Morgunblaðið - 27.11.2007, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2007 17
AUSTURLAND
Morgunblaðið/Albert Kemp
Lúið Tangahúsið á Fáskrúðsfirði var byggt 1895 sem verslunarhús og
gegndi því hlutverki fram til 1980. Nú á að endurbyggja húsið.
Eftir Albert Kemp
Fáskrúðsfjörður | Stjórn Kaupfélags
Fáskrúðsfirðinga hefur ákveðið að
endurgera fyrsta verslunarhús fé-
lagsins, svokallaðan Tanga. Húsið var
byggt af Carli D. Tulinius árið 1895.
Þórarinn E. Tulinius rak þar verslun
hinnar Sameinuðu íslensku verslunar
til ársins 1930. Þrjú ár þar á eftir rak
Jón Davíðsson verslun í húsinu. Þeg-
ar Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga var
stofnað 6. ágúst 1933 keypti félagið
Tanga ásamt fleiri húsum á sama
reitnum, auk hafskipabryggju. Félag-
ið rak þarna verslun til ársins 1980
þegar það flutti í nýtt húsnæði. Hluti
Tanga var jafnframt íbúð kaupfélags-
stjórans og þar bjó Björn Stefánsson
með fjölskyldu sinni, en hann var
fyrsti kaupfélagstjórinn.
Tangi hefur varðveislugildi
Magnús Skúlason, forstöðumaður
húsafriðunarnefndar, skoðaði húsið
árið 2003 og telur að það hafi mikið
varðveislugildi fyrir Fáskrúðsfirð-
inga vegna aldurs, gerðar og menn-
ingarsögu.
Tangi var á sínum tíma miðpunktur
daglegs lífs á Fáskrúðsfirði. Þar lögð-
ust skip að bryggju og ferðamenn
stigu á land og þangað komu heima-
menn og nærsveitungar í margvísleg-
um viðskiptaerindum.
Það er fyrirtækið Svarthamar ehf. í
Neskaupstað, undir stjórn Guðbjarts
Hjálmarssonar, sem annast fram-
kvæmdina. Endurbyggingin er sam-
vinnuverkefni Kaupfélags Fáskrúðs-
firðinga og húsafriðunarnefndar.
Gamli Tangi fær verð-
uga andlitslyftingu
Eftir Hallfríði Bjarnadóttur
Reyðarfjörður | Reyðfirðingar
gerðu sér ýmislegt til gamans á
Dögum myrkurs í Fjarðabyggð nú í
nóvember. Í leikskólanum Lyng-
holti var vasaljósastemning, unnið
var með svartar hugmyndir og á
borðum var ýmiss konar hryllings-
matur, en grunnskólanemendur
stóðu m.a. fyrir kertafleytingu við
Andapollinn. Á bókasafninu var
mjög líflegt, kynjaverur voru á ferð
í myrkrinu, torkennileg hljóð
heyrðust og gætti þar amerískra
áhrifa í hrekkjavökustíl.
Eitt föstudagskvöldið voru versl-
anir opnar fram eftir kvöldi og var
fólki þá boðið að hlusta á tónlist-
arfólk leika listir sínar, drekka
súkkulaðiseið kvenfélagsnorna,
gæða sér á tertum og ýmsar vörur
voru á tilboðsverði. Veðrið lék við
fólk og fjölmennt var á götum bæj-
arins, en daginn eftir skiptu veð-
urguðirnir um ham. Myrkrahöfð-
inginn hefur kannski haft þar áhrif
og skellt á óveðri sem truflaði örlít-
ið samveru í Heiðarbæ, sal eldri
borgara, þar sem samkoman var í
svarthvítu, matseðillinn samanstóð
af leggjum myrkrahöfðingjans,
svörtum sauðum og ísköldum, aft-
urgengnum hnallþórum. Gestir
skemmtu sér hið besta. Lokaþátt-
urinn var svo ljósamessa í Taiza-
formi í Reyðarfjarðarkirkju á
sunnudagskvöldið að hætti Frakka.
Morgunblaðið/Hallfríður Bjarnadóttir
Nornaglamur Tvær reyðfirskar og eldhressar kvenfélagsnornir með
hnallþórur handa skuggalegum gestum hausthátíðarinnar Daga myrkurs.
Svartnætti
á Reyðarfirði
FRAMKVÆMDUM við álver Alcoa
Fjarðaáls er að ljúka og er nú, sam-
kvæmt upplýsingum verktakafyrir-
tækisins Bechtel sem byggði álverið,
98% verksins lokið. Rúmlega 700
manns vinna þó enn við bygginguna.
Yfir 400 þeirra eru að fara úr landi
þessa dagana, en þeir sem þá verða
eftir eiga að fara heim fyrir jól. Þar
með lýkur Bechtel starfi sínu við ál-
verið hér á Íslandi. Eftir áramót
koma til Reyðarfjarðar menn á veg-
um fyrirtækisins til að ganga frá
tækjum og tólum og senda utan, auk
þess sem rífa á skrifstofubyggingu
o.fl. Nú er búið að gangsetja yfir 100
ker af þeim 336 sem í álverinu eru og
eru að meðaltali fjögur ker gangsett
á dag. Vélar Kárahnjúkavirkjunar
eru nú sem óðast að fara í gang með
vatni úr Hálslóni og er horft til þess
að virkjunin skili tilætluðum afköst-
um fyrir jól.
Mesti þungi verksins við Kára-
hnjúkavirkjun er nú í Jökulsárveitu-
hlutanum austan Snæfells. Þar hefur
Arnarfell nú sprengt og grafið hvelf-
ingu í Jökulsárgöngum á móti risa-
bor Impregilo. Fyrri part næsta árs
á borinn að ljúka sinni vinnu og verð-
ur hann tekinn í sundur í umræddri
hvelfingu og svo fluttur úr landi.
Unnið er jafnframt að gerð Ufs-
arstíflu, sem komin er í fulla hæð, og
Kelduárstíflu, en fimmtungur efnis
er kominn í hana.
Bechtel senn á bak og burt
SVIFRYK er alla jafna meira á Ak-
ureyri en í Reykjavík en ástandið
var með besta móti í höfuðstað
Norðurlands í haust, að sögn Alfreðs
Schiöth, heilbrigðisfulltrúa hjá Heil-
brigðiseftirliti Norðurlands eystra.
Tölur liggja reyndar ekki fyrir um
mengun í nóvembermánuði og víst
er að hún er mun meiri en í sept-
ember og október.
Einn svifryksmælir er á Akureyri,
á horni Tryggvabrautar og Gler-
árgötu. Tölur úr mælinum í byrjun
þessa árs þóttu sláandi; mun hærri
en gert var ráð fyrir og málið graf-
alvarlegt. Það var í byrjun mars sem
greint var frá því að svifryk hafði
farið yfir heilsuverndarmörk í 13
daga frá áramótum, 57% þess daga-
fjölda sem leyfilegur er á árinu.
Höfðu þrif gatna í bænum þó verið
stóraukin.
Svifryksmælirinn á Akureyri bil-
aði síðastliðið vor, eins og vorið 2006,
og mælingar gátu því ekki farið fram
yfir sumarmánuðina. „Við eigum því
ekki samfelldar mælingar yfir alla
mánuði ársins sem væri gott til þess
að átta okkur á sveiflunni. En sum-
arið er reyndar alls staðar besti tím-
inn og ég geri ekki ráð fyrir því að
það sé öðruvísi hjá okkur en annars
staðar,“ sagði Alfreð Schiöth við
Morgunblaðið í gær.
Eftir að mælingar hófust á ný í
haust fór svifryk einu sinni yfir
heilsuverndarmörk fyrstu tvo mán-
uðina, dag einn síðla október. „Þetta
kom því vel út í heildina, þessa tvo
mánuði, en ég hef grun um að
ástandið hafi heldur verið á niðurleið
síðan.“ Mjög þurrir dagar, eftir að
þorri bíla er kominn á nagladekk,
eru þeir verstu, sérstaklega í mikl-
um stillum. „Ástandið er því töluvert
áhyggjuefni. Við vitum að mikill um-
ferðarþungi er þar sem mælirinn
okkar er, en engu að síður eru töl-
urnar ótrúlega háar í gegnum tíð-
ina.“ Alfreð segir Akureyrarbæ hafa
brugðist við að mörgu leyti, t.d. með
því að auka þrif á götum. Þá sé rek-
inn töluverður áróður gegn nagla-
dekkjum.
En svifryk er ekki bara vegna
nagladekkja, mold og öðrum jarð-
vegi sem þyrlast um bæinn er einnig
um að kenna. Gæði sands, sem bor-
inn er á götur vegna hálku, skipta
líka miklu máli, að sögn Alfreðs.
Gallinn við gamla mælinn sem
notaður er á Akureyri er, segir Al-
freð, að niðurstaðan sést ekki strax.
Ákjósanlegast væri að nota mæli
sem sýndi strax ástandið því þá væri
þegar í stað hægt að gera einhverjar
ráðstafanir, t.d. að vara fólk við sem
veikt er fyrir mengun sem þessari.
Þá væri hægt – eins og þegar er gert
í höfuðborginni – að birta niðurstöðu
mælingarinnar jafnóðum á heima-
síðu bæjarfélagsins.
Vonir stóðu til að nýr mælir yrði
tekinn í notkun í haust en það hefur
dregist. Akureyrarbær ku vera í við-
ræðum við ríkisvaldið um fjár-
mögnun á nýjum mæli en hann kost-
ar nokkrar milljónir.
Alfreð segir mikilvægt að annar
mælir verði tekinn í notkun. „Það er
gott að hafa einn fastan punkt til við-
miðunar ár frá ári, því niðurstöður
eru háðar veðurfari, en annan til
þess að mæla hér og þar í bænum.“
Ástandið óvenju gott í haust
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Þrif Þingvallastræti og Kaupvangsstræti voru þrifin í gær, alveg frá efstu brúnni á Gleránni niður að Glerárgötu.
Beðið er eftir því að
nýr svifryksmælir
verði tekinn í notkun
LÖGREGLAN á Akureyri hefur
upplýst innbrot í bílasöluna Bílasal-
inn.is við Hjalteyrargötu á Akur-
eyri og þjófnað á bíl sem þar var til
sölu. Við rannsókn lögreglu beindist
grunur að ungum manni um tvítugt
og hefur hann nú játað að hafa ver-
ið að verki.
Í febrúar á þessu ári var brotist
inn í húsnæði bílasölunnar og stolið
þaðan tveimur tölvuskjám og plöst-
unarvél. Þá var tekinn amerískur
pallbíll sem stóð þar á bílasölunni
og farið í ökuferð á honum inn í
Eyjafjörð. Sú ökuferð endaði utan
vegar skammt frá Hrafnagili þar
sem bíllinn valt og stórskemmdist,
samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglu.
Búið að upp-
lýsa innbrot
og þjófnað
OPNUÐ verður sýning á búningum
og textílhönnun frá Noh-leikhúsi
Japans í Ketilhúsinu í dag kl. 17.
Noh er ein af mikilvægustu menn-
ingararfleifðum Japans en saga
þess spannar 600 ár. Noh-leikhúsið
var í miklum metum hjá samurai-
stríðsmönnum Japans en stétt
þeirra hélt þessu listformi á lofti
frá 14. öld til 19. aldar. Búningar
leikaranna skipuðu strax viðamikið
hlutverk þar sem þeir upphófu leik-
verkið og fegruðu Noh-sviðið. Bún-
ingarnir eru fíngerðir og sýna vel
hina miklu fagurfræði sem ríkir í
Japan. Sýningin í Ketilhúsinu
stendur yfir til 1. desember.
Sýna búninga
frá Noh-leikhúsi
♦♦♦
AKUREYRI