Morgunblaðið - 04.12.2007, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.12.2007, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2007 9 ÞAÐ að lifa í skugga fátæktar er erf- itt hlutskipti. Nú þarf Fjölskyldu- hjálp Íslands á öflugum stuðningi að halda frá þjóðinni fyrir þessi jól, seg- ir í frétt frá Fjölskylduhjálpinni. „Senn líður að jólum og Fjöl- skylduhjálp Íslands starfar nú á sínu fimmta starfsári. Þar sem desember verður sérstaklega erfiður mánuður að þessu sinni eru gerðar sérstakar ráðstafanir með því að fjölga þeim dögum sem opið er og auðvelda að- gang öllum þeim fjölmörgu sem þurfa á aðstoð að halda fyrir þessi jól. Þá bjóðum við alla þá sem geta styrkt hjálparstarfið velkomna með fatnað, matvæli og fjárstuðning. Í desember verður opið þrjá daga í viku þ.e. alla mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga frá kl. 13 til 17. Byrj- að var að skrá niður fjölskyldur sl. miðvikudag varðandi jólaaðstoð og voru 130 fjölskyldur skráðar þann dag,“ segir í tilkynningunni. Tekið verður á móti skráningum alla þá daga sem opið verður fram að jólum. Úthlutunardagar verða 12., 19. og 20. desember frá kl. 14 til 17. Jólapökkum verður úthlutað um leið og jólamatnum. Flóamarkaðurinn verður opinn frá kl. 14 til 17 alla mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga fram að jólum. Þeim sem vilja styðja starfið með peningum er bent á reikninga Fjöl- skylduhjálpar Íslands sem eru 66090 og 6609 og kt. 660903-2590. Reikn- ingarnir eru höfuðbók 26 í Lands- banka Íslands og hjá Glitni. Fjölskylduhjálpin leitar eftir stuðningi ALÞJÓÐLEGUR orkuskóli á fram- haldsstigi háskóla tók til starfa í gær. Skólinn er í umsjá Orkuveitu Reykjavíkur, Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands sagði í ávarpi sínu á málþingi í tilefni af formlegri opnun skólans í gær, það vera ánægjulegt að tveir öflugustu háskólar landsins og „framsæknasta orkufyrirtæki í ver- öldinni“ næðu saman með þessum hætti. Hann sagði orðið brýnt að höndum væri tekið saman um að hvetja ungt vísindafólk til náms í umhverfis- og orkumálum. „Þó það virki einfeldningslegt og ef til vill barnalegt að segja það,“ sagði Ólafur Ragnar, „þá er verkefnið að bjarga heiminum.“ REYST er skammstöfun á heiti skólans, sem fullu nafni heitir Reykjavik Energy Graduate School of Sustainable Systems. Kennsla hefst í skólanum haustið 2008 og verður hann til húsa í höfuðstöðvum OR. Þar mun íslenskum og erlend- um stúdentum standa til boða fram- haldsnám á háskólastigi í orkuvís- indum. Í fréttatilkynningu segir að aðal- áhersla verði lögð á þau svið þar sem Íslendingar hafa samkeppnisfor- skot. Boðið verður upp á rannsókna- tengt meistaranám og doktorsnám auk námskeiða fyrir sérfræðinga og stjórnendur fyrirtækja í orkugeiran- um og fjármálastofnunum sem og fyrir opinberar stofnanir innan lands og utan. Edda Lilja Sveinsdóttir er verk- efnisstjóri stofnunar skólans. Nú tekur við að markaðssetja námið hér á landi og í útlöndum og er reiknað með að um 30 nemendur hefji nám í REYST næsta haust. Opnuð hefur verið heimasíða skólans, www.reyst- .is. Morgunblaðið/ÞÖK Alþjóðlegur háskóli Orkuskólinn hefur starfsemi næsta haust og verður hann til húsa í höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur. „Verkefnið er að bjarga heiminum“ KANNA á hvar þrengja má götur og koma fyrir gróðri í Þingholt- unum líkt og gert hefur verið á öðr- um svæðum þar sem hámarkshraði er 30 kílómetrar á klukkustund. Til- laga fulltrúa Samfylkingarinnar í umhverfisráði þessa efnis var sam- þykkt í gær. Þingholtin eru elst svokallaðra 30 kílómetra svæða í borginni og þörf þykir á að gera göturnar þar eins vel úr garði og á samskonar svæð- um í nýrri borgarhlutum. Þá er ráð- gert að fjölga hraðahindrunum og þrengja gatnamót, svo sem á mót- um Freyjugötu og Óðinsgötu og við Laufásveg þar sem hann sker Bragagötu og Skálholtsstíg. Með því að þrengja gatnamótin á sunn- an- og vestanverðu Skólavörðuholt- inu er ekki aðeins stefnt að því að draga úr umferðarhraða, heldur líka að koma „fyrir bekkjum og gróðri til ánægju og yndisauka fyrir íbúa og og aðra vegfarendur sem eiga leið um hverfið“, eins og segir í tillögunni. Í framhaldi af þessari tillögu lögðu sjálfstæðismenn í umhverfis- ráði fram tillögu um að fegra torg í Þingholtunum og var sú tillaga sömuleiðis samþykkt. Þeir sögðu torgin í hverfinu vera mörg og skemmtileg, en hefðu í of miklum mæli drabbast niður síðustu ár og væru ekki lengur þeir unaðs- reitir í miðborginni sem þau voru áður. Samkvæmt tillögunni var því beint til umhverfissviðs að fara yfir torgin, til dæmis Baldurstorg og Óðinstorg, og gera nýjar tillögur að útfærslu þeirra. Stefnt að fegurri göt- um í Þingholtunum AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 Rauðir taftjakkar Str. 42-56tr. - Nýjar myndir á heimasíðunni Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 Glæsilegt sloppaúrval Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Opið virka daga kl.10-18 Opið laugardag í Bæjarlind kl. 10-16 – Eddufelli kl. 10-14 Gylltir kjólar og toppar Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, sími 562 2862 Laugavegi 63 • S: 551 4422 Peysuúrval Síðar Jakkapeysur Merinó og kasmír ullarpeysur Viscose og bómullarpeysur Silkipeysur - Blússuúrval AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.