Morgunblaðið - 27.11.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 27.11.2007, Blaðsíða 44
ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 331. DAGUR ÁRSINS 2007 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Fá ekki nýtt MS-lyf  Fólk með MS-sjúkdóminn hefur í meira en ár beðið eftir því að fá lyfið Tysabri, en lyfið hefur gagnast vel gegn sjúkdóminum og er notað í grannlöndunum. Svana Kjart- ansdóttir er með MS. Hún segir að reynt hafi verið árangurslaust að fá upplýsingar um stöðu málsins. »4 Fjögur menntafrumvörp  Fjögur ný frumvörp um leik-, grunn- og framhaldsskóla voru í gær kynnt þingflokkunum. Frumvörpin mynda eina heild og er helsta mark- mið með þeim að draga úr miðstýr- ingu og auka sveigjanleika milli skólastiga. »2 Hver sekúnda mikilvæg  Formaður svæðisstjórnar Slysa- varnafélagsins Landsbjargar á svæði 16 segir að þegar maður lendi í vatni skipti hver sekúnda máli með tilliti til björgunar. Upphaflega til- kynningin um bíl sem hafnaði í Höfðabrekkutjörnum barst til Neyðarlínunnar kl. 9.28 á sunnudag en björgunarsveitarmenn fengu ekki boð um útkall fyrr en kl. 10.18. »6 Abbas bjartsýnn  Mahmoud Abbas, forseti Palest- ínu, sagðist í gær vera bjartsýnn á að góður árangur yrði af frið- arráðstefnunni um Miðausturlönd sem haldin verður í strandbænum Annapolis, skammt utan við Wash- ington, í dag. »14 SKOÐANIR» Staksteinar: Mótvægisaðgerðir … Forystugreinar: Sjónvarpsfréttir á mbl.is | Hverjir búa til fötin okkar? Ljósvakinn: Þægileg þáþrá UMRÆÐAN» Heilbrigði fatlaðra í Reykjavík Mansal á Íslandi? Fréttir eða spuni Ferðafélag Íslands 80 ára   '(  ' ' '(  '( '  4  5%) 0 %-  6  "%%&%* 0 %  '  ' '( '  '( '  / 7 2 ) ' '  ' ' ' '(( '( ' ' 89::;<= )>?<:=@6)AB@8 7;@;8;89::;<= 8C@)7%7<D@; @9<)7%7<D@; )E@)7%7<D@; )3=))@&%F<;@7= G;A;@)7>%G?@ )8< ?3<; 6?@6=)3-)=>;:; Heitast 5 °C | Kaldast -1 °C  Fremur hæg sunnan- og suðvestanátt. Dálítil rigning eða slydda s- og v-lands, bjartviðri á N- og A-landi. » 10 Hver einasta per- sóna í gamanmynd- inni Dan In Real Life er klisjukennd og myndin er því ekki góð. »38 KVIKMYNDIR» Innantóm og ótrúverðug GAGNRÝNI» Strákarnir í Sign fá þrjár stjörnur. »37 Allt útlit er fyrir að Bítillinn Paul McCartney sé kom- inn með nýja kær- ustu, vel þekkta leik- konu. »38 FÓLK» Kominn með kærustu? TÓNLIST» Carola heldur aðra tónleika á Íslandi. »41 TÓNLIST» Söngvari Quiet Riot er látinn. »41 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Sarah segir stærðina engu skipta 2. Hafa misst trúna á Íslandi 3. Fegurðardrottning stóð af sér … 4. BA hættir flugi til Íslands FRANSKI leikarinn Gérard Depar- dieu keypti málverk af Helga Þor- gilsi Friðjónssyni myndlistarmanni á samsýningu sjö íslenskra mynd- listarmanna sem haldin var í flug- skýli í Salzburg í Austurríki en sýn- ingunni er nýlokið. Verkið sem Depardieu keypti nefnist „Íslenskir fiskar“ og er þriggja metra langt málverk af bol- fiskum. „Sýningarstjórarnir segja hann eiga gott safn og það sé ágætt að eiga verk þar á meðal,“ segir Helgi Þorgils sem seldi töluverðan fjölda verka á sýningunni. Gérard Depardieu er einn fræg- asti leikari Frakka og er hvað þekkt- astur fyrir hlutverk sitt sem Cyrano de Bergerac í samnefndri kvikmynd frá árinu 1990, en fyrir það hlutverk var hann tilnefndur til Óskars- verðlauna. | 36 Keypti verk af Helga Þorgilsi Gerard Depardieu Helgi Þorgils Friðjónsson „ÉG læt mig dreyma um að leika einhvern tíma með Liver- pool,“ segir knattspyrnu- maðurinn Björn Jónsson af Akra- nesi sem á dög- unum var valinn í úrvalslið Evr- ópumóts landsliða, skipað leik- mönnum undir 17 ára. Björn er samningsbundinn Heerenveen í Hollandi en hann vakti athygli með íslenska U17 ára liðinu sem lék í úr- slitakeppninni sl. sumar í Belgíu. Alls eru 20 leikmenn valdir í úrvals- liðið og á meðal leikmanna í því liði má nefna Spánverjann Bojan Krkic hjá stórliðinu Barcelona. Björn samdi við hollenska liðið eftir 9. bekk í grunnskóla en hann stundar fjarnám við Verkmenntaskóla Ak- ureyrar samhliða atvinnumennsk- unni í Hollandi. „Eini ókosturinn við Holland er að ég get ekki keyrt bíl fyrr en ég verð 18 ára,“ segir Björn. | Íþróttir Í úrvalslið Evrópu Björn Jónsson Eftir Andra Karl andri@mbl.is FYRSTA skref í eflingu sjónvarps- þjónustu á fréttavef Morgunblaðs- ins, mbl.is, var tekið í gær þegar fyrsti sjónvarpsfréttatíminn fór í loftið. Unnið verður að því að tvö- falda vefgátt mbl.is á næstu dögum en hámarksafkastageta hennar var nýtt á meðan fréttatíminn var í loft- inu – og því liggja áhorfstölur ekki fyrir. Í kjölfarið verður gáttin tí- földuð. Fréttatími mbl.is verður sendur út alla virka daga rétt fyrir hádegi auk þess sem hann er uppfærður reglulega yfir daginn. Einar Sig- urðsson, forstjóri Árvakurs, var af- ar ánægður með viðtökur sjón- varpsins sem hann segir veita notendum mbl.is persónulega teng- ingu við vefinn. Hann telur gerð sjónvarpsins einnig henta flestum. „Þetta fjögurra til fimm mínútna form hentar mjög vel þeim sem eru í vefumhverfinu. Menn vinna venju- lega mjög hratt og viða að sér upp- lýsingum á stuttum tíma. Með til- komu sjónvarps mbl.is fá þeir gott yfirlit yfir það sem er að gerast á degi hverjum.“ Hann bendir jafn- framt á að þrátt fyrir að sjónvarpið sé sjálfstæður miðill innan mbl.is verði hann einnig tæki til að kveikja áhuga á því sem Morg- unblaðið er að fást við, en í blaðinu verður kafað dýpra ofan í helstu mál. Í vaxandi mæli munu vefurinn og Morgunblaðið vinna meira sam- an. Megináhersla var lögð á fréttir af innlendum vettvangi í fréttatíma gærdagsins en með tímanum munu erlendar fréttir fá meira vægi. Af helstu fréttum sem teknar voru fyr- ir í gær má nefna viðtal við Geir H. Haarde forsætisráðherra sem tók af skarið hvað varðar málefni Hita- veitu Suðurnesja auk þess sem hann aðspurður beindi því til ráð- herra að þeir þyrftu að gæta að stóryrðunum þegar þeir blogga. | 8 Aðeins fyrsta skrefið  Veitir notendum mbl.is persónulega tengingu við vefinn  Mikil aðsókn var að sjónvarpsfréttaþjónustu mbl.is Fyrsti sjónvarpsfréttatími mbl.is var sendur út í gær Morgunblaðið/Brynjar Gauti Útsendingin undirbúin Guðmundur Hermannsson, fréttastjóri mbl.is, og Telma Tómasson fréttamaður undirbúa fyrstu útsendinguna. Fyrir aftan standa Einar Sigurðsson, forstjóri Árvakurs, og Jón Pétur Jónsson fréttamaður. Útsending Telma Tómasson fréttamaður las yfirlit sjónvarpsfrétta mbl.is. ♦♦♦ Fréttir mbl.is VEFVARP mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.