Morgunblaðið - 27.11.2007, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 27.11.2007, Qupperneq 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Halldór B. Óla-son fæddist á Ísafirði 23. desem- ber 1920. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 20. nóvem- ber síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Valgerðar Guðrúnar Guðna- dóttur frá Skálmar- dal í Múlasókn, hús- freyja í Skjalda- bjarnarvík og á Ísafirði, f. í Fjarðar- horni í Gufudals- sveit 23.6. 1890, d. 18.5. 1966, og Óla Guðjóns Halldórssonar, bónda í Skjaldabjarnarvík í Árneshreppi, síðar kaupmanns á Ísafirði og í Reykjavík, f. á Melum í Árnes- hreppi í Strandasýslu 28.12. 1882 d. 29.10. 1961. Systkini Halldórs voru Valgerður Guðný, f. 1911, d. 1994, Friðgeir, f. 1912, d. 1944, Guðbjörg Sigríður Hoff Möller, f. 1916, d. 1977, og Sigríður, f. 1918- 1990. Halldór kvæntist 12.9. 1942 Huldu Heiðrúnu Eyjólfsdóttur frá Seyðisfirði, f. 30.5. 1919. For- eldrar hennar voru Sigríður Jens- dóttir, húsfreyja og ljósmyndari á Seyðisfirði, f. í Skógargerði á Fellum í Norður-Múlasýslu 9.6. 1881, d. 4.5. 1956, og Eyjólfur Jónsson, ljósmyndari, bankastjóri, Steingrímur hagfræðingur, f. 16.8. 1978, sambýliskona Jóhanna Bergsteinsdóttir. e) Friðrik verk- fræðingur, f. 2.7. 1981, sambýlis- kona Katrín Ólafsdóttir, þeirra sonur er Kormákur Hólmsteinn, f. 2005. 3) Sigríður verslunarkona, f. 4.2. 1949, maki Gylfi Þorkelsson, f. 4.6. 1946, dóttir þeirra er Ásta Heiðrún verkfræðingur, f. 29.7. 1982. 4) Óli Friðgeir rafvirki, f. 7.11. 1953, sambýliskona María Björk Daðadóttir, f. 18.2. 1965, börn þeirra eru: a) Daði Freyr, f. 13.8. 1992, b) Halldór Skjöldur, f. 5.11. 1994, c) Bára Björk, f. 6.4. 2007, fyrir átti Óli dæturnar Lilí- an Rakel, f. 6.9. 1973, barnsmóðir Ester Sunerit Bragadóttir, og Huldu Heiðrúnu, f. 20.7. 1982, með fyrrverandi eiginkonu Sigríði Ágústsdóttur. Halldór ólst upp á Ísafirði hjá foreldrum sínum í stórum systkinahópi. Hann fór ungur til náms í Iðnskólanum í Reykjavík þar sem hann lærði raf- vélavirkjun og lauk sveinsprófi 1943 og síðar meistaraprófi í þeirri iðngrein. Halldór var sjálf- stætt starfandi rafverktaki og rak eigið fyrirtæki, Rafvélaverkstæði Halldórs B. Ólasonar, nær allan sinn starfsferil. Útför Halldórs fer fram frá Neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. kaupmaður, og klæð- skeri á Seyðisfirði, f. á Parti í Sandvík, 31.10. 1869 d. 29.6. 1944, Börn Halldórs og Huldu Heiðrúnar eru: 1) Eyjólfur Rafn rafvélavirki, f. 26.8. 1943, d. 18.9. 2001, maki Bjarnveig Borg Pétursdóttir, f. 15.12. 1946, d. 30.9. 2003. Synir þeirra eru: a) Pétur Berg- mann rekstrarfræð- ingur, f. 16.4. 1965, d. 24.9. 2007. b) Garðar Rafn kerf- isfræðingur, f. 20.8. 1969, maki Guðmunda Björk Matthíasdóttir, dóttir þeirra er Þóra Dís, f. 2003. c) Þorri Freyr, f. 7.2. 1973. 2) Val- gerður hjúkrunarfræðingur, f. 7.7. 1946, maki Helgi H. Stein- grímsson, f. 13.3. 1944, börn þeirra eru: a) Halldór rafvirki, f. 27.11. 1965, maki Bryndís Hann- esdóttir, þau eiga tvær dætur, Helena, f. 2000, og María, f. 2003. b) Margrét Gróa kennari, f. 8.5. 1967, maki Sigtryggur Þráinsson, börn þeirra eru, Valgerður, f. 1994, Helgi, f. 1998, Þráinn, f. 2001. c) Heiðrún viðskiptafræð- ingur, f. 17.2. 1970, sambýlis- maður Benedikt Níels Óskarsson, dóttir þeirra óskírð, f. 2007. d) Í dag kveð ég tengdaföður minn, Halldór B. Ólason rafvélavirkja. Ég var aðeins 16 ára þegar ég kom inn í fjölskylduna á Framnesvegi og tóku þau hjón strax vel á móti mér, ungum manninum. Urðum við Halldór strax góðir vinir og félagar og hélst sú vin- átta alla tíð. Halldór fylgdist vel með þjóðmála- umræðunni og hafði yndi af að ræða pólitík og hringdi oft til að ræða stöð- una í þeim málum. Það skemmtilega var að hann virtist ávallt vera í stjórnarandstöðu, sama hver var við völd hverju sinni og hafði hann bein- skeyttar skoðanir á mönnum og mál- efnum. Það var ávallt skemmtilegt að ræða við Halldór því hann hafði góð- an húmor og gat verið bráðskemmti- legur. Halldór starfaði sjálfstætt sem rafvélavirki með eigið fyrirtæki og gat sér gott orð á því sviði, m.a. þótti hann snillingur í að vinda rafmótara. Hann kom víða við í stærri verkefn- um og hafði kjark og getu til að fást við flókin verkefni, eins og t.d. upp- setningu á lyftum, m.a. í Morgun- blaðshöllinni í Aðalstræti og háhýs- um í Reykjavík svo dæmi séu tekin. Þegar komu tímabil samdráttar í framkvæmdum á hans starfssviði réð hann sig á skip, m.a. til síldveiða í Norðursjó, og sýndi þetta dugnað hans og hversu hraustur hann var og tilbúinn til allra verka. En strax og aðstæður breyttust tók hann til við rafvirkjunina að nýju. Þegar hann var kominn vel á efri ár og ætlaði að hafa það rólegt kunni hann aðgerða- leysinu illa og tók sig til og réð sig til starfa hjá Brauðgerðinni Myllunni sem kallaði á að vakna um miðjar nætur. Þetta fannst mér ótrúlegur kjarkur af manni á hans aldri en lýsir dugnaði tengdaföður míns vel. Ég minnist ávallt með stolti þegar þeir feðgar, Halldór og Eyjólfur, sem einnig var rafvélavirki en er nú lát- inn, tóku að sér það verkefni að setja upp öfluga ljósavél fyrir stórvin minn og bóndann Jón Jónsson í Purkey á Breiðafirði, en hjá honum hafði ég dvalið í mörg sumur og tengdist fjöl- skylda mín honum sterkum böndum enda móðir mín alin þar upp. Þetta var stórvirki á þeim tíma og mikil- vægt fyrir vin minn, bóndann, að geta hreinsað æðardúninn sinn í eig- in dúnhreinsunarvél í eyjunni. En lífið var ekki alltaf dans á rós- um hjá Halldóri og fjölskyldu hans. Þegar hann var ungur maður að byrja lífið varð fjölskylda hans fyrir miklu áfalli þegar Friðgeir bróðir hans, nýútskrifaður læknir, og kona hans, Sigrún Briem, einnig læknir, voru á heimleið í stríðslok úr námi frá Bandaríkjunum með börnin sín þrjú með Goðafossi þegar honum var sökkt og drukknuðu þau öll. Halldór missti mikið þegar unga fjölskyldan fórst og hafði það alla tíð áhrif á hann því samband þeirra bræðranna hafði verið einstaklega sterkt og gott. Halldór átti því láni að fagna að eiga góða eiginkonu og frábæran lífs- förunaut, Huldu Heiðrúnu Eyjólfs- dóttir (Dillu) sem stóð traust við hlið hans alla tíð. Elsku Dilla mín, ég votta þér mína dýpstu samúð á þess- um erfiðu tímum og bið góðan Guð að veita þér styrk um ókomin ár. Helgi H. Steingrímsson. Við kveðjum í dag mætan mann, Halldór B. Ólason, eða afa á Frammó eins og hann var ávallt kallaður í fjöl- skyldunni. Afi var mjög glæsilegur maður og það var mikil reisn yfir honum hvar sem hann fór. Hann fylgdist vel með því sem var að gerast í þjóðlífinu, hafði ævinlega sterkar skoðanir á hlutunum og tók afstöðu til mála. Afi var rafvélavirki að mennt og mjög handlaginn maður. Hann var mikill fagmaður og rak eigið verk- stæði hér í Reykjavík á árum áður. Afi reyndist afar liðtækur innan fjöl- skyldunnar þegar á þurfti að halda varðandi raflagnir og brást ávallt fljótt og vel við. Afi var mikill gæfumaður í sínu einkalífi. Með ömmu fékk hann ein- staka mannkostakonu sem staðið hefur þétt við hlið hans alla tíð. Afi og amma voru mjög samhent hjón og var mikill kærleikur og vinátta á milli þeirra. Samband þeirra einkenndist af væntumþykju, hlýju og virðingu. Afi og amma bjuggu lengst af sín hjúskaparár á Framnesvegi í Reykjavík. Heimili þeirra bar vott um myndarbrag og snyrtimennsku í einu og öllu. Við minnumst afa í gegnum æsku- árin er hann tók þátt í hinum ýmsu fjölskylduviðburðum, jafnt stórum og smáum. Á stundu sem þessari koma upp í hugann góðar minningar svo sem sumarfríin í Selvík við Álfta- vatn og síðar í Dölunum. Hann naut þess að ferðast með ömmu bæði heima og erlendis þegar tækifæri var til. Afi var stoltur af fjölskyldu sinni og fylgdist vel með hvernig okkur barnabörnunum vegnaði í lífinu. Öll okkar æskuár bjuggum við í ná- grenni við afa og ömmu og nutum góðs af samveru þeirra svo sem að spila saman og eiga notalegar stund- ir. Ekki spillti fyrir ef lakkrís var á boðstólum en hann kom frá frændum okkar í Lakkrísgerðinni Drift. Við hjóluðum oft í heimsókn til þeirra og var sama á hvaða tíma dags það var enda oft minnsta tilefni notað til að eiga erindi þangað. Alltaf var það hlýja og góða viðmótið sem mætti okkur. Þegar ég fór að læra á píanó lagði ég oft leið mína til ömmu og afa til að æfa mig á gamla píanóið þeirra. Þar naut ég leiðsagnar ömmu og lærði að meta gildi góðrar tónlistar. Afi var alla tíð heilsuhraustur þar til á síðasta ári þegar heilsu hans fór að hraka. Síðustu þrjá mánuði hefur hann dvalið á sjúkrahúsum þar sem hann fékk góða umönnum. Þar hefur hugur mömmu verið öllum stundum því þau voru alltaf miklir félagar og sú tryggð og samvera sem hún veitti afa þennan tíma er ómetanleg. Afi bar alltaf mikla umhyggju fyrir fjölskyldu sinni. Fyrir fimm vikum eignuðumst við Benni dóttur en því miður gafst honum ekki tækifæri á að kynnast henni en við munum miðla til hennar öllu því góða sem afi gaf okkur. Fyrir það erum við óend- anlega þakklát. Ég læt eftirfarandi ljóðlínur fylgja með en þær lýsa þeim stað sem afa var kær. Hann var Ísfirðingur og Strandamaður og var ávallt afar stoltur af uppruna sínum eins og allir vissu sem þekktu hann vel. Í faðmi fjalla blárra þar freyðir aldan köld, í sölum hamra hárra á huldan góða völd, sem lætur blysin blika um bládimm klettaskörð, er kvöldsins geislar kvika og kyssa Ísafjörð. (Guðm. Guðm.) Ég kveð afa með miklum söknuði. Blessuð sé minning hans. Heiðrún og fjölskylda. Í dag kveðjum við elskulegan afa, Halldór B. Ólason, eða afa á Frammó eins og við kölluðum hann. Það er margt sem kemur upp í hugann en þó fyrst og fremst söknuður, þakk- læti og margar góðar minningar. Við systkinin vorum svo lánsöm að alast upp í nágrenni við afa og ömmu en þau bjuggu lengst af á Framnesvegi. Það var mikill samgangur á milli heimilanna og oft skroppið í heim- sókn og þurfti þá ekki neitt sérstakt tilefni til. Oft var litið inn til að spjalla og eiga notalega stund saman eða tekið í spil. Afi hafði gaman af því að spila og eigum við systkinin margar góðar minningar frá því þegar setið var við borðstofuborðið og spilað langt fram eftir kvöldi. Afi gaf ekkert eftir í spilamennskunni og skrifaði stigin á blað. Þetta voru skemmtileg kvöld og ekki spillti fyrir ef amma lumaði á einhverju góðgæti. Þegar myndbandstækin komu inn á heimilin voru amma og afi með þeim fyrstu í kringum okkur sem eignuðust slíkt tæki og þótti okkur spennandi að taka spólur og horfa á hjá þeim og taka þátt í þessari nýju menningu. Afi var glæsilegur maður, hávax- inn og bar sig ávallt mjög vel. Hann var skapgóður og hafði þægilegt við- mót og naut þess að spjalla við fólk. Afi hafði ákveðnar skoðanir á flest- um málum og lá ekkert á þeim. Það var oft gaman að heyra hann tala um menn og málefni og fylgdi þá gjarnan á eftir mikill hlátur. Afi hugsaði vel um eigur sínar og vildi hafa röð og reglu á hlutunum. Hann var oft að taka til hendinni í kringum húsið enda í mun að hafa allt snyrtilegt. Það var ósjaldan sem við sáum hann fyrir utan að bóna bíl- inn og lét hann óspart í ljós ánægju sína með dagsverkið. Afi var rafvélavirki að mennt og rak eigið rafvélaverkstæði alla tíð. Hann var duglegur og ósérhlífinn og hafði unnið víða um land við hvers kyns uppsetningar á rafkerfum. Við systurnar nutum góðs af lagernum hjá afa því á vorin var gott að geta leitað til hans til að fá nýja húlahringi fyrir sumarið. Ekki stóð á viðbrögð- unum hjá honum og vorum við leyst- ar út með hringjum skreyttum með litríkum límböndum. Þegar leiðir okkar Tryggva lágu saman og ég kynnti hann fyrir afa tókst með þeim góður vinskapur enda báðir landsbyggðarmenn. Hann var stoltur af því að vera Strandamaður og hafði gaman af því að ræða sjávarútvegsmálin við sjó- manninn enda hafði afi stundað sjó- mennsku og farið á síld í Norðursjó. Þar kom líka fram þekking hans á vélbúnaði skipa sem hægt var að ræða í þaula. Afi hafði gaman af því að ferðast og fór í nokkrar utanlandsferðir með ömmu auk þess sem þau ferðuðust víða um landið. Við áttum margar notalegar stundir með afa og ömmu í sumarbústöðum, einkum í Selvík, Reykjaskógi og hin síðari ár í Döl- unum. Einnig eru mér minnisstæð öll fjölskylduboðin og þá sérstaklega jólaboðin hjá afa og ömmu á jóladag og aðrar veislur sem foreldrar mínir héldu í Frostaskjóli. Það var gott að hafa afa í kringum sig því hann hafði þægilega nærveru og á milli þeirra ömmu var kær vin- skapur, enda mjög samrýnd hjón. Það var afa mikill stuðningur að hafa ömmu sem lífsförunaut og bar hann mikla virðingu fyrir henni. Ég er þakklát fyrir þær samveru- stundir sem ég átti með afa og geymi í hjarta mínu ótal minningar um góð- an mann. Hvíl í friði. Margrét Gróa og fjölskylda. Elsku afi minn. Ég fékk slæmar fréttir síðastliðinn þriðjudag en pabbi sagði mér þá að þú hefðir látist um morguninn, ég ætlaði að koma að heimsækja þig um kvöldið, þú fórst aðeins of fljótt. Við eigum það stundum til að gleyma okkur í amstri dagsins og gleyma því sem mikilvægast er í líf- inu, fjölskyldan. Ég held að við séum fæst búin að átta okkur á því að þú ert farinn. Ég gæti trúað því að fyrir mig per- sónulega verði mesti söknuðurinn á aðfangadag. Við fjölskyldan í Steina- selinu erum svo vön að hafa þig og ömmu hjá okkur á jólunum og núna verður enginn afi. Man bara eftir einum jólum þegar amma var veik þannig að hvorugt ykkar kom til okkar á aðfangadag. Það að hafa ekki afa og ömmu með að borða jólamatinn var nóg til að manni fannst óþarfi að hafa sig til, gera fínt í kringum sig og hreinlega óþarfi að fagna jólunum. Já, afi minn, ég get sko sagt þér það að jólin eiga eftir að verða skrýt- in í ár án þín. Ég vil samt þakka þér fyrir þann tíma sem ég átti með þér þótt ég vildi óska að hann hefði verið lengri. En lífið er nú þannig að maður fær ekki allt sem maður óskar sér. Við fjölskyldan munum passa upp á ömmu. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir) Þitt barnabarn Ásta Heiðrún Gylfadóttir. Halldór Benjamín Ólason Kveðja frá skólasystkinum Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. ✝ Marta Guð-munda Guð- mundsdóttir fædd- ist í Reykjavík 29. apríl 1970. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut 6. nóvember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Grindavíkur- kirkju 14. nóv- ember. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur) Við sendum fjölskyldu og vinum Mörtu okkar innilegustu samúðar- kveðjur og biðjum guð að veita þeim styrk á þessum erfiðu tímum. Guð blessi minningu Mörtu. F.h. árgangs 1970 við Grunnskóla Grindavíkur Þorgerður G. Guðmundsdóttir. Marta Guðmunda Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.