Morgunblaðið - 30.10.2007, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2007 27
að þú ætlaðir að fá þér hund þegar
um hægðist í vinnunni, því að Sig-
urlaug hefði svo gaman af hundum.
Allt vildirðu nú gera fyrir afabörnin.
Svo kom litli afastrákurinn sem þú
áttir eftir að kynnast betur og von er
á fjórða krílinu í vor. Þau munu leika
sér í kofanum þínum og heyra allar
skemmtilegu vísurnar sem afi kunni.
Þú varst alltaf glaður þegar þú
komst í mat á Borgarbraut eða til
Siggu. Stundum aðeins of seint,
þreyttur eftir langan vinnudag. En
lundin alltaf ljúf og hláturinn þinn svo
smitandi. Við systurnar höfum svo oft
rifjað upp eitt skiptið í afahúsi, þú
hlóst svo mikið að við lákum niður af
hlátri, bara út af því hversu mikið þú
hlóst. Það er gott að rifja upp góðar
minningar.
Að sjá ykkur Ástu ekki eldast sam-
an og verða gömul hjón er óraunveru-
legt.
Við munum passa elsku Ástu þína,
styrkja og styðja alla tíð. Því lofum
við þér elsku Dóri.
Hvíldu í friði.
Elín Eir Jóhannesdóttir.
Lífið er minningar. Við finnum það
best þegar dauða ástvina ber að. Ég á
margar minningarnar um Dóra föð-
urbróður minn. Hann tók andleg
gæði umfram veraldleg og kunni þá
list að hafa gaman. Slíkt er góð fyr-
irmynd í okkar hraða og á tíðum of-
hlaðna samfélagi. Fyrsta minning
mín af frænda mínum tengist einmitt
gleðistund á gamlárskvöldi. Dóri rað-
aði iðulega kampavínsglösum í nokk-
urs konar spilaborg og byrjaði að
hella efst með miklum tilþrifum og
við ákafa hvatningu jafnt ungra sem
eldri. Hann hellti þangað til öll glösin
geymdu þennan forláta drykk full-
orðna fólksins, sem maður fékk að
smakka þetta eina kvöld á ári.
Kampavínsglasaborgin hans Dóra
frænda var sannkallaður viðburður
sem sló út alla flugelda.
Sem fullorðinn maður kynntist ég
Dóra frænda á nýjan leik í gegnum
pólitíkina. Ég studdi hann dyggilega
þegar hann var í baráttusæti til Al-
þingis, dáðist að sannfæringarkrafti
hans og skoðanafestu, pólitísku
innsæi og réttlátri sýn á þjóðfélagið.
Hans sýn var jafn réttur og jöfn tæki-
færi fyrir alla. Ég er frænda mínum
ævinlega þakklátur fyrir mikið traust
og óbilandi trú á störf mín. Það er
mér afar mikilvægt.
Öll vitum við að duglegri mann en
Dóra var erfitt að finna. En hann var
líka, eins og margir af hans kynslóð,
fús að deila kunnáttu sinni með öðr-
um. Hann starfaði lengi sem bifreiða-
stjóri, og hef ég engan betri bílstjóra
þekkt. Eitt sinn varð hann samferða
mér úr Borgarnesi á fund norður í
land. Við vorum rétt komnir upp að
Svignaskarði þegar þolinmæði hans
fyrir aksturslagi mínu brást, og tók
hann að kenna mér að skipta um gír,
hafa hæfilegt bil á milli mín og næsta
bíls og þar frameftir götunum. Ég
þóttist nú kunna þetta allt saman,
sérstaklega að skipta um gír, en
frændi minn var ekki alls kostar sam-
mála. Ég sá að við myndum ekki ná
saman um þetta mál. Til að forðast
fleiri ákúrur frænda míns ákvað ég að
leggja til að hann héldi för sinni
áfram með Árna Steinari Jóhanns-
syni og setti mál mitt fram á þann veg
að í bílnum hjá Árna gæti hann reykt
að vild. Þetta leist frænda stórvel á.
Það leið ekki á löngu þar til ég sá að
aksturslag Árna Steinars batnaði til
muna líkt og annar bílstjóri sæti und-
ir stýri. Það var svo rúsínan í pylsu-
endanum að hlusta á lýsingar Árna
Steinars á umvöndunum Dóra við sig
þegar á áfangastað var komið. Hafði
Dóri mest gaman af.
Þessar fáeinu sögur, minninga-
brot, af Dóra frænda, lýsa miklum
mannvini og gleðigjafa. Dóri hafði
mjög gaman af öðru fólki og að segja
sögur af öðrum. Hann var gæddur
þeim góða kosti að hafa húmor fyrir
sjálfum sér, og ég veit að hann mun
hafa gaman af því að hlusta á sögur af
sjálfum sér þarna hinu megin.
Dóra frænda verður sárt saknað í
fjölskyldunni, í samfélaginu í Borg-
arnesi og meðal vina um land allt. Ég
minnist frænda míns með söknuði, en
geymi margar og góðar minningar
um hann. Minningarnar lifa af dauð-
ann og eru mikilvægar á kveðjustund
og um ókomna tíð. Mínar innilegustu
samúðarkveðjur til fjölskyldu og
vina.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
frá Brúarlandi.
Með þessum fátæklegu orðum
langar mig til að minnast svila míns,
Halldórs Brynjúlfssonar. Þó segja
megi að þegar kallið kemur sé best að
það gerist snöggt eins og það svo
sannarlega gerðist með Dóra. Við hin
sitjum hins vegar döpur eftir, tíðindi
sem við höfðum ekki átt von á.
Ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi
að kynnast Dóra fljótlega eftir að ég
flutti í Borgarnes árið 1975. Það voru
forréttindi að fá að kynnast Dóra.
Ekki skemmdi fyrir að lífsskoðanir
okkar fóru saman að mörgu leyti, þó
vissulega gætum við alltaf fundið
okkur eitthvað til að deila um. Og svo
sannarlega var gaman að rökræða við
Dóra. En það var aldrei vandamál að
deila um þjóðfélagsmálin við Dóra,
hann sá alltaf um að það endaði með
gríni. Dóri var sannur og trúr skoð-
unum sínum. Og aldrei hikaði hann
við að halda þeim fram og aldrei lá
hann á liði sínu til að vinna að fram-
gangi þeirra.
Dóri var mikill barnamaður og
nutu börnin mín þess svo sannarlega,
enda höfðu þau mikla ánægju af að
heimsækja Dóra og Ástu á Böðvars-
götuna. Þá kom svo sannarlega í ljós
hve ljúfur maður Dóri var, sem kom
mér ekki á óvart vegna kynna minna
af honum. Enda var mér löngu orðið
ljóst að þar fór heilsteyptur og góður
maður og sem gaf okkur sem þekkt-
um hann svo mikið. Það vil ég þakka
fyrir.
Elsku Ásta, Sigurður, Brynjúlfur
og fjölskyldur. Missir ykkar er mikill.
Ég votta ykkur samúð mína. En ég
veit það af kynnum mínum af Dóra að
minningin um þann góða mann hjálp-
ar ykkur í sorginni.
Jóhannes Gunnarsson.
Traustur félagi og góður vinur er
fallinn frá, fyrirvaralaust og langt um
aldur fram. Halldór Brynjúlfsson var
einn af máttarstólpum hreyfingar
okkar Vinstri grænna frá byrjun.
Hann tók þeirri áskorun, þegar ýmsir
aðrir hikuðu, að leiða framboðslista
okkar í fyrstu kosningunum 1999 í
Vesturlandskjördæmi og gerði það
með glæsibrag. Hann var hársbreidd
frá því að tryggja hinni nýstofnuðu
hreyfingu þingsæti í kjördæminu og
var reyndar reiknaður inn á þing
lengst af talningunni á kosninganótt.
Niðurstöðunni tók hann með jafnað-
argeði og gamanyrðum á vör. „Það
var skemmtilegt meðan á því stóð,“
sagði Dóri um sína nokkurra klukku-
stunda meintu þingmennsku þessa
kosninganótt. Hitt hef ég fyrir satt að
margur Borgfirðingurinn og kjós-
endur víða um Vesturland hafi nagað
sig í handarbökin fyrir að hafa ekki
lagt sitt af mörkum til að tryggja hér-
aðinu og kjördæminu öllu öflugan
málsvara í Halldóri þegar í ljós kom
hversu sáralítið vantaði upp á, þvert á
hrakspár og úrtöluraddir. Frá byrjun
var Halldór, vopnaður mannkostum
sínum og reynslu, einn af okkar
traustustu og ráðhollustu félögum.
Síðast á flokksráðsfundi á Flúðum í
haustbyrjun hélt hann skemmtilega
og snjalla hvatningarræðu. Þar talaði
hinn reyndi liðsmaður um málstaðinn
og heildina eins laus við sjálfhverfu
og persónulegan hégómaskap eins og
yfirleitt er hægt að verða.
Þannig maður var Halldór, traust-
ur og gegnumheill jafnt í leik og
starfi, í félagsmálavafstri sínu sem
persónulegum samskiptum. Hann
tók hugsjónir um jöfnuð og félagslegt
réttlæti, frið og frelsi ungur að hjarta
sínu, fyrirmyndanna ekki langt að
leita í föðurgarði; og þessum hugsjón-
um fylgdi hann og lagði allt það lið er
hann gat æ síðan.
Sem vinur og félagi var Halldór
Brynjúlfsson gleðigjafi. Hann krydd-
aði mál sitt gamanyrðum, var sögu-
maður og fróðleikssjóður. Gegnum
störf sín varð hann þaulkunnugur á
hverjum bæ í héraðinu, þekkti meira
og minna alla þá sem komu að flutn-
ingamálum í landinu og meiri háttar
framkvæmdum og var virkur í fé-
lagsmálum og hagsmunabaráttu
þeirra sem hann tilheyrði og gætti
trúnaðar fyrir. Nú sakna því margir
vinar í stað þar sem var Halldór
Brynjúlfsson.
Á kveðjustund iðrast ég þess mjög
að ekki hafði enn fundist tími fyrir
áætlaða og margrædda stórvísitasíu
okkar um Borgarfjörð og Mýrar. Til
stóð að húsvitja á vel völdum stöðum,
ræða landsins gagn og nauðsynjar í
bland við þjóðmálin, segja sögur og
gleðjast með glöðum. Að sjálfsögðu
var ætlunin að snúa nokkrum fráfar-
andi framsóknarmönnum og stöku
íhaldsmanni endanlega frá villu síns
vegar í leiðinni og festa þá í sessi sem
liðsmenn Vinstri grænna. Betri leið-
sögumaður var og verður vandfund-
inn um Borgarfjarðarhérað. Minn er
skaðinn að af þessari síðustu yfirreið
okkar varð ekki og við hann bætist
söknuðurinn vegna fráfalls góðs vinar
og félaga.
Fyrir hönd okkar allra í Vinstri-
hreyfingunni – grænu framboði og
frá mér og fjölskyldu minni persónu-
lega flyt ég samúðarkveðjur og þakk-
ir.
Steingrímur J. Sigfússon.
Dóra á Landi kynntist ég í vega-
vinnu árið 1960. Hann hafði þá nýlega
eignast sinn fyrsta vörubíl en ég hafði
þá verið í bílarekstri í nokkur ár.
Saman stóðum við í verktakaharkinu
næsta áratug eða svo en árið 1974
gerðist Dóri verksmiðjustjóri hjá
Borgarplasti hf. og það ár stofnaði ég
fyrirtæki mitt Borgarverk. Bæði fyr-
irtækin byggðu hús við Sólbakka í
Borgarnesi og ætíð hélst góð vinátta
og samvinna okkar í milli þó að við
værum nú reyndar ekki alltaf sam-
mála um alla hluti. Löngu seinna, eða
árið 1999, stofnuðum við svo saman
fyrirtækið Vöruflutninga Vestur-
lands og varð Dóri framkvæmda-
stjóri þess. Fyrirtækið seldum við svo
árið 2005 og þá réðst Dóri til starfa
hjá Borgarverki sem verkstjóri og
starfaði sem slíkur til dauðadags.
Þessu hlutverki skilaði hann framúr-
skarandi vel og var óhemju vinsæll,
bæði hjá starfsmönnum sem og verk-
kaupum. Hann hafði sérstakt lag á
því að umgangast ungt fólk og það
kepptist við að fá að vinna í flokknum
hans Dóra. Það má líka segja um
þennan vin minn að hann var ávallt
hrókur alls fagnaðar, lífsglaður og
skemmtilegur svo af bar. Hann var
mjög pólitískur og hafði yndi af því að
rökræða og snúa niður pólitíska and-
stæðinga. Það er ljóst að stemningin
á kaffistofu Borgarverks sem og í fyr-
irtækinu öllu verður ekki söm.
Ég votta Ástu og fjölskyldunni allri
mína dýpstu samúð.
Sigvaldi Arason.
Fleiri minningargreinar um Hall-
dór Brynjúlfsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu á næstu dög-
um.
Alvöru blómabúð
Allar skreytingar unnar af fagfólki
Kransar • Krossar • Kistuskreytingar
Sími: 553 1099 • Fax: 568 4499
Heimasíða: www.blomabud.is
Netfang: blomabud@blomabud.is
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
GUÐBRANDUR JÓNSSON,
áður til heimilis að
Langholtsvegi 2,
Reykjavík,
andaðist á Hrafnistu í Reykjavík laugardaginn
27. október.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Elín Jósefsdóttir,
Jóna Sesselja Guðbrandsdóttir, Ásbjörn Einarsson,
Einar Jón Ásbjörnsson, Elísabet Reykdal Jóhannesdóttir,
Elín Björk Ásbjörnsdóttir, Gísli Hallsson
og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
tengdadóttir og amma,
KRISTÍN S. KVARAN
kaupmaður,
Skipholti 15,
Reykjavík,
lést á krabbameinsdeild Landspítalans
sunnudaginn 28. október.
Útförin verður auglýst síðar.
Einar B. Kvaran,
Bertha G. Kvaran, Jón Þ. Ólafsson,
Ragna E. Kvaran, Egill Erlendsson,
Thelma Kristín Kvaran, Ingvar B. Jónsson,
Guðrún V. Kvaran
og barnabörn.
✝
Elskulegur stjúpfaðir,
KARL ÁGÚST ADÓLFSSON
netagerðarmaður,
Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund,
lést sunnudaginn 28. október.
Fyrir hönd aðstandenda,
Anna Axelsdóttir.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
INGIBJÖRG JÓHANNSDÓTTIR
ljósmóðir,
Blesastöðum,
Skeiðum,
lést á heimili sínu sunnudaginn 28. október.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Sigurður Hermannsson, Elín Árnadóttir,
Kristín Hermannsdóttir, Vilmundur Jónsson,
Guðrún Hermannsdóttir, Hjalti Árnason,
Sigríður Hermannsdóttir, Jónas Jónasson,
Hildur Hermannsdóttir, Kristján Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og
langamma,
SIGRÍÐUR BENNÝ GUÐJÓNSDÓTTIR
(Lilla frá Ási),
Nestúni 2,
Hvammstanga,
andaðist á sjúkrahúsinu á Hvammstanga
föstudaginn 26. október
Útförin verður auglýst síðar.
Hallgeir S. Pálmason, Helga Jakobsdóttir,
Jakob Hallgeirsson, Sandra Guðlaug Zarif,
Berglind Þóra Hallgeirsdóttir, Sigurður Flosason,
Alex Rafn Guðlaugsson, Ísak Geir Jakobsson.
✝
Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma,
HÓLMFRÍÐUR HÓLMGRÍMSDÓTTIR
frá Vogi við Raufarhöfn,
Þorragötu 9,
Reykjavik,
lést laugardaginn 27. október.
Útförin fer fram frá Neskirkju föstudaginn
2. nóvember kl. 15.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Bragi Guðmundsson.