Morgunblaðið - 27.11.2007, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 27.11.2007, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2007 23 hennar sé óspillt og ekki raskað um of. Við erum ekki baráttusamtök ýtrustu náttúruverndarsinna. Félagið áskilur sér samt rétt til að láta til sín taka þar sem verið er að raska umhverfinu á athafna- eða starfssvæði þess. Við höfum því látið til okkar heyra varðandi t.d. þunga- flutninga á Kjalvegi og nú nýlega varðandi virkjun Hagavatns. Við er- um líka á móti því að hótelbyggingar og önnur láglendisþjónusta séu um of færð inn á hálendið. Um leið og slíkir hlutir skjóta rót- um á hálendinu með hvers kyns mengun sem þeim fylgja, þá er ævintýrið horfið. Og það er einmitt ævintýrið sem við erum að sækjast eftir. Nú erum við komin að stað í þróuninni þar sem þarf að taka ákvörðun um að tæknin megi ekki ráða för um of. Við þurfum stundum að halda aftur af henni. Neita okkur um að byggja brýr og leggja vegi. Nú er mál að hætta að brjótast á bíl- um yfir mýrarnar sem áður þótti af- rek að fara yfir. Nú ökum við heldur að mýrinni og göngum svo.“ Nýr lífsmáti ekki ógn Þegar Ferðafélagið var stofnað var vegagerð um landið á frumstigi og bílaeign sáralítil. Nú er hins vegar jeppaeign landsmanna orðin gríðar- leg, hjólhýsi um allt, fjórhjól og jafn- vel utanvegaakstur. Setur þetta ekki starf svona félags í allt annað samhengi? „Jú, það gerir það. Nú stendur félagið einmitt frammi fyrir því verkefni að takast á við þessa breytingu. Ég hef lagt áherslu á að hjálpa fólki við að ferðast með heil- brigðum og góðum hætti en það þarf líka að gerast með hætti sem fólk hefur áhuga á. Í því skyni stofn- uðum við jeppadeild á sínum tíma. Og ég sé fyrir mér að við munum stofna fleiri deildir, þar sem fólk aki t.d. á einhvern tiltekinn stað og gangi svo. En við viljum fyrst og fremst vera frumkvöðlar, opna fólki sýn á landið og hvetja það til ferða- laga.“ Svo ykkur finnst þessir nýju lifn- aðarhættir ekki þrengja að starfi fé- lagsins? „Nei, ef eitthvað er þá auka þeir möguleika þess. Fólk hefur uppgötvað hálendið og óbyggðirnar með því að fara um á jeppunum. Því fleiri sem fara og skynja það, þeim mun fleiri koma til okkar. Það hefur færst mikið líf og fjör í Ferðafélagið síðustu ár. Við leggjum líka áherslu á að það sé lifandi og áberandi. Til dæmis er að koma inn í félagið öflugur hópur harðduglegra og vanra fjallamanna í gegnum ferðir sem Haraldur Örn hefur staðið fyrir á Hvannadals- hnúk. Upp úr mörgum Ferðafélags- ferðum hafa sprottið hópar sem síð- an ferðast á eigin vegum. Sumir hafa fundið að þessu, að við séum sí- fellt að búa til hópa sem hverfi svo á braut. En við gleðjumst yfir þessu, okkar hlutverk er að hvetja, glæða og opna, en ekki að gína yfir ferðum fólks. Við lítum svo á að Ferðafélag- ið hafi átt stóran þátt í að útiveru- menning, gönguferðir og það að njóta náttúrunnar hefur orðið lífs- stíll margra Íslendinga.“ Æskan og óbyggðirnar eiga saman „Við erum að gera tímamótasam- þykkt á afmælisdaginn og hrinda því í framkvæmd að opna félagið fyrir ungmennum. Við ætlum að opna fé- lagsaðild fyrir 18 ára og yngri gegn vægu gjaldi. Á fundinum verður 40 nemendum úr Smáraskóla í Kópa- vogi formlega boðin aðild að félag- inu. Þessir krakkar hafa lagt stund á stöðugt erfiðari ferðalög allt frá að gista í svefnpoka í skólanum og í að ganga Laugaveginn eða hjóla Fjallabaksleið. Með þessu viljum við segja að um leið og félagið fagnar nú 80 ára sögu þá séum við félag fram- tíðarinnar. Við teljum að æskan og óbyggðirnar eigi samleið. Þar er framtíðin. Við viljum opna ungu fólki sýn á óbyggðirnar og efla um leið sjálfstraust hjá því til að öðlast allt sem ferðalög geta gefið fólki.“ sem snúa að fjarskiptum, umhverfismál og hreinsun og því- umlíkt. Þetta eru mál sem fjárveit- ingarvaldið er ekki með á föstum lið hjá sér en eru engu að síður brýn. Á móti nýtur Ferðafélagið velvildar og fyrirgreiðslu af ýmsu tagi hjá sveitarfélögum og ríki. Mér finnst þetta vera eitthvert fallegasta og skynsamlegasta einkennið á Íslend- ingum – öll þessi félög hér sem eru rekin af hugsjón og sjálfboðastarfi. Þessi samskipti opinberra aðila og Ferðafélagsins tel ég mjög holl og það má ekki spilla þeim. Við megum ekki hörfa í það horf að Ferðafélagið fari t.d. á fjárlög og skreppi saman í þröngt far þar sem við heimtum gjald fyrir allt sem gerum og ríkið geri kröfur á móti. Nú bendir allt til þess að Ferða- félagið og deildir þess muni taka að sér hlutverk í Vatnajökulsþjóðgarði og skálar þess verði nýttir þar sem þjónustumiðstöðvar. Þetta er ein- mitt dæmi um ákjósanlegt samstarf félagsins við opinbera aðila.“ Þá væri ævintýrið horfið Nú hefur síðustu misseri sprottið upp umræða um ýmsar samgöngu- framkvæmdir eins og hálendisvegi og fullkominn veg yfir Kjöl. Lætur Ferðafélagið slík mál til sín taka? „Já. Félagið hefur markað þá stefnu að vilja að náttúran og umhverfi skírskot- nnst m um eskinu? ríðarlega ls far- óða um f líka lagt rðaði sig s séu lu og kla é gaman, inhver ferðalög- sa sam- ðfangs- fu sér og herslu á n enda u veislu- grilli og i. gsins hef- r þótt áherslu á rgð og hefur st í verk ætluð jafnvel um þetta rking ismálum inni. ið/Sverrir tund. kki má spilla Efnilegur Ólafur Örn, átta ára, í fjallaferð. » Við teljum að æskan og óbyggðirnar eigi samleið. Þar er fram- tíðin. Við viljum opna ungu fólki sýn á óbyggðirnar og efla um leið sjálfstraust hjá því til að öðlast allt sem ferðalög geta gefið. fyrra olli titringi í grannríkjunum, einkum í Egyptalandi og Jórdaníu þar sem samtök íslamista eru öfl- ugustu stjórnarandstöðuhreyfing- arnar. „Óttinn við aukin áhrif íslamista í þessum heimshluta varð til þess að stjórnvöld í Egyptalandi, Jórdaníu og fleiri arabalöndum tóku loks við sér,“ sagði Emad Gad, sérfræðingur egypskrar hugveitu í málefnum Ísr- aela og Palestínumanna. „Þetta varð til þess að löndin eru núna á einu máli um þörfina á því að áorka einhverju sem styrkir stöðu Mahmouds Abbas og veikir Ham- as.“ Mikið í veði Arabaríkin vona að ráðstefnan verði til þess að aðstæður Palest- ínumanna á Vesturbakkanum batni og það verði til þess að Hamas- hreyfingin neyðist til að gefa Gaza- svæðið eftir. Beri ráðstefnan ekki árangur gæti það haft mjög afdrifaríkar af- leiðingar í Mið-Austurlöndum, leitt til enn meiri blóðsúthellinga en í átökunum eftir að friðarumleitanir Bills Clintons í Camp David fóru út um þúfur fyrir sjö árum. „Afleiðingarnar yrðu hörmulegar ef ráðstefnan færi út um þúfur,“ sagði Shibley Telhami, sérfræðing- ur í málefnum Mið-Austurlanda við Maryland-háskóla í Bandaríkjun- um. „Fólkið veit að markmiðið er að efla hófsömu öflin úr röðum araba og takist það ekki eftir að hafa vakið svo miklar vonir hefur Hamas sigr- að án þess að lyfta fingri.“ efnum heimshlutans. „Það er eitt af mörgum dæmum um kaldhæðni ör- laganna í Mið-Austurlöndum að mistökin í Írak hafa orðið til þess að áhrif Írana hafa aukist í þessum heimshluta,“ sagði Indyk. „Leiðtog- um landa súnní-múslíma stóð ógn af þessu og skyndilega áttuðu þeir og Ísraelar sig á því að þeir áttu sam- leið í baráttunni gegn stjórn sjíta- klerkanna í Íran.“ Tamara Cofman Wittes, annar sérfræðingur í málefnum Mið-Aust- urlanda, sagði að líta mætti á frið- arráðstefnuna í Annapolis sem lið í baráttu Bush við íslamista og klerkastjórnina í Íran. „Þetta er leið til að reyna að stemma stigu við áhrifum þessara róttæku afla og til að mynda öflugt bandalag gegn Írönum og bandamönnum þeirra.“ Eitt af meginmarkmiðum araba- ríkjanna með þátttöku í friðarráð- stefnunni er að sýna Mahmoud Abbas stuðning í baráttu hans við Hamas-hreyfinguna. Sigur Hamas í þingkosningum Palestínumanna í Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti hefur hingað til lítið gert til að beita sér fyrir friði milli Ísraela og Palestínumanna en vonar að nú sé rétti tíminn til láta á það reyna hvort hann geti þokað friðarviðræð- um áfram. Flestir fréttaskýrendur eru svartsýnir á að friðarráðstefnan í Annapolis í dag beri mikinn árang- ur en telja að hún geti e.t.v. orðið til þess að Ísraelar og Palestínumenn hefji friðarviðræður fyrir alvöru. Talsmaður Bush vildi ekki svara því í gær hvort forsetinn teldi enn að hægt yrði að ná samkomulagi sem fæli í sér að stofnað yrði sjálfstætt Palestínuríki áður en síðara kjör- tímabili hans lýkur í janúar 2009. Bush forseti hefur sjálfur tekið þátt í undirbúningi ráðstefnunnar með því að hringja í Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna, og fleiri leiðtoga, þ. á m. konung Sádi- Arabíu og forseta Rússlands. Hann hyggst einnig ræða þrisvar sinnum við Olmert og Abbas áður en við- ræðunum lýkur á morgun. Bush lýsti því yfir 24. júní 2002 – fyrstur bandarískra forseta – að hann styddi stofnun sjálfstæðs Pal- estínuríkis. Sérfræðingar í málefn- um Mið-Austurlanda telja þó að Bush hafi haldið að sér höndum of lengi, setið af sér nokkur tækifæri til að knýja fram friðarviðræður milli Ísraela og Palestínumanna, t.a.m. þegar Saddam Hussein var steypt af stóli í Írak 2003 og um ári síðar þegar Yasser Arafat dó. Óttast íslamista David Makovsky, sérfræðingur við bandaríska hugveitu í málefnum Mið-Austurlanda, sagði að afstaða Bush hefði breyst eftir að íslamska hreyfingin Hamas, sem Íranar styðja, komst til valda á Gaza-svæð- inu fyrr á árinu. „Valdataka Hamas sýndi að ef ekki yrði reynt að binda enda á átökin núna myndu þau breytast úr baráttu þjóðernissinna í trúarátök. Um leið og það gerist verður deilan óleysanleg.“ Makovsky og Martin Indyk, fyrr- verandi sendiherra Bandaríkjanna í Ísrael, eru þeirrar hyggju að aukin áhrif Írana í Mið-Austurlöndum hafi einnig orðið til þess að Bush ákvað að láta meira að sér kveða í mál- $%&'(%%)'*+,$-(  (--(./&*                                                      !  " #                      $   %   &     #    !!" ( )  # $" *+  %& # , )  ((*- .'/0.'123 !&   4 $' *56 (78 '()*   !" #$%    +,-.)()/') (% 797 %*6:( #;687% *0%)'&% .(/,*+-*0&% $/1++(,--    01231 #   ( /1411 " (  ")   1  56755  311 1 1 3 *$ &   %   " 01231 '+ ( ) 8 9 2   2   0      34'31 :16  ;6 3 <=1 )   &%" # 0> ( - ) ; ') 345  655 7 345  655 56 5 , - ,. - ? 6 5  Reynt að veikja Hamas og Írana Eitt af meginmarkmiðum ráðstefnunnar er að efla Abbas AP Friðarumleitun Mahmoud Abbas og George W. Bush takast í hendur fyrir viðræður þeirra í Hvíta húsinu í gærkvöldi. » Leiðtogum landa súnní-múslíma stóð ógn af auknum áhrifum Írana og skyndilega áttuðu þeir og Ísraelar sig á því að þeir áttu samleið í baráttunni gegn stjórn sjítaklerk- anna í Íran.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.