Morgunblaðið - 04.12.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.12.2007, Blaðsíða 21
Aðventan er gengin í garð og hér í Langanesbyggð eru fyrstu jóla- ljósin farin að lýsa upp skamm- degismyrkrið. Öll birta hefur löngum verið kærkomin á norður- slóðum á þessum árstíma þegar dagsbirtu nýtur aðeins í örfáar stundir á sólarhring og umhverfið breytir um svip, eftir því sem ljós- unum fjölgar. Það er þó fleira en ljósin, sem lífgar upp á byggðar- lagið í desember; unga fólkið sem farið hefur í burtu til framhalds- náms kemur heim í frí með til- heyrandi lífsfjöri æskunnar og aft- ur fjölgar í byggðinni.    Með aðventukomu færast jólin nær í huga fólks og þá er tími til að huga að jólabókunum. Fræðslu- og menningarmálanefnd Langa- nesbyggðar blés því til rithöfunda- kvölds á veitingastaðnum Eyrinni og fékk þangað rithöfunda til að lesa úr bókum sínum. Þrátt fyrir hryssingslegt veður og afleita færð þetta föstudagskvöld fjöl- mennti fólk á staðinn og hlýddi á þau Jón Kalman Stefánsson, Kristínu Svövu Tómasdóttur, Pét- ur Blöndal, Vigdísi Grímsdóttur og Þráin Bertelsson. Til viðbótar var einnig skáld úr heimabyggð- inni, Páll Jónasson frá Hlíð, sem las úr ljóðabók sinni. Slík menningarkvöld eru nú orðinn árviss viðburður á Þórs- höfn á aðventunni og þykja hin besta skemmtun.    Jólahlaðborð með skemmti- dagskrá og dansleik var síðan á laugardagskvöldið svo fólk hafi nóg við að vera um helgina. Hefð er fyrir því að Björgunarsveitin Hafliði og Leikfélagið sjái sameig- inlega um skemmtun í félagsheim- ilinu í tengslum við 1. desember en fullveldisins hefur lengi verið minnst með hátíðahöldum af ýmsu tagi. Slík samvinna félagasamtak- anna hefur reynst ágætlega en Leikfélagið á veg og vanda af skemmtidagskrá en björgunar- sveitin hefur jólahlaðborðið og dansleik á sinni könnu. Fjölmennt var á borðhaldinu og fór hátíðin vel fram. ÞÓRSHÖFN Líney Sigurðardóttir fréttaritari Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Upplestur Rithöfundar lásu úr bókum sínum við góðar undirtektir. úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2007 21 kaffiborðið í for- undran. Úr augunum mátti lesa að þeir væru sannfærðir um að Vík- verji væri að færa í stílinn. Öðru nær. Þetta er dagsatt. Svar- ið er líka einfalt. Þetta er ósköp venjuleg prjónahúfa en það sem greinir hana frá öðrum ósköp venjulegum prjónahúfum er sú staðreynd að á henni stendur skýrum stöf- um: Arsenal. Húfu með þeirri áletrun myndu börn Víkverja aldrei voga sér að týna. x x x Talandi um Arsenal þá hefur liðVíkverja aldrei byrjað betur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, er með 36 stig eftir 14 leiki. Liðið sem varð meistari án þess að tapa vet- urinn 2003-04 var með 34 stig eftir sama leikjafjölda. Því fer þó fjarri að beinn og breiður vegur sé fram- undan, til þess eru vel mönnuð lið Manchester United, Liverpool og Chelsea of skammt undan. Raunar má með góðum rökum fullyrða að öll hafi þau burði til að vinna meist- aratitilinn að þessu sinni. Fram- undan er magnþrunginn vetur. Kæruleysi ung-menna þegar kemur að því að passa upp á húfur, vettlinga og yfirhafnir hefur færst í vöxt á seinni árum. Í það minnsta var það niðurstaða Víkverja og nokkurra vinnufélaga hans í ein- um kaffitímanum á dögunum. Allir könn- uðust við þetta vanda- mál enda segir það sína sögu að á vorin er heilu bílhlössunum af fatnaði, sem enginn hefur vitjað um í skól- um landsins, ekið til Rauða krossins. Týnist húfa, hansk- ar eða úlpa þykir ungmennum í dag bara sjálfsagt að kaupa nýtt. Og við foreldrarnir látum það eftir þeim – án mótbáru. Víkverji er ekkert betri en aðrir foreldrar í þessum efnum. Hristir í mesta lagi höfuðið áður en hann skundar út í næstu fatabúð. Þó má hann til með að deila því með les- endum að forláta húfa sem hann átti sjálfur sem barn er enn í notk- un. Hún hefur gengið í arf til barna hans og a.m.k. þrjú þeirra af fimm hafa notað hana í einhverjum mæli. Og aldrei hefur hún týnst. „Hvernig húfa er þetta eig- inlega?“ spurðu vinnufélagarnir við      víkverji skrifar | vikverji@mbl.is www.ferdamalastofa. is Lækjargata 3 | 101 Reykjavík | Sími 535 5500 | Fax 535 5501 I Netfang: upplysingar@icetourist.is Strandgata 29 | 600 Akureyri | Sími 464 9990 | Fax 464 9991 I Netfang: upplysingar@icetourist.is Styrkir til úrbóta á ferðamannastöðum Eitt helsta aðdráttarafl Íslands í hugum ferðamanna, innlendra sem erlendra, er íslensk náttúra. Stefna íslenskra stjórnvalda er að ferðaþjónustan í landinu starfi sem mest eftir hugmyndafræði um sjálfbæra ferðaþjónustu. Liður í því er markviss uppbygging og fyrirbyggjandi aðgerðir til verndar íslenskri náttúru. HVERJIR GETA SÓTT UM: Öllum sem hagsmuna eiga að gæta er frjálst að sækja um styrk að uppfylltum ofangreindum skilyrðum. Við úthlutun verður m.a. tekið mið af ástandi og álagi svæða, og mikilvægi aðgerðanna vegna náttúruverndar. Einnig verður tekið tillit til þess hvort viðkomandi verkefni nýtur þegar fjárstuðnings opinberra aðila. Ekki verður sérstak- lega litið til dreifingar verkefna eftir landshlutum. UMSÓKNARFRESTUR: Umsóknafrestur er til 28. janúar 2008 MEÐFYLGJANDI GÖGN: Með öllum umsóknum skal skila inn gögnum er sýna fram á mikilvægi framkvæmdarinnar sem og skriflegt samþykki hlutaðeigandi aðila s.s. landeigenda, sveitafélags, og umhverfisyfirvalda ef með þarf. HVAR BER AÐ SÆKJA UM: Umsóknir berist á rafrænu umsóknareyðublaði sem finna má á heimasíðu Ferðamálastofu www.ferdamalastofa.is Einnig er hægt að skila inn skriflegum umsóknum á eyðublöðum sem fást á skrifstofu Ferðamálastofu, Strandgötu 29, 600 Akureyri. Upplýsingar veitir umhverfisfulltrúi í síma 464-9990 eða með vefpósti valur@icetourist.is Ferðamálastofa starfar samkvæmt lögum frá 1. janúar 2006 Verkefni Ferðamálastofu eru einkum: 1. Útgáfa leyfa, skráning á starfsemi og eftirlit með að skilyrðum fyrir þeim sé fullnægt. 2. Þróunar-, gæða- og skipulagsmál ferðaþjónustu, þ.e. framkvæmd markaðrar ferðamálastefnu, samræming umhverfis- og fræðslumála, miðlun upplýsinga, svæðisbundin þróun og alþjóðlegt samstarf. 3. Markaðs- og kynningarmál ferðaþjónustu, í samræmi við ákvörðun ráðherra hverju sinni. Ferðamálastofa starfrækir fimm skrifstofur í fjórum löndum, Reykjavík, Akureyri, Kaupmannahöfn, Frankfurt og New York. Ferðamálastofa auglýsir styrki til úrbóta í umhverfismálum fyrir árið 2008, sérstök áhersla verður lögð á verkefni sem stuðla að bættu aðgengi fyrir alla að áningastöðum. Úthlutað verður um 50 milljónum og skiptist upphæðin í þrjá meginflokka: 1. TIL MINNI VERKEFNA: Úthlutað verður til minni verkefna í umhverfismálum. Aðallega verða veittir styrkir til efniskaupa. Hámarks- upphæð hvers styrks verður 500 þúsund krónur. Til ráðstöfunar eru um 10 milljónir króna. 2. TIL STÆRRI VERKEFNA Á FJÖLSÓTTUM FERÐAMANNASTÖÐUM: Veittir verða styrkir til stærri verkefna þar sem umsækjendur stýra framkvæmdum og svæðin verða í umsjón eða eigu styrkþega eftir að framkvæmdum lýkur. Þegar til úthlutunar kemur verður stuðst við eftirfarandi vinnu-reglur: a) Um er að ræða svæði eða staði sem verulegur fjöldi ferðamanna sækir heim. b) Megin áhersla verður lögð á að styrkja svæði þar sem fullnaðarhönnun og framkvæmdaleifi liggur fyrir, þó getur hluti af styrkupphæð farið til vinnu á deiliskipulagi. c) Hluti af styrkupphæð Ferðamálastofu getur farið til verkhönnunar á viðkomandi svæði, þó aldrei meira en sem nemur 25% af styrkupphæð. d) Ferðamálastofa áskilur sér rétt til að fara yfir hönnun á viðkomandi svæði ásamt þeim forsendum sem þar liggja að baki. e) Styrkþegi er ábyrgur fyrir eðlilegu viðhaldi svæðis og mannvirkja er tengjast viðkomandi framkvæmdum. f) Standi styrkþegi ekki við ákvæði (d) getur ekki orðið af frekari styrkveitingum til viðkomandi fyrr en að því ákvæði uppfylltu. g) Engu fé verður veitt til styrkþega fyrr en að undangengnum skriflegum samningi milli Ferðamálastofu og styrkþega. 3. TIL UPPBYGGINGAR Á NÝJUM SVÆÐUM: Veittir verða styrkir til uppbyggingar á nýjum svæðum sem skipulögð hafa verið þannig að ferðamönnum nýtist viðkomandi svæði. Þegar til úthlutunar kemur verður stuðst við eftirfarandi vinnureglur: a) Styrkupphæð getur aldrei orðir hærri en sem nemur 75% af framkvæmdakostnaði. b) Megin áhersla verður lögð á að styrkja svæði þar sem samþykkt deiliskipulag liggur fyrir, þó getur hluti af styrkupphæð farið til vinnu á deiliskipulagi. c) Hluti af styrkupphæð Ferðamálastofu getur farið til verkhönnunar á viðkomandi svæði, þó aldrei meira en sem nemur 25% af styrkupphæð. d) Ferðamálastofa áskilur sér rétt til að fara yfir hönnun á viðkomandi svæði ásamt þeim forsendum sem þar liggja að baki. e) Styrkþegi er ábyrgur fyrir eðlilegu viðhaldi svæðis og mannvirkja er tengjast viðkomandi framkvæmdum. f) Standi styrkþegi ekki við ákvæði (e) getur ekki orðið af frekari styrkveitingum til viðkomandi fyrr en að því ákvæði uppfylltu. g) Engu fé verður veitt til styrkþega fyrr en að undangengnum skriflegum samning milli Ferðamálastofu og styrkþega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.