Morgunblaðið - 27.11.2007, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2007 39
ÆVINTÝRAMYNDIN Beowulf,
eða Bjólfskviða eins og hún heitir á
íslensku, var langmest sótta myndin
í íslenskum kvikmyndahúsum um
helgina. Rúmlega 5.000 manns sáu
myndina fyrstu sýningarhelgina, en
í öðru sæti hafnaði hin sannsögulega
spennumynd American Gangster.
Sæbjörn Valdimarsson, kvik-
myndagagnrýnandi Morgunblaðs-
ins, gaf Bjólfskviðu þrjár stjörnur í
blaðinu í gær, og sagði meðal annars
að um mikilfenglegt ævintýri væri
að ræða, og að fyrri hlutinn sé frá-
bær skemmtun. Bjólfskviða er gerð
með nýrri tækni sem felst í því að
tölva nemur hreyfingar leikara sem
síðan eru teiknaðar aftur fyrir hvíta
tjaldið og má því í raun segja að um
leikna teiknimynd sé að ræða.
Hryðjuverkin heilla ekki
Gamanmyndin Dan In Real Life
sem einnig var frumsýnd um helgina
fékk nokkuð góða aðsókn, en rúm-
lega þúsund manns skelltu sér á
hana. Myndin skartar Steve Carrell
í aðalhlutverkinu, en hann leikur
mann sem verður ástfanginn af
konu, en kemst síðar að því að hún
er kærasta bróður hans.
Þriðja myndin sem frumsýnd var
um helgina, hin dramatíska Rendi-
tion, náði aðeins sjötta sætinu, en
rúmlega 500 manns sáu þá mynd frá
föstudegi til sunnudags. Ef til vill
hefur alvarlegt umfjöllunarefnið
fælt fólk frá, en myndin kemur inn á
hryðjuverk, fangaflug og mannrétt-
indi. Leikararnir eru hins vegar ekki
af verri endanum, Reese Witherspo-
on, Jake Gyllenhaal, Meryl Streep
og Alan Arkin.
Loks vekur athygli að íslenska
kvikmyndin Veðramót er enn á með-
al tíu vinsælustu myndanna, eftir
heilar 14 vikur á lista.
Tekjuhæstu myndirnar í íslenskum kvikmyndahúsum
Keppinautarnir áttu enga
möguleika í Bjólfskviðu
?+6
!
"#$%
&
'
(()
(
*+,
-&.//
- 0%
12'(3
4
5 $
Kynþokki Angelina Jolie leikur eitt aðalhlutverkanna í Bjólfskviðu, ásamt
þeim Anthony Hopkins, John Malkovich og Robin Wright Penn.
Stærsta kvikmyndahús landsins
Rendition kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 16 ára
Elizabeth kl. 5:30
Eastern Promises kl. 10:40 B.i. 16 ára
Syndir Feðranna Síðustu sýningar kl. 6 - 8 - 10 B.i. 12 ára
Veðramót Síðustu sýningar kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 14 ára
Sýnd kl. 6
Taktu út refsinguna með Mr.Woodcock
ENGIN MISKUN
Kauptu bíómiða í Háskólabíó á
Sýnd kl. 10:30 B.i. 16 ára
SÍÐUSTU
SÝNINGAR
SÍÐUSTU
SÝNINGAR
eeee
- R. H. – FBL
Hlaut Edduverðlaunin sem besta
heimildarmynd ársins
eeee
- B.B., PANAMA.IS
eeee
- S.V., MORGUNBLAÐIÐ
Sýnd kl. 7 og 10 B.i. 16 ára
HVERNIG TÓKST EINUM
BLÖKKUMANNI AÐ
VERÐA VALDAMEIRI
EN ÍTALSKA MAFÍAN?
eeee
- LIB, TOPP5.IS
Miðasala á www.laugarasbio.is
A.T.H. BYGGÐ Á SÖNNUM ATBURÐUM.
Dóri DNA - DV
eeee
- S.V., MBL
www.haskolabio.is Sími 530 1919
-bara lúxus
Sími 553 2075
Sýnd kl. 5:30, 8 og 10:30 B.i. 16 ára
Áhrifamikil mynd um aðferðir
Bandaríkjamanna í baráttunni
gegn hryðjuverkum.
Hvað ef sá sem þú elskar...
Hverfur sporlaust?
Hvað ef sá sem þú elskar... Hverfur sporlaust?
Kauptu bíómiða í Háskólabíó á
eeee
- S.V., MORGUNBLAÐIÐ
eeee
- T.S.K., 24 STUNDIR
eeee
- L.I.B., TOPP5.IS
FRÁ LEIKSTJÓRANUM
DAVID CRONEBERG
Upp með Vestfirði!
Pantanir: 456-8181- jons@snerpa.is
Vestfirska forlagið
Síra Kjartan Kjartansson
í Grunnavík
Síra Kjartans Kjartansson-
ar, sem vígðist til Grunna-
víkur 1893 og hélt til 1916,
getur töluvert við Furu-
fjörð, bænhúsið á Austur-
ströndum. Hann var ekki
búsýslumaður og varð jafn-
vel að ráða sig á hvalveiði-
skip til að afla heimilinu
tekna, en kirkjujarðirnar
gengu undan 1913, þegar
söfnuðurinn tók við Staðar-
kirkju. Við biskupsvisitasíu
þá um sumarið hittist svo
illa á, að presturinn var að
hvalveiðum. Sóknarbændur
báðu um gott veður, því að
presturinn var ómissandi
kennari, síðan fræðslulögin
1907 tóku gildi.
Auk hans kenndi og síra Gísli bróðir hans í Grunnavík 1905-1909, en hann
var þau árin embættislaus vestra.
Síra Kjartan færði prestssetrið niður að sjó, byggði þar all stórt stein-
steypt hús, er síðan heitir í Sætúni. Urðu þau umsvif mjög kostnaðarsöm
og eru skýringin á féleysi hans, sjómennsku og afhendingu kirkjunnar til
safnaðarins. Verð: 2,900,-kr.
Fæst í bókaverslunum um land allt
ROKKARINN Marilyn Manson
kallar ekki allt ömmu sína frekar en
fyrri daginn og nú ætlar hann að
setja heimsmet í snákabaði. Jackie
Bibby, sem er núverandi heims-
methafi, baðaði sig með 87 skrölt-
ormum í 45 mínútur, en Manson ætl-
ar að gera enn betur. „Snöggar
hreyfingar hræða skröltorma og þá
geta þeir bitið. Ef
maður hreyfir sig
rólega gera þeir
hins vegar ekk-
ert,“ segir Bibby.
Ekki er vitað
hvenær Manson
ætlar að reyna
við heimsmetið,
en heimspressan
fylgist án efa
spennt með.
Snákabað
Marilyn Manson