Morgunblaðið - 27.11.2007, Side 19
tíska
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2007 19
Þótt jólalög hamri á allrigleðinni og tilhlökkuninnifyrir jólin er alls ekki öllum
hlátur í huga. Stress og depurð er
fylgifiskur jólanna hjá sumum og
kemur þar helst þrennt til: sam-
band/sambandsleysi og samskipti
við ástvini og fjölskyldu, fjárhags-
áhyggjur og yfirkeyrsla sem kemur
niður á hreyfingu og svefni.
Á vef bandarísku sjúkrastofn-
unarinnar MayoClinic er að finna
tólf ráð til að koma í veg fyrir eða
draga úr neikvæðum áhrifum
jólahátíðarinnar sem er á næsta
leiti.
Tólf ráð til varnar
jólastressinu
1.Viðurkennið fyrir sjálfum ykkur
líðan ykkar. Ef þið hafið nýlega
misst ástvin eða þið getið ekki
verið hjá þeim sem þið vilduð er
eðlilegt að þið séuð döpur. Það er
ekki hægt að neyða sig til að vera
glaður bara af því það eru jól.
2.Leitið stuðnings. Ef ykkur finnst
þið vera einangruð eða niður-
dregin leitið til fjölskyldu og vina
eða samfélagsins. Að hjálpa öðr-
um er líka ómetanlegt.
3.Verið raunsæ. Breytingar verða
hjá fjölskyldum og stundum
breytast hefðir. Notið leiðir
tækninnar eða bara ljósmyndir til
að njóta jólanna saman úr fjar-
lægð.
4. Gleymið öllum ágreiningi. Takið
fjölskyldumeðlimum og vinum
eins og þeir eru, þótt þeir séu
ekki eins og þið gjarna vilduð,
það er líka möguleiki að jóla-
áhyggjurnar hrjái þá. Lærið að
fyrirgefa.
5. Gerið fjárhagsáætlun og haldið
ykkur við hana. Ákveðið áður en
þið farið í innkaupin hve miklu
þið ætlið að eyða og getið eytt.
6. Skipuleggið tímann. Takið frá
daga fyrir t.d. innkaup, bakstur
og vinafundi. Ákveðið hvað þið
ætlið að borða á jólunum og farið
í tíma í eina allsherjarinnkaupa-
ferð.
7. Lærið að segja nei. Ótrúlegt en
satt, fólk tekur neitun gilda. Gefið
aðeins grænt ljós á það sem ykk-
ur langar til að gera. Ef það er
ekki hægt að segja nei, t.d. við yf-
irmann, verður einhver annar
„dagskrárliður“ að víkja í staðinn.
8. Ekki gleyma hollustunni. Það er
allt í lagi að leyfa sér svolitla
óhollustu í mat en algjört óhóf
eykur á stressið og slæma sam-
visku. Fáið ykkur hollan bita áður
en þið farið í jólaboð og ekki
gleyma hreyfingunni og góðum
nætursvefni.
9. Takið ykkur smáhvíld. Bara að
hvíla sig í 15 mínútur frá áreitinu
getur gert gæfumuninn. Farið
t.d. í göngutúr og hlustið á ró-
andi tónlist, allt til að hægja á
önduninni og kyrra hugann.
10. Hugsið dæmið upp á nýtt. Leið-
ir sem virtust rétta lausnin geta
verið kolrangar ef þær eru
óraunsæjar.
11. Fullkomnun er fráleit. Farsæl
endalok verða ekki á tveimur
tímum eins og í sjónvarpinu því
það kemur alltaf eitthvað upp:
Þið gætuð tafist í vinnunni og
misst af leikritinu hjá börn-
unum, systkin gætu ýft upp
gömul sár, makinn brennt kök-
urnar í ofninum og mæður
gagnrýnt barnauppeldið, og það
allt á sama degi. Gerið ykkur
grein fyrir því að enginn er full-
kominn, ekki heldur þið.
12. Leitið til sérfræðings ef það
þarf. Ef depurðin stendur í
lengri tíma, örvænting, svefn-
leysi eða vonleysi, og þið getið
ekki beitt ykkur í daglegum
verkum, talið þá við lækni um
líðanina því um þunglyndi gæti
verið að ræða.
Morgunblaðið/Sverrir
Jólaös Það er ekki eintóm gleði hjá öllum í kringum jólin því að sumir
finna fyrir stressi og depurð á þessum árstíma.
Uppskrift að gleðilegum jólum
PAPPÍR er allajafna ekki hentugt efni í fatagerð. Þó eru
alltaf einhverjir sem hafa gaman af að gera tilraunir með
þennan viðkvæma en þó um leið sterka efnivið þegar kem-
ur að fatahönnun og svo var um kúbversku pappírs-
listamennina sem sýndu þessar flíkur á götum úti í Havana
á dögunum. Tilefnið var 488 ára afmæli borgarinnar.
Reuters
Blómleg Hatturinn minnir á risastórt blóm og kjóll-
inn er ekki síður blómlegur ásýndar.
Litrík Það er ekki laust við að hún minni svolítið á frels-
isstyttuna í New York þessi fyrirsæta.
Pappírsprinsessur
á götum Havana
F plús hjá VÍS er samheiti yfir tryggingar fyrir fjölskyldur
og heimili. Þarfir fólks, fjölskyldu- og heimilishagir eru
mismunandi og þess vegna er mikilvægt að hafa
tryggingu sem tekur mið af því. Kynntu þér F plús og
veldu þá tryggingu sem hentar þér og þínum best.
VÍS – ÞAR SEM TRYGGINGAR SNÚAST UM FÓLK
Vátryggingafélag Íslands Ármúla 3 108 Reykjavík Sími 560 5000 www.vis.is
TRYGGING SEM
VEX MEÐ ÞÉR
V
IN
S
Æ
L
A
S
T
A
F
J
Ö
L
S
K
Y
L
D
U
T
R
Y
G
G
IN
G
IN
VÍÐTÆK
ASTA FJ
ÖLSKYL
DUTRYG
GINGIN
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Ó
D
Ý
R
O
G
H
A
G
K
V
Æ
M
Ó
D
Ý
R
M
E
Ð
F
E
R
Ð
A
T
R
Y
G
G
IN
G
U
M
Lögg. fasteignasali: Bergur Guðnason hdl.
Nánari upplýsingar veittar á skrifstofunni,
ekki í síma eða á netinu.
Skráin á netinu: www.fyrirtaeki.is
Elsta fyrirtækjasalan á landinu.
Gjöf en ekki sala
Nú bjóðum við tvær stórglæsilegar fataverslanir á verði sem þú heldur
að sé prentvilla. Nýinnréttaðar tvær búðir, sem opnuðu í vor, með öllu
því flottasta sem til er. Ljósabúnaður í báðum búðunum kostaði um 4
millj. Nýtt tölvukerfi, kassakerfi. Fullkomin strikamerking í tölvukassa
og sölukerfi sem kostaði 2 millj. Fullkomið símkerfi, frítt á milli búða.
Þegar eru jólavörurnar komnar og búið að panta vorvörurnar. Þetta er
verslunarkeðja í Portugal með hátísku, vandaðan kven- og herrafatnað
á milliverði, sem er að breiðast út um allan heim. Einkaumboð á Ís-
landi fylgir með. Leigusamningur til 2015, önnur búðin í Rvík og hin
búðin í nágrannabyggð.
Eftir er að auglýsa og markaðssetja vörurnar sem eru bæði fyrir konur
og karla.
Og haldið ykkur fast. Nú kemur verðið á báðum búðunum:
Báðar búðirnar aðeins kr. 5 millj. + vörulager samkv. talningu.
Ekki missa af þessu tækifæri!