Morgunblaðið - 01.12.2007, Side 51

Morgunblaðið - 01.12.2007, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2007 51 gekk í með Pálma og gömlu hjón- unum, en það voru oftast kölluð í daglegu tali. Elskuleg fyrirmannleg hjón, þar sem alltaf svaf upphring- aður malandi köttur á uppbúnu rúmi. Annað sumarið mitt þarna var fyrsta barnið komið í heiminn og síð- an komu þau hvert á eftir öðru þann- ig að þegar ég var um 9 eða tíu ára voru þau orðin 3 eða fjögur og þá hætti ég að vera í sveit. Eftir á að hyggja skilur maður varla hvernig fólk réð við alla þá vinnu sem bú- störfunum fylgdi og allt var unnið heima og verið að stækka tún og bú- stofn, byggja hús, hlöður og gripa- hús og ala önn fyrir stórum barna- hópi. Sjö börn á ellefu árum. Þá var mór notaður til eldiviðar ásamt með því sem stungið var út úr fjárhúsum og í öllu þessu tók ég þátt lítil telpa. Mjólkina þurfti svo að fara með út á brúsapall yfir Laxá á Ásum fyrst með hestakerru, en þvílík sæla þeg- ar traktor kom á bæinn. En allt gekk þetta og það mjög vel, því börnin komust öll upp og eru myndarfólk og skilja þau hjón Aðalbjörg og Pálmi nú eftir sig stóran glæsilegan ætt- boga.Ég votta þeim öllum samúð og flyt kveðjur frá aldraðri móður minni og mínu fólki. Síðustu ár í ævi þessarar góðu frænku minnar voru henni erfið sem mildar sársaukann við að sjá á bak henni. En minning hennar lifir og ég veit að hún hefur fengið góða heim- komu. Hvíl í friði, kæra frænka. Ásdís Hannesdóttir. Á mínum fyrsta kvenfélagsfundi fyrir um 40 árum vakti athygli há- vaxin og myndarleg kona sem stóð upp, setti fund og stjórnaði mynd- uglega. Þetta var Aðalbjörg í Holti. Mér þótti sérstakt að í þessu litla og fámenna félagi voru viðhöfð fundar- sköp. Hún var formaður kvenfélags- ins Vonarinnar í Torfalækjarhreppi um árabil og stjórnaði af skörungs- skap og lagði að okkur ungu kon- unum í sveitinni að ganga í kven- félagið, sem við margar gerðum. Þá eins og nú beittu kvenfélögin sér fyrir mörgum framfaramálum, ekki síst varðandi menningar- og líknarmál, og voru frumkvöðlar að ýmsu sem þykir sjálfsagt í nútíma- samfélagi. Heimilisiðnaðarsafnið naut lið- sinnis Aðalbjargar meðan kraftar leyfðu. Ásamt öðrum konum tók hún virk- an þátt í að sýna skólabörnum hand- brögð við meðferð ullar eins og tíðk- uðust á fyrri hluta síðustu aldar, þegar tekið var ofan af, kembt og spunnið. Það er ómetanlegt fyrir safnið að eiga aðgang að konum sem miðlað geta af sínum viskubrunni til ungu kynslóðarinnar. En það var í fleiru en kvenfélags- störfum og safnamálum sem leiðir okkar Aðalbjargar lágu saman. Við vorum grannar. Aðalbjörg og Pálmi bjuggu nær allan sinn búskap í Holti og var tölu- verður samgangur á milli bæjanna Holts og Torfalækjar. Bændafólk eftirstríðsáranna lifði tímana tvenna, mestu byltingu sem orðið hefur í landbúnaði frá upphafi byggðar á Ís- landi – þau tóku skrefið úr torfbæ inn í tækniöld. Í Holti var mannmargt heimili og eftirtektarvert hve þau hjón sinntu vel búi sínu, fjölskyldu, aðkomubörn- um og öðrum sem áttu leið hjá garði. Aðalbjörg lærði saumaskap á yngri árum og þrátt fyrir að sinna búverkum og myndarlegu heimilis- haldi urðu flíkurnar til á svipstundu. Eftir að hún flutti í íbúðir fyrir aldr- aða á Blönduósi átti hún margar ánægjustundir í föndurstarfi og hafa börnin og barnabörnin notið góðs af verkum hennar. Tíminn líður og við sem vorum einu sinni ungar konur í kvenfélagi erum orðnar fullorðnar. Það er dýr- mætt þegar gangur lífsins er vegferð frá æsku til elli. Við kvenfélagskonur færum aðstandendum Aðalbjargar samúðar- og saknaðarkveðjur. Við leiðarlok fylgja hlýjar kveðjur til fjölskyldunnar allrar frá fjöl- skyldunni á Torfalæk með þökk fyrir langa samfylgd. Elín S. Sigurðardóttir. ✝ Alda Björk Kon-ráðsdóttir fædd- ist á Tjörnum í Sléttuhlíð í Skaga- firði 8. september árið 1942. Hún lést á Heilbrigðisstofn- uninni á Sauð- árkróki miðviku- daginn 21. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hennar eru Konráð Ásgrímsson, f. 1917, d. 2000, og Guðrún Þorsteins- dóttir, f. 1918, sem dvelur nú á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri. Systkini Öldu eru Eyjólfur Eð- vald, f. 1944, Þorsteinn Ingi, f. 1948, Ólöf Sigrún, f. 1950, Ómar Bragi, f. 1950, d. 1952, Guðlaug Verónika, f. 1955, og Ásgrímur Bragi, f. 1962. Alda giftist 1. desember árið 1964 Jóni Trausta Pálssyni frá Laufskálum, f. 5. janúar 1931. Foreldrar Trausta voru Páll Jóns- son, f. 1896, d. 1981, og Guðrún Gunnlaugsdóttir, f. 1905, d. 1992. Börn Öldu og Trausta eru: 1) Linda, kennari, f. 1965, gift Hjalta Vésteinssyni, bónda og tré- smið. Þau eru búsett á Fellsenda í Dalabyggð og börn þeirra eru Erna, f. 2001, og Atli f. 2004. 2) Edda, hjúkr- unarfræðingur, f. 1968, gift Birni Jó- hanni Björnssyni blaðamanni. Þau er búsett í Reykjavík og börn þeirra eru Ar- on Trausti, f. 1995, og Tinna Birna, f. 2000. 3) Páll Rúnar, f. 1976, vélstjóri, sem býr á Akureyri. Alda ólst upp í Sléttuhlíð og á Höfð- aströnd í Skagafirði. Hún fór ung að heiman og vann ýmis verslunar- og þjónustustörf, m.a. á Sauð- árkróki og í Reykjavík, en er hún hafði kynnst Trausta hófu þau bú- skap á Laufskálum árið 1964. Eft- ir að þau brugðu búi árið 1982 starfaði Alda við Bændaskólann á Hólum í ein 15 ár, en á Hólum bjuggu þau til ársins 1999 er þau fluttu á Sauðárkrók. Þar vann Alda í fiskvinnslu og síðar á Heil- brigðisstofnuninni, eða þar til hún varð að láta af störfum sökum veikinda í febrúar sl. Á árum sín- um í Hjaltadal var Alda lengi virk í kvenfélaginu og söng um árabil í kirkjukór Hóladómkirkju. Útför Öldu fer fram frá Sauð- árkrókskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Hinn illvígi sjúkdómur hefur lagt tengdamóður mína að velli á besta aldri, aðeins níu mánuðum eftir að sjúkdómurinn greindist. Tíðindin þá voru mikið reiðarslag fyrir fjöl- skylduna, skömmu eftir að tengda- faðir minn hafði lokið krabbameins- meðferð sem bar góðan árangur. Fráfall Öldu nú er enn þyngra högg fyrir okkar litlu fjölskyldu, þó að vissulega hafi verið ljóst um tíma í hvað stefndi. Allt of fljótt er farin frá okkur ástkær amma, tengda- móðir, móðir og eiginkona sem við kveðjum í dag með sárum söknuði. Við getum huggað okkur við hlýjar og góðar minningar sem streyma fram í hugann. Leiðir okkar Öldu hafa legið sam- an alveg frá jólunum 1990 þegar hinn tilvonandi tengdasonur var kynntur í jólaboði fjölskyldunnar á Hólum. Kvíðinn fyrir þann fyrsta fund með foreldrum Eddu er enn ótrúlega lífseigur í minningunni og ekki dró svo sem úr honum er ég sá rjúpur á borðum, eitthvað sem mað- ur hafði ekki smakkað áður. Auðvit- að reyndist þessi kvíði algjörlega óþarfur, frá fyrstu stundu tóku þau Alda og Trausti mér vel og rjúp- urnar runnu ljúft niður! Alda var sönn húsmóðir, framúrskarandi kokkur og góður gestgjafi heim að sækja. Matarveislum snaraði hún fram án mikillar fyrirhafnar. Alda var ekki mikið fyrir að trana sér fram og fann sig betur í góðra vina hópi en fjölmenni. Engu að síð- ur var hún ákaflega léttlynd og hláturmild og sá oft spaugilegu hlið- ar tilverunnar. Hún lá ekkert á skoðunum sínum um menn og mál- efni og gat verið ákveðin ef því var að skipta. Hún var samviskusöm og vildi hafa allt í röð og reglu í kring- um sig, óstundvísi og óskipulag var henni ekki að skapi og því var hún eftirsóttur og eljusamur starfskraft- ur. Bústaðurinn Laufás í Hjaltadaln- um var hennar sælureitur, sem þau Trausti hafa byggt upp af sönnum myndarskap í túnjaðri Laufskála. Helst vildi hún verja öllum sínum frítíma í Laufási, ekki síst á sumrin, og þar skilur hún m.a. eftir sig fal- leg blómabeð og trjárækt sem nostrað hefur verið við. Fátt þótti barnabörnunum skemmtilegra en að vera með ömmu sinni í Laufási og fá að hjálpa til við garðyrkjuna. Í dalnum vildi hún einnig alltaf vera þegar Laufskálaréttir fóru fram á haustin og hrossin voru rekin niður Ásinn. Nú er komið að leiðarlokum. Alda tók sínum veikindum af æðruleysi en auðvitað var hún ósátt við að fá þennan dóm þetta ung í raun. Læknavísindin hafa því miður ekki ráð við öllu og á lokaspretti barátt- unnar, sem var snöggur, varð hún að lúta í lægra haldi. Eftir allt sem á undan hafði gengið fékk hún kær- komna hvíld og við okkur hinum í fjölskyldunni blasir fábrotnari til- vera án hennar. Minningarnar lifa um góða mann- eskju og fyrir samveruna og stuðn- inginn við okkur Eddu og krakkana í gegnum tíðina þökkum við af heil- um hug. Megi Guð einnig gefa Trausta styrk á erfiðum tíma núna þegar aðventan gengur í garð og mesta skammdegið er fram undan. Ljósin verða kveikt í hjörtum okkar og hýbýlum í minningu ömmu Öldu og tengdamóður. Björn Jóhann. Meira: mbl.is/minningar Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Elsku amma Alda. Við viljum þakka þér fyrir allar góðu stund- irnar sem við áttum saman. Skemmtilegast var að vera með þér í sumarbústaðnum í Laufási og hjálpa til við kartöflugarðinn, trén og blómin, sem við ætlum nú að vökva og hugsa um fyrir þig, og vera dugleg að hjálpa afa Trausta. Þér leið best í Laufási og þín verður sárt saknað þar og einnig í Hásæti þegar við komum að heimsækja afa á Krókinn. Nú ertu hjá Guði og við vitum að þér líður vel og ert ekki lengur veik. Takk fyrir allt, elsku amma. Guð geymi þig og gefi líka afa Trausta styrk í sorginni. Aron Trausti, Tinna Birna, Erna og Atli. Þegar vinir hverfa brott úr þess- um heimi vakna minningar um liðn- ar samverustundir. Þannig varð mér við er ég frétti andlát Öldu Bjarkar Konráðsdóttur. Kynni okk- ar hófust haustið 1984 á Hólum í Hjaltadal, en þar störfuðum við saman um árabil. Alda og Trausti höfðu þá nýlega hætt búskap að Laufskálum í Hjaltadal og hafið störf við Hólaskóla, Alda við ræst- ingar og Trausti sem fjósamaður. Búskapur þeirra að Laufskálum var annálaður fyrir snyrtimennsku og afurðasemi. Hólaskóli var á þessum tíma að eflast og starfsfólkið mjög samheld- ið. Það var líkast stórri fjölskyldu. Þau Alda og Trausti voru mikilvæg í þeim félagsskap. Störf sín vann Alda af alúð og dugnaði og var góður vinnufélagi, en hún vann bæði við ræstingar og í þvottahúsi skólans. Hún var létt í máli og sagði skoðanir sínar hreint út, svo ekki var efast um hvað hún meinti. Það var notalegt að líta við í kaffi til hennar og spjalla um marg- vísleg málefni, því alltaf var heitt á könnunni og meðlætið vantaði ekki. Alltaf var skapið létt þegar heim- sókninni lauk. Hún kenndi mér hið sérstaka orðfæri Skagfirðinga, þeg- ar hún sagðist „ætla að skreppa yfrum í dag og líta á kunningja fyrir handan“. Ég leit snöggt á hana og spurði hvað hún ætti við. Þá hló Alda að heimsku minni, því hún ætl- aði bara að skreppa á Sauðárkrók og líta á kunningja sína þar. Alda var söngelsk og söng sópran með kirkjukór Hóladómkirkju með- an hún bjó í Hjaltadalnum. Þar var hún traustur félagi. Hún var útsjónarsöm húsmóðir, sem kom sér sérstaklega vel þegar haldið var upp á 60 ára afmæli Trausta, 5. janúar 1991. Þá geisaði stórhríð eins og þær geta verstar orðið í Skagafirði og fór rafmagnið af sveitinni. Þrátt fyrir það var sleg- ið upp stórveislu við kertaljós í litlu íbúðinni á Hólum. Það var sann- arlega hátíðleg kvöldstund, sem við- staddir muna lengi. Þau Trausti fluttu frá Hólum í fallegt nýtt einbýlishús við Hásæti á Sauðárkróki, sem byggt var af byggingafélagi eldri borgara. En tryggð héldu þau við Hjaltadalinn, því þau byggðu sumarhús á falleg- um stað í Ásnum fyrir ofan Lauf- skála, þar sem gott er að njóta sól- bjartra sumardaga. Að leiðarlokum vil ég þakka Öldu fyrir ánægjuleg kynni og samstarf á Hólum. Trausta, Lindu, Eddu, Páli, tengdasonum og barnabörnum votta ég mína innilegustu samúð. Valgeir Bjarnason. Lífsgöngu Öldu Bjarkar er lokið allt of fljótt. Húmorinn Öldu og hláturinn skæri, hugsvölun veitti þeim sem var staddur í námunda, næmleikann mæri, nú ríkir sorg yfir ranninum þar. Það þarf ekki mörg orð til að lýsa þeirri öðlings- og gæðakonu sem Alda var, eiginkona, móðir og amma. Matarboð Öldu og Trausta í Laufskálum voru meiriháttar. Alda var ánægðust þegar hún sá að gest- um hennar leið vel. Ég fullyrði að matseld hennar ásamt innileika í allri framkomu gerði þeim sem voru svo heppnir að njóta veitinga í húsi þeirra dvölina bæði ógleymanlega og ánægjuríka. Sama gestrisnin og gleðin fylgdi henni hvar sem hún fór. Í Hásæti 11 leið henni vel þar til örlögin kvöddu óþægilega dyra. Alda háði vonlausa baráttu með ein- stöku jafnaðargeði og kvaddi sátt. Öldu héðan sárt við söknum, samfélags er mikið skarð. Örskjótt þegar upp við vöknum engill brautu fara varð … Stjarna í hópi vina var, víðsýn, fróð um bögur. Margt svo göfugt með sér bar mærin yndisfögur … Það fer vel á því að kveðja Öldu á degi fullveldisins. Við Edda þökkum frábær kynni og sendum Trausta, börnum og venslafólki innilegar samúðarkveðjur. Minningin lifir. Pálmi Jónsson, Sauðárkróki. Alda Konráðsdóttir starfaði um margra ára skeið við Hólaskóla ásamt eiginmanni sínum Trausta Pálssyni. Á þessum tíma tóku þau hjónin virkan þátt í starfi skólans og samfélagi nemenda og starfs- manna á staðnum. Meðal starfa Öldu var umsjón með þvottahúsi skólans og einnig störf við mat- reiðslu og ræstingar. Naut sín þar vel vandvirkni og samviskusemi hennar í öllum störfum. Að jafnaði var glatt á hjalla í kringum Öldu þótt hún kysi að hafa aga og reglu á hlutunum. Hún var lagin í höndunum og undi sér vel við saumaskap og aðrar hannyrðir. Nýttist það vel í starfi hennar, þeg- ar gera þurfti við flíkur, sauma gardínur eða jafnvel sauma slátur- keppi. Á haustin tók Alda ávallt þátt í árlegri sláturgerð fyrir mötuneyti skólans en þá var þvottahúsinu breytt í sláturgerðarmiðstöð í nokkra daga. Sá hún um að sauma vambirnar í sérstakri saumavél. Var þá margt skrafað, skemmtisögur sagðar og fyrir kom að hópurinn gerði sér glaðan dag að sláturgerð lokinni. Samstarfsfólk Öldu á Hólum minnist hennar með þakklæti fyrir farsælt samstarf og ánægjulega samveru um árabil. Trausta og öðr- um aðstandendum vottum við inni- lega samúð. Guð styrki ykkur í sorg ykkar. Fyrir hönd samstarfsfólks á Hól- um í Hjaltadal. Skúli Skúlason. Nú er aðventan gengur í garð, verður mér hugsað til kirkjukórs Hóla- og Viðvíkursóknar og allra kóræfinganna í Hóladómkirkju, en þar stóðum við Alda saman og sungum báðar sópran. Sungið var á aðventukvöldum í nokkrum kirkjum fyrir utan messur og samkomur á Hólum og í Viðvík. Rögnvaldur spil- aði og stjórnaði lengst af. Þarna var Alda einn af föstu punktunum enda var hún söngvin og samviskusöm eins og í öllu öðru sem hún gerði. Þetta voru ljúfar og skemmtilegar stundir. Alda var myndarleg í öllu sem hún tók sér fyrir hendur, hvort sem var á heimili eða í vinnu. Það lék allt í höndunum á henni, saumar, elda- mennska, garðvinna og síðar, er þau hjónin komu sér upp bústað í ásnum fyrir ofan Laufskála, var nostrað þar við allt og sérstaklega mynd- arlega að öllu staðið eins og alltaf á þeirra heimili. Í vinnu var hún nákvæm, sam- viskusöm og sérstaklega dugleg. Alda hafði gaman af því að slá á létta strengi og gera að gamni sínu og hlæja dátt og innilega. Oft var glatt á hjalla í eldhúsinu á Hólum í smá kaffisopa og spjalli og hlátra- sköllin glumdu. Margs er að minn- ast frá þessum tíma í þessu góða samfélagi á Hólum. Ýmislegt var brallað í frítímanum og saman fór- um við á ýmis námskeið t.d. bók- band, vefnað og keramik. Mér finnst þessi kveðjustund ótímabær, en ljúfar minningar munu lifa. Við fjölskyldan þökkum Öldu innilega fyrir samfylgdina og sendum Trausta og fjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Öldu. Ingibjörg Sólveig Kolka og fjölskylda. Alda Björk Konráðsdóttir Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bil- um - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.