Morgunblaðið - 04.12.2007, Blaðsíða 44
ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 338. DAGUR ÁRSINS 2007
»MEST LESIÐ Á mbl.is
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
ÞETTA HELST»
Verðmæti FL Group
minnkaði um 15 milljarða
Gengi hlutabréfa í FL Group
lækkaði um 7,9% í gær og markaðs-
verðmæti félagsins minnkaði því um
fimmtán milljarða króna. Alls hefur
verðmæti félagsins minnkað um
42%, eða 129 milljarða króna, frá því
í febrúar. » Forsíða
Fjögur vitni yfirheyrð
Lögreglan á Suðurnesjum sleppti
í gærkvöldi þremur karlmönnum og
konu sem voru handtekin og færð til
yfirheyrslu vegna banaslyss á föstu-
dag. Þau hafa stöðu vitna en karl-
maður, sem grunaður er um að hafa
ekið á fjögurra ára pilt, situr enn í
gæsluvarðhaldi. Minningarathöfn
um piltinn var haldin í Keflavík-
urkirkju í gærkvöldi. » 2
Grímseyjarferjan afhent
Starfsmenn Vélsmiðju Orms og
Víglundar í Hafnarfirði eru að ljúka
þeim verkþáttum við Grímseyj-
arferjuna sem fyrirtækið tók að sér.
Ferjan verður afhent á morgun. » 6
Þróa ekki kjarnavopn
Stjórnvöld í Íran virðast „ekki
vera eins staðráðin“ í að þróa
kjarnavopn og talið hefur verið síð-
ustu tvö ár og talið er að Íranar hafi
hætt tilraunum til að framleiða slík
vopn árið 2003. Þetta kemur fram í
nýrri skýrslu sextán leyniþjón-
ustustofnana Bandaríkjanna. » 15
SKOÐANIR»
Ljósvaki: Frábært fjölskyldudrama
Staksteinar: Góð hugmynd forseta
Forystugreinar: Umferðarslys |
Pútín, hvað nú?
UMRÆÐAN»
Börnin sem kvíða jólunum
Búsetuúrr. og þjón. við eldri borgara
Hverjir bera áb. á fjölgun öryrkja?
Kynferðisofbeldi gegn börnum
4
4
4 4 4
4 4
5&
,6#'&
/ #+
,
7&!
!##%#,&
&/&#
4
4
4
4 4 4 . 8 2 '
4 4 4 4 4 9:;;<=>
'?@=;>A7'BCA9
8<A<9<9:;;<=>
9DA'8#8=EA<
A:='8#8=EA<
'FA'8#8=EA<
'3>''A%#G=<A8>
H<B<A'8?#H@A
'9=
@3=<
7@A7>'3+'>?<;<
Heitast 1 °C | Kaldast -5 °C
Austan 18–25 m/s og
slydda eða rigning
sunnanlands , annars
hægari og snjókoma
eða skafrenningur. » 10
Plata Mr. Silla og
Mongoose, Foxbite,
er sérlega heilsteypt
og á henni er hugað
að öllum smá-
atriðum. » 43
PLÖTUDÓMUR»
Hreinlega
dásamleg
FÓLK»
Britney hélt upp á 26 ára
afmælið í fyrradag. » 41
Anna Jóa telur
„sófamálverk“ birta
með skýrustum
hætti mikilvægi mál-
verksins á íslensk-
um heimilum. » 40
AF LISTUM»
Óopinber
listasaga
KVIKMYNDARDÓMUR»
Across the Universe er
skrautsýning. » 39
TÓNLIST»
Rapparinn Dabbi T er
ofsalega reiður. » 36
reykjavíkreykjavík
VEÐUR»
1. Ráðist á ísl. stúlku í Mósambík
2. Aldrei aftur allsber Pitt
3. Vann yfir sig og dó
4. Fjórir handt. vegna banaslyss
AÐSÓKN að mbl.is hefur aldrei
mælst meiri en í síðustu viku, 26.
nóvember til 2. desember. Alls heim-
sóttu þá 283.855 stakir notendur
mbl.is, samkvæmt samræmdri vef-
mælingu Modernus. Þar af komu
233.738 á forsíðu mbl.is sem er lang-
vinsælasta vefsíða á Íslandi.
Þessi aukning er nokkuð á skjön
við þróun undanfarinna ára enda
hefur jafnan dregið úr aðsókn að
helstu vefjum eftir því sem nær
dregur jólum. Til samanburðar má
nefna að í sömu viku árið 2006 voru
gestir á vefi mbl.is 239.049 og þar af
193.663 á forsíðu.
Í síðustu viku hófust sjónvarps-
fréttaútsendingar á mbl.is og urðu
viðtökurnar slíkar að tvöfalda varð
bandvídd þá sem mbl.is nýtir, en
þetta verk var unnið í samvinnu við
Vodafone.
Metað-
sókn að
mbl.is
TÓNLIST-
ARMENN frá 88
löndum sendu inn
lög og allt í allt
voru þetta ein-
hverjar þúsundir
laga sem hófu
keppni,“ segir
Svavar Knútur
Kristinsson,
söngvari hljóm-
sveitarinnar
Hrauns, sem komin er í fimm sveita
úrslit í tónlistarkeppni BBC, The
Next Big Thing. | 41
Í fimm
sveita úrslit
Svavar Knútur
Kristinsson
SÍÐASTLIÐIÐ eitt og hálft ár hefur
verið mikill uppgangur í verslun með
myndlist á Íslandi, en nú eru blikur á
lofti. „Við finnum náttúrulega fyrir
því þegar menn úti í bæ tapa hund-
ruðum milljóna,“ segir Tryggvi Páll
Friðriksson í Galleríi Fold og vísar
þar til nýlegra lækkana á hlutabréfa-
markaði. „En það er auðvitað ekkert
að gera við því, við vitum það sem
komin erum á minn aldur að allt sem
fer upp kemur niður.“
Uppboðin tvö sem Gallerí Fold
stóð fyrir á sunnudagskvöld og í gær-
kvöld voru þó lífleg, aðsókn góð og
verkin seldust flest. Alls voru 258
verk boðin til kaups, mörg hver eftir
ástsælustu listamenn þjóðarinnar,
Ásgrím Sveinsson, Jóhannes S. Kjar-
val, Jón Stefánsson, Kristínu Jóns-
dóttur, Svavar Guðnason og Nínu
Tryggvadóttur, svo einhverjir séu
nefndir.
Hæsta verðið á sunnudaginn
fékkst fyrir Þingvallamynd eftir Jón
Stefánsson sem var slegin á 4,5 millj-
ónir. Þetta er með því hæsta sem
fengist hefur fyrir verk eftir lista-
manninn, en í október seldist mál-
verk eftir Jón á 4,8 milljónir á upp-
boðsvefnum Lauritz.com. „Það er
alltaf áhugi fyrir Jóni Stefánssyni,
það er nú bara þannig,“ segir
Tryggvi og bendir á að verk hans séu
mun fágætari en t.d. verk eftir Kjar-
val. „Jón þótti náttúrulega ákaflega
góður málari og hann var ákaflega
formfastur, hann dró ekkert strik án
þess að það hefði tilgang. Hann var
verkfræðimenntaður og málaði
landslag á mjög áhrifaríkan hátt.
Hann stílfærði það á eigin máta svo
verk hans eru auðþekkjanleg. Jón
hefur bara verið í uppáhaldi hjá þjóð-
inni alla tíð.“
Sveiflur á listmarkaði
258 verk á listmunauppboði Gallerís Foldar
Í HNOTSKURN
»Jón Stefánsson fæddist áSauðárkróki árið 1881.
Eftir verkfræðinámið lærði
hann myndlist, bæði í Kaup-
mannahöfn og París, þar sem
hann stundaði nám við skóla
Matisse. Þekktasta verk hans
er Sumarnótt, lómar við
Þjórsá. Jón lést árið 1962.
Morgunblaðið/Frikki
Málverk Tryggvi Páll Friðriksson hjá Galleríi Fold býður upp Vífilfell eftir Kristínu Jónsdóttur.
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur
ben@mbl.is
ÍSLENSKIR kennarar eru almennt
efins um ágæti þess að kenna stórum
hópum í opnum rýmum, eins og
stefnan er víða á landinu.
„Við erum einna hræddust við
hávaðaáreitið sem verður mikið við
þessar aðstæður,“ segir Þórður
Hjaltested, varaformaður Félags
grunnskólakennara og bendir á að
þetta geti sérstaklega komið niður á
nemendum sem þurfi aðhald.
„Menn hafa líka lært að það er
nauðsynlegt að inni í þessum rýmum
sé lokuð stofa svo kennarinn geti tek-
ið hópa út úr fjöldanum, t.d. þegar
hann er að leggja inn nýtt efni hjá
þeim.“
Norskir sérfræðingar telja nauð-
synlegt að taka upp að nýju kennslu
í afmörkuðum kennslustofum til að
bæta lélegan árangur nemenda þar í
landi. Frá árinu 2000 hefur norskum
nemendum farið aftur í lestri, stærð-
fræði og raungreinum og eru þeir nú
langt undir meðaltalsárangri nem-
enda í OECD-ríkjunum.
Áhyggjur af opnum kennslurýmum
Erfitt að einbeita sér | 20
♦♦♦