Morgunblaðið - 30.10.2007, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2007 29
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Þegar andlát ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
INGIBERG EGILSSON
flugvirki,
Lækjarsmára 4,
Kópavogi,
sem lést á Landspítalanum við Hringbraut
fimmtudaginn 18. október, verður jarðsunginn
frá Digraneskirkju miðvikudaginn 31. október
kl. 13.00.
Hrönn Jóhannsdóttir,
Jóhann Ingibergsson, Kristín Andrea Einarsdóttir,
Anna Ingibergsdóttir, Ari Jóhannsson,
Arna Ingibergsdóttir, Eyþór Einar Sigurgeirsson,
Elfa Ingibergsdóttir, Elvar Jónsson,
og barnabörn.
✝
Þökkum samúð og hlýhug við andlát og útför
AÐALBJARGAR PÉTURSDÓTTUR
frá Bót,
Furuvöllum 5,
Egilsstöðum.
Sérstakar þakkir til starfsfólks sjúkrahússins á Egilsstöðum.
Hermann Eiríksson, Gunnþórunn Benediktsdóttir,
Björn Eiríksson, Gunnhildur Aðalbergsdóttir,
Sigríður Eiríksdóttir,
Pétur Eiríksson,
barnabörn og langömmubörn.
✝
Hjartanlegar þakkir til allra þeirra fjölmörgu, sem
sýndu okkur samúð, hlýhug og stuðning við andlát
og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
REYNIS GUÐJÓNSSONAR
Hlíðargötu 20,
Fáskrúðsfirði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á Hjúkrunarheimilinu
Uppsölum á Fáskrúðsfirði og á lyflækningadeild
Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri fyrir alúð og góða
umönnun.
Lára Hjartardóttir,
börn og fjölskyldur.
✝
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ERLA GUNNARSDÓTTIR,
Miðstræti 23,
Neskaupstað,
sem lést þriðjudaginn 23. október, verður jarðsungin í dag, þriðjudaginn
30. október, kl. 14.00. Útförin fer fram frá Norðfjarðarkirkju.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
✝
Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir og afi,
ÖRN GUIDO BERNHÖFT,
Hlynsölum 5,
Kópavogi,
sem lést 22. október, verður jarðsunginn frá
Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 1.
nóvember kl. 15.00.
Svava Jóhanna Pétursdóttir,
Sigurður Örn Bernhöft, Katrín Gunnarsdóttir,
og barnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
POUL ANKER HANSEN,
Boðahlein 30,
Garðabæ,
lést á dvalarheimilinu Holtsbúð í Garðabæ mánudaginn 29. október.
Jarðarförin fer fram í Færeyjum.
Sigríður Karlsdóttir,
Ása Bech,
Kirsten Thomsen,
John Ove Hansen,
Marin Johannesen,
Margit Zachariasen,
Ann Hansen,
Randi Jakobsen,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi, bróðir og frændi,
ERLINGUR BERTELSSON,
Unnarbraut 13b,
Seltjarnarnesi,
lést á heimili sínu mánudaginn 29. október.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Marga Thome, Katrín Erlingsdóttir, Kristján Freyr Einarsson,
Erlingur Snær Kristjánsson og aðrir aðstandendur.
✝
Okkar ástkæra eiginkona, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
GUÐNÝ SKEGGJADÓTTIR,
Strandvegi 11,
Garðabæ,
áður Álfhólsvegi 33,
Kópavogi,
lést á líknardeildinni í Kópavogi 28. október.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim
sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð
líknardeildar, sími 543 1159.
Guðmundur K. Ingimarsson,
Skeggi Guðmundsson, Katrín J. Sigurðardóttir,
Hólmfríður E. Guðmundsdóttir, Úlfar Henningsson,
Henning Arnór Úlfarsson, Emilía Lóa Halldórsdóttir,
Salka Kristinsdóttir og Kolka Henningsdóttir.
Elsku Sigrún, Sævar, Dóra,
Linda og fjölskyldur, megi Guð
gefa ykkur styrk í sorginni og
hjálpa ykkur að komast í gegnum
erfiðan tíma.
Góður Guð geymi drenginn ykk-
ar.
Bylgja Björnsdóttir.
Hæ baby. Þannig heilsaði Tóti
frændi mér alltaf hvort sem það var
í síma eða persónu. Það var sama
hve sjaldan við hittumst, ég fann
alltaf hversu vænt honum þótti um
mig og hvað það gladdi hann að sjá
mig eða heyra. Ég var alltaf litla
búddakellingin hans sem vildi bara
borða grænmeti og hrísgrjón og
stundum þegar hann var að passa
mig sátum við tímunum saman
hlæjandi og borðandi „snakk“ sem
var í mínum huga niðursaxaðar gul-
rætur og agúrkur. Alltaf nennti
hann að skera niður grænmeti ofan
í mig.
Alla ævi fékk ég bara að kyssa
hann á ennið og fannst aldrei neitt
athugavert við það – Tóta frænda
kyssir maður á ennið – ég fékk
seinna að vita ástæðuna, en líka að
það voru bara sumir sem nutu
þeirra forréttinda. Draumurinn um
að verða dansari var nokkuð sem
við áttum sameiginlegt og þú gladd-
ist alltaf þegar mér gekk vel á þeim
vettvangi, en þolinmæðin þín var
líka ótrúleg þegar ég lét þig í gegn-
um tíðina horfa á ófá dans- og
skemmtiatriðin inni í stofu, eða bað
um að fá að kroppa í neglur í
miðjum bíltúrum. Ég er svo glöð í
dag að ég skyldi hringja í þig um
daginn, en ég hafði ekki heyrt í þér
lengi. Ég er svo glöð, því þú varst
Tóti „bróðir“ eins og mamma kall-
aði þig Tóti frændi og ég trúi að þér
líði betur núna. Hvíldu þig vel, því
þú manst að þú ætlaðir alltaf að
koma aftur.
Þín frænka
Steinunn Edda.
Ljúfar eru minningarnar frá
skólaárunum í Langholts- og Voga-
hverfinu. Vinahópar mynduðust. Í
einum þeirra voru sjö kraftmikil og
lífsglöð ungmenni, þau Ella, Palli,
Gunni, Svala, Anna Sigga, Jón Atli
og Tóti.
Þótt við værum í mismunandi
skólum eða á ólíkum brautum innan
sama skóla eyddum við frítíma okk-
ar saman. Kvöldin og helgarnar
voru ávallt tilhlökkunarefni. Þá átt-
um við skemmtilegar stundir, þar
sem glaðværð, bjartsýni, tilhlökkun
og trú á lífið og framtíðina ríkti.
Ýmislegt var brallað eins og vera
ber og margt barst foreldrunum
aldrei til eyrna. Í hópnum ríkti
væntumþykja og velvild. Þetta var
dýrmæt vinátta.
Saman þroskuðumst við úr
áhyggjulausum unglingum í fullorð-
ið fólk og gerðum okkur grein fyrir
að við yrðum að velta fyrir okkur
framtíðinni og þeim möguleikum
sem stæðu okkur til boða. Áhyggju-
leysi unglingsáranna vék fyrir auk-
inni ábyrgðarkennd. Eitt var þó
víst í okkar huga; að við ættum öll
bæði langa og farsæla ævi í vænd-
um. Það var að minnsta kosti ein-
læg von okkar.
Því var það reiðarslag að fá þær
fregnir að einn úr vinahópnum
hefði kvatt þennan heim. Okkar
trausti og kæri vinur Tóti er látinn,
aðeins 45 ára. Kveðjustundin kom
fyrr en nokkurt okkar hafði séð fyr-
ir. En þrátt fyrir sorgina er minn-
ingin um Tóta björt. Við minnumst
hinna mörgu gleðistunda sem við
áttum saman, hlýlegrar nærveru
hans, gleði, brosmildi og leiftrandi
kímnigáfu. Hann var glæsilegur og
góðum gáfum gæddur eins og
námsferill hans vitnar um. Við er-
um þakklát fyrir að hafa átt hann
að vini.
Við flytjum ástvinum Tóta okkar
innilegustu samúðarkveðjur. Missir
þeirra er mikill og sár.
Megi minningin um góðan dreng
lifa.
Æskuvinir úr
Langholtshverfi.
Af eilífðarljósi bjarma ber,
sem brautina þungu greiðir.
Vort líf, sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri en auga sér
mót öllum oss faðminn breiðir.
(Einar Benediktsson.)
Elsku Tóti, innilegar þakkir fyrir
vináttuna í gegnum árin.
Blessuð sé minning Þóris Þor-
lákssonar.
Hugrún og Kristján.
Fallinn er frá drengur góður og
félagi, Þórir Þorláksson læknir.
Hann var samstarfsfélagi okkar sl.
ár og við minnumst hans með hlýju
og þakklæti. Hann var samvisku-
samur, velviljaður og vandvirkur
læknir, ljúfur og vel liðinn í sam-
skiptum. Við samstarfsfólk á end-
urhæfingardeildum geðsviðs á
Kleppi viljum þakka samfylgdina
með virðingu og þökk og sendum
fjölskyldu og ástvinum hans okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut.
(Vald. Briem.)
Halldór Kolbeinsson.
Fleiri minningargreinar um Þóri
Þorláksson bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu á næstu dögum.