Morgunblaðið - 01.12.2007, Síða 28

Morgunblaðið - 01.12.2007, Síða 28
BIRGIR Snæbjörn Birgisson kom fram með ofurbjört málverk sín fyrir nokkrum árum og hefur síðan þróað list sína áfram á þeirri braut, nú sýnir hann 56 málverk undir titlinum „Ljóshærð ungfrú heimur 1951 –“ en af titlinum má ráða að myndröðinni er ekki lokið. Ljósar og bjartar myndirnar fylla heilan sal og koma áhorfandanum á óvart, sumir fussa og sveia eins og konan sem kom í dyrnar þegar ég var að skoða, kvaðst ekki sjá neitt og strunsaði þar við búið aftur út. Það hefur lengi þótt kostur að list sé umdeild og þessi sýning Birgis verður það án efa, en hér er margt að sjá. Í fyrstu þarf áhorfandinn að læra á myndirnar, að koma auga á myndefnið sem birtist þá greinilega og í ljós koma ólík andlit, sum ljúf, önnur hörð, sum glöð, önnur dul- arfull á svip. Þegar andlitin eru komin í ljós veltir maður því næst fyrir sér hvað vaki fyrir mál- aranum því áhorfandi andspænis verki sem sífellt er hverfandi fyrir augum hans verður ósjálfrátt virk- ur og leitandi. Hið ljósa og bjarta í verkum Birgis má skoða sem undirliggjandi athugasemd við kynþáttafordóma og myndir af fegurðardísum sem allar eru ljósar gætu fallið undir slíkan hatt. En slík túlkun er að- eins einn möguleikinn af mörgum og fagurfræði málverksins fær hér yfirhöndina gagnvart ímynd- arsköpun samfélagsins. Fjöldi myndanna gæti kallað á hugmyndir um fjöldaframleiðslu og list sjö- unda áratugarins en á móti kemur að engar tvær eru eins, framsetn- ingin ýtir undir þetta og leggur ýmist áherslu á eina mynd, par eða hóp, þetta er ekki myndröð á færi- bandi heldur má sjá hér 56 ólíkar konur. Ofurljósar myndir sviss- nesku listakonunnar Carol Bove koma upp í hugann þegar mál- verkin eru skoðuð, en hún hefur t.d. málað fyrirsætur Playboy með daufu bleki. List Bove fjallar meðal annars um liðinn tíma og í mál- verkum Birgis má sjá fortíðarþrá og vangaveltur um hverfulleika minnis og mynda. Í heildina er yfir sýningunni tregafullur blær, þráin eftir að höndla það sem alltaf er ut- an seilingar, ef til vill má túlka það sem leitina að hinu fullkomna í list- inni sem alltaf skreppur úr greip- um listamanna, trúin á hið full- komna augnablik sem heldur þeim gangandi og fær áhorfandann til að halda áfram að horfa og leita. Leyfum við huganum að slaka á og reika í slíkri leit, eins og mynd- irnar bjóða upp á, erum við komin handan við myndflötinn – sem á það hvort sem er til að leysast upp í óskiljanlegar pensilstrokur falli t.d. á hann óvænt hliðarbirta, hand- an við vangaveltur um hvað sé á myndinni því á endanum skiptir það ekki öllu máli. Málverkið hætt- ir að snúast um sjálft sig og býður þess í stað sögu málverksins heim á myndflötinn og áhorfandanum að velta því fyrir sér hvers hann leiti, hvað hann vilji sjá og hvers vegna. Heildaráhrif sýningarinnar eru mjög sérstök og sú áhætta sem Birgir tekur óhjákvæmilega með því að sýna 56 myndir þar sem myndefnið er ekki bara nær ósýni- legt, heldur eru myndirnar líka næstum allar eins þegar fljótt er á litið – styrkir hann sem listamann. Þegar út er komið þarf að blikka eins og þegar komið er út úr myrkri og spurningin vaknar; hvað sá ég?, en sýning Birgis er tví- mælalaust með þeim eftirminni- legri á árinu. Hvað viltu sjá? MYNDLIST Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir Til 13. jan. Opið alla daga frá kl. 10-17. Ljóshærð ungfrú heimur 1951 – Málverk, Birgir Snæbjörn Birgisson Morgunblaðið/Einar Falur Athugasemd „Hið ljósa og bjarta í verkum Birgis má skoða sem und- irliggjandi athugasemd við kynþáttafordóma […].“ Ragna Sigurðardóttir Á leðurblökuvængjum söngsins KAMMERSVEITIN Ísafold, sem Daníel Bjarnason stjórnar, er með langbestu tónlistarhópum landsins. Það hefur hún margoft sannað. Geisladiskur þar sem sveitin leikur verk eftir Bent Sørensen, Hauk Tómasson, Takemitsu og Schön- berg er enn ein skrautfjöðurin í hatt hennar. Ekki aðeins er leik- urinn vandaður og fullur af vel út- færðum blæbrigðum, heldur er túlkunin ávallt sannfærandi og í anda hvers tónskálds. Almennt tal- að svífur dulúð yfir vötnunum, The Weeping White Room eftir Søren- sen er eins órætt og titill verksins gefur til kynna, en samt fullt af auðfundinni merkingu – sem þó er ekki nokkur leið að koma í orð. Svipaða sögu er að segja um hið ljóðræna Tree Line eftir Take- mitsu, þar er skáldskapurinn í leik Ísafoldar í senn hástemmdur og dulúðugur. Sex lítil píanóstykki eft- ir Schönberg í útsetningu Bern- hards Wulffs eru líka ágætlega leikin, þótt óneitanlega sé hin upp- runalega píanóútgáfa markvissari og nái betur fram óttanum við hið óþekkta, sem lesa má út úr mergj- uðu tónmáli Schönbergs. Engu að síður er hljómsveitarútgáfan prýði- lega gerð með góðu jafnvægi á milli ólíkra radda hljómsveit- arinnar. Par eftir Hauk Tómasson er sömuleiðis glæsilega flutt og af ástríðu sem fer tónskáldinu mun betur en sú kalda vandvirkni sem stundum einkennir túlkun tónlistar hans. Óhætt er að mæla með þessum geisladiski fyrir þá sem hafa áhuga á dulúð og forneskju í nýrri tónlist. Jónas Sen TÓNLIST Geisladiskur Verk eftir Sørensen, Takemitsu, Schön- berg og Hauk Tómasson. Kammersveitin Ísafold leikur undir stjórn Daníels Bjarna- sonar. Kammersveitin Ísafold  Morgunblaðið/Eyþór Framarlega Kammersveitin Ísafold hefur skipað sér í fremstu röð klassískra sveita hér á landi og óhætt er að mæla með nýjasta geisladiski hennar. 28 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING HUGLEIÐINGAR um lífsgildi eru viðfangsefni þeirra Pjeturs Stefánssonar og Þórs Sigmundssonar í Graf- íksafninu. „Í leit að saumnál í hlöðu ríka mannsins“ nefn- ir Pjetur verk sitt en Þór nefnir skúlptúr sinn Mold. Inntak tilverunnar er Pétri hugleikið, en verkið er op- ið til túlkunar, ögrandi og íhugult í senn. Áhorfandinn horfist í augu við myndina og samspil hennar og titilsins verður til þess að vekja með honum spurningar. Hvað gerist ef logandi eldspýta er notuð til að leita í heyi? Er jafn erfitt að finna sannleika lífsins og saumnál í stórri hlöðu? Er lífið jafn stutt og logi eldspýtu og vissara að einbeita sér að kjarna þess og láta efnishyggju lönd og leið? Skúlptúrinn eftir Þór Sigmundsson sem heggur í blá- grýtisstuðlaberg minnir á dauðann, í heilan steininn, sem frá náttúrunnar hendi er formaður ekki ósvipað og líkkista að hætti stuðlabergs, er mótaður hjúpur sem líkt og hylur beinagrind eða líkamsleifar. Hér á Þór bæði ágæta og síðri spretti í verkinu sem krefst töluverðrar hæfni en inn á milli tekst þó furðu vel að kalla fram mýkt í steininum. Kertaljós gefur stemninguna á þessari litlu sýningu og andrúmsloftið er kyrrlátt þegar stigið er inn úr amstri dagsins. Ætlunarverkið er að vekja áhorfand- ann til umhugsunar, listin er hér í hlutverki sem henni hefur löngum verið ætlað, að veita andrými frá verald- legu vafstri. Hold verður mold MYNDLIST Grafíksafnið Til 2. des. Opið lau. og sun. frá kl. 14-18. Pjetur Stefánsson og Þór Sigmundsson Ragna Sigurðardóttir Grafíksafn Íslands Dúó „Kertaljós gefur stemninguna á þessari litlu sýn- ingu og andrúmsloftið er kyrrlátt…“ SAGA UM FORBOÐNA ÁST MEÐ TÓNLIST EFTIR LAY LOW „Þetta er falleg sýning... ákaflega sterk... með því að taka Ökutíma til sýningar hefur íslenskt leikhús stigið feti framar... LA – þar sem allt blómstrar og grær... rigna yfir sýninguna stjörnum.” MK, Mbl „Þetta er stórgóð sýning í einkar vel heppnaðri umgjörð” EB, Fréttablaðið „LA nýtur nú vinsælda og virðingar í samfélaginu sem önnur leikhús mega öfunda það af... mjög vel unnin” JVJ, DV „Ég er djúpt snortin... Stórkostlegur leiksigur... mjög áhrifamikil sýning” SLG, RÚV „stórkostlegan samleik...beint í hjartastað...” IS, Kistan „djúpt og áhrifamikið... rússíbanaferð... enn einn sigurinn!” VAJ, landpostur.is „magnaða sýningu... opnar augu og snertir, leikhús sem skiptir máli” JJ, Dagur.net „hittu mann beint í hjartastað... afar snjöll... Akureyringar eru öfundsverðir af þessari sýningu” SA, TMM „Þessi sýning nær manni svo sannarlega... lifir virkilega með manni og vekur mann til umhugsunar ... LA sýnir mikinn metnað í verkefnavali” ÞES, Víðsjá, RÚV Afbragðs dómar! Miðasala: 4 600 200 I netsala: leikfelag.is ALLIR Í LEIKHÚS Á AKUREYRI! Í samstarfi við Næstu sýningar: 30. nóv, 5., 6., 7., 9., 15., 29. og 30. des. Allt að seljast upp!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.