Morgunblaðið - 30.10.2007, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
WWW.SAMBIO.ISVERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á
/ ÁLFABAKKA
THE INVASION kl. 8D - 10:20D B.i.16.ára DIGITAL
THE INVASION kl. 5:30 - 8 - 10:20 LÚXUS VIP
ÍÞRÓTTAHETJAN m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ
HEARTBREAK KID kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.12.ára
THE BRAVE ONE kl. 8 - 10:20 B.i.16.ára
STARDUST kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.10.ára
NO RESERVATIONS kl. 8 LEYFÐ
CHUCK AND LARRY kl. 10:20 B.i.12.ára
ASTRÓPÍA kl. 6 LEYFÐ
RATATOUILLE m/ísl. tali kl. 5:30 LEYFÐ
HANN BEIÐ ALLT
SITT LÍF EFTIR
ÞEIRRI RÉTTU...
VERST AÐ HANN BEIÐ
EKKI VIKU LENGUR
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG KEFLAVÍK
SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABA
VIPSALURINNER BARA LÚXUS
ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA
Nicole
KIDMAN
DaNiel
CRAIG
SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK
SÝND Í ÁLFABAKKA
TOPPMYN
DIN
Á ÍSLANDI
Í DAG
Það er misjafnt hvernig fólkvinnur úr ástarsorg. Sumirhafa unun af því að eyði-
leggja eigur hins aðilans, þess sem
olli þeim sorginni, en aðrir leggjast
í eymd og volæði með snýtuklúta
og gamlar ljósmyndir til að snúa
hnífnum aðeins í sárinu. Hjá sum-
um vekur sorgin upp hið listræna
eðli og er henni fundin útrás í
ljóðagerð, með því að draga máln-
ingu á striga eða móta úr leir. Allt
er þetta gott og örugglega gagn-
legt en nú hefur hefndinni og sorg-
arúrvinnslunni verið fundin ný leið
í Zagreb. Þar hefur verið opnað
Safn brostinna sambanda eða Mu-
seum of Broken Relationships.
Pláss í verslunarhúsnæði fráþriðja áratug síðustu aldar
hefur verið gert að móttöku-
miðstöð fyrir minjagripi frá sam-
bandsslitum. Almenningi hefur
verið boðið að koma með hluti eftir
að slitnar upp úr sambandi, hjóna-
bandi eða smá gamni, hluti sem
minna þá á hinn aðilann.
Að sögn aðstandenda safnsins
hafa viðbrögðin verið mikil.
„Ástarsorg ýtir oft undir sterka
þörf fyrir að skapa, “ segir Olinka
Vistica, listamaður frá Zagreb, sem
fékk hugmyndina að safninu eftir
að hún hætti með listamanninum
Drazen Grubisic, sem vinnur
reyndar með henni að safninu.
„Þessi tilfinningalega reynsla gerir
sköpun mögulega, sumir sem hafa
aldrei skrifað neitt áður snúa sér
jafnvel að skriftum,“ sagði hún
dagblaðinu Der Tagesspiegel.
Á safninu má nú finna um 120hluti og meðal þeirra er öxi
sem var notuð af konu til að brjóta
niður húsgögn fyrrverandi kær-
ustu, auk húsgagnanna nið-
urhöggnu. Einnig má þar finna trú-
lofunarhringi, ástarbréf,
brúðarkjóla, gallstein, Vespu,
bangsa, faxtæki og par af hjóla-
skautum.
Einn merkilegasti hluturinn er
þó tréfótur frá uppgjafahermanni í
Balkanstríðinu sem varð ástfang-
inn af hjúkrunarkonu á herspít-
alanum sem hann dvaldi á. „Þessi
gervilimur hefur átt lengra líf en
ástarsambandið, hann er gerður úr
betri efniviði,“ skrifaði sá sem gaf
tréfótinn á miða með honum.
Susanne Schickl, 36 ára, sem gaf
brúðarkjól sem hún klæddist við
brúðkaup sitt árið 1994, segir við
The Guardian: „Mér finnst gott að
geta gefið eitthvað í burtu sem
vekur upp sársaukafullar minn-
ingar hjá mér.“
Velta má fyrir sér af hverju hún
var ekki fyrir löngu búin að henda
eða gefa brúðarkjólinn í hjálpræð-
isherinn þar sem hann olli henni
slíkum sársauka. En kannski var
það huggunin, sem fólst í að vita af
því að kjóllinn yrði öðrum víti til
varnaðar á safninu, sem fékk hana
loksins til að losa sig við hann.
Hver hlutur sem kemur inn áSafn brostinna sambanda
verður að hafa persónulega lýs-
ingu, skrifaða af eigandanum, sem
fjallar um hvaða gildi hann hafði í
sambandinu, hvenær sambandið
sem tengist hlutnum hófst og hve-
nær því lauk og hvernig persónan
hefur unnið úr sorginni.
Safn brostinna sambanda er nú í
tímabundnu húsnæði en það er í
skoðun að finna endanlegt húsnæði
undir það svo það verði að alvöru-
safni. Að sögn eigendanna geta
þeir tekið á móti hlutum frá fólki í
ástarsorg allstaðar að úr heiminum
ef stærra og varanlegt húsnæði
fæst. Þá er bara um að gera fyrir
Íslendinga að fara að gramsa í
gömlum kistum og kössum og losa
sig loksins við þessa hluti sem
vekja aðeins upp kvalir við hverja
meðhöndlun og senda þá í pósti til
Króatíu.
Safn brostinna sambanda
AF LISTUM
Ingveldur Geirsdóttir
»Einnig má þar finnatrúlofunarhringi, ást-
arbréf, brúðarkjóla,
gallstein, Vespu,
bangsa, faxtæki og par
af hjólaskautum.
Reuters
Sundur Jennifer Aniston á líklega muni frá hjónaskilnaði sínum og Brad Pitt sem hún gæti sent á safnið í Króatíu.
ingveldur@mbl.is
www.brokenships.com
ÞÆR þrjár stuttmyndir sem tilnefndar voru til
Eddunnar í flokknum „besta stuttmyndin“ verða
sýndar í Regnboganum í kvöld og á fimmtudags-
kvöldið. Myndirnar eru Bræðrabylta, Skröltormar
og Anna.
Bræðrabylta er í leikstjórn Gríms Hákonarsonar
og fjallar um tvo samkynhneigða glímumenn. Þeir
eru bændur í afskekktri sveit sem eiga í ástarsam-
bandi og fá útrás fyrir ástina gegnum glímuna.
Skröltormar er í leikstjórn Hafsteins G. Sigurðs-
sonar og segir frá Antoni, miðaldra bílasala, sem
lætur gamlan draum rætast og kaupir sér kúreka-
stígvél. Sú ákvörðun reynist hins vegar af-
drifaríkari en nokkurn hefði getað grunað.
Anna er í leikstjórn Helenu Stefánsdóttur. Anna
ætlar að bjóða nágrannanum Adam í kaffi en upp-
götvar sér til mikillar skelfingar að hún á engan
sykur.
Sýningarnar í kvöld og á fimmtudagskvöld hefj-
ast báðar kl. 18 og er aðgangur ókeypis.
Anna, Byltan og Skröltormarnir
Flottur Rúnar Júlíusson í hlutverki sínu í Skröltormum eftir
Hafstein Gunnar Sigurðsson.
JUSTIN Timberlake olli ástr-
ölskum aðdáendum sínum miklum
vonbrigðum á dögunum þegar
hann hélt tvenna tónleika í borg-
inni Brisbane. Fjölmargir þeirra
höfðu safnast saman fyrir utan
veitingastað einn í borginni þar
sem Timberlake sat að snæðingi
en í stað þess að ganga út um að-
aldyrnar og veita þeim eiginhand-
aráritanir, líkt og hann hafði lofað
á leiðinni inn á staðinn, læddist
hann út um bakdyrnar óséður og
skildi aðdáendurna eftir með sárt
ennið. Til að bæta gráu ofan á
svart mun Timbarlake ekki hafa
séð sér skylt að
skilja eftir
þjórfé á veit-
ingastaðnum,
þrátt fyrir að
hafa fengið mál-
tíðina ókeypis.
Fjölmiðlar í
Brisbane urðu
svo fúlir á móti
eftir að Timber-
lake móðgaði ljósmyndara Courier
Mail sem sat fyrir söngvaranum en
sá sagði við Timberlake að sonur
sinn yrði einkar glaður með pabba
sinn ef hann sæi hann núna. Því á
Timberlake að hafa svarað: „Ég á
erfitt með að trúa því að þér sé
leyft að fjölga þér.“ Þegar söngv-
arinn var svo spurður hvernig
honum líkaði Brisbane á Timber-
lake að hafa muldrað eitthvað og
gengið svo niðurlútur í burtu. Því-
lík díva!
Timberlake
snuðar aðdá-
endur sína
Justin Timberlake