Morgunblaðið - 04.12.2007, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
BÓKAÚTGÁFAN Salka býð-
ur til bókakvölds á kaffihúsinu
Súfistanum, Laugavegi 18, í
kvöld kl. 20. Þar lesa höfundar
upp úr verkum sínum, gestum
til yndisauka.
Auður A. Ólafsdóttir les upp
úr skáldsögu sinni Afleggj-
aranum og Lóa Pind Aldís-
ardóttir úr fyrstu skáldsögu
sinni, Sautjándanum. Þá lesa
tvö ljóðskáld upp úr verkum
sínum, þær Guðrún Hannesdóttir úr ljóðabók
sinni Fléttum og Stefanía G. Gísladóttir upp úr
bókinni Án spora. Guðrún hlaut fyrr á árinu Ljóð-
staf Jóns úr Vör fyrir ljóðið Offors.
Bókakvöld
Höfundar lesa upp
úr verkum sínum
Lóa Pind
Aldísardóttir
HAUSTHEFTI 22. árgangs
tímaritsins Börn og menning
er komið út. Katrín Jak-
obsdóttir, Erna Erlingsdóttir
og Guðrún Lára Pétursdóttir
skrifa greinar um bækur Ast-
rid Lindgren í tilefni af 100 ára
fæðingarafmæli hennar í nóv-
ember sl. Björn Bjarnason
dómsmálaráðherra fjallar um
barnabókahöfundinn Nonna og
einnig er fjallað um barnabæk-
ur, barnaleikhús o.fl. Blaðið er gefið út af samtök-
unum IBBY á Íslandi tvisvar á ári, en þau hafa
það að markmiði að stuðla að eflingu barna-
bókmennta og annarrar barnamenningar.
Tímarit
Astrid, Nonni og
barnamenning
Hausthefti Barna
og menningar
KVENNAKÓRINN Léttsveit
Reykjavíkur heldur árlega
jólatónleika sína í Bústaða-
kirkju í kvöld og á fimmtudag-
inn kl. 20. Flutt verða íslensk
og erlend jólalög, m.a. Gloria
eftir Michael Bojesen og jóla-
lög eftir Ingibjörgu Þorbergs.
Einsöngvari með kórnum er
Hlín Pétursdóttir og píanó-
leikari Aðalheiður Þorsteins-
dóttur. Stjórnandi kórsins er
Jóhanna V. Þórhallsdóttir. Stína Bongó leikur á
trommur og Tómas R. Einarsson á bassa.
Léttsveitin er 100 kvenna kór sem hefur starfað
í Reykjavík í 12 ár.
Kórtónleikar
Jólasveifla Létt-
sveitar Reykjavíkur
Tómas R.
Einarsson
Eftir Einar Fal Ingólfsson
efi@mbl.is
ÉG BYRJAÐI í bókaútgáfu því mig
langaði að gefa út ljóðaþýðingar og
það var einfaldast að gera það sjálf-
ur. Eftir því sem árin hafa liðið hefur
orðið einfaldara að gefa einnig út
annars konar efni. Núna treysti ég
engum útgefanda betur en mér.“
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, ljóð-
skáld og tónlistarmaður, hefur í
nokkur ár starfrækt forlagið Dimmu
og gefur í senn út bækur og geisla-
diska; hljóðbækur og tónlist. Í ár
gefur hann út 17 titla, sem er jafn-
mikið og í fyrra.
„Ég reyni að hafa þetta í föstum
skorðum,“ segir hann. „Þetta er
blönduð útgáfa og ég þarf að vera
með ákveðinn fjölda titla svo útgáfan
verði sýnilegri. En það má ekki vera
meira.“
Meðal útgefinna titla Dimmu í ár
er Hjartaborg, ný ljóðabók Að-
alsteins Ásbergs sjálfs. Er það hans
sjöunda ljóðabók.
„Ég segi stundum að ljóðyrkjan
sé aðalstarfið mitt, útgáfan auka-
starfið, en þetta fer ágætlega sam-
an,“ segir Aðalsteinn Ásberg.
Er með fáa höfunda
Síðustu árin hefur Dimma gefið út
vandaða tónskreytta diska með upp-
lestri skálda, sem um leið eru fal-
legar ljóðabækur. Tveir diskar bæt-
ast nú í þann hóp, með ljóðum eftir
Sigurð Pálsson og Óskar Árna Ósk-
arsson, tónskreyttir af Jóel Pálssyni
og Sunnu Gunnlaugsdóttur.
„Þessir diskar eru nú orðnir sjö og
verða níu. Öll röðin verður komin út
á næsta ári.“
– Vilja ekki öll ljóðskáld landsins
komast í þennan öndvegisbúning?
„Jú, sjálfsagt, en þetta var hugsað
sem verkefni sem tæki enda. En það
getur vel verið að ég fari í eitthvað
annað í framhaldinu, með öðru sniði.
Fyrir fjórum árum ákvað ég að
gefa líka út hljóðbækur, mér fannst
skorta á í þeirri útgáfu og langaði til
að einbeita mér að barnaefni. Þar er
ég með fáa höfunda og þeir lesa sitt
efni sjálfir. Í ár er ég með tvo titla
eftir Kristínu Steinsdóttur, Fransk-
brauð með sultu og Vestur í bláinn,
Dvergastein eftir sjálfan mig, æv-
intýri og ljóð eftir Jónas Hall-
grímsson, sem ég valdi og las, þriðju
bókina um Fíusól eftir Kristínu
Helgu Gunnarsdóttur, Ævar á
grænni grein eftir Iðunni Steins-
dóttur og Söguna af bláa hnettinum
eftir Andra Snæ Magnason.
Þessi verk eru vel þegin af þeim
sem kunna að meta hljóðbækur.“
Bæti ekki við fleirum
Loks er Aðalsteinn Ásberg í tón-
listarútgáfu, einkum á djassi og
þjóðlögum. „Ég er svo heppinn að
vinna með mjög skemmtilegu fólki
og útgáfan byggist á því. Þar nefni
ég fyrst Sigurð Flosason. Í ár koma
tveir diskar úr hans smiðju, Bláir
skuggar og Dívan og jazzmaðurinn,
þar sem hann er með Sólrúnu
Bragadóttur söngkonu. Með Agnari
Má Magnússyni gef ég út diskinn
Láð, sem hefur fengið lofsamlega
dóma, og fyrsta geisladisk djass-
sveitarinnar BonSom.
Hjá Dimmu er svo líka þjóðlaga-
skotna hljómsveitin Hraun, sem á
örugglega eftir að gera það gott.“
Hann segir listamenn oft leita til
sín en hann bæti ekki við fleirum.
„Ég ræð einfaldlega ekki við
meira. Ég ætla að hafa þetta litla út-
gáfu sem veitir ljóðskáldinu hæfi-
lega samkeppni.“
Dimma, forlag Aðalsteins Ásbergs, gefur út hljóðbækur, ljóð og tónlist
Treysti engum betur
„MÍN útgáfa er ekki þess eðlis að ég þurfi að taka þátt í allri vitleysunni
mánuðinn fyrir jól,“ segir Aðalsteinn Ásberg. „Það skiptir mig meira máli
að verkin séu vel út garði gerð. Mér finnst það hafa tekist.“
Morgunblaðið/Sverrir
Áherslan á vönduð verk
KAREN Holt,
einn blaðamann-
anna sem komu
fyrir rúmri viku
að kynna sér Ís-
land og sögusvið
bókarinnar
Þriðja táknið eft-
ir Yrsu Sigurð-
ardóttur, segir
frá ferðinni í
grein í Publish-
ers Weekly sem birt var í gær. Hún
segir ferðina hafa byrjað með dæmi-
gerðum hætti, blaðamenn skoðað
víkingaskip og farið í Bláa lónið. Á
öðrum degi hafi Sigurður Atlason,
forstöðumaður Galdrasafnsins,
skellt sér í sauðskinnsskó, kyrtil,
hengt á sig hrútspungsskjóðu og
lagt ástargaldur á blaðakonu Rom-
antic Times, Liz French. Blaðamenn
hafi kynnt sér álfa- og draugatrú og
snætt humar með Yrsu og eig-
inmanni hennar.
Á fjórða degi hittu blaðamenn for-
seta Íslands sem gaf þeim kampavín
og makkarónukökur og ræddi um
afrek íslenskra glæpasagnaritara.
Holt segir að Yrsa hafi rætt um
hversu stoltir Íslendingar væru af
landi sínu og að það skipti hana
miklu að hasla sér völl á Bandaríkja-
markaði. Yrsa hafi fylgt hópnum
hluta ferðarinnar og lítið reynt að
þröngva bókinni upp á blaðamenn.
Kampavín
og makka-
rónukökur
„Yrsu-ferð“ í
Publishers Weekly
Sigurður Atlason í
galdrastuði.
SKÁLDIÐ Hjört-
ur Pálsson hlaut
heiðursvið-
urkenningu Rit-
listarhóps Kópa-
vogs í ár,
Steininn, en einu
sinni á ári er við-
urkenningin veitt
skáldi „sem sinnt
hefur ljóðlist af
kostgæfni og alúð“, eins og segir í
tilkynningu.
Viðurkenningin var afhent í Gerð-
arsafni 17. nóvember sl.
Skafti Þ. Halldórsson bókmennta-
fræðingur gerði grein fyrir skáldinu
og verkum þess og því næst afhenti
Sigurrós Þorgrímsdóttir, formaður
Lista- og menningarráðs, Steininn.
Að lokinni afhendingu las Hjörtur úr
verkum sínum fyrir viðstadda.
Að athöfn lokinni bauð lista- og
menningarráð Kópavogs upp á veit-
ingar.
Hjörtur hlaut
Steininn
Hjörtur Pálsson
Eftir Einar Fal Ingólfsson
efi@mbl.is
ÓPERUKÓRINN í Reykjavík, ein-
söngvarar og hljómsveit undir stjórn
Garðars Cortes munu upp úr mið-
nætti í kvöld eða klukkan 00.30
halda tónleika í Langholtskirkju og
flytja Reqiem Mozarts, á dán-
arstundu tónskáldsins. Verður þetta
í þriðja sinn sem Óperukórinn flytur
verkið á þessum tíma.
Tónleikarnir eru helgaðir minn-
ingu tónlistarmanna sem störfuðu
með kórnum í áranna rás og létust
allir á þessu ári. Söngvaranna Guð-
mundar Jónssonar, Kristins Halls-
sonar og Hjálmars Kjartanssonar,
Jóns Sigurðssonar bassaleikara og
Richard Talkowsky bassaleikara.
„Ég vil gjarnan að þetta verði að
hefð,“ segir Garðar Cortes. „Við
hefjum tónleikana hálf eitt. Sagan
segir að Mozart hafi látist 5. desem-
ber 1791, klukkustund eftir miðnótt.
Þá erum við komin að þessum tíma-
punkti þar sem hann skrifar sinn
síðasta takt. Það er hið fallega
„lacrimosa“, þar sem hann samdi
sjálfur fyrstu átta taktana og sagt er
að þar hafi hann gefist upp. Hann
gekk frá fyrstu tveimur töktunum
fyrir hljómsveitina og næstu sex
töktum fyrir kórinn og skrifaði
bassalínuna með. Þannig flytjum við
það. Hljómsveitin hefur verkið, síðan
syngur kórinn og einn bassaleikari
leikur með; þegar kemur að þessum
punkti þá stoppum við, ljósin ganga
niður og ég slekk táknrænt á kerti.“
Tónleikagestir, sem hafa verið við-
staddir á síðustu árum, segja það af-
ar fallega stund þegar tónskáldsins
er minnst á þennan hátt og Garðar
segir gestina almennt hafa haft orð á
því.
Stuttir en fallegir tónleikar
„Eftir smáumhugsun byrjum við
þennan kafla aftur og leikum þá
hluta sem Mozart kom að, sem hann
og aðstoðarmaður hans Syßmayr
gerðu, en látum alveg vera þá kafla
sem Syßmayr skrifaði einn. Þetta
verða stuttir en fallegir tónleikar,“
segir Garðar.
Einsöngvarar í sálumessunni í
kvöld eru Auður Gunnarsdóttir,
Nanna María Cortes, Björn I. Jóns-
son og Davíð Ólafsson.
Þegar Garðar er spurður um gildi
Mozarts segist hann nefna W. A.
Mozart þegar spurt er um mesta
tónskáld allra tíma.
„Þetta er auðvitað afstætt en fyrir
mér kemst enginn nær fullkomnun
en Mozart. Ég held mikið upp á fleiri
tónskáld en það má taka undir það,
að Mozart sé tákn háleitustu feg-
urðar sem býr í tónlist.“
Óperukórinn flytur Sálumessu Mozarts í Langholtskirkju á dánarstundu tónskáldsins eftir miðnætti
Enginn kemst
nær fullkomnun
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Miðnæturtónleikar Óperukórinn æfir Requiem Mozarts undir stjórn
Garðars Cortes í gærkvöldi. Tónleikarnir hefjast eftir miðnætti.
Í HNOTSKURN
» Dimma gefur út 17 titla íár, ljóð, hljóðbækur, djass
og þjóðlagaskotna tónlist.
» Meðal hljóðbókanna erudiskar með upplestri skáld-
anna Sigurðar Pálssonar og
Óskars Árna Óskarssonar, tón-
skreyttir af Jóel Pálssyni og
Sunnu Gunnlaugsdóttur.
» Aðalsteinn Ásberg legguráherslu á hljóðbækur með
barnaefni. Í ár gefur hann
meðal annars út bók um Fíusól
eftir Kristínu Helgu Gunn-
arsdóttur, Franskbrauð með
sultu eftir Kristínu Steins-
dóttur og Söguna af bláa hnett-
inum eftir Andra Snæ Magna-
son.
» Meðal útgefinna verka í árer Hjartaborg, sjöunda
ljóðabók Aðalsteins Ásbergs.
» Aðalsteinn segir ljóð-yrkjuna vera aðalstarfið.
♦♦♦