Morgunblaðið - 27.11.2007, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2007 29
Í dag verður til moldar borinn
Sigurður I. Bergsson tengdafaðir
minn.
Sigurður var hreinskiptinn og
hlýr í samskiptum. Hann hafði
ánægju af því að rifja upp gamla tíð
og var fróðlegt að hlýða á hann lýsa
eigin aðstæðum og samverka-
manna, ekki síst í Dýrafirði og síðar
við sjósókn, m.a. við síldveiðar fyrir
Norðurlandi.
Sigurður var gestrisinn og var
ætíð ánægjulegt að dvelja á heimili
þeirra heiðurshjóna, hans og Þor-
bjargar Ólafsdóttur.
Ég kveð þig og þakka þér veg-
ferðina.
Öldnum fróðleik unnir mest,
ættlands góður mögur,
öllu, er þjóðin átti best:
íslensk ljóð og sögur.
Ólafur Ólafsson.
Þó okkur sértu farinn frá
og finni ég trega í hjarta.
Góðar stundir streyma hjá
sólskins daga bjarta.
Það ég þakka vinur minn
þær mun alltaf geyma.
Söknuð þó í sál ég finn
Siggi er ekki heima.
Frjáls úr fjötrum ertu nú
friðinn hefur hlotið.
Í aldingarði gengur þú
gróin sár, og brotið.
Í þessum garði gleðin er
grær í hverju skrefi.
Sorg og lúi læknast hér
og Ijúfa hvíld þér gefi.
(Á.S.)
Jón Þór Sigurðsson,
Ásta Svendsen og börn.
Elsku afi, nú ertu farinn frá okk-
ur. Við söknum þín svo mikið. Þú
varst okkur alltaf svo góður. Það er
svo sárt að þurfa skrifa þér og
kveðja þig og fá aldrei aftur að
njóta þess að vera í kringum þig.
Við vitum ekki hvernig við getum
sagt bless við þig elsku afi eða
hvernig við eigum að geta kvatt þig
með orðum. Orðin eru svo mörg
sem okkur langar til að skrifa en
við eigum svo erfitt með að koma
þeim á blað. Okkur langar til að
hafa þig áfram hjá okkur. Okkur
langar til að geta tekið utan um þig
elsku afi og sagt þér enn og aftur
hversu vænt okkur þykir um þig.
Við eigum margar skemmtilegar
stundir til að minnast þín og ætlum
við að geyma þær í hjarta okkar og
minnast þeirra og kátínu þinnar.
Þegar við söknum þín sem mest, þá
verðum við að hugsa til þess að nú
líður þér vel elsku afi minn, því við
vitum að þú varst orðin svo veikur
og þá líður manni svo illa. Mamma
sagði við okkur að við ættum að
minnast þín með gleði og hugsa til
þess að nú værir þú ekki veikur
lengur, Guð væri búin að taka van-
líðan þína og sársauka þinn í burtu.
Það var alltaf svo stutt í brosið
hjá þér og þú leyfðir okkur að
hjálpa þér að setja niður trén og
laga sumarbústaðinn. Þú varst
besti afi í heimi. Það er ekki langt
síðan þú hjálpaðir okkur og pabba
að jarða kanínuna okkar. Pabbi bjó
til litla kistu handa kanínunni og við
fengum að jarða hana í garðinum
uppi í bústað. Það var svo gaman
þegar við fórum til ykkar í sum-
arbústaðinn á Þingvöllum, sem var
nokkuð oft. Við minnumst þess þeg-
ar amma var að rista brauð og þú
fórst að segja okkur brandara og
við skellihlógum. Það var svo gam-
an. Eins þegar það var ópera í sjón-
varpinu og þú fórst að syngja með
og við skellihlógum öll og þú líka.
Það var svo gaman að tala við þig
og vera með þér og ömmu.
Við komum oft til þín og ömmu
upp í Breiðholt, þið voruð nýflutt í
nýju íbúðina þegar þú veiktist.
Elsku afi, nú er amma orðin ein.
Viltu hjálpa okkur að passa hana og
vernda og hjálpa henni að komast
yfir sorgina og vera ein án þín.
Hvíl í friði elsku afi okkar.
Edith Soffía Sigríður Bech
Guðnadóttir, Rakel Ösp Bech
Guðnadóttir, Benjamín Aron
Bech Guðnason.
Nú er hann Siggi fyrrverandi
tengdafaðir minn dáinn, farinn inn í
hina eilífu hvíld til Guðs. Ég kynnt-
ist Sigga og Boggu fyrst fyrir rúm-
um 16 árum. Ég man eftir því, er ég
kom fyrst á heimili þeirra. Þau
buðu mér upp á nýlagað kaffi og ný-
bakaðar, heimatilbúnar kræsingar.
Aldrei var tekið í mál að maður færi
þaðan án þess að bragða á nýbök-
uðum kökum sem tengdó var ávallt
svo dugleg að baka. Alltaf varstu
málhress, ákveðinn og mjög dug-
legur maður.
Minningabrot fara um hugann.
Þið keyptuð ykkur sumarbústaða-
land árið 1973. Þú varst mjög dug-
legur og byggðir bústaðinn af eigin
getu og þekkingu. Sumarbústaður-
inn átti hug þinn allan. Þú elskaðir
að vera þarna með fjölskyldunni í
friði og ró frá erli dagsins. Þú og
Bogga dunduðuð ykkur mikið við
garðvinnu, kartöflurækt, trjárækt
og fleira. Alltaf gastu fundið þér ný
verkefni. Krakkarnir elskuðu að
koma þangað og fá að hjálpa ykkur.
Árið 1992 bjuggum við tímabundið
hjá ykkur á meðan við vorum að
gera upp íbúðina okkar. Eddý var
aðeins 2ja mánaða. Ég man þegar
þú tókst Eddý oft í fangið þegar
hún hágrét af magakveisu og rugg-
aðir henni og talaðir við hana. Þá
var ég búin að ganga með hana í
fanginu hágrátandi um gólf í 2-3
tíma. Oftast sofnaði hún í fangi þínu
og enginn mátti hreyfa við henni
þar. Í fangi þínu fékk hún að sofa
værum svefni, þreytt eftir allan
grátinn í ruggustólnum þínum. Þú
elskaðir að fá að dúlla með litlu afa-
börnin þín. Árið 1997 fæddist sonur
okkar Guðna og man ég hversu
stoltur afi þú varst, að fá lítinn afa-
strák sem hafði yndi af að heim-
sækja afa sinn og ömmu. Árið 2000
skildu leiðir okkar Guðna. Aðra
hverja helgi heimsóttu börnin og
Guðni ykkur og ófáar voru sögurn-
ar sem ég fékk að heyra af
skemmtilegum ferðum þeirra til
ykkar og svo upp í bústað. Þú leit-
aðir mikið til Guðna sonar þíns eftir
aðstoð og hjálp vegna sumarbústað-
arins, einkum síðustu árin, því mikil
þörf var á að endurnýja og gera við.
Guðni hefur átt ófáar og dýrmætar
stundir með þér í vinnu við að end-
urbyggja bústaðinn og fengu börn-
in að njóta góðs af því og hjálpa til
oft á tíðum. Þegar þú síðan veiktist,
fyrir tæpum tveimur mánuðum síð-
an, vorum við flutt norður. Guðni
hringdi í okkur og lét börnin vita.
Þau höfðu miklar áhyggjur af afa
sínum, að afi gæti dáið og amma
yrði ein. Mikið og sárt var grátið
þegar Guðni hringdi og færði þeim
sorgarfregnina. Guðni, ég veit það
var mikið álag á þér og þú fékkst
lítinn svefn á meðan pabbi þinn var
veikur. Þú þurftir einnig að annast
alfarið um mömmu þína þegar hún
veiktist, skömmu eftir að pabbi
þinn fór á spítalann. Ég bið góðan
Guð að veita þér og börnunum
vernd og styrk í ykkar miklu sorg.
Elsku Siggi. Þakka þér fyrir öll ár-
in sem við fengum að njóta með
þér. Hvíldu í friði.
Elsku Bogga mín. Ég bið almátt-
ugan Guð að vernda þig og veita
þér styrk í þinni miklu sorg. Elsku
Bjarni, Guðrún, Magga og Siggi, ég
færi ykkur mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur og bið Guð að gefa
ykkur styrk í sorg ykkar.
Hjördís Bech Ásgeirsdóttir.
✝
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og
langamma,
MAGGÝ LÁRENTSÍNUSDÓTTIR,
Skólastíg 23,
Stykkishólmi,
verður jarðsungin frá Stykkishólmskirkju fimmtu-
daginn 29. nóvember kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim
sem vildu minnast hennar er bent á orgelsjóð
Stykkishólmskirkju.
Ágúst Bjartmars,
Petrína Bjartmars, Sumarliði Bogason,
Kristján Bjartmars, Jóhanna Rún Leifsdóttir,
Lárentsínus Ágústsson, Heiðrún Leifsdóttir,
börn, barnabörn og barnabarnabarn.
✝
Við viljum þakka öllum þeim sem sýndu hug sinn
vegna andláts og útfarar okkar ástkæru
ÁSLAUGAR PÉTURSDÓTTUR
Með kærri kveðju og vinarhug,
Jón Haukur Jóelsson,
Pétur Jónsson,
Ásta Lorange,
Jón Haukur Pétursson,
Kristinn Pétursson,
Rakel Pétursdóttir.
✝
Ástkær eiginmaður minn, sonur, tengdasonur, faðir,
tengdafaðir og afi,
ÓSKAR HÁLFDÁNSSON,
Holtastíg 16,
Bolungarvík,
varð bráðkvaddur í Bolungarvík laugardaginn
24. nóvember.
Karitas Hafliða,
Hálfdán Einarsson, Petrína H. Jónsdóttir,
Níelsína Þorvaldsdóttir,
Benedikt N. Óskarsson, Heiðrún Helgadóttir,
Hálfdán Óskarsson, Rósa S. Ásgeirsdóttir,
Ingibjörg Óskarsdóttir, Guðmundur S. Brynjólfsson,
Halldóra Óskarsdóttir, Guðmundur B. Björgvinsson
og barnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu
minnar, móður, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
KATRÍNAR GUÐMUNDSDÓTTUR,
Eyrargötu 29,
Siglufirði.
Guð blessi ykkur öll.
Páll Gíslason,
Ólöf Pálsdóttir, Ari Már Þorkelsson,
Jóhanna Pálsdóttir, Þorsteinn Haraldsson,
Guðmundur Pálsson,
Ágústa Pálsdóttir, Böðvar Eggertsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elsku mamma mín, amma okkar og langamma,
KARÓLÍNA PÉTURSDÓTTIR
Hjallaseli 55 (Seljahlíð),
áður til heimilis að Bogahlíð 13,
sem lést laugardaginn 17.nóvember, verður
jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn
28. nóvember kl 13:00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim
sem vildu minnast hennar er bent á styrktarfélag
Einstakra barna.
Pétur Þór Jónsson,
Karólína Pétursdóttir, Örn Einarsson,
Elena Kristín Pétursdóttir, Þorvaldur Magnússon,
Arna Hildur Pétursdóttir, Ragnar Börkur Ragnarsson
og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
JÓN GUÐJÓNSSON
rafvirkjameistari,
Hjúkrunarheimilinu Eir,
áður Brautarlandi 6,
Reykjavík,
lést 21. nóvember.
Jarðarförin fer fram frá Grafarvogskirkju
29. nóvember kl. 13.00.
Arndís Guðjónsdóttir,
Guðjón Magnús Jónsson, Sigríður Þorláksdóttir,
Margrét Katrín Jónsdóttir,
Hrönn Guðjónsdóttir, Björn Baldvinsson,
Magnea Ólöf Guðjónsdóttir, Halldór Kjartansson Björnsson,
Arndís Guðjónsdóttir, Magnús Örn Guðmarsson,
Jón Þór Guðjónsson, Eva Björg Torfadóttir,
Hrafn Eyjólfsson,
Hrafnhildur Eyjólfsdóttir, Halldór Ingi Hákonarson,
Jón Örn Eyjólfsson
og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
KRISTÍNAR S. BJÖRNSDÓTTUR
kennara.
Sérstakar kveðjur og þakkir fær starfsfólk 3G á
Hrafnistu í Reykjavík.
Kristín Gísladóttir, Jakob Kristinsson,
Örn Gíslason, Guðrún Áskelsdóttir,
Björn Gíslason, Karólína Gunnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Alvöru blómabúð
Allar skreytingar unnar af fagfólki
Kransar • Krossar • Kistuskreytingar
Sími: 553 1099 • Fax: 568 4499
Heimasíða: www.blomabud.is
Netfang: blomabud@blomabud.is