Morgunblaðið - 04.12.2007, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Það voru ekki góðar
fréttir sem við fengum,
ég og kona mín, þar
sem við erum stödd er-
lendis, að Þórarinn
Kjartansson væri látinn. Mig langar
að minnast manns sem ég mat mjög
mikils. Áður en ég kynntist Þórarni
hafði ég heyrt af honum frá kunn-
ingjum sem þekktu til hans. Alltaf
báru þeir honum vel söguna. Þegar
svo kom að því að ég kynntist honum
persónulega komst ég að því að þess-
ar sögur voru allar réttar. Það var ár-
ið 1988 þegar ég hóf störf hjá flug-
félaginu Cargolux í Lúxemborg, að
ég hitti Þórarin fyrst. Hann var þá
svæðisstjóri fyrir það félag, með að-
setur í Miami. Þórarinn bauð af sér
mjög góðan þokka og það var auð-
fundið að þarna fór maður sem hægt
var að stóla á og vissi hvað hann vildi.
Við hittumst nokkrum sinnum á þess-
um tíma og fór vel á með okkur. Sér-
staklega man ég eftir atviki sem átti
sér stað eftir að Þórarinn var kominn
heim og hafði stofnað Vallavini með
öðrum góðum mönnum. Ég var á leið
til New York frá Lúxemborg, með
viðkomu í Keflavík. Vallavinir höfðu
nýlega fengið talstöð og Þórarinn
vildi vita hvað hún væri langdræg,
svo hann bað mig um að tala við sig,
eftir flugtak, til að geta mælt hana.
Þetta gerði ég og okkur tókst að
segja hvor öðrum brandara í yfir 360
kílómetra, áður en sambandið slitn-
aði. Ekki hafði ég hugmynd um þá að
við ættum eftir að eiga náið og gott
samstarf síðar.
Það var síðan upp úr miðju árinu
2000 að kunningi okkar beggja hafði
samband við mig og sagði mér frá
stofnun Bláfugls og hvort ég hefði
áhuga á að koma þar til starfa sem yf-
irflugstjóri. Ég var þá í góðri stöðu
hjá Cargolux og hefði líklega ekki
skoðað þetta ef Þórarinn Kjartans-
Þórarinn
Kjartansson
✝ Þórarinn Kjart-ansson fæddist í
Reykjavík 28. júlí
1952. Hann varð
bráðkvaddur 17.
nóvember síðastlið-
inn og fór útför
hans fram frá Hall-
grímskirkju 26.
nóvember.
son hefði ekki verið þar
við stjórnvölinn og aðr-
ir góðir menn með hon-
um. Eftir að hafa rætt
við Þórarin um fram-
tíðaráform hans og
Bláfugls, fór það þann-
ig að ég tók að mér
þessa stöðu. Ég hóf
störf hjá Bláfugli í
byrjun árs 2001. Var
mikil vinna framundan
við að koma Bláfugli af
stað og þar kynntist ég
Þórarni sem stjórn-
anda og leiðtoga. Þór-
arinn hafði þann einstaka eiginleika
að fá það besta út úr starfsfólki sínu,
einfaldlega með því að treysta því
fyrir því sem þurfti að gera. Hann
bar alltaf hag starfsfólksins fyrir
brjósti og lét það njóta góðs af vel-
gengni fyrirtækisins. Alltaf hafði
hann tíma ef ég þurfti að leita til
hans. Þórarins verður sárt saknað af
okkur sem störfuðum með honum og
persónulega þakka ég fyrir að hafa
fengið að kynnast einstökum manni,
bæði sem vini og yfirmanni.
Guðbjörg, Kjartan og Skúli. Við
sendum ykkur, sem og öðrum skyld-
mennum og vinum, okkar innilegustu
samúðarkveðjur og biðjum Drottin
Jesú að vernda og styrkja ykkur öll á
þessum erfiðu tímum.
Páll Eyvindsson og
Helga R. Ármannsdóttir.
Skjótt skipast veður í lofti. Mér
barst sú sorgarfregn á laugardags-
kvöldi 17. nóvember að vinur minn,
Þórarinn Kjartansson, hefði orðið
bráðkvaddur þann sama dag. Leiðir
okkar Þórarins lágu saman árið 1999
er ég tók við starfi flugvallarstjóra á
Keflavíkurflugvelli. Þórarinn var þá
framkvæmdastjóri Vallarvina, flug-
afgreiðslufyrirtækis á Keflavíkur-
flugvelli, sem hann ásamt Skúla mági
sínum stofnaði. Seinna stofnuðu þeir
ásamt fleirum Bláfugl, fraktflugfélag,
fyrst með eina Boeing 737, en þeim
átti eftir fjölga ört.
Mér varð það ljóst er samskipti
okkar Þórarins hófust, að þar var ein-
stakur maður á ferð sem þekkti flug-
heiminn frá öllum sjónarhornum. Ég
horfði á hvernig fyrirtæki sem hann
stýrði uxu og döfnuðu, einkum og sér
í lagi vegna elju hans og metnaðar og
þeirrar miklu gæfu sem hann átti að
fagna í samstarfsfólki sínu. Þórarinn
var keppnismaður, fylginn sér en
sanngjarn, heiðarlegur og þoldi ekki
ranglæti. Hann leitaðist við að virða
og viðhalda öllum þeim fjölmörgu
kröfum sem gerðar eru til okkar iðn-
aðar í einu og öllu.
Þegar litið er yfir farinn veg þá er
það fyrst og fremst þakklæti sem
kemur upp í hugann, þakklæti fyrir
þau forréttindi að hafa kynnst Þór-
arni og fengið að fylgjast með þessum
mikla fagmanni í starfi og leik. Hann
varðaði óumdeilanlega veginn meðal
sinna samstarfsmanna, miðlaði þeim
ríkulega af sínum faglega visku-
brunni. Íslenski flugiðnaðurinn hefur
misst einn af sínum merkisberum
langt um aldur fram.
Eiginkonu Þórarins, Guðbjörgu,
sonum þeirra Kjartani og Skúla, öll-
um vandamönnum og vinum sem eiga
um sárt að binda sendi ég mínar inni-
legustu samúðarkveðjur.
F.h. Flugmálastjórnar á Keflavík-
urflugvelli,
Björn Ingi Knútsson.
„Tilvera okkar er undarlegt ferða-
lag.“ Undir þessi orð er hér tekið.
Jarðvist okkar er oft óútreiknanleg
og illskiljanleg. Það má segja að hing-
að til hafi ég ekki haft ríka ástæðu til
að velta því fyrir mér af neinni alvöru
hvað taki við eftir þetta líf. Frá því ég
frétti af fráfalli Þórarins hef ég átt
erfitt með að leiða hugann að ein-
hverju öðru og vona sannarlega að
einhver aðkallandi ástæða sé fyrir því
að maður í blóma lífsins sé frá okkur
tekinn svo langt um aldur fram.
Þórarni kynntist ég í ársbyrjun
1998 er ég réð mig til starfa hjá fyr-
irtækinu Vallarvinum ehf., þá ný-
stofnuðu flugafgreiðslufyrirtæki í
hans eigu og Elíasar Skúla. Þórarinn
hefur verið lærimeistari minn æ síð-
an og síðustu árin viðskiptafélagi og
traustur vinur. Að hafa fengið að vera
samferðamaður hans þennan áratug
hefur verið sannkallað ævintýri. Að
eðlisfari var hann leiðtogi, skarp-
greindur og með eindæmum rökfast-
ur. Tilfinning hans fyrir viðskiptum
var einstök, snöggur að koma auga á
tækifærin og nýta þau. Hann hafði til
að bera einstakan persónuleika og
með fágaðri framkomu sinni og verk-
um ávann hann sér virðingu allra
þeirra sem umgengust hann – hann
var okkar fyrirmynd.
Þórarinn bjó yfir yfirburðaþekk-
ingu á öllu sem viðkom flugfrakt,
flugi og flugafgreiðslu. Hann átti
glæstan starfsframa erlendis og naut
hvarvetna viðurkenningar. Þessi
þekking og undirbúningur nýttist
honum vel öll þau ár sem það tók
hann að hasla sér völl hér heima því
þetta brölt gekk ekki alltaf átaka-
laust fyrir sig. Hann þurfti vissulega
að hafa fyrir hlutunum í óþroskuðu
íslensku viðskiptaumhverfi til að
brjótast út úr þeirri einokun sem hér
ríkti. Sjálfsagt gera fæstir sér grein
fyrir því hversu mikilvægt framlag
hans var í baráttunni við að brjóta
niður múra og opna fyrir eðlilega
samkeppni. Þórarinn var ekki mikið
fyrir að trana sér fram eða vera í
sviðsljósinu, hann var hógvær en
kaus að láta verkin tala. Hann stofn-
aði ásamt félögum sínum mörg fyr-
irtæki sem öll gengu vel og halda von-
andi áfram að eflast og dafna nú eftir
hans dag.
Ég, ásamt svo mörgum öðrum, á
eftir að sakna Þórarins – sakna þess
að geta ekki rætt við hann um næstu
skref í uppbyggingu á flugtengdri
starfsemi á Keflavíkurflugvelli sem
var honum svo hugleikin, spila með
honum golf og síðast en ekki síst
spjalla og rökræða við hann um lífið,
tilveruna og það sem hæst bar í það
og það skiptið.
Við Guðný Lára vottum fjölskyldu
Þórarins, vinum og samstarfsfólki
okkar innilegustu samúð. Guð gefi
Guðbjörgu, Kjartani og Skúla styrk
til að takast á við sorgina og halda
áfram í minningu um góðan mann.
Sigþór Skúlason.
Mig langar að minnast Þórarins
Kjartanssonar í nokkrum orðum. Ég
hitti Þórarin fyrst fyrir rúmum sex
árum þegar ég var svo heppin að vera
boðuð í atvinnuviðtal hjá Bláfugli. Á
loftinu í byggingu 10 á Keflavíkur-
flugvelli tók á móti mér maður sem
átti eftir að hafa mikil áhrif á mig og
kenna mér margt. Þórarinn var ein-
stakur maður. Hann var sannkallað-
ur leiðtogi með mikla útgeislun og
átti því auðvelt með að hrífa fólk með
sér. Hann naut virðingar og aðdáun-
ar þeirra sem kynntust honum. Þau
voru ófá skiptin sem ég fékk þá
spurningu hvort það væri ekki gaman
að vinna með honum – ó jú, það var
sko gaman. Ég er afar þakklát fyrir
að hafa fengið að kynnast Þórarni og
kveð hann með söknuði.
Ég sendi fjölskyldu Þórarins mín-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Guðbjörg Leifsdóttir.
Þórarinn Kjartansson er látinn.
Það eru forréttindi að hafa átt þess
kost að læra af slíkum manni og fá að
ráðfæra sig við hann. Með nokkrum
orðum langar mig að koma á fram-
færi þakklæti mínu fyrir fræðslu og
stuðning til margra ára.
Ég varð þess aðnjótandi að eiga
samstarf við Þórarin á upphafsárum
flugs Cargolux hingað til lands árið
1994. Það er ekki ofsögum sagt að
með tilkomu þessa flugfélags hingað
varð bylting á þeim markaði sem
kallast flugfrakt. Þórarinn kom með
sérþekkingu og sambönd inn á þenn-
an markað sem áttu eftir að skipta
sköpum um þróun hans. Við sem höf-
um tekið þátt í þeirri þróun, og þeim
gríðarlega vexti sem einkennt hefur
þessa atvinnugrein allar götur síðan,
vitum hvaða hlutverk Þórarinn hafði í
þeirri sögu allri. Það er saga sem ein-
hvern tíma þarf að segja, en verður
ekki gert hér. Þórarinn Kjartansson
var mér lærifaðir í þeirri starfsgrein
sem ég hef lengst af starfað við. Hann
kenndi mér hugmyndafræði flutn-
ingsmiðlunar á alþjóðavísu og hann
greiddi götu mína oftar en einu sinni í
samstarfi við erlend stórfyrirtæki í
þeirri grein. Hann kenndi mér að ís-
lenskur flutningsmarkaður starfaði á
mörgum sviðum eftir annarri hug-
myndafræði en aðrir og hann gerði
mér ljóst hversu eftirsóknarvert það
væri að þróa markaðinn hér í sam-
ræmi við það sem gerðist annars
staðar. Á erfiðum tíma í mínu lífi leit-
aði ég til hans. Ég þarfnaðist um-
sagnar manns sem ég treysti betur
en nokkrum öðrum til að vera full-
komlega heiðarlegur. Viðbrögð hans
við þeirri beiðni var einhver dýrmæt-
asta gjöf sem mér hefur hlotnast. All-
ar götur síðan, í meira en áratug, hef
ég leitað til Þórarins eftir aðstoð eða
ráðgjöf þegar mikið hefur legið við
tengt starfi mínu. Nú síðast fór ég til
fundar við hann fyrir nokkrum vik-
um, þegar hann upplýsti mig um hug-
myndir Evrópusambandsins hvað
varðar útblásturskvóta flugfélaga.
Eins og alltaf var hann viðbúinn,
enda varðaði þetta hans starfsgrein.
Hann var búinn að afla sér upplýs-
inga um hvað var að gerast, hafði
skoðanir á því og var tilbúinn að
miðla þeirri þekkingu. Þórarinn var
og er virtur í sinni starfsgrein úti um
allan heim. Hann hirti lítt um að
verða þekktur athafnamaður á Ís-
landi. Byggði hljóðlega upp sterkt
fyrirtæki á áratug, Bláfugl. Sú
ákvörðun hans að selja Bláfugl Flug-
leiðum – fyrirtæki sem hann hafði átt
í harðri samkeppni við frá upphafi –
var ákvörðun sem kom mörgum okk-
ur í opna skjöldu. „Góður maður
sagði mér einu sinni að ég ætti að
selja þegar einhver vildi kaupa,“
sagði Þórarinn við mig þegar ég leit-
aði eftir skýringu. Skarð Þórarins
Kjartanssonar verður ekki fyllt – frá-
fall hans er áfall fyrir atvinnugreinina
flugfrakt, hvort heldur er á Íslandi
eða á alþjóðavísu. „Thor A Prince of
Air Cargo“ er sagt í fyrirsögn greinar
um hann í vefútgáfu Air Cargo News.
Það eru orð að sönnu. Þetta eru fá-
tækleg kveðjuorð. Sannleikurinn er
sá að Þórarinn Kjartansson var mað-
ur sem ég virti meira en aðra menn.
Ég veit að ég er ekki ein um það. Að-
standendum hans færi ég mínar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Signý Sigurðardóttir.
Í hartnær 15 ár hefur hópur 5
manna átt félagsskap í veiðum og úti-
vist. Þórarinn Kjartansson var þar
fremstur meðal jafningja og eftir
skyndilegt fráfall hans stöndum við
félagar hans og horfum um öxl með
söknuð og þakklæti í huga.
Í upphafi var tilgangur ferða okkar
auðvitað veiðiskapur og tilheyrandi
ævintýri en síðar má segja að við höf-
um mest verið að sækjast eftir fé-
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
✝
Yndislega mamma okkar, tengdamamma, amma
og langamma,
SVAVA HJALTADÓTTIR,
Borgarholtsbraut 33,
Kópavogi,
andaðist á Landspítala, Fossvogi, föstudaginn
30. nóvember.
Útförin verður auglýst síðar.
Elsa Tryggvadóttir,
Áslaug Tryggvadóttir, Nebojsa Hadzic,
Haraldur Tryggvason, Sigrún Eiríksdóttir,
Svava Tryggvadóttir, Vilhelm Guðbjartsson,
Sigríður Tryggvadóttir, Héðinn Sveinbjörnsson,
Svava Ástudóttir, Kieran Houghton,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi, sonur, bróðir, mágur og tengdasonur,
GEIR HELGI GEIRSSON
yfirvélstjóri,
Leirutanga 26,
Mosfellsbæ,
lést 1. desember á líknardeild LSH í Kópavogi.
Útför verður auglýst síðar
Helga Guðjónsdóttir,
Guðjón Reyr Þorsteinsson,
Eybjörg Geirsdóttir, Tómas Haukur Richardsson,
Nína Björk Geirsdóttir, Pétur Óskar Sigurðsson,
Geir Jóhann Geirsson,
Alexander Aron Tómasson,
Eybjörg Sigurðardóttir,
Nína Geirsdóttir,
Þorvaldur Geirsson,
Lovísa Geirsdóttir,
Valgerður Geirsdóttir, Viktor Arnar Ingólfsson,
Guðjón Haraldsson, Nína Schjetne.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
ÁSGEIR SIGURJÓNSSON,
fyrrv. yfirvélstjóri,
Rauðalæk 27,
Reykjavík,
sem lést sunnudaginn 25. nóvember á Land-
spítalanum við Hringbraut, verður jarðsunginn
frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn
5. desember kl. 15.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabba-
meinsfélag Íslands.
Þórunn Ingvarsdóttir,
Inga Ásgeirsdóttir, Sæmundur S. Gunnarsson,
Ásgeir Ásgeirsson,
Sigurjón Ásgeirsson, Ragnheiður Ragnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Okkar ástkæri
EYJÓLFUR JÓNSSON,
Adelaide, Ástralíu,
Rauðagerði 22,
Reykjavík,
lést á heimili sínu í Adelaide, Ástralíu, fimmtu-
daginn 29. nóvember.
Mary Pilgrim,
Berglind Eyjólfsdóttir, Kolbeinn R. Kristjánsson,
Katrín Dagmar Jónsdóttir,
Eyjólfur Jónsson.