Morgunblaðið - 27.11.2007, Qupperneq 36
Ég kýs að túlka þetta
sem svo að Japanir
séu almennt mjög nettir í
vaxtarlagi … 40
»
reykjavíkreykjavík
Í VIKUNNI lauk sýningu sjö ís-
lenskra myndlistarmanna í um-
breyttu flugskýli í Salzburg. Sýn-
ingin nefndist „Hérna“ og var
myndarlega að henni staðið og við-
tökur góðar. Talsvert mun hafa selst
af verkum, einkum þó eftir aldurs-
forseta hópsins, Helga Þorgils Frið-
jónsson. Þar á meðal keypti franski
leikarinn Gérard Depardieu „Ís-
lenska fiska“, þriggja metra langt
málverk sem sýnir röð svífandi bol-
fiska – eitt af stærstu verkum sem
listamaðurinn hefur málað.
Sýningarsalurinn er í eigu Ma-
teschitz, auðkýfings sem efnaðist á
Red Bull-orkudrykknum og á einnig
keppnislið í formúlunni. Er hann
ástríðufullur listverkasafnari.
Sýningarstjórar komu að utan og
völdu listamennina, sem voru auk
Helga þeir Aron Reyr Sverrisson,
Birgir Snæbjörn Birgisson, Davíð
Örn Halldórsson, Guðmundur Thor-
oddsen, Ragnar Kjartansson og
Þorri Hringsson.
Helgi Þorgils vissi ekki hvað mörg
verkanna seldust endanlega en hann
átti um 20 á sýningunni. „Mateschitz
keypti sjálfur sjö verk. Svo keyptu
systur sem ég þekki tvö, ætluðu að
kaupa fiskaverkið líka en töldu sig
svo ekki hafa nóg veggpláss og gáfu
það eftir til leikarans. Það er frægt
Michelin-veitingahús þarna í flug-
skýlinu, hann kokkar víst þar stund-
um og sá þá sýninguna. Sýning-
arstjórarnir segja hann eiga gott
safn og það sé ágætt að eiga verk
þar á meðal,“ sagði Helgi Þorgils.
Depardieu keypti fiskana
Í flugskýlinu Þrjú verk eftir Helga Þorgils Friðjónsson á sýningunni í
Salzburg, fjær sést eitt af verkum Guðmundar Thoroddsen.
Glysrokk-
ararnir í Sign
luku hljóm-
leikaferð sinni
með Skid Row nú
á sunnudag og
virðist túrinn hafa
tekist vel í öllum aðalatriðum. Á
föstudagskvöldið fóru næstsíðustu
tónleikarnir fram og þeim var fagn-
að með heljarinnar drag-sýningu
að hætti Sign-manna. Egill Rafns-
son trommari bloggar svo á túr-
bloggi sveitarinnar, Sign.blog.is:
„Heimir varð Betty Crocker, Aggi
var Elvis á g-streng og ég veit ekki
einu sinni hvað Addi var. Hann var
einhverskonar geim-maður í bún-
ingi sem hann segist hafa saumað
sjálfur. Ég efa það samt, því ef
hann saumar svona þá er hann á
rangri hillu í rokkinu. Við gengum
alveg fram af Skiddurunum og þeir
sögðu að þetta væri eitt það eft-
irminnilegasta á 20 ára ferli. Þeir
hafa samt án efa verið að ýkja.“
Á rangri hillu ef marka
má saumaskapinn
Gengið hefur verið frá því að
verslunin Saltfélagið og Te & kaffi
verði áfram til húsa í gamla Alli-
anz-Ellingsen húsinu við Granda-
garð. Eftir að Ingunn Werners-
dóttir festi kaup á húsinu hefur
verið óljóst hvaða starfsemi færi
þar fram, en nú mun þeim spurn-
ingum hafa verið svarað, í bili að
minnsta kosti.
Í Saltfélaginu, sem sérhæfir sig í
húsgögnum skapandi hönnuða,
stendur til að setja reglulega upp
sýningar myndlistarmanna. Þá eiga
listamenn athvarf á efri hæðum
hússins, þar er meðal annars hljóð-
ver hljómsveitarinnar Slowblow.
Saltfélagið áfram
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
MEÐ tilheyrandi sveiflu komst lagið „Fullkomið
líf“ áfram í söngvakeppninni í Laugardagslög-
unum um helgina. Það var Eurobandið með Reg-
ínu Ósk og Friðrik Ómar í farabroddi sem flutti
lagið sem margir segja sniðið inn í Söngva-
keppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Höfundur
þess, Örlygur Smári, neitar því heldur ekki að
lagið hafi verið samið með söngvakeppnina í
huga. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef samið
meðvitað fyrir Evróvisjón,“ segir Örlygur sem
er ekki ókunnugur keppninni. „Ég kom tveimur
lögum inn í undankeppnina árið 2000 og vann
hana að endingu með „Tell me“ í flutningi Ein-
ars Ágúst og Telmu. Ég hafði þá aldrei verið
mikill Evróvisjónkarl en árið áður hafði Selma
rifið upp stemninguna gagnvart keppninni og
mér fannst tilvalið að prufa að senda inn lög sem
ég var leiður á að hafa ofan í skúffu.“
Samdi í Svíþjóð
Aðalkeppnin 2000 var síðan haldin í Svíþjóð
þar sem Örlygur bjó sín æskuár.
„Svíar eru þriðju stærstu tónlistarútflytjendur
í heiminum þannig að mér fannst spennandi að
flytja aftur þangað og reyna fyrir mér í brans-
anum þar. Ég lærði líka hljóðupptökur í Stokk-
hólmi jafnhliða því að ég otaði mínum tota áfram
í tónlistinni. Ég komst inn í hóp lagahöfunda sem
ég vann með í rúmlega tvö ár. En þegar maður
er á svona stórum markaði er allt svo þungt í
vöfum og mér var farið að leiðast þetta þóf, við
vorum búnir að semja fullt af góðri tónlist en
aldrei gerðist neitt en allt var næstum því að
fara að gerast. Við fjölskyldan ákváðum því að
flytja heim árið 2005.
Hérna heima er ferlið frá því að þú gerir lag
og kemur því á framfæri styttra og auðveldara.
Nokkrum mánuðum eftir að heim til Íslands var
komið var auglýst eftir lögum í Söngvakeppni
Sjónvarpsins 2006 og ákvað ég að prófa að senda
inn tvö lög sem komust bæði inn,“ segir Örlygur
sem stofnaði fyrirtækið Hljóðhönnun er hann
flutti heim þar sem hann starfar að framleiðslu
tónlistar auk hljóðvinnslu fyrir sjónvarp.
Tónlistarsaga Örlygs nær þó lengra en til
Evróvisjón árið 2000 því hann var söngvari og
rytmagítarleikari ballhljómsveitarinnar Kirsu-
bers í tíu ár. „Við vorum alltaf með þau plön að
gefa eitthvað út en ekkert varð úr því annað en
við sendum frá okkur tvö lög,“ segir Örlygur og
kveðst ekki finna til löngunar að standa í sviðs-
ljósinu aftur enda leikur lífið við hann sem laga-
höfund og útsetjara um þessar mundir. Hann
samdi meðal annars fjögur lög á nýjustu plötu
Páls Óskars, Allt fyrir ástina, þar af hafa þrjú
þeirra farið á toppinn, auk þess sem hann útsetti
átta af þeim ellefu lögum sem eru á henni. Örlyg-
ur er samt ekki eingöngu í danstónlistinni. „Ég á
líka eitt lag, „Ég hef fengið nóg“, á plötunni með
Hara-systrum, annað á plötu Einars Ágústs, „Af
stað“, og þrjú á væntanlegri plötu Bermúda og
þetta eru allt venjuleg popplög.“
Örlygur segir drauminn vera að geta helgað
sig tónlistinni algjörlega og óskipt. „Mér þætti
líka spennandi að koma á fót einskonar lagahöf-
undasamvinnu eins og ég var þátttakandi að í
Svíþjóð. Ég hef engan metnað í að koma fram
sjálfur, heldur að gera góð lög sem fara í hend-
urnar á góðum tónlistarmönnum sem lyfta þeim
á enn hærra plan. Um daginn stóð ég úti í sal á
útgáfutónleikunum hans Páls Óskars, hlustaði á
hann flytja lög eftir mig og alla syngja með. Fyr-
ir tónlistarmann er það besta upplifun sem mað-
ur getur fengið. Að gera eitthvað sem hreyfir
svona við fólki er ómetanlegt.“
Vill gera góð lög
Örlygur Smári samdi fjögur lög á plötu Páls Óskars og tekur þátt í Evróvisjón
Morgunblaðið/Frikki
Örlygur Smári Farsæll lagahöfundur sem tekur þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár auk þess að
reka fyrirtækið Hljóðhönnun heima hjá sér og starfa sem hljóðmaður í lausamennsku.
■ Fim. 29. nóvember kl. 19.30
Adés og Stravinskíj. Dáðasta tónskáld Breta af yngri
kynslóðinni, Thomas Adés, sækir okkur heim. Flutt verða verkin
Asyla og Concentric Paths eftir Adés og Scherzo Fantastique og
Sálmasinfónían eftir Stravinskíj.
Stjórnandi: Thomas Adés.
Einleikari: Carolin Widman, fiðla
Kór: Hamrahlíðarkórarnir.
Kórstjóri: Þorgerður Ingólfsdóttir
■ Fös. 7. desember kl. 19.30
Lífið kallar. Styrktartónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar og FL
Group. Uppselt.
■ Lau. 15. desember kl. 14 nokkur sæti laus og kl. 17
Jólatónleikar. Hnotubrjóturinn eftir Tsjajkovskíj. Nemendur úr
Listdansskóla Íslands dansa og trúðurinn Barbara segir söguna.
Athugið: Þeir sem eiga frátekna miða á Vínartónleikana í janúar
þurfa að greiða þá í síðasta lagi í byrjun desember.Miðasala
S. 545 2500
www.sinfonia.is