Morgunblaðið - 01.12.2007, Side 20

Morgunblaðið - 01.12.2007, Side 20
20 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞÓRARINN Jónsson, listnemi í Toronto, gæti átt von á allt að fjögurra ára fangelsi ef hann verður fundinn sekur um óspektir og að raska allsherjarreglu eftir að hafa komið fyrir poka sem á var letrað „Þetta er ekki sprengja“ á listasafni í borginni á miðvikudag. Uppátækið var hluti af verkefni hans á námskeiði um vídeólist, en olli talsverðu upp- námi í miðborg Toronto. Lög- regla og sprengjuleitarsveitir voru kallaðar til og aflýsa þurfti fjáröflunarsamkomu góðgerðar- samtaka um kvöldið. Þórarinn gaf sig fram við lögreglu í fyrra- dag og var hnepptur í gæslu- varðhald. Honum voru birtar ákærur í gær og síðan sleppt gegn tryggingu. Ekki náðist í Þórarin í gær, en samkvæmt því sem kanadíska dagblaðið Toronto Star hefur eft- ir lögfræðingi hans hlaut Þórar- inn góðan aðbúnað í fangelsinu um nóttina. Frelsi Þórarins er ýmsum skilyrðum háð, hann má ekki koma inn á lóð listasafnsins, ekki meðhöndla sprengiefni og hann verður að sækja sér faglega ráðgjöf. Blaðið hefur jafnframt eftir rannsóknarlögreglumann- inum Leslie Dunkley að brot Þór- arins geti varðað allt að fjögurra ára fangelsi. „Þetta er mjög al- varlegt afbrot,“ sagði Dunkley. „Við tökum þau mjög alvarlega og viljum alls ekki ýta undir þau.“ Sjónvarpsstöðin CTV segir há- skólann sem Þórarinn stundar nám við, Ontario College of Art and Design, hafa fordæmt gjörðir hans og vikið honum úr námi tímabundið. Að auki hafi tveimur kennurum verið vísað frá störfum á meðan atvikið er rannsakað. Getur bú- ist við 4 ára fangelsi Ákærur Teiknari á vegum CTV fylgdist með í réttarsalnum þegar Þórarni voru birtar ákærur í gær. UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur bréflega minnt stjórn Ríkisútvarps- ins ohf. á ákvæði upplýsingalaga um að bregðast fljótt við fyrirspurnum um gögn sem falla undir lögin. Til- efnið eru svör útvarpsstjóra og stjórnarformanns RÚV í fjölmiðlum um að þeir myndu ekki hvað út- varpsstjóri hefði í laun. Upphaf málsins var að blaðamað- ur Vísis.is óskaði í haust eftir upp- lýsingum um laun Páls Magnússon- ar útvarpsstjóra. Í frétt Vísis kom fram að Páll hefði borið við minn- isleysi um eigin laun og að Ómar Benediktsson, formaður stjórnar RÚV, hefði sagt að hann myndi ekki „hvað útvarpsstjóri [hefði] í laun en þau [yrðu] gefin upp á næsta aðalfundi Ríkisútvarpsins“. Jafnframt var haft eftir honum að ástæðulaust væri að halda launun- um leyndum. Af þessu tilefni ritaði umboðs- maður Alþingis bréf til stjórnar RÚV hinn 18. september og óskaði eftir staðfestingu um að ummælin væru rétt eftir höfð og að RÚV lýsti afstöðu sinni til tiltekinna ákvæða upplýsingalaga sem fjalla um launa- kjör. Vildu meiri frest en fengu ekki Fyrra svarbréf RÚV barst 1. október en í því voru ekki svör við spurningum umboðsmanns heldur var óskað eftir svarfresti til 18. október. Ástæðan var sú að stjórn- arfundur RÚV yrði ekki haldinn fyrr en 15. október og að nauðsyn- legt væri að ræða bréf hans á stjórnarfundinum. Þetta sætti umboðsmaður sig ekki við og 9. október sendi hann annað bréf og sagðist ekki sjá hvers vegna stjórn RÚV þyrfti viðbótar- frest. Hann minnti jafnframt á ákvæði upplýsingalaga um að ávallt ætti að afgreiða erindi um aðgang að gögnum hjá stjórnvöldum fljótt og án ástæðulausra tafa. Hann tók sérstaklega fram að þeir aðilar sem á annað borð lytu ákvæðum upplýs- ingalaga, eins og RÚV gerir, hög- uðu afhendingu þeirra gagna á grundvelli laganna án þess að í reynd væri verið að búa þær upp- lýsingar í einhvern þann búning sem ekki þjónaði markmiðum um aðgang almennings að upplýsing- um. Svar barst loks frá lögmanni RÚV dagsett hinn 18. október og kom þar eftirfarandi m.a. fram: „Hinn 16. október sl. upplýsti stjórnarformaður umbj. míns, Ómar Benediktsson, að mánaðarleg laun útvarpsstjóra væru kr. 1.500.000,- og sú fjárhæð samanstæði af laun- um, bifreiðahlunnindum og þóknun- um fyrir fréttalestur.“ Vegna þessara viðbragða taldi umboðsmaður rétt að víkja að tveimur atriðum. Annars vegar ítrekaði hann nauðsyn þess að RÚV brygðist svo fljótt sem verða má við fyrirspurnum. Hins vegar vek hann sérstaklega að því að upplýsinga- réttur næði ekki til heildargreiðslna heldur til fastra launa og launa- kjara. Þá vakti hann einnig athygli á því að í svari menntamálaráð- herra á Alþingi 7. nóvember sagði hún að laun útvarpsstjóra væru 1.530.000 krónur, 30.000 krónum hærri en kom fram í svarinu til um- boðsmanns. Voru einn mánuð að svara fyrirspurn umboðsmanns Alþingis Ríkisútvarpið minnt á upplýsingalögin ÞEGAR íslenski þjóðsöngurinn er sunginn á íþróttakappleikjum og við hátíðleg tækifæri bresta raddir allra nema færasta söngfólks á efstu tónunum. Til þess að ráða bót á þessu vandamáli gefur for- sætisráðuneytið út í dag nýja út- gáfu þjóðsöngsins sem Jón Krist- inn Cortez hefur útbúið, þar sem raddsvið söngsins hefur verið lækkað frá Es-dúr í C-dúr. Þar með liggur hann á tónbili sem flestir ráða við. Útgáfuna ber upp á fimmtíu ára afmæli fyrsta heftis ráðuneytisins með upprunalegum útsetningum tónskáldsins Sveinbjörns Svein- björnssonar við texta Matthíasar Jochumssonar. Þjóðsöngurinn kemur nú út í þremur heftum með mismunandi útsetningum fyrir blandaða kóra, karlakóra og kvenna- og skóla- kóra. Allir kórar landsins, allir skólar og kirkjur fá heftið sent, en þar verður líka að finna upphaf- legu útsetninguna auk upplýsinga um höfunda söngsins og sögu hans. Allar útsetningarnar er hægt að nálgast á vef forsætisráðuneyt- isins, www.forsaetisraduneyti.is. Þjóðsöngur fyrir alla HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur samþykkt kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að framlengja gæsluvarðahald yfir karlmanni á þrítugsaldri, Tomasi Malakauskas, til 7. desember nk. Manninum er gert að sæta varð- haldi vegna brots á útlendinga- lögum og lögum um ávana- og fíkni- efni. Maðurinn var stöðvaður í Hafnarfirði um miðja síðustu viku ásamt öðrum karlmanni á svipuðum aldri og fundust í fórum þeirra um 100 grömm af amfetamíni. Við nánari skoðun á skilríkjum mannanna kom í ljós að annar þeirra er í endurkomubanni vegna dóms sem hann hlaut á árinu 2004 í tengslum við svonefnt líkfundar- mál. Í því máli játaði maðurinn að hafa flutt 220 grömm af amfetamíni til landsins. Unnið er að gerð ákæru á hendur manninum. Sætir áfram- haldandi gæslu HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands hef- ur úrskurðað karlmann á þrítugs- aldri í þriggja vikna gæsluvarðahald vegna gruns um aðild hans að inn- brotum í Árnes- og Rangárvalla- sýslum. Lögreglan á Selfossi vinnur að rannsókn málanna. Maðurinn var handtekinn að morgni 29. nóvember og fljótlega var hægt að mynda tengsl við fjölda inn- brota frá deginum áður í Árnes- og Rangárvallasýslum. Talið er að fleiri aðilar tengist málinu og er þeirra leitað. Í tengslum við rannsóknina er lýst eftir hvítri sendibifreið, Renault Master, TV-Z28. Þeir sem veitt geta upplýsingar um bifreiðina eru beðnir að láta lögregluna á Selfossi vita. Í varðhald fyrir innbrot Láttu þér líða vel með vörunum frá Villimey. Gefðu gjöf sem gleður og græðir. Engin rotvarnar-, litar eða ilmefni. VILLIMEY- JURTA GALDUR Helstu heilsuvöruverslanir og Lyfja um land allt. VILLIMEY - Sími 892 8273 - www.villimey.is - villimey@villimey.is M b l. 93 62 41                          !"      "# $ %$   &  !"     ' #$()%*      !"       &    !"      &&   !"      &&   !"      ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.