Morgunblaðið - 27.11.2007, Page 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SPARISJÓÐSMÓT Vestmanna-
eyja fór fram um síðustu helgi í
Skáksetrinu í Eyjum og var með tví-
skiptu sniði. Fyrri daginn, föstudag-
inn 23. nóvember sl., var haldið níu
umferða hraðskákmót þar sem 34
keppendur tóku þátt. Alþjóðlegi
meistarinn Stefán Kristjánsson bar
örugglega sigur úr býtum en hann
fékk fullt hús vinninga. Kollegi Stef-
áns, Sævar Bjarnason, fékk 8 vinn-
inga og lenti í öðru sæti en Einar Kr.
Einarsson fékk bronsið með 7 vinn-
inga. Af 10-13 ára keppendum fengu
Nökkvi Sverrisson og Kristófer
Gautason flesta vinninga eða 5½ en
Róbert Aron Eysteinsson, Sigurður
Arnar Magnússon og Jörgen Freyr
Ólafsson fengu flesta vinninga þeirra
sem voru yngri en 10 ára eða 5 v.
Í síðara hluta mótsins, atskákhlut-
anum, sem fram fór laugardaginn 24.
nóvember sl., varð Davíð Kjartans-
son hlutskarpastur en hann fékk 6
vinninga af 7 mögulegum. Stefán
Bergsson og Einar Kr. Einarsson
deildu með sér öðru sætinu með 5½
vinning en Rúnar Berg hreppti
fjórða sætið með fimm vinninga. Af
unglingum mótsins fékk Kristófer
Gautason flesta vinninga eða 4½.
Nánari upplýsingar um mótið er að
finna á heimasíðu Taflfélags Vest-
manneyja, http://skak.eyjar.is/.
HM barna- og unglinga
Heimsmeistaramót barna og ung-
linga fer fram þessa dagana í Kemer/
Antalya í Tyrklandi og er teflt í 6
flokkum, frá átta ára og yngri til 18
ára og yngri. Skáksambandi Íslands
var gert kleift í samstarfi við Kaup-
þing banka að senda níu íslenska
keppendur á mótið, fimm stúlkur og
fjóra drengi. Að loknum átta umferð-
um er staða íslensku stúlknanna með
eftirfarandi hætti:
Elsa María Þorfinnsdóttir (U18) 3
v. og er í 58. sæti af 76 keppendum.
Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir
(U16) 3 v. og er í 80 sæti af 103 kepp-
endum.
Jóhanna B. Jóhannsdóttir (U14) 3
v. og er í 90. sæti af 114 keppendum.
Hrund Hauksdóttir (U12) 1½ v. og
er í 119. sæti af 122 keppendum.
Hildur B. Jóhannsdóttir (U8) 2 v.
og er í 71. sæti af 73 keppendum.
Staða íslensku drengjanna er með
eftirfarandi hætti:
Sverrir Þorgeirsson (U16) 4 v. og
er í 59.-61. sæti af 124 keppendum.
Hjörvar Steinn Grétarsson (U14)
5 v. og er í 37. sæti af 152 kepp-
endum.
Svanberg Pálsson (U14) 3 v. og er
í 111. sæti af 152 keppendum.
Dagur Andri Friðgeirsson (U12) 3
v. og er í 117. sæti af 160 keppendum.
Nánari upplýsingar um mótið er
að finna á www.skakblog.is.
Sjötta Ottósmótið í Ólafsvík
Stjórnendur Taflfélags Snæfells-
bæjar halda ótrauðir áfram að halda
hið öfluga Ottósmót sem nú verður
haldið í félagsheimilinu Klifi í Ólafs-
vík í sjötta skipti laugardaginn 1.
desember næstkomandi. Mótið verð-
ur með sama hætti og undanfarin ár,
þ.e. tefldar verða 8 umferðir, 4x7
mínútna skákir og 4x20 mínútna
skákir. Glæsileg verðlaun eru í boði.
Rútuferðir verða frá BSÍ kl. 10.00 en
fyrsta umferð hefst kl. 13.00. Kaffi-
veitingar verða á milli umferða
ásamt því sem öllum verður boðið í
mat að móti loknu. Glæsileg auka-
verðlaun verða dregin út og karaókí
ásamt Djasssveit Ólafsvíkur munu
eins og venjulega skemmta skák-
mönnum. Skráning í mótið er hjá
Rögnvaldi í síma 840 3724 og á roggi-
@fmis.is.
Stefán og Davíð sigurvegarar Sparisjóðsmóts Eyjamanna
Morgunblaðið/Páll Sigurðsson
HM barna– og unglinga Hildur Jóhannsdóttir, t.v., að tafli í Tyrklandi.
SKÁK
Skáksetrið í Eyjum
SPARISJÓÐSMÓT VESTMANNAEYJA 2007
23.-24. nóvember 2007
Helgi Áss Grétarsson
daggi@internet.is
Það er erfitt að setj-
ast niður og skrifa
hinstu kveðju til vinar
sem kveður langt fyrir aldur fram.
Við erum ennþá að reyna að átta okk-
ur á orðunum „Hann Ásgeir er farinn
frá okkur“, svo óskiljanlegt og svo
sárt.
Við kynntumst Ásgeiri þegar við
fluttum heim til Íslands 1987 og þeir
Anders fóru að vinna saman, fyrst í
Smiðjustáli og síðar í Kælingu. Einn-
ig unnu þeir saman við dyravörslu á
helstu veitingastöðunum í Reykjavík
í mörg ár. Bestu minningarnar eru
frá tímum Púlsins og þar vann einnig
Binni tvíburabróðir Ásgeirs. Þær
minningar er gott að eiga núna og
geta brosað og hlegið að ýmsu sem
þar gekk á. Ásgeir var aldrei langt
undan þegar var fíflast og hlegið.
Við vorum nágrannar í nokkur ár
þegar Linda og hann fluttu í kjall-
arann hjá ömmu hennar. Þau voru
ófá kvöldin sem við sátum þar, spjöll-
uðum og borðuðum salthnetur og
súkkulaðirúsínur í kílóavís langt
fram á nótt.
Við heimsóttum þau til Söndeborg
og var tekið höfðinglega á móti okkur
eins og venjulega. Mikið var gaman
að hitta þau og börnin. Að það hafi
verið síðasta skiptið sem við hittum
Ásgeir er óskiljanlegt og erfitt að
sætta sig við.
Elsku Linda, Þorsteinn Rúnar,
Kristófer, Viktoría og aðrir aðstand-
endur. Sorg ykkar og missir er mik-
ill. Við biðjum Guð að gefa ykkur
styrk.
Við kveðjum góðan dreng og vin.
Blessuð sé minning þín Ásgeir.
Ásgeir Einarsson
✝ Ásgeir Einars-son fæddist í
Reykjavík 14. des-
ember 1965. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi 7. nóvem-
ber síðastliðinn og
var útför hans gerð
frá Laugarnes-
kirkju 23. nóvem-
ber.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm
stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta
blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta
skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á
braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut.
(Vald. Briem.)
Anders og Hanna Fríða.
Við erum bara orðlaus. Af hverju
er svona ungur yndislegur eiginmað-
ur, faðir, vinur og félagi tekinn burt
svo snemma? Þetta eru bara svik og
prettir, eins og þú segir, Linda, oft er
talað um það að þeir deyi ungir sem
guðirnir elska, en af hverju er Guð
svona eigingjarn að taka Ása frá ykk-
ur sem hann elskar og þið elskið af
öllu hjarta? Elsku Ási, það voru
hræðileg tíðindi þegar við fréttum af
veikindum þínum en að það tæki svo
stuttan tíma var enn hræðilegra.
Þegar við hittumst í byrjun septem-
ber sl. trúði ég því að við ættum eftir
að hittast aftur, en það er með ólík-
indum hvað lífið getur breyst á ör-
skammri stund. Þegar við vöknum að
morgni er ekki sjálfgefið að lifa dag-
inn af, hvað þá nokkra mánuði eða þá
mörg ár. Við erum svo þakklát fyrir
að hafa fengið að kynnast þér, elsku
vinur. Þú hafðir einstakan húmor og
yndislega nærveru. Við erum svo
þakklát fyrir að eiga minningar um
samverustundir hér í Hrísey sem
einkenndust af mikilli gleði og vinnu-
semi sem þú og þið hjónin hafið lagt
af mörkum á síðastliðnum tveim
Hríseyjarhátíðum og færum við
þakkir fyrir.
Elsku Ási, hvíl í frið og takk fyrir
allt.
Við burtför þína er sorgin sár
af söknuði hjörtun blæða.
En horft skal í gegnum tregatár
í tilbeiðslu á Drottin hæða.
Og fela honum um ævi ár
undina dýpstu að græða.
Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð,
hjartans þakkir fyrir liðna tíð,
lifðu sæll á ljóssins friðar strönd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
Elsku Linda, Kristófer,Viktoría og
Þorsteinn.
Við vottum ykkur okkar dýpstu
samúð, megi algóður Guð styrkja
ykkur í gegnum þessa erfiðu tíma.
Bára, Kristinn, Unnur,
Andrea og Árni, Hrísey.
Mér hefur alltaf fundist haustið
einn fallegasti tími ársins, litirnir í
gróðrinum virkilega fallegir svona
rétt áður en haustlægðirnar koma og
feykja laufinu af trjánum, en í sama
mund kemur sá sem öllum æðri er og
tekur góðan félaga og frænda, hann
Ása, frá fjölskyldu og vinum. Okkur
sem eftir sitjum ber að halda uppi
minningu um góðan vin sem var
ávallt svo léttur í lund, já hann Ási
frændi hafði smitandi hlátur og
skemmtilegan húmor. Þegar við
frændur vorum rúmlega tvítugir
unnum við saman sem dyraverðir á
gamla Broadway við Álfabakka.
Þarna vorum við saman komnir
frændurnir Ási, Binni, ég og Össi
bróðir, tvö sett af tvíburum á sama
stað, já það var fjör á bænum. Þessi
gamli skemmtistaður var góður
veiðistaður því þarna kynntumst við
Ási konunum okkar. Þegar ég fletti
upp í minningabankanum um hann
Ása kemur Þórsmörkin sterk upp en
eitt sumarið áttum við okkar annað
heimili í Mörkinni og er ein helgi sem
stendur sérstaklega upp úr. Það var
verslunarmannahelgi og komið
sunnudagskvöld, þá dettur Ása í hug
að við pökkum saman og skellum
okkur í starfsmannapartí í Holly-
wood þar sem hann hafði unnið, öllu
var pakkað í gamla græna Blazerinn
hans Ása og perkins-dísilvélin látin
malla í bæinn og auðvitað náðum við í
partíið. Já, þetta voru skemmtilegir
tímar sem gaman er að eiga í minn-
ingunni um góðan félaga og frænda.
Kæri Ási, mig langar að þakka þér
fyrir samfylgdina á lífsins leið þó svo
að við hefðum svo sannarlega viljað
hafa þig svo miklu lengur.
Við Heiða viljum senda Lindu,
Þorsteini Rúnari, Kristófer, Viktor-
íu, Binna, Einari og öðrum aðstand-
endum okkar innilegustu samúðar-
kveðjur, megi algóður Guð bera ljós
til ykkar á þessum erfiðu stundum.
Valur Stefánsson.
Við kveðjum hér góðan vin.
Við vildum ekki trúa fréttunum
sem við fengum miðvikudagskvöldið
7. nóvember sl. Okkur var tilkynnt að
þú værir farinn. Tilfinningin sem
kom upp var reiði og mikil sorg. Okk-
ur fannst við vera týnd og áttavillt
við þessar ótrúlegu fréttir. Við héld-
um fast í þá trú að þú mundir
læknast. Allt mundi verða aftur eins
og það var. En núna á maður erfitt
með að trúa og skilja tilgang þess að
þú ert tekinn frá okkur. Þetta hlýtur
að vera draumur sem við eigum eftir
að vakna af. Það eru aðeins tveir
mánuðir síðan þú greindist. Þessu
lauk svo furðu fljótt. Þó að þú sért
farinn viljum við láta þig vita að við
söknum þín sárt og við munum sjá
þig þegar tími okkar kemur. En núna
ertu orðinn engill sem svífur hátt inn
í hinn fagra heim ljóss og friðar.
Ég veit að það á eftir að vera erfitt
fyrir Lindu og börnin þín að lifa án
þín. Ég veit að með tímanum mun
Guð sefa sorgir þeirra og finna rétta
veginn áfram fyrir þau. Guð hefur
tekið til sín einn af okkar fallegustu
englum og gefið honum nýtt hlut-
verk. Þessi fallegi engill mun ávallt
gæta fjölskyldunnar sinnar að ofan.
Þegar við fluttum til Danmerkur
fyrir nokkrum árum kynnumst við
góðu fólki. Við eignuðumst stóra og
sterka fjölskyldu í Danaveldinu sem
gaf okkur styrk og stuðning. Ási,
Linda og börnin eru ein partur af
þessari stóru fjölskyldu. Það mynd-
uðust sterk bönd á milli okkar. Í dag
eru nokkrir fluttir heim og aðrir eru
ennþá úti. Við sem fluttum heim höf-
um haldið góðu sambandi og hist
reglulega. Förum reglulega í heim-
sókn til hinna sem búa ennþá í
baunalandinu. Þegar hópurinn hittist
er alltaf svo mikið hlegið og svo gam-
an. Ási var kærleiksríkur og góður
vinur. Ási var alltaf í góðu skapi og
gat séð spaugilegar hliðar á öllum
málum. Hann var alltaf tilbúinn að
sprella og taka þátt í fíflaskapnum
með okkur. Hann var einn af þessum
sannkölluðu demöntum, vinur vina
sinna. Ef maður hringdi í hann gat
hann alltaf komið til að hjálpa eða
bara til að spjalla. Hann átti stóran
heiður af því að Elísa gat flutt á milli
staða. Húsgögnin okkar voru ekki
hans uppáhald en alltaf var hann
mættur.
Við mundum aldrei gleyma góðu
stundunum sem við áttum með þér.
Minning þín mun alltaf lifa í hjarta
okkar.
Okkur langar að láta kvæði fylgja
með sem minnir okkur á þig, elsku
vinur.
Hugsandi um engla ég hugsa til þín.
Með hárið þitt eldrautt og heilbrigða sýn.
Er lát þitt ég frétti brást lífstrúin mín.
Hugsandi um engla ég hugsa til þín.
Guð fylgi þér engill þá ferð sem þér ber.
Þótt farin þú sért, þá veistu sem er.
Að sorg okkar hjörtu nístir og sker.
Við sjáumst á ný þegar kemur að mér.
(KK – þýð. ÓGK.)
Elsku Linda, Þorsteinn Rúnar,
Kristófer, Viktoría og aðrir fjöl-
skyldumeðlimir.
Megi guð gefa ykkur styrk á þess-
um erfiðu tímum. Við finnum sárt til
með ykkur og biðjum guð að vera
með ykkur. Þið vitið að þið eigið okk-
ur að.
Kær kveðja
Elísa, Þórður, Sigurjón Ingi
og Kristján Reynir.
Mér var mikið brugðið þegar ég
frétti um daginn að einn af mínum
gömlu félögum væri dáinn. Ása
kynntist ég þegar ég flutti heim frá
Ameríku árið 1987 og hóf að vinna
hjá Olís en þá var hann þar á bíla-
verkstæðinu, í námi minnir mig.
Fljótlega fórum við að verja tíma
saman og hann dró mig m.a. í að fara
að spila handbolta af alvöru með
Þrótti.
Ég á mjög margar skemmtilegar
minningar með Ása frá öllum keppn-
isferðunum með Þrótti víðsvegar um
landið og öllum ævintýrunum við að
komast á áfangastað. Ási var aðal-
markvörður Þróttar á þessum síð-
ustu árum handboltans hjá Þrótti.
Mér er sérstaklega minnisstæð ferð
sem við fórum á Willys með blæju,
sem Ási átti, um hávetur norður til
Húsavíkur. Við vorum náttúrlega á
þeim tíma auralitlir og því ákveðið að
slá saman í púkk og Ási keyrði í há-
vaðaroki, brunagaddi og í fljúgandi
hálku um miðja nótt alla leiðina norð-
ur á Húsavík. Ferðin tók eina 10-12
tíma þar sem keyra þurfti hægt og
Ási fékk alltaf sinadrátt og stoppaði á
klukkutíma fresti alla leiðina. Við
spiluðum síðan við Völsung í bikarn-
um og mig minnir að við höfum unnið
þann leik og héldum síðan upp á það
á Akureyri með miklum gleðskap.
Ég man aldrei eftir Ása öðruvísi en
hressum og hlæjandi, drífandi og
sem traustum félaga. Hin síðari ár,
eftir að hann flutti til Danmerkur,
höfðum við nánast ekkert samband
en ég frétti alltaf af honum frá Binna
bróður. En við Binni þekkjumst vel
og spiluðum líka handbolta saman.
Ég kveð góðan félaga og geymi
góðar minningar um glaðværan sam-
ferðamann og góðan leikfélaga.
Megi góður Guð vaka yfir fjöl-
skyldunni, sérstaklega konu og börn-
um og styrkja þau í baráttunni við
sorgina. Minningin lifir.
Jóhann Gunnar Stefánsson.
Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn
Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast
fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi
eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til-
tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss
er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila-
frestur rennur út.
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín
en ekki stuttnefni undir greinunum.
Minningargreinar