Morgunblaðið - 01.12.2007, Page 18

Morgunblaðið - 01.12.2007, Page 18
18 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ég hef kannski aðeins of oft minnst á það í þessum dálki að þingstörf hafi verið daufleg það sem af er þingvetri. Blessunarlega þarf ég ekki að gera það í dag því vikan sem nú er að líða var langt frá því að vera viðburðalaus. Satt best að segja var þetta vika stórtíðinda. Nú gætu lesendur haldið að ég væri að vísa til nefndarálits fjár- laganefndar um fjárlagafrumvarpið fyrir 2008. Eða jafnvel látanna vegna þingskapafrumvarpsins. Nei, það var miklu stærra mál sem skók þingheim í þessari viku, og ekki bara þingheim heldur sam- félagið allt! Stundum er það þannig að minnst fer fyrir stærstu málunum. Hún var hvorki löng né íburðamikil fyr- irspurn Kolbrúnar Halldórsdóttur til heilbrigðisráðherra: 1. Hvernig hefur sú hefð mótast á fæðingardeildum opinberra sjúkra- stofnana að nýfædd stúlkubörn eru klædd í bleikt en drengir í blátt og þeir auðkenndir með bláum arm- böndum og stúlkur með bleikum? 2. Telur ráðherra koma til greina að þeirri hefð verði breytt á þann veg að nýfædd börn verði ekki að- greind eftir kyni með bleikum og bláum armböndum og að þau verði framvegis klædd í hvítt eða aðra kynhlutlausari liti? Baksíða og í beinni Og hvað gerðist? Fjölmiðlar tóku þessa litlu fyr- irspurn upp. Fréttin rataði á bak- síðu Morgunblaðsins og Ríkissjón- varpið var í beinni frá fæðingardeildinni. Allt varð vitlaust í bloggheimum og ég leyfi mér að giska á að málið hafi verið rætt á all- mörgum kaffistofum vinnustaða, a.m.k. lenti ég oftar en einu sinni í umræðum í matsal Alþingis og fékk vinsamleg skilaboð um að gert væri ráð fyrir að bleiki og blái liturinn yrðu efni næsta þingbréfs, sem þeir auðvitað eru. „Hefur Alþingi ekkert betra að gera?“ spurði fólk yfir sig hneykslað. Þingmenn urðu súrir út í fjölmiðla fyrir að blása einmitt þetta mál upp og við fjölmiðlafólkið bentum aftur á almenning sem sýnir einmitt svona málum mestan áhuga. M.ö.o. fór málið í hring og allir voru hneyksl- aðir á einhverjum öðrum fyrir að sýna bláa og bleika litnum áhuga. 30 mínútna stórmál Kolbrún Halldórsdóttir fékk sinn skerf af reiðilestrum fyrir að vera að eyða tíma sínum og annarra í þessa vitleysu og ætla mætti að þetta væri eina þingmálið sem hún hefur lagt fram á þeim átta árum sem hún hef- ur setið á þingi. En látum okkur sjá. Það er erfitt að ímynda sér að það hafi tekið Kolbrúnu sérstaklega langan tíma að koma fyrirspurninni niður á blað, 10 mínútur í mesta lagi. Þegar munnlegar fyrirspurnir eru teknar á dagskrá Alþingis má fyr- irspyrjandi tala tvisvar sinnum, samtals í fimm mínútur, og ráðherra tvisvar, samtals í sjö mínútur. Öðr- um þingmönnum er heimilt að gera stutta athugasemd í eina mínútu. Stundum gera 3-4 þingmenn at- hugasemd en þar sem þetta er stór- mál er vissara að gera ráð fyrir fleir- um. Myndu allir nýta ræðutíma sinn til fulls og átta þingmenn gera at- hugasemd þá tæki þetta mál samtals tuttugu mínútur í meðförum þings- ins og þ.a.l. samtals 30 mínútur af þingmannsferli Kolbrúnar Halldórs- dóttur. Allir með skoðun En hvers vegna allt þetta fjaðra- fok út af svona „ómerkilegu máli“? Í hverri viku koma fram margar fyr- irspurnir og þingmál sem margir myndu flokka sem lítilvæg. Mögulega vakti þessi frétt svona mikla athygli því hún snertir svo marga. Sumir fögnuðu fyrirspurn- inni í von um að hún gæti breytt bláu og bleiku hefðinni, öðrum þótti alveg út í hött að breyta einmitt þessu og enn öðrum finnst bara yfirleitt leið- inlegt að heyra tillögur um breyt- ingar. (Þó skal tekið fram að í fyr- irspurninni kemur hvergi fram skoðun á hvort eigi að breyta þessu eða ekki.) Ég á heima í fyrsta hópnum enda hefur mér alltaf þótt skrítin venja að skipta börnum á afgerandi hátt í hópa, hvort sem það er vegna kyns, litarháttar, þroska eða hvers annars sem okkur hefur í gegnum tíðina tekist að nota til að takmarka mögu- leika fólks. Bleiki og blái liturinn er nefnilega hluti af miklu stærri að- greiningu. Litaskiptingin hjálpar okkur við að koma ómeðvitað fram við börn á ólíkan hátt og ýta undir ákveðna eiginleika hjá þeim sem síð- ar eru notaðir til að marka þeim hefðbundinn bás í samfélaginu, og einmitt þessum hefðbundnu básum er ég mótfallin. En burtséð frá því hvað fólki finnst um bleiku og bláu fötin held ég að það sé óþarfi að hafa af því stórar áhyggjur að Alþingi sé al- gjörlega lamað vegna vinnu við svona „tilgangslaus“ mál. Og fyrir þá sem finnst tímasóun að lesa um svona fyrirspurnir þá bendi ég á ágætan fréttaflutning margra miðla í vikunni af annarri umræðu um fjárlög, nýju frumvarpi um þingsköp og vangaveltum um kristilegt siðgæði í skólum. Stóra bláa og bleika barnafatamálið ÞINGBRÉF Halla Gunnarsdóttir Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is KÁRAHNJÚKAVIRKJUN var formlega gangsett í gær. Vegna ill- viðris á landinu hittust um 100 gestir Landsvirkjunar, sem ætluðu með flugi austur í Fljótsdalsstöð virkjun- arinnar í gærmorgun, á Hótel Nor- dica þar sem gangsetningarathöfnin fór fram samhliða athöfninni í Fljótsdalsstöð með gagnvirkum fjar- fundabúnaði, en þar voru rúmlega hundrað manns. Árni Benediktsson, verkefnis- stjóri véla og rafbúnaðar, og Georg Pálsson, stöðvarstjóri Fljótsdals- stöðvar, ræstu vél 6 og afhenti Árni Georg ræsitölvu vélanna. Ráðherrar gáfu fyrirmæli úr höfuðstaðnum austur í Fljótsdal um að vél nr. 6 skyldi ræst; Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra sagði „Ræsa!“ og þegar vélin var komin í fulla 600 snúninga á mínútu tók Árni M. Mat- hiesen fjármálaráðherra sér fleyg orð í munn: „Er ekki kominn tími til að tengja“ og skipaði þar með fyrir um að rafmagn yrði fasað við raf- orkukerfið. Þar með eru fimm af sex vélum í orkuframleiðslu og sú síðasta verður prófuð í desember og gang- sett fyrir vatni í janúar nk. Georg Pálsson segir að 9 stöðv- arverðir og 2 stjórnendur muni sinna eftirliti og viðhaldi á búnaði ásamt því að grípa inn í og aðstoða Lands- net ef þörf er á í rekstri raforkukerf- isins. Virkjuninni verður allajafna fjarstýrt frá Landsvirkjun í Reykja- vík. Fullnaðaruppgjör 2009 Friðrik Sophusson sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að kostnaður við virkjunina væri nú talinn, miðað við upphaflegar áætlanir Lands- virkjunar, 5 til 6% yfir áætlun og þar innifalið allt það sem gæti þurft að greiða umfram samninga. Tölur um endanlegan kostnað eiga að liggja nokkuð ljóst fyrir í lok næsta árs og fullnaðaruppgjör 2009 þegar vinnu verður að fullu lokið við Hraunaveitu austan Snæfells. Friðrik segir þetta innan þeirra skekkjumarka sem bú- ast megi við í framkvæmd af þessari stærðargráðu og sem felur í sér svo mikla jarðfræðilega óvissu. „Álverð er nú talsvert hærra en þegar við gerðum samningana við Alcoa og það ætti að hjálpa okkur þegar við horfum fram í tímann á arðinn af þessari virkjun,“ sagði Friðrik. Virkjunin 5 til 6% yfir áætlun  Kárahnjúkavirkjun formlega gangsett og skilar nú tilætlaðri orku  Forstjóri Landsvirkjunar segir Kárahnjúkavirkjun eitt flóknasta tæknilega verk Íslendinga til þessa og þekkinguna útflutningsvöru Morgunblaðið/Brynjar Gauti Kampakátir Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, Páll Magnússon, stjórnarformaður Landsvirkjunar, Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra og Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra slógu á létta strengi á Nordica í gær. Vernd Stytta heilagrar Barböru, verndara námumanna, uppi á vegg. Ábúðarfullir Árni Benediktsson, verkefnisstjóri véla og tæknibúnaðar, og Georg Pálsson stöðvarstjóri ræstu vél sex að skipun ráðherranna. 2002 Viljayfirlýsing við Alcoa um bygg- ingu álvers á Reyðarfirði undirrituð í júlí. Tveir stærstu verksamningar virkjunarinnar um Kárahnjúkastíflu og aðrennslisgöng gerðir við lægst- bjóðanda, Impregilo, í árslok. 2003 Samningar undirritaðir við Alcoa og Impregilo í mars. Gerð hjáveitugöng í stíflustæði Kárahnjúkastíflu og unnið í stíflubotninum. Samningar um Desjarárstíflu og Sauðárdals- stíflu gerðir við Suðurverk og um byggingu stöðvarhúss og aðliggjandi ganga við Fosskraft. Búnaður boð- inn út og samið við vélaframleiðand- ann VA Tech. Jöklu veitt í hjárennsl- isgöng í desember. 2004 Framkvæmdir við Desjarárstíflu og Sauðárdalsstíflu hefjast um haustið. Samningur um gerð syðri hluta Jök- ulsárganga gerðir við Arnarfell og við Impregilo um nyrðri enda. Lokið grefti og sprengingum vegna stöðv- arhússhellis, þrennra aðliggjandi ganga og tvennra lóðréttra aðfalls- ganga í árslok. 2005 Eiginleg bygging stöðvarhúss og niðursetning véla. Arnarfell fær samning um gerð Ufsar- og Keldu- árstíflu og Kelduár- og Grjót- árganga austan Snæfells. Sjö mán- aða tafir á heilborun vegna jarðfræðilegra erfiðleika undir Þrælahálsi. 2006 Kárahnjúka-, Desjarár- og Sauð- árdalsstífla að mestu tilbúnar. Í end- aðan september lokað fyrir hjáveitu- göng Jöklu og byrjað að safna vatni í Hálslón. 2007 Fyrsta vél í stöðvarhúsi keyrð án vatns, afhending raforku til álvers- ins á Reyðarfirði hefst af landsneti í apríl. Vélaprófanir allt árið og fyrsta vél keyrð með vatni í ágúst. Jökulsá í Fljótsdal veitt í botnrás og byggð upp stífla í farveginum í ágúst. Kára- hnjúkavirkjun á skv. samningum við Alcoa Fjarðaál að vera rekstrarhæf í byrjun október. Hálslón fylltist í október og hleypt var vatni um að- rennslisgöng til stöðvarhúss. Vélar gangsettar í nóvember og virkjunin formlega tekin í notkun. Sagan „KÁRAHNJÚKAVERKEFNIÐ nýtur virðingar á al- þjóðavísu og er að mínu mati vel heppnað,“ segir Guð- mundur Pétursson, yfirverkefnisstjóri Kárahnjúka- virkjunar hjá Landsvirkjun. „Þrátt fyrir ýmsa erfiðleika í framkvæmdinni og nokkra seinkun teljum við að vel hafi verið að verki staðið.“ Guðmundur segir að Landsvirkjun telji að þessu verkefni hafi verið sniðinn mjög þröngur stakkur hvað varðar tíma. Aðalverktakinn, Impregilo, hafi staðið sig mjög vel að öðrum verktökum ólöstuðum. Um það hvort Landsvirkjun myndi á nýjan leik ætla slíku fyr- irtæki að koma sér fyrir og hefja framkvæmdir sam- tímis segir hann það ósennilegt og að ætla þurfi meiri tíma í undirbúning. „Við höfum yfirleitt gert ráð fyrir lengri tíma fyrir aðstöðusköpun, þ.e. að leggja vegi, brýr, rafmagn og koma upp vinnubúðum. Það var nýtt að verktakarnir þyrftu að mestu leyti sjálfir að sjá um vinnubúðir og vegalagningu, flytja inn vélar og hefja framkvæmdir, allt á sama tíma, og því óhemjumikil byrði lögð á þá. Impregilo þurfti t.d. að byggja fjögur þorp uppi á fjöllum fyrir á annað þúsund manns. En þetta voru mikilvægir samningar við viðskiptavininn, Alcoa, og þrýstingur því mikill.“ Impregilo hefur byggt um 180 stíflur um allan heim og unnið um 3000 kíló- metra af neðanjarðargöngum. Guðmundur segir ekki algengt að verk af þessari stærðargráðu erlendis séu unnin á jafnskömmum tíma og reyndin var með Kárahnjúkavirkjun. Verkið nýtur alþjóðlegrar virðingar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.