Morgunblaðið - 01.12.2007, Page 24

Morgunblaðið - 01.12.2007, Page 24
Sterkur Pútín ávarpar þjóðina. Reuters Í HNOTSKURN » Garrí Kasparov, einn leið-toga stjórnarandstöð- unnar, spáði í gær „stór- felldum kosningasvikum“ og sagði að einræði vofði yfir Rússlandi. Moskvu. AFP. | Þau líta á sig sem frjálslynda lýðræðissinna og eru hlynnt markaðshagkerfi en ætla að kjósa hefðbundna andstæðinga sína í stjórnmálunum: rússneska komm- únistaflokkinn. Margir frjálslyndir kjósendur segjast ætla að kjósa kommúnista- flokkinn vegna þess að skoðana- kannanir benda til þess að hann verði eini stjórnarandstöðuflokkur- inn í Dúmunni, neðri deild rússneska þingsins, eftir kosningarnar í Rúss- landi um helgina. Útlit er fyrir að frjálslyndu stjórn- arandstöðuflokkarnir Jabloko og Bandalag hægriaflanna hverfi af þinginu og fái aðeins um 2% fylgi hvor. Til að eiga rétt á þingsætum þurfa þeir að fá a.m.k. 7% at- kvæðanna. „Kýs með lokuð augu“ Skoðanakannanir benda til þess að um 62-67% ætli að kjósa Samein- að Rússland, flokk Pútíns, og komm- únistum er spáð 12-14% fylgi. Aðeins tveir aðrir flokkar eru taldir eiga möguleika á þingsætum og þeir styðja báðir Pútín forseta. Annar þeirra, Frjálslyndi lýðræðisflokkur- inn, er undir forystu þjóðernissinn- ans Vladímírs Zhírínovskís en hinn flokkurinn nefnist Réttlátt Rússland og var stofnaður í fyrra samkvæmt forskrift ráðamanna í Kreml. „Ég ætla að kjósa kommúnista í mótmælaskyni,“ sagði 24 ára Moskvubúi sem hefur stutt Banda- lag hægriaflanna. „Það er eina leiðin til að greiða atkvæði gegn flokki Pút- íns.“ „Ef ég kýs lýðræðissinnana fer atkvæði mitt í súginn,“ sagði þrítug húsmóðir sem studdi lýðræðissinna í baráttunni við kommúnista á síðasta áratug en ætlar nú að kjósa komm- únistaflokkinn. 28 ára arkitekt kvaðst ætla að kjósa kommúnista með „óbragð í munni og lokuð augu“. „Ég ákvað að kjósa Gennadí Zjúganov [leiðtoga kommúnistaflokksins] fyrir nokkr- um mánuðum. Ég hef hætt að horfa á sjónvarpið og lesa blöðin til að forð- ast kommúnistana ekki síður en menn Pútíns. Ég bíð bara eftir því að þetta taki enda.“ Einir í stjórnarandstöðu Margir frjálslyndir lýðræðissinnar í Rússlandi ætla að kjósa kommúnistaflokkinn vegna þess að hann verður eini stjórnarandstöðuflokkurinn í Dúmunni 24 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÞÚSUNDIR manna gengu fylktu liði í gegn- um miðborg Khartoum í Súd- an í gær í mót- mælaskyni við þann væga dóm sem fólkið telur að bresk kennslu- kona, Gillian Gib- bons, hafi fengið en Gibbons var á fimmtudag dæmd í fimmtán daga fangelsi fyrir að hafa heimilað sú- dönskum nemendum sínum að kalla leikfangabangsa Múhameð. Vildu mótmælendur, sem gengu að forsetahöllinni í Khartoum, og voru sumir vopnaðir hnífum og bar- eflum, að Gibbons yrði tekin af lífi fyrir að hafa móðgað íslam. Telja dóminn of vægan Gillian Gibbons NÝJAR myndir af sextán gíslum sem skæruliðar í Kólumbíu hafa haldið frá 2003 fundust í fórum þriggja manna sem handteknir voru í Bogota. Þ.á m. er stjórn- málakonan Ingrid Betancourt og þrír Bandaríkjamenn. Reuters Fangar á lífi Bangkok. AP. | Þegar Bhumibol Adu- lyadej, konungur Taílands, var út- skrifaður af sjúkrahúsi fyrr í mán- uðinum var hann klæddur bleikum jakka. Svo mikla aðdáun vakti fatn- aður konungs að bleikar skyrtur komust undireins í tísku og hafa ítrekað myndast biðraðir fyrir fram- an verslanir sem bjóða þær til sölu. Bhumibol hefur síðan þá íklæðst ýmsum öðrum litríkum fatnaði og tekst honum í hvert sinn að vekja hrifningu landa sinna með smekkvísi sinni. Í stuttu máli sagt: Bhumibol, sem verður áttræður á miðvikudag, er farinn að hafa mótandi áhrif á tískuna! Margir Taílendingar apa reyndar vísvitandi eftir klæðnaði konungsins í því skyni að heiðra hann á afmæl- inu. Bhumibol hefur setið lengur á valdastóli en nokkur annar þjóðhöfð- ingi og er dýrkaður og dáður meðal landa sinna. Hann hefur ætíð lagt sig eftir því að hjálpa nauðstöddu fólki og í augum sumra er hann fyrir vikið nánast í guða tölu. Hann hefur þó engin formleg pólitísk völd en hefur haft umtalsverð áhrif á langri ævi og er álitinn siðferðilegur áttaviti þjóð- arinnar. „Okkur grunaði aldrei að bleiku skyrturnar yrðu svo vinsæl- ar,“ segir talsmaður fyrirtækisins sem framleiðir bleiku skyrturnar í tilefni afmælisins. „Þjóðin er að lýsa tilfinningum sínum til konungsins,“ segir talsmaður konungsins. Æði fyrir bleikum skyrtum 80 ára afmæli kon- ungsins fagnað með óvenjulegum hætti AP Biðraðir Taílendingar hafa sýnt aðdáun sína á konunginum í verki. Bleikur Bhumibol í jakkanum góða. FIMMTÍU og sjö týndu lífi þegar flugvél tyrkneska lág- gjaldaflugfélagsins Atlasjet fórst í suðvesturhluta Tyrklands í gærmorgun. Flugvélin var af gerðinni MacDonnell Douglas 83 og rifnaði búkur hennar í tvennt er hún hrapaði í fjöllum nálægt þorpinu Cuk- uroren. Flugvélin hafði lagt upp frá Istanbúl 35 mín- útum áður og var flugmaðurinn búinn að óska eftir lendingarleyfi í borginni Isparta þegar samband við hana rofnaði skyndilega. 50 farþegar voru um borð og sjö í áhöfn. Flugvélin virðist hafa villst af leið en ekki er vitað hvað gerðist, veður var gott og ekki er vitað til að neitt hafi verið að vélinni. Sérfræðingar hafa nú verið sendir á staðinn til að grandskoða flugrita vélarinnar svo hægt sé að skera úr um hvað olli slysinu. AP Flugriti vélarinnar fundinn Fimmtíu og sjö fórust í flugslysi í Suðvestur-Tyrklandi JAVIER Solana, æðsti embættis- maður Evrópusambandsins í utan- ríkismálum, kvaðst í gær hafa orðið fyrir vonbrigðum með viðræður sín- ar við íranskan sendimann um kjarn- orkuáætlun stjórnvalda í Íran. Sol- ana undirbýr nú skýrslu um málið fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Saeed Jalili, aðalsamningamaður Írana í deilunni, ræddi við Solana í fimm klukkustundir í London í gær og sagði að viðræðurnar hefðu verið „jákvæðar“. Búist er nú við að Bandaríkja- menn og stuðningsmenn þeirra beiti sér fyrir því að öryggisráð Samein- uðu þjóðanna herði refsiaðgerðirnar gegn Íran. Saeed Jalili sagði að refsi- aðgerðirnar yrðu ekki til þess að Ír- anar féllust á þá kröfu öryggisráðs- ins að þeir hættu auðgun úrans. Íranar segjast aðeins ætla að hag- nýta kjarnorkuna í friðsamlegum til- gangi, þ.e. til að framleiða rafmagn, en stjórnvöld í Bandaríkjunum og fleiri löndum telja að þeir hyggist nota úranið í kjarnavopn. Vonsvik- inn eftir viðræður Fundur Solana og Írana árangurslaus Dalvegi 10-14 • Sími 577 1170 Innrettingar Þi´n vero¨ld X E IN N IX 0 7 10 0 25 MAÐUR vopnaður því sem talið var vera sprengja réðst inn á kosninga- stöð öldungadeildarþingmannsins Hillary Clinton, en hún er talin sig- urstranglegust í forvali demókrata vegna forsetakosninganna á næsta ári, í Rochester í New Hampshire í gær. Clinton var ekki á staðnum þegar atburðurinn átti sér stað, var stödd á kosningafundi í Virginíu-ríki. Maðurinn sleppti seinna tveimur gísla sinna. Hann kom um síðir út úr byggingunni með hendur á lofti og var handtekinn af lögreglu. Maðurinn hafði krafist þess að fá að tala við Hillary Clinton. Árásar- maðurinn er sagður vera kunnur í Rochester fyrir að vera ekki í and- legu jafnvægi. Gíslataka hjá Clinton

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.