Morgunblaðið - 27.11.2007, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 27.11.2007, Qupperneq 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN REYKJAVÍK er alþjóðleg borg þar sem lífsgæðum, óskum og þörf- um borgarbúa er skipað í öndvegi. Þessi upphafsorð eru leiðarljós Reykjavík- urborgar sem birtast í stefnukorti borg- arinnar. Markmiðið á við um alla borgarbúa óháð því hvort þeir eiga við sjúkdóma að stríða, öldrun, fötlun eða annað sem gerir þá háða samfélags- legri þjónustu. Allir borgarbúar eru jafnir og er það áréttað í mannrétt- indastefnu Reykjavík- ur sem gerir okkur óheimilt að mismuna fólki vegna fötlunar eða vegna skerts heilsufars. Okkur ber samkvæmt sömu stefnu að skipu- leggja þjónustu við fatlaða þannig að hún taki mið að þörfum ólíkra hópa fatlaðra. Akureyrarmódelið Í Reykjavík hefur okkur ekki tekist að skipuleggja nærþjón- ustuna eins og best þekkist. Ástæðan er sú að Reykjavík og flest sveitarfélög önnur hafa setið á hakanum á sama tíma og önnur sveitarfélög, s.s. Akureyri, Norð- urþing, Höfn og Vestmannaeyjar, hafa náð samningum við ríkisvaldið um að taka yfir þjónustu við fatl- aða og aldraða. Akureyri hefur síð- an þá sérstöðu að hafa einnig heilsugæsluna undir sömu stjórn. Hefur sú nálgun að hafa alla nær- þjónustu skipulagða af einum aðila í þágu notendanna verið kölluð Ak- ureyrarmódelið. Ég get fullyrt að þjónustan þar sem hún er veitt af einni hendi er mun betri fyrir þá sem nýta sér þjónustuna og þar með mun betri fyrir samfélagið í heild sinni. Nú höfum við ríkisstjórn sem hefur það að markmiði sínu að færa málefni fatlaðra og aldraðra til sveitarfélaganna. Félagsmála- ráðan er einstaklega áhugasöm um að mæta þörfum þess fólks sem til- heyrir þessum hópum og því er að vænta mikils á næstu misserum. Sýn Reykjavíkur Það er einlægur vilji Reykjavík- urborgar að færa nær- þjónustu í málefnum fatlaðra yfir til sveit- arfélagsins. Það er trú okkar að með því fyr- irkomulagi verði tryggð samfella í nær- þjónustu og skapaður möguleiki á að efla og bæta enn frekar þjón- ustuna ásamt því að gera hana heilstæðari og markvissari. Reykjavíkurborg hefur undirbúið þennan tilflutning í nokkur ár, m.a. með þjónustumiðstöðvum sem stofnaðar voru í hverfum borg- arinnar árið 2005 og hafa þróað samþætta þjónustu á þverfaglegum grunni. Var það yfirlýst markmið við stofnun þjónustumiðstöðva að búa borgina undir að taka við fleiri verkefnum frá ríkinu. Það hefur verið reynsla Velferð- arráðs við þróun allrar þjónustu að sú þróunarvinna verði ekki unnin án samráðs við hagsmunasamtök notenda. Þessi hagsmunasamtök hafa ítrekað talið að nærþjónusta til þeirra ætti að vera rekin af einni hendi og því er það okkar vilji. Í hugmyndafræði Velferðarsviðs og þjónustumiðstöðva borgarinnar er litið svo á að allir borgarbúar hafi mikilvægu hlutverki að gegna. Aukin áhersla hefur verið lögð á endurhæfingu, starfsþjálfun, for- varnir og þjónustu sem leiðir til virkrar þátttöku í samfélaginu. Velferðarsvið á að stuðla að aukn- um lífsgæðum fólks undir kjörorð- unum virðing, virkni og velferð. Á skrifstofu minni hef ég plakat sem hefur fylgt mér í áratug, vegna slagorðsins sem á það er prentað: „People with disabilities are people with abilities“ – fólk með fötlun er fólk með getu. Ég lít á það sem skyldu okkar að vinna út frá heil- brigði borgarbúa í stað þess að ein- blína á sjúkdómsástand, enda er oftast flestallt í lagi þótt eitthvað vanti eða ami að. Verkefnisstjóri ráðinn Reykjavíkurborg er búin að taka fyrsta skrefið með ráðningu Jónu Rutar Guðmundsdóttur í stöðu verkefnisstjóra til að undirbúa til- flutning á málefnum fatlaðra frá ríki til Reykjavíkur og fylgja eftir átaki í búsetumálum geðfatlaðra. Jóna Rut er sálfræðingur og fé- lagsráðgjafi og hefur getið sér gott orð í endurhæfingu og búsetu- málum geðfatlaðra. Með þessu skrefi var Reykjavík að segja að hún væri tilbúin til að taka við verkefnum með það að markmiði að bjóða upp á heildstæða þjónustu í samræmi við getu og þarfir hvers og eins. Það er kominn tími til að fara frá orðum til athafna. Við þurfum að útfæra stefnu okkar þannig að allir Reykvíkingar eigi rétt á þjón- ustu eins og hún gerist best, hvort sem litið er út í heim eða til þeirra sveitarfélaga sem hafa unnið brautryðjendastarf hér á Íslandi. Heilbrigði fatlaðra í Reykjavík Björk Vilhelmsdóttir skrifar um málefni fatlaðra í Reykjavík »Reykjavík er tilbúinað taka við verk- efnum með það að markmiði að bjóða upp á heildstæða þjónustu þar sem litið er til getu og þarfa hvers og eins. Björk Vilhelmsdóttir Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður Velferðarráðs MANSAL á Íslandi? Nei, það get- ur ekki verið, slíkt gerist bara í öðr- um löndum. Þetta eru dæmigerð viðbrögð okkar flestra ef mansal hér á landi ber á góma. Mansal fer ört vaxandi og í dag er talið að fórn- arlömb mansals séu árlega yfir 2 milljónum. Því miður er Ísland eng- in undantekning og vísbendingar eru um að mansal sé stundað hér- lendis. Hvað er til ráða til að sporna gegn mansali og koma í veg fyrir að slík glæpastarfsemi þrífist hér á landi sem og annars staðar? Hvern- ig getum við hjálpað fórnarlömbum mansals? Í Palermo-sáttmála Sameinuðu þjóðanna er litið á að um mansal, verslun með fólk, sé að ræða jafnvel þótt fyrir liggi samþykki fórn- arlambs, ef gerandi beitir ógnum, ofbeldi, svikum og blekkingum og hagnýtir fórnarlömb í eigin þágu. Mansal þrífst í skjóli vændis og eit- urlyfja. Mikilvægt er því að ráðast gegn rótum vandans. Stjórnvöld á Íslandi hafa ekki enn sem komið er viðurkennt vandann. Ekkert fjármagn hefur verið eyrna- merkt málefninu og enginn sér- hæfður stuðningur er veittur til fórnarlamba mansals. Þrátt fyrir það skuldbinda Evrópuráðssamn- ingar Ísland til að hafa virka að- gerðaráætlun gegn mansali. Ísland þarf að hafa fullgild úrræði fyrir fórnarlömb mansals. Samkvæmt Evrópuráðssamn- ingnum, sem Íslendingar undirrit- uðu 2005, en hafa ekki fullgilt, er gert ráð fyrir lágmarks 30 daga svo- kölluðum umþóttunartíma fyrir fórnarlömb mansals – áður en þeim er vísað úr landi ef um erlenda rík- isborgara er að ræða. Sá tími á að vera skilyrðislaus og fórnarlömb eiga að fá stuðning og hjálp á þess- um tíma. Hér á landi hafa fórn- arlömb verið send úr landi án þess að hafa fengið nauðsynlegan stuðn- ing og hjálp. Ísland hefur því ekki enn uppfyllt skilyrðin sem sett eru með Evrópuráðssamningnum. Eng- inn ákveðinn umþóttunartími hefur verið skilgreindur hér á landi. Í Noregi hafa stjórnvöld ákveðið 6 mánaða umþóttunartíma með rétti til að stunda vinnu og á Ítalíu er um- þóttunartíminn 1 ár. Við ættum að taka okkur þetta til fyrirmyndar. Í yfirstandandi endurskoðun á refsilöggjöf hér á landi þarf að at- huga hvaða möguleikar eru til að fá þá, sem stunda mansal, dæmda til refsingar, harðrar refsingar. Lítil von er til að þeir hætti þessari glæp- samlegu iðju ef lítil eða engin refs- ing liggur við. Til þess að sporna gegn mansali verðum við að berjast gegn hvers- konar klámvæðingu sem einum helsta vettvangi þessarar glæpa- starfsemi. Opinská umræða auð- veldar almenningi að vera á varð- bergi gegn þessari starfsemi og auðveldar fórnarlömbum mansals að nálgast upplýsingar um lagaleg rétt- indi sín. Einnig þarf að veita fórn- arlömbum félagslegan stuðning, fjárhagsaðstoð og upplýsingavernd. Þau þurfa að fá góðan umþótt- unartíma og möguleika á að afla sér menntunar eða stunda vinnu, á um- þóttunartíma, og öruggan heim- flutning að honum loknum. Með því að opna umræðuna og bæta stöðu fórnarlamba stuðlum við að betra Íslandi þar sem mannréttindi eru virt og um leið höfum við áhrif á al- þjóðasamfélagið. Mansal á Íslandi? Dagrún Þórðardóttir, Rannveig Thoroddsen og Guðrún Hansdóttir skrifa í tilefni af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi Guðrún Hansdóttir »…í dag er talið að fórnarlömb mansals séu árlega yfir 2 milljónum. Dagrún Þórðardóttir og Rannveig Thoroddsen eru verkefnastjórar hjá Soroptimistasambandi Íslands, Guðrún Hansdóttir er svæðisstjóri Zonta á Íslandi. Rannveig ThoroddsenDagrún Þórðardóttir Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.