Morgunblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Bergþór Guð-jónsson fæddist í Vestmannaeyjum 28. ágúst 1925. Hann lést á Land- spítalanum í Reykjavík 18. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðjón Jóns- son frá Gömlu Steinum undir Eyja- fjöllum, d. 1966, og Sigurbjörg Guð- mundssdóttir frá Þóroddsstöðum í Reykjavík, d. 1927. Guðjón kvæntist aftur Rannveigu Eyjólfs- dóttur frá Mið-Grund undir Eyja- fjöllum, d. 1982, og ólst Bergþór upp hjá þeim í Hlíðardal í Vest- mannaeyjum. Syskini Bergþórs voru Guðrún Þórðardóttir, f. 1918, Jóhanna M. Guðjónsdóttir, f. 1923, Ásta S. Guðjónsdóttir, f. 1929, Dóra Steindórsdóttir, f. 1934, og Pálína Gunnlaugsdóttir, d. 1984. Hinn 26.9. 1959 kvæntist Bergþór Gyndu Maríu Dav- idsen frá Hald- arsvik í Færeyjum, f. 1923. Börn þeirra eru: 1) Sólrún, gift Róbert Hugo Blanco, börn þeirra eru Eva Natalja og Alexandra Sharon. 2) Guðrún Sig- urbjörg, gift Birgi Rögnvaldssyni, börn þeirra eru Anna María og Bergþór Ingi. Bergþór stundaði sjóinn frá unga aldri í Vestmannaeyjum og rak útgerð á Skuld VE 263 í fjölda ára. Síðar vann hann við fiskvinnslu í landi og við netagerð. Einnig stundaði hann fjárbúskap frá 1983. Útför Bergþórs fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elskulegi pabbi okkar. Mikið er sárt að missa þig. Lífið verður ekki samt án þín. En okkur langar til að þakka þér fyrir hvað þú varst okkur yndislegur faðir. Það eru forréttindi og okkur til eftirbreytni að hafa fengið að fylgjast með því hvernig þú umvafðir mömmu með kærleika þínum og öryggi og kallaðir hana drottningu þína, hvern- ig þú erfiðaðir á sjó og landi svo okk- ur skorti ekki neitt og hvernig örlæti þitt gladdi og hressti margan mann- inn. Síðustu árin þín hafa verið okkur sérlega dýrmæt því þá fengum við að fylgjast með þér lifa í mikilli sátt við bæði dýr og menn. Þótt þú værir kominn á eftirlaun hagaðir þú þér alltaf eins og þú værir í fullri vinnu þar sem þú varst upptekinn við að dekra við kindurnar þínar í Dallas- búinu, flaka glænýja ýsu fyrir hvern þann sem vildi þiggja og heimsækja og aðstoða nágranna og vini. Og alltaf tókstu þér tíma til að láta okkur vita hvað þú værir stoltur og þakklátur fyrir að eiga þína elskulegu eigin- konu og dætur. Við erum þakklátar fyrir að hafa borið gæfu til að nýta þann tíma sem okkur var gefinn saman til að segja þér einnig hvað við elskum þig mikið. Í dag kveðjum við þig í hinsta sinn. Blessuð sé minning þín pabbi minn. Þínar dætur, Sólrún og Guðrún. Elsku afi minn. Mikið er þín sárt saknað. Ég trúði því aldrei að þessi dagur myndi svona fljótt upp renna að ég yrði að kveðja þig. Það er ekki auðvelt. Þú varst góður afi. Þú sagðir aldrei mikið við mig en öll þau ár sem að ég þekkti þig þá lést þú mig alltaf vita á þinn ein- staka hátt að ég var mikils metin. Þegar ég var barn og var í heimsókn hjá þér og ömmu þá fannstu alltaf tíma til að eyða með mér. Ég gleymi aldrei fjölmörgum ferð- unum upp í kindakofa þar sem við fórum að gefa rollunum brauð. Rút- ínan var alltaf sú sama: Fara upp í kindakofa, en fyrst stoppað við á bensínstöð og keyptur Tópas. Ég sagði þér það nú aldrei, en mér þótti nú Opal betri. En svona voru nú þess- ar ferðir mér það mikilvægar að teg- undin á namminu var nú bara auka- atriði, jafnvel fyrir 6 ára sælgætisgrís eins og mig. Ég gleymi heldur aldrei þeim magnaða spenningi hvert ár þegar ég, mamma og pabbi vorum að koma til Eyja til að eyða jólunum með þér og ömmu. Í mínum huga áttuð þið heima á himnum því við fórum alltaf með flugi. Ég held að foreldrum mín- um hafi nú ekki tekist að sannfæra mig um annað fyrr en það skiptið er við neyddumst að taka Herjólf. En það er engin furða að ég skyldi halda að þú værir einhver himnavera því þú varst ekki bara góður afi heldur líka góð manneskja. Þér var annt um þína fjölskyldu og þú vildir allt fyrir hana gera. Að sama skapi þá var þér líka annt um alla þá sem að bágt áttu. Ef ein- hver skortur var hjá Jóni út í bæ þá varstu alltaf fyrstur til að gera eitt- hvað í málunum. Hvort sem það var að gefa mönnum nýflakaða ýsu, keyra nágrannakonur í hárgreiðslu eða bjóða ókunnugum unglingum sem komu á þjóðhátíð að gista í gestaherberginu því það var svo vont veður, allt þetta er nú bara brotabrot af hjálpseminni sem þú áttir til fyrir marga. Þú kenndir mér ekki einungis hvernig á að stunda náungakærleik- ann heldur sannfærðir mig líka um það að hægt sé að standa fyrir því sem maður trúir á og stunda góð verk að sama skapi. Þú hafðir alltaf mjög sterkar skoð- anir á hlutunum og lést aldrei fólk í friði ef þér fannst það hafa gert þér eða öðrum rangt. Réttlæti skipti þig miklu máli og þú gafst aldrei upp á að gera eitthvað í málunum fyrr en þú varst alveg viss um að þú gætir engu breytt. Ég sakna þín svo mikið, elsku afi minn og ég á svo margar minningar um þig. Ég sakna þess að sitja með þér í eldhúsinu og borða harðfisk með smjöri. Ég sakna þess að sjá þig sitja í lazy-boy stólnum á áramótun- um þegar þú bölvar og ragnar yfir ávarpi forsætisráðherrans. Ég sakna þess að sjá þig koma heim drulluskít- ugan frá kindakofanum og heyra ömmu góla yfir því að þú sért að ganga inn á skónum. Ég sakna þess að þurfa ekki að passa mig að segja bannorðin í kringum þig: kindur og pólitík. En mest af öllu sakna ég þess að geta ekki tekið utan um þig og sagt við þig að sért besti afi sem að ég hefði getað óskað mér. Megi Guð geyma þig, og ég lofa þér að ég skal alltaf vera voða góð við hana ömmu, ég veit að það skipti þig alltaf mestu máli. Þín Natalja. Mig langar til að minnast Begga frænda í nokkrum orðum. Beggi í Hlíðardal eða Beggi á Skuldinni, var ýmist kenndur við húsið þar sem hann ólst upp eða bátinn sem hann gerði út. Beggi fór ungur til sjós og reri með föður sínum Guðjóni Jóns- syni í Hlíðardal og tók síðar við út- gerðinni og var sjómennskan að mestu hans ævistarf. Þó að ég hafi alla tíð þekkt Begga kynntist ég honum best þegar hann var hættur útgerð og kominn í land- vinnu hjá Guðjóni Rögnvaldssyni, systursyni sínum, og vann þar með föður mínum. Þá höfðu þeir frændur á Reykjum og frá Hlíðardal ásamt nokkrum öðrum hafið saman fjárbú- skap aftur eftir gosið. Þessi hópur fjárbænda hefur verið nefndur Dall- asbændur. Beggi og faðir minn voru aðalfjár- hirðar þessara sameignarfjárbænda. Ég slóst oft í för með þeim í gegn- ingar eða önnur viðvik þegar ég var staddur í Eyjum. Kindurnar þekktu bílana þeirra og komu jafnan á móti þeim þegar þeir birtust við fjárhúsið. Smalamennska er því oftast nær óþörf þar sem kindurnar koma á móti bændunum þegar þær heyra í þeim. Þeir hafa einstakt lag á því að gera skepnurnar að vinum sínum. Beggi var aðalreddarinn í fjárbú- skapnum. Ef eitthvað vantaði var enginn betri en Beggi í að útvega hlutina. Það var oft líflegt í kaffispjallinu á Illugagötunni þar sem Beggi kom við nánast daglega. Beggi var gæddur góðri frásagnargáfu og mjög gaman að heyra lífsreynslusögurnar hans. Þá var skemmtilegt hvernig hann kryddaði sögurnar sérstökum áherslum í frásögninni. Hann var hreinn og beinn; sagði sínar skoðanir afdráttarlaust. Ekki hafði hann mikið álit á ráðamönnum þessa lands og taldi þá ekki á vetur setjandi ýmist vegna rangra ákvarðana eða úrræða- leysis. Ég minnist með þakklæti allra þeirra bíltúra sem ég hef farið með Begga. Hann var mjög fróður um ör- nefni á Heimaey og úteyjum og oft fylgdu með sögur um eitthvað sem tengist þessum stöðum. Þá var hann veðurglöggur og fylgdist grannt með skýjafari og hafstraumum. Veður- spár Begga voru ekki vitlausari en veðurfræðinganna í sjónvarpinu. Beggi sýndi mér og mínu bardúsi alltaf sérstakan áhuga. Alltaf lagði hann síg í líma við að hitta mig þegar ég var á ferðinni í Eyjum og oftast nær færði hann mér nokkur ýsuflök að skilnaði þegar ég fór til baka. Ég þakka þér fyrir samveruna, Beggi, og bið Guð að styrkja Gundu og dæturnar Sólrúnu og Guðrúnu og fjölskyldur þeirra. Jón Grétar. Er ég sest niður til að skrifa minn- ingarorð um þig kæri frændi kemur fyrst upp í hugann að þú hafir alltaf verið á „vísum stað“. Beggi frændi hefur alltaf einhvern veginn verið hluti af tilverunni. Ég held svei mér þá að honum hafi fund- ist að hann ætti líka strákana hennar Ástu systur sinnar. Það segi ég vegna þess að hann fylgdist alltaf með öllu sem við vorum að fást við og jafnvel skammaði okkur ef honum fannst til- efni til. Það var í afmæli hjá Begga fyrir rúmum 25 árum að afráðið var milli okkar frænda og Reykjabræðra að stofna félagsskap um fjárbúskap í Eyjum. Nokkrir í viðbót bættust í hópinn. Er skemmst frá því að segja að félaginu var gefið nafnið Dallas eftir „stórbændum í Ameríku“. Víst er að Dallas hefur verið rekið af mikl- um myndarskap og hafa þeir borið hitann og þungann þeir frændur Beggi og Maggi. Við hinir vorum ágætir ef brýna nauðsyn bar til. Beggi var um margt sérstakur. Hann gerði engan mannamun. Ef honum fannst óréttlæti við haft lá hann ekki á skoðunum sínum og skipti þá ekki máli hver maðurinn var. En að sama skapi mátti hann ekki aumt sjá og fljótur til aðstoðar. Voru ófáir sem nutu gjafmildi hans. Gott var að sjá er við komum til Eyja sl. sumar hve ánægð og sátt þau hjón voru með nýja heimilið sitt á Hraunbúðum. Um leið og við kveðjum kæran frænda með þakklæti fyrir svo margt biðum við góðan guð að styrkja og blessa Gundu sem misst hefur svo mikið og dætur þeirra og fjölskyldur. Hörður og Sigrún. Frá því ég man eftir mér var ég alltaf í kringum Begga frænda og afa Guðjón í Hlíðardal. Ég fór með þeim niður að bryggju í Skuld VE sem þeir feðgar áttu og gerðu út og í veiðar- færahúsið auk þess að sinna sauðfénu sem Beggi hafði mikinn áhuga fyrir alveg fram til síðasta dags. Frændi minn hafði mjög gaman af því að segja frá æsku sinni og þar spilaði amma Veiga, stjúpa Begga, stórt hlutverk en hann dáði hana mikið. Veiðisögur hans úr úteyjum og af sjónum fengum við ósjaldan að heyra og ljómaði Beggi allur við hverja frásögn. Hann var með ein- dæmum minnugur og þekkti flest ör- nefni Eyjanna sinna sem voru honum svo kærar. Í þau skipti sem hann skrapp upp á land stoppaði hann sem styst við en Eyjarnar toguðu í hann eins og segull í stál. Fyrir þá sem ekki þekktu Begga gat hann virkað hrjúfur en undir yf- irborðinu var mikið ljúfmenni sem ekkert aumt mátti sjá, hvorki hjá dýrum né mannfólki. Hann var einn af þessum karakterum sem settu svip á mannlífið í Eyjum og gerði aldrei neinn mannamun, nema þegar kom að stjórnmálamönnum og öðrum „afætum“ úr Reykjavík, þeim vand- aði hann ekki kveðjurnar. Beggi hafði sterkar skoðanir á því sem var að gerast í Eyjum og var mjög erfitt að fá hann til að skipta um skoðun og fór hann ávallt sínu fram. Beggi umgekkst fjölskyldu mína mikið alla tíð og ósjaldan leit hann inn til okkar í kaffi. Eitt kvöldið sem oft- ar kom Beggi í heimsókn til okkar á Brimhólabrautina á rauðu Lödunni sinni. Umræðuefnið þetta kvöld varð- aði Vinnslustöðina sem honum var mjög kær enda var faðir hans einn af stofnendum hennar. Við vorum nú ekki alltaf sammála um málefni Vinnslustöðvarinnar og var Begga talsvert niðri fyrir þegar hann kvaddi mig þetta kvöld og rauk til síns heima án þess að fara á bílnum. Daginn eftir vaknar Beggi við vondan draum þeg- ar hann sér að Ladan er horfin og kallar umsvifalaust á lögregluna til leitar. Eftir mikla leit keyrir lögregl- an fram hjá Brimhólabrautinni og sér þá Löduna í innkeyrslunni hjá mér. Var Begga ósjaldan strítt á þessu enda flestum óskiljanlegt hvernig svo minnugur maður gat látið þetta fara framhjá sér. Þegar Beggi seldi Skuldina hóf hann störf við útgerð Hafliða VE en vann hjá Vinnslustöðinni milli út- halda en kom svo fljótlega til vinnu við útgerð okkar Guðna Ólafssonar heitins. Beggi var vakinn og sofinn yfir öllum veiðarfærum og öðru sem sneri að útgerðinni í þau mörgu ár sem við nutum krafta hans og fyrir það verð ég ævinlega þakklátur. Við starfslok var samt sem áður í nógu að snúast hjá Begga. Hann sinnti eftir sem áður kindunum sín- um, ræktaði kartöflur og flakaði fisk sem hann færði fjölskyldunni og fjöl- mörgum vinum og kunningjum. Beggi sótti konuefnið sitt, hana Gundu, til Færeyja og bjuggu þau heiðurshjón ásamt dætrunum tveim- ur á Hásteinsvegi 51 sem Beggi hafði byggt. Alltaf var ljúft að koma til þeirra í kaffispjall og nokkrar sögur við eldhúsborðið. Guðjón Rögnvaldsson. Ljóst er að nú er á Heimaey haust. Þú horfinn ert vinurinn minn. Á himnum þú vísast átt notalegt naust, Í nálægð við frelsara þinn. (Lýður Ægisson.) Okkur finnst eðlilegt að menn komi og menn fari en þegar kallið kemur er maður alltaf óviðbúinn. Hann Beggi á Skuldinni er dáinn. Mig setti hljóðan við tíðindin og varð jafn klökkur og sá sem hringdi. Í gegnum hugann flaug tonn af minn- ingum, minningar um allar stundirn- ar sem ég hafði eytt í návist Begga. Hver var hann þessi Beggi á Skuldinni? Fyrir mér var hann fyrst og fremst stórvinur og félagi. En Beggi var fyrst og síðast sjó- maður og skapgerð hans var líkust sjónum, oftast tjarnslétt, en þó gat gert stólpabrim, þá var eins gott fyrir þá sem fyrir voru að „skálka lúg- ur“og „lensa undan“ en svona pus stóð aldrei lengi. Það var fyrir hartnær fjörutíu ár- um að leiðir okkar Begga lágu sam- an. Ég var sendur um borð til hans til að gera við. Þá gerðist eitthvað sem ég fæ aldrei útskýrt, hversvegna hann, skipstjórinn og útgerðarmað- urinn, gerði mig unglinginn að vini sínum og hefur sú vinátta varað allar götur síðan. Að hafa fengið að eyða þessum ár- um í samfloti með Begga eru forrétt- indi sem aldrei verða fullþökkuð. Þær voru margar stundirnar sem við Beggi áttum saman og ræddum lífs- gátuna, en þær sögur verða ekki sagðar hér, þær eru bara fyrir mig og hann. Eina verður þó að segja, sem sýnir hvað Begga gekk vel að fá fólk til liðs við sig. Það var eitt laugardagskvöld að síminn hringdi heima hjá mér, ég var búinn að klæða mig upp í kjólföt og var að fara á kvöldskemmtun. Beggi var í símanum og sagði sínar farir ekki sléttar. Olíufýringin væri biluð og allt orðið kalt, hvort ég gæti ekki kíkt á hana, þetta væri örugg- lega smotterí. Ég dreif mig til hans í múnderingunni og kom fýrnum í lag en þetta var í eina skiptið sem ég sá Begga orðlausan. Hann sagði seinna að hann hefði aldrei fengið jafn vel klæddan viðgerðarmann, í kjólfötum með þverslaufu, og sagðist ekki hafa vitað að ég ætti svona flottan vinnu- galla, hvort ég notaði hann bara á laugardögum? Eftir að Beggi hætti að vinna þá tók hann upp þann sið að fara á bryggjurnar og fá fisk hjá þeim sem voru að landa. Beggi flakaði fiskinn síðan og dreifði meðal vina og kunn- ingja og var ég einn af þeim mörgu sem nutu góðs af að fá spyrðu af fiski á hurðarhúninn. En nú er hurðarhúnninn auður og hann Beggi er farinn í sinn síðasta róður og siglir á ókunnum miðum ei- lífðarinnar. En minningin um góðan dreng lifir, góðar stundir í þúsundav- ís þar sem aldrei var hallað á neinn. Í hjartanu er enginn efi hið efra bíður höfnin vís. Ljúfa hvíld nú guð þér gefi, á góðum stað í paradís. (Lýður Ægisson.) Við Guðrún vottum fjölskyldu Begga okkar dýpstu samúð. Þórarinn Sigurðsson. Frá því ég man eftir mér höfðu Beggi og Gunda alltaf búið í þar- næsta húsi. Það voru ófá skiptin sem við systurnar kíktum á þau, Gunda bauð upp á girnilegar kræsingar á meðan Beggi talaði við okkur um daginn og veginn. Beggi var alltaf mikill dýravinur og áttu þau hjónin einn kött og margar kindur, þótt Beggi sæi nú alfarið um kindurnar. Það voru nú ófá skiptin sem farið var upp í Dallas að gefa kindunum og þegar þær sáu bílinn hans Begga hlupu þær til hans. Kindurnar voru ótrúlega hændar að honum og þekkti hann hverja og eina með nafni. Beggi var mjög duglegur og hugs- aði vel um sína. Hann kom oft heim með flakaðan fisk handa mömmu og sendi einnig ömmu í Garðabænum fisk. Fyrir nokkru síðan fluttu Beggi og Gunda á Hraunbúðir. Það kom samt aldrei til greina að selja húsið og ætl- aði Beggi að flytja þangað einhvern tíma aftur. En það gerist víst ekki. Seinustu áramót var heldur þröngt á þingi heima hjá mömmu og pabba og var mikið um gesti. Beggi var þá svo góður að bjóða mér og kærasta mín- um afnot af húsinu þeirra Gundu. Það var mjög gott að dvelja smá tíma í húsinu þar sem ég hafði eytt svo miklum tíma þegar ég var lítil stelpa og kallaði það fram margar góðar og skemmtilegar minningar. Ég vil votta Gundu, Sollu, Guðrúnu og fjölskyldum þeirra samúð mína og ég bið Guð um að styrkja ykkur í sorginni. Ásta Sigríður Guðjónsdóttir. Bergþór Guðjónsson Kæri Beggi. Guð á himnum mun ábyggilega taka vel á móti þér. Þökk fyrir allt. Þín vinkona, Edith. HINSTA KVEÐJA  Fleiri minningargreinar um Berg- þór Guðjónsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.