Morgunblaðið - 01.12.2007, Síða 27

Morgunblaðið - 01.12.2007, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2007 27 MENNING Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is ÞAÐ hefur skapast hefð fyrir því í Salnum, að á Tíbrártónleikum 1. des- ember er eitthvert sönglagaskálda okkar heiðrað með söng. Jón Ás- geirsson er tónskáld dagsins í Saln- um í dag, en á tónleikunum, sem hefj- ast kl. 17, syngja þau Auður Gunnarsdóttir og Bergþór Pálsson lög Jóns, við meðleik Jónasar Ingi- mundarsonar. „Þau syngja sex lög úr Kilj- anskvæðunum; fjögur íslensk þjóðlög sem ég útsetti fyrir einsöngvara og píanóleik, fjögur lög úr Galdra-Lofti, Söknuð eftir Jóhann Jónsson, þrjú lög við kvæði eftir Matthías Johann- essen, annað við ljóð eftir Valgarð Egilsson og loks tvö lög við texta eftir Jónas Árnason – dægurlög. Ég samdi þau í dentid, þegar við vorum að spekúlera í söngleikjum. Jónas bjó til leikþátt sem hét Skera eða ekki skera, og var um lækni sem skar alla upp og gleymdi tóbaksdósunum sín- um í sjúklingunum, ekki ósvipað og var í Rjúkandi ráði, sem hann samdi síðar. Annað þeirra er um strák sem vill komast á spítala til þess að geta verið nær hjúkkunni sem hann er orðinn skotinn í; leikur sig klikkaðan og syngur Ofsjónarsöng. Og Bergþór og Auður láta alveg eins og kjánar í þessu,“ segir Jón og hlær dátt. „Bergþór er mikill húmoristi. Í lokin syngur hann svo bæn úr óperunni sem ég var að klára um daginn, Mött- ulssögu,“ segir Jón, eins og það sé hversdagsverk að hrista heila 600 síðna óperu fram úr erminni. Jón slær hvergi slöku við þótt kominn sé nær áttræðu, og það er ekki bara ný ópera í tónsmíðaverk- stæði; ný sönglög líta dagsins ljós jafnt og annars konar verk. Ég er líka að gera hluti sem ég ætla ekki að segja frá strax,“ segir Jón sposkur, „… það er eitt og annað,“ bætir hann við og leiðir talið annað. Tónleikarnir hefjast sem fyrr segir kl. 17 í dag. Dægurlög um doktor Morgunblaðið/Ómar Sönglög Jóns Ásgeirssonar í Salnum Kæti Bergþór Pálsson, Auður Gunnarsdóttir, Jón Ásgeirsson og Jónas Ingimundarson í Salnum í gær. ÝMISLEGT tengt jólum fer á fjal- irnar núna um helgina og verða t.d. frumsýnd þrjú jólaleikrit sem ættu að vera við hæfi yngstu leikhúsgest- anna. Leikritið Lápur, Skrápur og jóla- skapið, sem er glænýtt, verður frumsýnt í dag kl. 16 í Skemmtihús- inu við Laufásveg 22 í Reykjavík. Þeir Lápur og Skrápur eru Grýlu- synir og hafa enn ekki komist í jóla- skap og hefja því leitina að jólaand- anum. Ber leitin þá inn í svefnherbergi Sunnu litlu sem ákveður að hjálpa þeim bræðrum. Saman lenda þau í alls konar æv- intýrum. Lápur, Skrápur og jólaskapið er samið af Snæbirni Ragnarssyni, en hann hefur meðal annars skrifað Ævintýri Stígs og Snæfríðar í Stundinni okkar. Samhliða uppsetningu á jóla- leikritinu verður gefin út geisla- plata, en Snæbjörn semur einnig tónlistina í verkinu ásamt Arngrími Arnarsyni. Leikstjórn verksins er í höndum Önnu Bergljótar Thor- arensen. Skemmtihúsið er lítið leikhús sem hefur verið sett í jólabúning og skreytt hátt og lágt að innan sem utan. Gestir geta því búist við góðri jólastemningu þegar þeir koma í heimsókn til að taka þátt í ævintýr- inu sem þar hefur verið sett upp. Þú ert nú meiri jólasveinninn Sýningin Þú ert nú meiri jóla- sveinninn verður frumsýnd á morg- un, 2. desember, kl. 14.30 á Ak- ureyri í Rýminu hjá Leikfélagi Akureyrar. Þar sýnir og sannar jólasveinninn Stúfur að honum er margt til lista lagt. Stúfur, sem er einn af 13 bræðrum frá Mývatns- sveit, ákvað að koma snemma til byggða í ár og mun halda uppi fjör- inu með söngvum og sögum. Um leikstjórn verksins sér Ágústa Skúladóttir. Sýningin tekur um klukkustund og ætti að vera skemmtileg afþreying fyrir alla fjöl- skylduna á meðan þess er beðið að hátíðin gangi í garð. Leitin að jólunum En það verða fleiri skrautlegar persónur til að skemmta yngri kyn- slóðinni í desember því leikritið Leitin að jólunum verður frumsýnt í dag kl. 13 í Þjóðleikhúsinu. Þar munu Reyndar og Raunar taka á móti litlum leikhúsgestum í föru- neyti hljóðfæraleikara, sem leiða hópinn um króka og kima Þjóðleik- hússins í leit að jólunum. Á ferð þeirra frá leikhúslofti nið- ur í kjallara lendir hópurinn í ýms- um ævintýrum og kynnist nýrri hlið á leikhúsinu. Höfundur leikritsins er Þorvaldur Þorsteinsson og er þetta í þriðja sinn sem verkið er sett upp við Hverfisgötuna. Sýningin hefur notið mikilla vinsælda og hlaut með- al annars Grímuverðlaunin sem barnasýning ársins 2006. Leikstjóri Leitarinnar að jólunum er Þórhallur Sigurðsson. Tónlistin úr sýningunni er fáanleg á hljóm- diski en höfundur hennar, Árni Eg- ilsson, hefur samið ný lög við Jóla- sveinavísur Jóhannesar úr Kötlum sem fléttast inn í sýninguna. Jólaævintýrin gerast víða Synir Grýlu og ýmsir kynlegir kvistir Grýlusynir Þeir Lápur og Skrápur skyggnast um á aðventunni. Það verður forvitnilegt að heyra dægurlög Jóns Ás- geirssonar á tónleikunum í Salnum í dag, en Jón er þekktari fyrir smíði alvarlegri verka af öllu tagi; en aría úr glænýrri óperu hans, Möttulssögu verður frumflutt á tónleikunum. Hefð er fyrir því í Salnum að kynna eitt sönglaga- skáld 1. desember ár hvert. Á fyrsta starfsári Sal- arins varð Emil Thoroddsen fyrir valinu, þá Karl Ottó Runólfsson, Sigvaldi Kaldalóns, Jórunn Viðar, Jón Þórarinsson, Atli Heimir Sveinsson, Árni Björns- son og nú þetta árið, tónskáldið ástsæla, Jón Ásgeirs- son. Þau láta alveg eins og kjánar Sjálfvirk hnakkapúða- stilling, aðeins í Stressless – Þú getur lesið eða horft á sjónvarp í hallandi stöðu. Ótrúleg þægindi. Sérstakur mjóbaksstuðningur samtengdur hnakkapúða- stillingu. Þú nýtur fullkomins stuðnings hvort sem þú situr í hallandi eða uppréttri stöðu. Svefnstillingin er gerð virk með einni einfaldri hreyfingu. Ármúla 44 - 108 Rvík. S. 553 2035 www.lifoglist.is Sami stóllinn - Mismunandi stærðir - Þú velur þína stærð með tölvuborði – auðveldar heimavinnuna THE INNOVATORS OF COMFORT ™

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.