Morgunblaðið - 30.10.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.10.2007, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Vilborg Jóns-dóttir fæddist á Melrakkanesi í Álftafirði 28. nóv- ember 1923. Hún lést á Heilbrigðis- stofnun Suðurlands á Selfossi 10. októ- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jónína K. Jóns- dóttir húsmóðir og Jón Guðmundsson verkamaður. Hún fluttist með for- eldrum sínum og bróður til Djúpavogs og bjuggu þau í Ekru á meðan faðir hennar byggði húsið Mela, en þar ólst hún upp. Vilborg á fimm systkini, þau eru Halldór, f. 27.9. 1921, d. 7.9. 2004, Guðlaug Sigríður, f. 19.12. 1926, Nanna Guðrún, f. 23.12. 1928, Rósa, f. 2.5. 1930, og Matt- b) Vilborg Eva, f. 26.2. 1975, maki Friðrik Sæbjörnsson, f. 15.6. 1971. Dóttir Vilborgar Evu úr fyrra sambandi er Thelma Dís, f. 27.1. 2000. Börn Vilborgar og Friðriks eru Aron Breki, f. 8.12. 2004 og Elísa Mist, f. 23.7. 2007. Synir Finns eru Ingólfur, f. 12.7. 1967, Jón Andri, f. 11.3. 1973, og Valdi- mar, f. 18.9. 1981. Vilborg gekk í barna- og ungl- ingaskóla á Djúpavogi en fór ung að árum til Reykjavíkur og vann þar við ýmis störf. Vilborg og Sig- urður bjuggu á Siglufirði í 27 ár. Hún var lengst af húsmóðir, starf- aði einnig við matreiðslu og síld- arsöltun. Árið 1964 fluttust þau í Garðabæ og stofnuðu sælgætis- gerð og vann hún við það í nokkur ár, en fór svo að vinna hjá Síld og fiski þar til hún hætti störfum. Vil- borg flutti til Hveragerðis fyrir einu og hálfu ári og bjó þar í Fljótsmörk 6 þar til hún lést. Útför Vilborgar fer fram frá Garða- kirkju á Álftanesi í dag og hefst athöfnin klukkan 15. hildur Katrín, f. 27.11. 1934. Vilborg giftist 1. janúar 1943, Sigurði A. Sophussyni kaup- manni frá Siglufirði, f. 15. september 1923, d. 15. febrúar 1988. Börn þeirra eru: 1) Jón Logi, f. 15.12. 1945, d. 9.7. 1978. 2) Ragnheiður, f. 25.7. 1949, sam- býlismaður Finnur Jóhannsson, f. 20.10. 1947. Börn Ragn- heiðar og Björns Sigurðssonar úr fyrra hjónabandi eru a) Sigurður Gísli, f. 6.8. 1968, maki Ásdís Ás- geirsdóttir, f. 17.3. 1967. Sonur Sigurðar Gísla úr fyrra sambandi er Baldur Þór, f. 19.2. 1993. Börn Sigurðar og Ásdísar eru Logi, f. 14.7. 2002 og Sindri, f. 23.8. 2004. Mig langar að minnast elskulegrar ömmu minnar í örfáum orðum. Fyrstu minningar mínar eru úr Garðabæ þar sem amma og afi bjuggu. Þar sem ég var lengi vel eina barnabarnið fékk ég konunglega meðferð hjá þeim. Amma bakaði allt- af lummur og dekraði mig á alla lund. Seinna þegar þau voru flutt í Efstasund varði ég miklum tíma hjá þeim á meðan foreldrar mínir stóðu í húsbyggingum. Þetta voru yndisleg- ir tímar í barnæskunni og amma kenndi mér meira að segja að hjóla á nýja hjólinu sem afi keypti. Seinna eftir að þau byggðu sér bústað á Laugarvatni eyddi ég sumrunum þar í góðu yfirlæti og á frábærar æskuminningar þaðan. Við amma vorum oft þar bara tvö og þá var mikið spjallað og sýslað. Þar var mjög gestkvæmt og oft mikið fjör á bænum. Amma var víðlesin og gáfuð og það var alveg sama um hvað ég spurði, allt vissi amma. Hún hafði mikinn áhuga á jarðfræði og nátt- úrufræði og tók af mér loforð reglu- lega í æsku um að ég myndi leggja fyrir mig jarðfræði. Amma setti allt- af fjölskylduna í fyrsta sæti og fylgd- ist stolt með afkomendum sínum í hverju sem þeir tóku sér fyrir hend- ur. Bæði ég og Villa systir nutum þess að eiga svona yndislega ömmu og ekki var hún síður áhugasöm um langömmubörnin sín. Alltaf var gam- an að heimsækja ömmu í Garða- bæinn og seinna í Hveragerði þar sem var vel tekið á móti okkur með kaffi og meðlæti, oft hinum frægu lummum sem drengirnir mínir fengu nú að njóta. Hún var skilningsrík og víðsýn og leitaði ég oft til hennar til að fá ráð og var hún minn helsti ráð- gjafi í ýmsum ákvörðunum sem ég hef tekið í lífinu, sérstaklega í seinni tíð. Ég mun ávallt vera þakklátur fyrir að hafa átt svona góða ömmu og mun sakna hennar sárt. Sigurður Gísli Björnsson. Elsku amma mín, með þessum fáu orðum langar mig að minnast þín. Hinn 10. október andaðist mín ást- kæra amma Vilborg Jónsdóttir. Amma var hjartahlý og myndarleg kona og alltaf svo vel til fara; hún var kona sem vildi allt fyrir alla gera eins vel og hún gat. Ég hugsa til allra góðu stundanna sem við áttum sam- an í Efstalundinum þegar við bjugg- um þar öll saman, þú varst bara í næstu íbúð og ég gat hlaupið yfir þegar ég vildi og alltaf tókstu svo vel á móti okkur Thelmu Dís sem sárt saknar nú langömmu sinnar. Mér er líka hugsað til allra stundanna sem við áttum saman á Laugarvatni á mínum yngri árum í sumarbústaðn- um. Þar var ég nánast öll sumur hjá þér og afa og þar var nóg að gera og um að vera. Fórum við oft í langar gönguferðir og skoðuðum umhverfið okkar, og gast þú sagt mér sögur af öllu sem á vegi okkar varð enda þekktir þú öll fjöll og fossa, fugla og blóm og sagðir svo skemmtilega frá öllu enda varstu svo mikill náttúru- unnandi. Með þessum fáu orðum vil ég minnast ömmu með þakklæti og söknuð í huga, minningin um þig kemur til með að ylja mér um hjarta- rætur um ókomin ár. Vilborg Eva Björnsdóttir. Þegar ég kom inn í fjölskylduna fyrir rúmlega sjö árum kynntist ég Vilborgu ömmu hans Sigga míns. Hún tók mér opnum örmum og ég fann strax hvað mér líkaði vel við þessa glæsilegu eldri konu. Þegar Logi sonur okkar fæddist fór ég að venja komur mínar til hennar í kaffi í Garðabæinn og þangað var alltaf gott að koma. Sátum við oft og spjöll- uðum um heima og geima. Svo fædd- ist Sindri og fórum við þrjú oft þang- að eftir leikskóla. Vilborg amma hafði unun af að fylgjast með drengj- unum og heyra um þá sögur. Hún hló alltaf innilega að öllum fyndnu uppá- tækjunum sem ég sagði henni frá. Vilborg var glæsileg kona, stillileg í fasi og með innilegt, geislandi bros. Hún var vel gefin og vel lesin og hafði góða kímnigáfu. Logi var rétt um tveggja ára þeg- ar hann byrjaði að aðstoða lang- ömmu við lummubakstur og sat þá uppi á borði hjá henni meðan hún bakaði. Svo var raðað í sig „mullum“ eins og hann kallaði þær í byrjun. Vilborg var alltaf fín og vel til höfð. Hún fylgdist vel með tískunni og var afar smekklega klædd og hafði gam- an af því að kaupa sér ný föt. Nýja íbúðin hennar í Hveragerði bar vott um smekkvísi hennar og allt var þar fínt og pússað. Við fjölskyldan not- uðum oft tækifærið á leið okkar í eða úr sumarbústaðnum okkar í Gríms- nesi og litum í kaffi til ömmu sem tók okkur ævinlega fagnandi og galdraði fram kræsingar með kaffinu. Mér þótti ákaflega vænt um Vilborgu. Það var eins og ég hefði eignast í henni bæði vinkonu og aukaömmu. Ég mun sakna hennar og er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast henni. Drengirnir okkar sjá á eftir góðri langömmu. Ásdís Ásgeirsdóttir. Sumarbústaðajarðskikar í landi Snorrastaða í Laugardal eru fagrir minnisvarðar um Vilborgu Jónsdótt- ur sem við kveðjum hinstu kveðju í dag og eiginmann hennar Sigurð Sophusson sem lést árið 1988. Þau hjónin ræktuðu þar garðinn sinn í fyllstu orðsins merkingu. Þau settu niður fyrstu hríslurnar sumardaginn fyrta árið 1974 og byggðu sér sum- arbústaðinn Skógarkot. Í dag er þar skógur fagurra og beinvaxinna trjáa sem bera með sér að hlúð var að þeim með umhyggju og ræktarsemi. Varla er hægt að hugsa sér fagurri minnisvarða um þessi mætu hjón. Fjölskylda okkar var svo lánsöm að njóta hæfileika Vilborgar í ríkum mæli þegar hún tók að sér á níunda áratug síðustu aldar að aðstoða á heimilinu. Vilborg amma, sem hún hefur verið kölluð æ síðan, tók á móti börnunum á heimilinu, Haddý og Jóa, þegar þau komu heim úr skól- anum. „Alltaf eitthvað að borða og rosalega góðar lummur“ kemur fyrst upp í huga þeirra þegar þau rifja upp þetta gæðatímabil í lífi sínu. Vilborg amma var líka alltaf brosmild og já- kvæð, segja þau. Það var líka Vil- borg amma sem kenndi þeim þann norðlenska sið að skera út laufa- brauð og hefur siðurinn haldist í fjöl- skyldunni síðan. Allar fallegu lopa- peysurnar sem hún prjónaði eru þeim líka minnisstæðar. Minnis- stæðast er þó öryggið sem Vilborg amma veitti, alúðin og umhyggjan. Heimsóknirnar í sumarbústaðinn á Laugarvatni eru okkur öllum ógleymanlegar. Við tjölduðum ósjaldan í túnfætinum hjá Vilborgu og Sigga ásamt dóttur þeirra Ragn- heiði og fjölskyldu hennar. Þar var margt spjallað og skrafað. Krakk- arnir nutu einnig oft skjóls og fengu að gista hjá Vilborgu ömmu á Laug- arvatni. Jói minnist enn Tomma og Jenna-brjóstsykurs sem var keyptur í Kaupfélaginu. Vilborg dvaldi lang- tímum í bústaðnum yfir sumartím- ann og naut náttúrunnar þar í ríkum mæli. Hún var vel að sér um blóm og gróður. Landið var henni einnig dýr- mætt og gaman að hlusta á hana lýsa áhugaverðum stöðum. Vilborg bjó í skjóli Ragnheiðar dóttur sinnar og fjölskyldu hennar síðustu árin og naut samvista við þau. Hún flutti nýverið með þeim í Hveragerði og hefur henni áreiðan- lega ekki leiðst návistin við gróður- inn þar. Vilborg amma var orðin ferðalúin undir það síðasta og tilbúin að kveðja að sinni. Við sendum Ranný og Finni, barnabörnunum Sigga og Vilborgu og öllum afkom- endunum okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Við ferðalok er margs að minnast. Okkur er fyrst og fremst í huga þakklæti fyrir allt það sem Vilborg gaf okkur, alla alúðina og umhyggj- una. Reynitré sem Vilborg amma gaf úr ræktarlandi sínu fyrir um fimm- tán árum stendur fyrir utan gluggann þar sem þessar línur eru ritaðar. Teinrétt og fagurgreint ber það gefanda sínum og ræktanda fag- urt vitni. Eins gera minningarnar um góða móður, ömmu og vinkonu. Þær breiða úr sér, margfaldast. Blessuð sé minning Vilborgar ömmu Jónsdóttur. Fríða Proppé, Halldóra Gyða Matthíasdóttir og Jóhannes Friðrik Matthíasson. Vilborg Jónsdóttir ✝ Sigurdór Jó-hannsson fædd- ist á Bakka í Mela- sveit 26. september 1925. Hann and- aðist á Sjúkrahúsi Akraness mánu- daginn 22. október síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Jóhann Þórðarson bóndi á Bakka, f. á Innri- Skeljabrekku í Andakílshreppi 8. júní 1887, d. 28. apríl 1953, og Sigríður Sigurðar- dóttir, f. í Elínarhöfða í Innri- Akraneshreppi 17. maí 1886, d. 20. janúar 1964. Sigurdór var yngstur af fjórum systkinum, elstur var 1) Ársæll bóndi í Flóa, sem var honum samfeðra, f. 29.1. 1912, d. 21.11. 1981, 2) Sigurveig húsmóðir í Hafnarfirði, f. 2.8. 1916, og 3) Þórður bóndi á Bakka Melasveit, f. 27.9. 1920, d. 6.1. Jónína Herdís Sigurðardóttir. Barnabörnin eru 12 og barna- börnin sex. Sambýliskona Sigurdórs til 25 ára er Sigríður Eyjólfsdóttir, f. í Reykjavík 19.11. 1927. Sigurdór ólst upp við hefð- bundin landbúnaðarstörf eins og þau voru á þeim tíma, síðan lá leiðin til náms í Laugarvatns- skóla og lauk hann burtfarar- prófi þaðan árið 1944, eftir nám vann hann við bifreiðasmíði og trésmíði. Árið 1947 flutti hann á Akranes og fór að læra rafvirkj- un, stofnaði síðan sitt eigið fyrir- tæki sem rafverktaki og einnig raftækjaverslun. Árið 1999 lét hann af störfum og Hlynur sonur hans tók við rekstri fyrirtækis- ins. Sigurdór gegndi ýmsum trúnaðarstörfum á Akranesi, s.s. í stjórn Rafveitu Akraness í fjölda ára, starfaði mikið í Fram- sóknarfélagi Akraness, var um langt tímabil í Rotary og félagi í frímúrarastúkunni Akri á Akra- nesi. Útför Sigurdórs fer fram frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. 1983. Árið 1949 kvæntist Sigurdór Guðríði Kristbjörgu Sigurðardóttur, f. á Krossalandi í Bæjar- hreppi í Austur- Skaftafellssýslu 19.5. 1925, d. 4.12. 1977. Foreldrar hennar voru Sig- urður Jónsson, f. á Kálfafelli í Suður- sveit 10.7. 1874, d. 22.3. 1956, og kona hans Þórey Guð- mundsdóttir, f. á Borg, Mýrahreppi í Austur- Skaftafellssýslu 5.7. 1887, d. 22.2. 1969. Börn Sigurdórs og Krist- bjargar eru 1) Sigrún, f. 5.9. 1949, maki Sæmundur Guð- mundsson. 2) Bragi Þór, f. 30.9. 1949, kona hans er Sigríður Elísabet Hauksdóttir. 3) Jóhann, f. 15.2. 1954, sambýliskona Jón- ína Björk Óskarsdóttir. 4) Hlyn- ur, f. 16.5. 1961, kona hans er Elsku pabbi, þá er komið að leið- arlokum hjá okkur að sinni, allt tek- ur þetta enda eins og þú sagðir sjálfur. Að eiga þig sem föður, að alast upp og starfa með þér og að eiga þig sem besta vin er það dýr- mætasta sem hægt er að hugsa sér. Minningarnar um þig eru óendan- legar. Ófáar ferðirnar var ég „send- ur“ í sveitina með þér sem polli þeg- ar þú varst að vinna út um allan Borgarfjörð, en ég held að það hafi verið ferðirnar sem tengdu okkur feðga saman. Þann tíma sem við bjuggum tveir saman á mínum ung- lingsárum sýndir þú mér traust. Þegar við fórum að vinna saman varst þú mín fyrirmynd og þegar leið á sýndir þú mér virðingu sem fagmaður og það er það veganesti sem ég byggi á í dag. Mér fannst ómissandi eftir að ég fór að búa að koma heim á Brekkubrautina nán- ast á hverjum degi eftir vinnu bara að spjalla smástund, ég vissi hvað þér þótti það dýrmætt. Á sunnudög- um gat ég nánast stillt klukkuna eftir því hvenær þú kæmir í heim- sókn og alltaf svo flottur í spariföt- unum. Þegar þú varst að fara í ferðalög, sem þér þótti svo gaman, varst þú alltaf svo flottur í tauinu, þú varst einstakur, pabbi minn. Umhyggjan fyrir börnunum þínum og barna- börnunum var mikil, ég minnist þess þegar Arnar Dór átti í sínum veik- indum, hve umhyggjan fyrir honum var einstök og þegar hann hafði náð bata varst þú ekki í rónni fyrr en hann hafði fengið vinnu við sitt hæfi. Pabbi, þú varst mikill gleðigjafi í okkar lífi, þú varst hálfgerður Ein- stein, þú hafðir alltaf ráð við öllu sem þú vildir hafa, nema kannski mótorhjólunum mínum, af þeim vild- ir þú ekkert vita þó svo að þú hafir átt þitt hjól á þínum yngri árum, það skil ég vel í dag. Þegar þú áttir frí frá daglegu amstri og vildir sinna einhverju sem þú hafðir gaman af var gaman að fylgjast með, t.d. þeg- ar þú smíðaðir garðskúrinn á Brekkubrautinni, eða sláttuvélin góða með rafmótornum og tjald- vagninn sem þú smíðaðir í skúrnum heima og ótalmargt fleira. Elsku pabbi, ég gæti haldið enda- laust áfram, minningarnar um þig eru óendanlegar, þú ert gimsteinn- inn í mínu lífi. Hafðu þakkir fyrir allt og allt. Guð blessi þig. Hlynur. Elsku faðir, hinsta kveðja til þín. Nú komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið, Þá erliðin æviönn á enda skeiðið runnið, í hugann kemur minning mörg og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. Þín vinartryggð var traust og föst og tengd því fasta og góða, djúpa hjartahlýju og ást þú hafðir fram að bjóða, hjá þér oft var heillastund við hryggð varst aldrei kenndur, þú komst með gleðigull í mund og gafst á báðar hendur. Svo faðir kæri vertu sæll nú vegir skilja að sinni, þín gæta máttug verndaröfl á vegferð nýrri þinni, með heitu bljúgu þeli þér ég þakka kynninguna, um göfugan lærdómsföður hér ég geymi minninguna. Ég mun ævinlega sakna þín. Þinn sonur Jóhann. Það er ekki oft í lífinu sem maður kynnist einstaklingi sem er góður yst sem innst eins og fyrrverandi tengdafaðir minn Jóhann Sigurdór Jóhannsson var í mínum augum. Hann var þessi dæmigerði ljúfingur sem alltaf reyndist öllum vel. Ég kynntist honum fyrir tæpum 25 ár- um, börnin mín voru svo heppin að eiga hann að afa, afa sem var þessi góði afi sem talaði alltaf svo fallega til þeirra og vildi þeim allt hið besta. Fyrir það vil ég þakka um leið og ég kveð hann með von um að nú líði honum vel. Aðstandendum öllum sendi ég kærar kveðjur, og vil votta þeim samúð mína. Margrét Þórisdóttir. Elsku afi minn. Þetta ljóð lýsir huga mínum á þessari stundu. Þakka þér fyrir allar góðu stund- irnar sem við áttum saman. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Mér þykir vænt um þig. Hvíldu í friði. Þín, Inga Jóna Jóhannsdóttir. Sigurdór Jóhannsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.