamönnum, í héruðum
eins og Helmand og Kandahar, að ekki yrði stað-
ið eins vel að málum en það hefur reynst óþarfi.
Í öðru lagi, og þetta skiptir miklu máli, sjáum
við nú að stjórnvöld í Pakistan hafa loksins gripið
til aðgerða gegn hryðjuverkaöflum sín megin.
Okkur tókst loksins að sýna vinum okkar þar og á
alþjóðavettvangi fram á að hryðjuverkaógnin á
ekki rætur sínar í Afganistan, heldur annars
staðar; að við myndum ekki ráða niðurlögum
hryðjuverkahópa án samstarfs umheimsins við
Pakistan. Að það þyrfti að ráðast gegn rótunum
sjálfum.“
Segir Ludin að skilningur á því að ræturnar
séu í Pakistan skipti öllu og hann segir að Pakist-
anar verði að horfa inn á við ef takast eigi að ráða
niðurlögum hryðjuverka. Umheimurinn verði að
halda áfram þrýstingi á stjórnvöld þar.
Gríðarleg ólga hefur raunar verið í Pakistan
undanfarin misseri. Ludin segir að Karzai forseti
hafi ítrekað varað Pervez Musharraf, forseta
Pakistans, við því að gera sér dælt við öfgamenn-
ina sem þar séu áhrifamiklir. Þeir virði nefnilega
slíka vináttu einskis og bíði einfaldlega færis til
að gera honum skráveifu og svíkja hann, þjóni
það hagsmunum þeirra. „Í dag sjáum við einmitt
þetta gerast,“ segir Ludin. Jafn margir hafi fallið
í hryðjuverkaárásum í Pakistan og í Afganistan
síðasta hálfa árið en hið jákvæða sé þó að hin
borgaralega forysta sé byrjuð að gera sig gild-
andi á ný. Til að mynda skipti miklu máli að Ben-
azir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra, hafi
ákveðið að snúa heim úr útlegðinni og taka að
beita sér í stjórnmálum Pakistans.
Staðreyndin sé sú að langflestir Pakistanar eru
friðsamt fólk. Vandinn sé aftur sá að öfgamenn
hafi mikil ítök og þeir séu í samkrulli við öfl innan
hersins.
Mesta áskorunin núna, að mati Ludins, er að
lama starfsemi trúarskólanna í Pakistan, „því að
þær eru eins og verksmiðjur fyrir framleiðslu
hryðjuverkamanna. Og þeir berast ekki bara til
Afganistans, þeir láta til sín taka í Evrópu líka.
Við verðum að loka þessum verksmiðjum.“
Karzai helgar sig verkefninu
Ludin fer fögrum orðum um Karzai forseta.
Karzai var lengi vel uppnefndur „borgarstjóri í
Kabúl“ með vísan til þess að hann hafi lítil áhrif
haft utan höfuðborgarinnar, þó að hann ætti að
heita þjóðhöfðingi landsins. Til þess voru hinir
ýmsu héraðshöfðingjar of sterkir í heimabyggð
sinni, réðu aukinheldur yfir her manna, ólíkt
Ógnin á ekki rætur
sínar í Afganistan
Sendiherra Afganistans á Íslandi segir að vel miði í heimalandi hans
en of snemmt sé að fagna sigri Telur Íslendinga geta lagt hönd á plóg
við uppbyggingu í skólamálum á sviði æðri menntunar
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Sendiherrann Jawed Ludin: „Karzai forseti er sterkur persónuleiki og hann drífur fólk með sér.“