Morgunblaðið - 04.12.2007, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 04.12.2007, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2007 41 Eftir Höskuld Ólafsson hoskuldur@mbl.is HLJÓMSVEITIN Hraun er komin í fimm sveita úrslit í tónlistarkeppni BBC „The Next Big Thing“. Dóm- nefnd var skipuð tónlistarmönnum hvaðanæva úr heiminum en einu skilyrðin fyrir þátttöku í keppninni voru að sveitin væri enn ósamnings- bundin útgáfufyrirtæki og að lagið sem sent væri inn væri frumsamið. Dómnefndarmeðlimir fara margir hverjir afar fögrum orðum um lag Hrauns og segir einn að ef þetta sé sá hljómur sem finna megi á Íslandi sé tími til kominn að heimsækja land og þjóð. Úrslitakeppni í London Svavar Knútur Kristinsson, söngvari Hrauns, er að vonum ánægður með árangur lagsins og segir að þetta hafi komið hljómsveit- inni mjög á óvart. Nú séu þeir byrj- aðir að undirbúa sig fyrir úr- slitakeppnina sem fram fer í hljóðveri í London um næstu helgi en keppninni verður sjónvarpað á BBC fimmtudaginn 13. desember. Þegar blaðamaður náði tali af Svav- ari Knúti var hann á harðahlaupum út úr húsi fyrir upptöku á tveggja mínútna innslagi fyrir BBC og greinilegt að þeir Hraunsmenn eru í miklum gír þessa dagana. „Tónlist- armenn frá 88 löndum sendu inn lög og allt í allt voru þetta einhverjar þúsundir laga sem hófu keppni. Við erum afskaplega ánægðir með að vera komnir svona langt og það er alltaf gaman að fá hrós.“ Lítið um rót Lagið sem fleytti sveitinni alla leið í úrslitakeppnina kallast „Ástarlag úr fjöllunum“ og verður best lýst sem angurværu kassagítarlagi með einstaklega fallegum söngröddum. Að því er Svavar Knútur veit best má sveitin ekki spila annað lag í keppn- inni enda engin ástæða til að skipta um klár í miðri á. „Það verður líka af- skaplega lítið um rót, enda lagið ekki mikið annað en kassagítar og söng- ur.“ En hvaða dyr gæti sigur í svona keppni opnað? „Það er erfitt að segja,“ segir Svavar. „Sú sem vann í fyrra er frá Armeníu og hefur þrátt fyrir bágan fjárhag komist furðu langt. Aðrir tónlistarmenn og hljóm- sveitir eru að vinna í sínum hlutum og flestir hafa mjög mikið að gera, annaðhvort á eigin hljómleika- ferðalagi eða að hita upp fyrir heims- frægar hljómsveitir.“ Betri en íslenska landsliðið Eins og áður sagði var það fjöl- menn dómnefnd sem valdi þau fimm lög sem áfram komast í úrslita- keppnina en hana sjálfa munu aðeins þrír dómarar dæma, þeir William Orbit, Talvin Singh og Nile Rodgers, sem allir hafa getið sér afar gott orð fyrir tónlist sína. Svavar Knútur metur sigurlíkur Hrauns ekki miklar í lokakeppninni en mestu skipti að taka þessu með opnum huga og reyna að njóta keppninnar. „Við von- um annars bara að Íslendingar taki við sér og kaupi plötuna okkar. Nú þegar karlalandsliðið í knattspyrnu er svona lélegt er alveg jafn gott að halda með okkur.“ Óstöðvandi Hraun Ljósmynd/Árni Torfason Ferð til fjár? Hraun heldur til London á föstudag en úrslitakeppnin verður sýnd á BBC 13. desember. Þriggja manna dómnefnd velur sigurvegarana. Halda til London á föstudag í úrslitakeppni The Next Big Thing BANDARÍSKA söngkonan Brit- ney Spears hélt upp á 26 ára af- mælið sitt á sunnudaginn, ásamt góðvinkonu sinni Paris Hilton. Fregnir herma að þær stöllur hafi haldið stuðinu gangandi langt fram eftir nóttu, en til þeirra sást reykjandi á svölum Four Seasons hótelsins í Beverly Hills kl. 4 að- faranótt mánudagsins. Fyrr um kvöldið höfðu þær hins vegar sótt veislu sem leikkonan Sharon Stone stóð fyrir. „Klukkan ellefu um kvöldið var komið með súkku- laðitertu handa Britney og fólk söng afmælissönginn fyrir hana. Hún leit mjög vel út, grönn og flott,“ sagði einn veislugesta. Það kom engum á óvart að söngkonan umdeilda fékk fjölda glæsilegra afmælisgjafa, meðal annars loðfeld sem metinn er á um 2 milljónir króna, 600.000 króna demantshring og 250.000 króna sólgleraugu. Fleiri sjónarvottar staðfesta að Britney hafi litið mjög vel út fyrst um kvöldið, en þeir sem sáu til hennar um nóttina segja að þá hafi önnur sjón blasað við. Afmæli með Paris Hilton Paris Hilton Britney Spears -hágæðaheimilistæki Miele ryksugur á einstöku tilboðsverði Miele S381 Tango Plus ryksuga með 1800W mótor Verð áður kr. 24.600 Tilboð: Kr. 15.990 Fáanlegir fylgihlutir t.d.: Hebafilter sem hreinsar loftið af ofnæmisvaldandi efnum. Kolafilter sem hreinsar óæskilega lykt. Hentar vel fyrri þá sem eru með gæludýr. Parketbursti sem skilar parketinu glansandi. Miele ryksugurnar eru traustar og kraftmiklar. Þær eru með stillanlegu röri og mikið úrval fylgihluta er innbyggt í vélina. Verið velkomin í glæsilegar verslanir Eirvíkur á Akureyri og í Reykjavík og kynnið ykkur Miele heimilistækin. AFSLÁTTUR 35% vi lb or ga @ ce nt ru m .is Baldursnes 6, Akureyri | Suðurlandsbraut 20, Reykjavík Sími 588 0200 | www.eirvik.is / AKUREYRI/ KRINGLUNNI BEOWULF kl. 8 B.i. 12 ára AMERICAN GANGSTER kl. 8 B.i. 16 ára / KEFLAVÍK / SELFOSSI SAMBÍÓIN - EINA BÍÓKEÐJAN Á ÍSLANDI WWW.SAMBIO.IS BEOWULF kl. 8 - 10:10 B.i. 12 ára IN THE LAND OF WOMEN kl. 8 LEYFÐ 30 DAYS OF NIGHT kl. 10 B.i. 16 ára BEOWULF kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára 3D-DIGITAL SYDNEY WHITE kl. 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ AMERICAN GANGSTER kl. 9D B.i. 16 ára DIGITAL ÍÞRÓTTAHETJAN m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ „RIDLEY SCOTT LEIKSTÝRIR RUSSELL CROWE OG DENZEL WASHINGTON Í BESTU MYND ÞESSA ÁRS!“ Ó.E. eeee „American gangster er vönduð og tilþrifamikil“ - S.V., MBL eeee ,,Virkilega vönduð glæpamynd í anda þeirra sígildu.” - LIB, TOPP5.IS SÝND Í ÁLFABAKKA BEOWULF kl. 8 B.i. 12 ára 30 DAYS OF NIGHT kl. 10:20 B.i. 16 ára WEDDING DAZE kl. 8 LEYFÐ EASTERN PROMISES kl. 10 B.i. 16 ára SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG KEFLAVÍKSÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI VIPSALURINNER BARA LÚXUSER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA „Óskarsakademían mun standa á öndinni... toppmynd í alla staði.“ Dóri DNA - DV Leiðinlegu skóla stelpurnar - sæta stelpan og 7 lúðar! Amanda Bynes úr She‘s The Man er komin aftur í bráðskemmtilegri mynd SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Á AKUREYRI eeee HJ. - MBL 600 kr. Miðaverð SÝND Í KRINGLUNNI FORELDRAR 6 EDDU- VERÐLAUN SÝND Í SELFOSSI SÍÐUSTU SÝNINGAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.