Morgunblaðið - 27.11.2007, Page 21

Morgunblaðið - 27.11.2007, Page 21
úr sveitinni MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2007 21 Í blómlegum byggðum, þar sem fólki er að fjölga, eins og hér í uppsveitum Árnessýslu, er sífellt verið að fram- kvæma. Í Skeiða- og Gnúpverja- hreppi er verið að leggja síðustu hönd á sparkvöll við Þjórsárskóla, 20x40 m að flatarmáli. Mikill fjöldi skólanem- enda hefur sem betur fer áhuga á knattspyrnuíþróttinni. Í Þjórsárskóla við Árnes eru rúmlega 50 nemendur, skólastjóri er Ingibjörg María Guð- mundsdóttir. Forráðamenn sveitarfélagsins hafa nú látið skipuleggja lóðir undir frí- stundabyggð nærri Árnesi, þ.e. við hina fögru Kálfá. Sveitarfélagið á um 500 hektara lands. Landið verður ekkert sparað á þessu svæði enda verða sumar lóðirnar 3-5 hektarar.    Golfíþróttin er afar vinsæl og holl hreyfing svo sem allir vita. Nú er búið að taka frá land og skipuleggja undir golfvöll nálægt Árnesi en fram- kvæmdir hefjast fljótlega. Byggðar hafa verið 8 leiguíbúðir við Árnes sem allar eru komnar í notkun en þar er allnokkurt þéttbýli eins og mörgum er kunnugt. Framkvæmdir eru á lokastigi við aðrar 8 leiguíbúðir á Brautarholti á Skeiðum. Þar er einnig vaxandi byggðarkjarni. Þegar atvinnuástand er svo gott, sem nú hefur verið, fyllast allar lausar íbúðir strax.    ÁFlúðum er stöðugt verið að byggja, einkum íbúðarhús. Ákveðið hefur verið að stækka húsnæði Límtrés- verksmiðjunnar um 1000 fermetra til að skapa pláss vegna aukinnar starf- semi fyrirtækisins og lengja húsið um eina 35 metra til vesturs. Auk þess stækkar lóð verksmiðjunnar veru- lega. Mikil verkefni eru framundan hjá fyrirtækinu, stór og smá. Allt frá litlum bitum upp í reiðhallir og hátæknifjós. Um 20 manns vinna nú á þessum vinnustað sem mun vera sá þriðji stærsti í Hrunamannahreppi. Hjá Flúðasveppum vinna 25 manns en starfsmenn við Flúðaskóla eru 44. Þar eru nemendur 191 og stjórnar Guðrún Pétursdóttir skólastjóri þess- um stóra hópi með prýði.    Menningarlífið blómstrar á mörgum sviðum, nú sem endranær. Nú eru tveir stórir kórar sem hér starfa ný- búnir að setja á markað geisladiska með sínum fagra söng. Karlakór Hreppamanna hefur gefið út diskinn Aldarminning Sigurðar Ágústssonar en á honum eru eingöngu lög eftir þennan kunna kórstjórnanda og bónda. Þá hefur Skálholtskórinn sent frá sér geisladiskinn Mín sál, þinn söngur hljómi. Það verða því varla vandræði hjá fólki í þessum byggðum að finna jólagjöf handa vinum og ætt- ingjum.    Körfubolti er afar vinsæl íþrótt hér og eru æfingar að jafnaði stundaðar af 90-100 manns. Iðkendur eru frá sex ára börnum til fólks á fertugsaldri og er oft er líflegt í íþróttahúsinu á Flúðum. Keppt er heima og heiman, farið vítt og breitt í keppnisferðir, og gefur augaleið að það kostar sitt. Hruna- mönnum hefur gengið mjög vel á undanförnum árum og þeir hafa margsinnis orðið meistarar hér sunn- anlands í ýmsum aldursflokkum. Nú bar svo við í haust að lið Hruna- manna í karlaflokki dróst á móti úr- valsdeildarliði Grindavíkur í þrjátíu og tveggja liða bikarúrslitum KKÍ. Mikil eftirvænting fylgdi því að fá hina snjöllu Grindvíkinga í heimsókn og spenna var í loftinu um hvernig til mundi takast í baráttunni við Suð- urnesjagarpana. Það fór enda svo að leikurinn fór 157:68 fyrir meistarana en heimsókn þeirra hvetur iðkendur áfram og skerpir áhugann. Þeim er óskað góðs gengis í bikarkeppninni. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Körfubolti Hrunamenn í keppni við meistarana úr Grindavík. FLÚÐIR Sigurður Sigmundsson fréttaritari Þegar formaður og varaformaðurFramsóknarflokksins komu fram í sjónvarpi í mars 2001 varaði Halldór Ásgrímsson við vinstri grænum, en Guðni Ágústsson kvað þá leikandi og létta, þar ætti hann vini. Páll Bergþórsson orti í orðastað þeirra í viðtali á Stöð 2 um svipað leyti. Halldór: Varið ykkur á vinstri grænum. Víkið frá þeim, í guðanna bænum. Rétt eins og minkar ráðist að hænum riðla þeir Framsóknar hægri kænum. Guðni: Þó að ég hallist að hægri kænum og hylli Nató í Atlantssænum leik ég mér oft í austanblænum engu síður með vinstri grænum. Rúnar Kristjánsson yrkir eftirmæli um Sigurð Pétur Björnsson, Silla á Húsavík: Nú er horfinn heimi frá höfðingi sem skilið á eina litla ljóðaskrá, ljúft hún megi þakkir tjá. Stöðugt sýndi hann sinni þjóð sonatryggðar verkin góð. Bætti í þankans þroskasjóð, þar var hyggjan djúp og fróð. Atorkan var engu lík, um það dæmin finnast rík. Bjó að sannri sálar flík Silli Björns á Húsavík. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Af Silla og formönnum var sonur Víkverja hon- um einnig sammála, enda stutt í að hann komist almennilega til vits og ára. Umhverfið var ekkert sérlega að- laðandi og lítið gert til að gera upplifun við- skiptavina eftir- minnilega, líkt og þekk- ist í mörgum leikfanga- verslunum erlendis. Ungviðið hefur að sjálf- sögðu ekkert við það að athuga að skoða öll þessi leikföng en það spáir ekkert í umhverfið að öðru leyti. Víkverji hefur ekki farið í Just 4 Kids en hann hefur heyrt fólk tala um svipaða upplifun, að þetta sé bara einn geimur af dóti upp um alla veggi og fátt aðlaðandi við umhverfið, ekki ósvipað og í lágvöruverðsverslunum; troðfullar hillur af vörum og fáir starfsmenn. En ef marka má viðbrögð landans virðist hann fíla svona lag- erverslanir, sem geta þá vonandi boð- ið hagkvæmt verð fyrst ekki er lagt í innréttingar eða þjónustu. Spaug- stofan hitti í öllu falli naglann á höf- uðið, líkt og oft áður, í dótaþætti sín- um á dögunum. Íslendingar elska dót. x x x Víkverji elskar ekki dót að samaskapi og hann er farinn að dásama danska sjónvarpsþætti. Örn- inn hjálpaði þar til þannig að nú er horft stíft á Glæpinn og Trúðurinn, sem Sjónvarpið er með á fimmtudags- kvöldum, er óborganlegur. Annars veit Víkverji af hverju Glæpurinn fékk ekki Emmy-verðlaunin. Það hlýtur að hafa truflað dómnefndina hve lögreglukonan og mamma fórn- arlambsins eru líkar! Víkverji er a.m.k. alltaf að rugla þeim saman. Víkverji brá sér ádögunum í leik- fangabúðina Toys ’R’ Us, líkt og tugþúsundir annarra Íslendinga. Allir voru að tala um þessa búð og börnin á heimilinu suðuðu að sjálfsögðu um að fá að fara og skoða dýrðina. Farið var á laugardegi og fyrsta upplifunin var umferðaröngþveiti í Smáranum og kringum Turninn. Á endanum tókst að finna bílastæði. Svo var farið inn í „dýrðina“. En Víkverji varð fljótt fyrir von- brigðum. Þetta var ekkert annað en troðfullar hillur af leikföngum og lítt frábrugðið því sem við höfum átt að venjast í leikfangabúðum hér á landi, bara aðeins meira af dóti. Um þetta        víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Ferðafélag Íslands 80 ára Ferðafélag Íslands verður 80 ára 27. nóvember. Í tilefni dagsins býður FÍ til afmælisveislu í sal félagsins Mörkinni 6 á milli kl. 18.00 – 20.00 þriðjudaginn 27. nóvember. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti og því tilvalið að kíkja við og heilsa upp á góða félaga. Allir velkomnir. www.fi.is, fi@fi.is sími: 568-2533, m bl 9 39 91 6

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.