Morgunblaðið - 04.12.2007, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 04.12.2007, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2007 43 Fyrir veiðimanninn í fjölskyldunni þinni Krókhálsi 5 - Sími 517 8050 - Sportbudin.is - Síðumúla 8 - Sími 568 8410 - Veidihornid.is - Hafnarstræti 5 - Sími 551 6760 - Veidimadurinn.is - Munið vinsælu gjafabréfin okkar Ron Thompson Aquasafe vöðlupakki. Góðar öndunarvöðlur og skór. Fullt verð 28.990. Jólatilboð aðeins 19.995 Simms Classic Guide Gore-tex veiðijakki. Fullt verð 35.900. Jólatilboð aðeins 29.900. Simms Freestone veiðijakki. Vatnsheldur með útöndun. Verð aðeins 19.900 Ron Thompson veiðijakki. Vatnsheldur með útöndun. Fullt verð 12.900. Jólatilboð aðeins 9.995. Nýtt – NRS flotveiðivesti. Sérhönnuð flotvesti fyrir veiðimenn. Örugg vesti í alla veiði. Verð aðeins 12.980. Sage fluguveiðipakki. Fli og Launch 4ra hluta stöng í hólk. Gott LA hjól og RIO flugulína. Lífstíðarábyrgð frá framleiðanda á stöng. Frábært verð á alvöru fluguveiðipakka. Aðeins frá 34.900. Veiðiflugur Íslands. Biblía fluguhnýtarans. Bók sem allir áhugamenn um fluguveiði verða að eiga. Verð aðeins 3.995. The Scandinavian Speycast. Nýjasta myndin frá íslandsvininum Henrik Mortensen. Jólamynd veiðimannsins í ár. Eigum allar eldri myndirnar á DVD. Verð aðeins 3.990. Ron Thompson vöðlutaska. Nauðsynleg taska fyrir alla veiðimenn sem eiga vöðlur. Vatnsheldur botn. Motta til að standa á þegar farið er í og úr. Verð aðeins 3.995. Scierra Explorer veiðitaska. Afar vönduð og sterk veiðitaska undir allan veiðibúnaðinn. Vatnsheldur botn. Verð aðeins 6.995. Infac byssuskápar. Öruggir og traustir byssuskápar í mörgum stærðum. Rúmgóður og fallegur skápur fyrir 7 byssur. Aðeins 35.900. Atlas snjóþrúgur. Sterkbyggðar þrúgur sem henta vel íslenskum aðstæðum. 2 stillanlegir göngustafir og góð taska fylgir. Verð aðeins 19.980. Gerviandasett. 12 stokkendur; sofandi, vakandi og kafandi. Góður bakpoki, bönd og blýsökkur fylgja. Frábært verð. Aðeins 8.995 fyrir allt þetta. ProLogic skotveiðijakki. Vatnsheldur og hlýr jakki með útöndun. Áralöng góð reynsla á Íslandi. Verð aðeins 23.900 ProLogic skotveiðibuxur. Vatnsheldar og hlýjar smekkbuxur. Áralöng góð reynsla á Íslandi. Verð aðeins 17.900. ProLogic Thermo skotveiðihanskar. Vatnsheldir og hlýir. Verð aðeins 2.995. Einnig úr neopren. Verð aðeins 2.295. ProLogic skór. Vatnsheldir og hlýir skór með góðri útöndun. 3 gerðir. Bæjarins besta verð. Aðeins frá 9.995. Ameristep rúllubaggi. Vinsælasta felubirgið á markaðnum. Hvergi betra verð. Aðeins 16.880. Vandað hreinsisett fyrir haglabyssur. Burstar, stöng, olía og fleira í góðum kassa. Verð aðeins 4.880. Simms Freestone vöðlupakki. Góðar öndunarvöðlur og skór. Fullt verð 32.800. Jólatilboð aðeins 25.900 MR. SILLA & Mongoose eru þau Sigurlaug Gísladóttir og Magnús B. Skarphéðinsson. Þau leiddu saman hesta sína á seinasta ári en störfuðu áður sem einherjar. Foxbite er fyrsta platan þeirra og kemur út undir merkjum RafRaf en saman hafa þau komið útgáfunni á lagg- irnar. Flest ef ekki allt það sem Foxbite hefur að geyma er hreinlega dásamlegt, platan er sérlega heil- steypt og hér er hugað að öllum smáatriðum þannig að lögin, laglín- urnar, hljómagangurinn sem og hver tónn kemst til skila og skilur við hlustandann á áhrifaríkan hátt. Tónlistin er fjölbreytt, á plötunni er að finna melódískt rafpopp í skraut- legum búningi, naumhyggjulega ný- bylgju sem og tregablandinn blús. Lögin eru margslungin og frumleg en umfram allt einlæg enda hafa þau skötuhjú útbúið feiknafínt mel- ódískt ferðalag þar sem hvert lag segir sína sögu og hefur sitt skap. Platan er löng, fimmtán lög á um það bil klukkustund, en það kemur hér ekki að sök því Foxbite verður aldrei langdregin, heldur fókus frá upphafi til enda. Ef setja á tónlist- ina í bás má auðveldlega flokka hana með Múm, Björk og Mugison þó svo hún teygi anga sína svo miklu víðar eins og til dæmis í blús- inn. Mr. Silla og Mongoose semja öll lög plötunnar, sjá um forritun og spila á flest hljóðfærin enda virðast þau fullnuma í þeim fræðum að bjarga sér sjálf. Hljóðvinnsla er þar að auki glæsilega úr garði gerð en Mongoose á heiðurinn af því. Erfitt er að velja einhver lög umfram önn- ur sem þau bestu en í mestu uppá- haldi hjá mér eftir síendurteknar hlustanir eru hið víraða „Raggedy pack“ með sínu staðfasta gítarpikki, harmrænni töffarablúsinn „How do you“ þar sem Mongoose fer á kost- um, „I don’t“ og „Ten foot bear“ í flutningi Mr. Sillu. Titillagið sjálft sem einnig er sungið af henni er frábært og er eina lagið á plötunni sem er á íslensku – skemmtilega súrt en þar minnir söngkonan á Björk á köflum, ekki amalegt! Rödd Mr. Sillu, sem er frábær söngkona, hefur þó allt aðra áferð en til að mynda rödd Bjarkar ef út í það er farið því hún hefur þennan hlýja og blíða blæ sem hentar blústónlistinni svo vel en getur þó farið í hæstu hæðir eins og ekkert sé. Greina má að dágóður tími og iðjusemi hefur farið í að gera Fox- bite að því sem hún er. Mr. Silla og Mongoose hafa svo sannarlega náð þeim árangri að gera summuna stærri en heildina og skapað sinn eigin samhljóm – hér er engan byrj- endabrag að finna og útkoman eftir því. Foxbite er frábær! Framúrskarandi frumraun TÓNLIST Geisladiskur Mr. Silla & Mongoose – Foxbite  Jóhann Ágúst Jóhannsson Morgunblaðið/Brynjar Gauti Frábær plata Rödd Mr. Silla hefur „þennan hlýja og blíða blæ sem hentar blústónlistinni svo vel en getur þó farið í hæstu hæðir eins og ekkert sé“. OZZY Osborne og eiginkona hans Sharon tóku sig til um daginn og héldu skransölu að bandarísk- um sið. Eins og flestir vita sem fylgst hafa með Osborne- fjölskyldunni er hún ansi öfga- kennd í því sem hún tekur sér fyrir hendur. Því þarf engum að koma á óvart að 800.000 dollarar fengust fyrir draslið, um 49,4 milljónir króna. Osborne-hjónin ætla hins vegar ekki að eyða peningunum í vitleysu heldur rannsóknir og forvarnar- starf gegn ristilkrabbameini. Meðal gripa sem seldust á skransölunni voru hringlaga sólgleraugu af Ozzy. 5.250 dollarar fengust fyrir sólgleraugun. Góð skransala Ozzy og Sharon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.