Morgunblaðið - 04.12.2007, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.12.2007, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2007 17 MENNING enginn annar íslenskur djassbassa- leikari ráði eins vel við að knýja sveifluna áfram trommulaus. Þó ekkert píanó sé í tríói Reynis minn- ir spilamennskan oft á kvintett George Shearings og þegar best lætur: Modern jazz kvartettinn. Þannig er Litla flugan með bar- roskum fúgublæ og sömuleiðis bregður því minni fyrir í hinu klassíska sönglagi Fúsa við ljóð Sigurðs slembis: Í dag. Víbrafón- sóló Reynis er príma og Jón Páll flottur einsog víðast, oft syngur blúsinn í strengjum hans einsog í „Tondeleyo“. Því er ekki að leyna að á stund- um er tónlistin næsta sviplaus eins- og oft varð hjá jafn magnaðri hljómsveit og Shearing kvintettn- um. Það er vandrötuð leiðin milli þægilegrar næturklúbbatónlistar og ólgandi djass. En eitt er á hreinu; hér er fagmennskan í fyr- irrúmi og hljóðfæraleikur allur framúrskarandi. Djassunnendur finna hér margt við hæfi og aðdá- endur Fúsa öðlast nýja sýn á tóna- máli hans. SIGFÚS Halldórsson var eitt vin- sælasta tónskáld okkar á síðustu öld og enn lifa lögin hans góðu lífi. Þau hafa hingað til ekki verið á dagskrá djassmanna enda eiga þau það sameiginlegt með lögum Rich- ards Rodgers, eftir að hann hóf samvinnu við Oscar Hammerstein, að vera djassmönnum heldur erfið. Svo reynist einnig með mörg af þeim 16 lögum Sigfúsar er Reynir Sigurðsson víbrafónleikari hefur út- sett fyrir tríó sitt, en stundum dettur Reynir niðrá töfralausnir einsog margir góðir djassleikarar hafa gert með Rodgers/Hammer- stein söngdansana. „Litla flugan“ og „Í dag“ eru frábærlega útsett og væru tvö þess virði að berja diskinn hlustum. Félagar Reynis eru heldur ekki af verri endanum: stórmeistari Íslandsdjassins Jón Páll Bjarnason á gítar og Gunnar Hrafnsson á bassa og held ég að Létt djassaður Fúsi Vernharður Linnet TÓNLIST Geisladiskur Tríó Reynis Sigurðssonar: Sigfús Halldórsson REStón 001 – 2007  Eftir Ásgeir H Ingólfsson asgeirhi@mbl.is „ÉG svaf hjá í Central Park.“ Svona byrjar bókin og ég veit ekki hvort ég á eftir að lesa bók með kröftugri upphafsorðum fyrir þessi jól. Hann er svartur og hún er hvít, hann er hattagerðarmaður og trommuleikari og hún er skáld, hann er Algea og hún er ég-ið, hún heitir Elísabet Jökulsdóttir og svarar spurningum mínum á ís- köldum degi í Dublin. Bókin heitir Heilræði lásasmiðsins og fjallar um samband hennar við Algea sem hefst í New York en lýkur í Vesturbæ Reykjavíkur. Þau tvö eru alla tíð í forgrunni, ást þeirra, kynlífið, rifrildin og þögnin sem er á milli þeirra. En þarna hittum við líka fyrir fjölskyldu Elísabetar og vini, drauga og goðsagnir – og vitaskuld véfréttarlega lásasmiði sem bjarga konum í neyð. Óflúrað kynlíf „Ég sé söguna eins og smásjá, verkfæri til að rannsaka hvað gerðist,“ segir Elísabet mér um þessa smásjá á eigið líf. En var ekkert óþægilegt að skrifa svona opinskátt án þess að hafa skáldaða persónu til varnar? „Ég komst að því að best var að segja þetta bara eins og það var. Um leið og ég ætlaði eitthvað að fara að upphefja kynlífið eða skammast mín fyrir það eða eitthvað svoleiðis þá virk- aði það ekki. Ég var ekki að flúra þetta eða upphefja kynlífið eins og oft er gert.“ En hún játar að hafa fengið bakþanka þegar bókin var í próförk og eftir að hún kom út, og man eftir uppgötvun sinni við skriftirnar: „Já, nú veit ég til hvers skáldskapurinn er, hann er til þess að fela sig. En í raun er fáránlegt ef það er feimnismál að skrifa um kynlíf, ég hef alltaf haft áhuga á kynlífi og fannst gaman að skrifa um það, en ég varð stundum að telja í mig kjark. Ann- ars hugsaði ég mest til Ástu Sig- urðardóttur rithöfundar sem dó fyrir löngu. Ég var 16 ára þegar ég las hana, og hvernig hún skrif- aði, ósvífið en erótískt, um konu sem langaði að fylla hendur sínar af hári karlmannsins, hafði mikil áhrif á mig.“ En myndi Algea kannast við sjálfan sig í sögunni? Ýmsu virðist Elísabet trúa lesandanum fyrir sem hún gat ekki sagt honum – en þó virðist hún hafa sagt honum meira en hann henni. „Í einum kaflanum reyni ég að ímynda mér hvernig hann sjái þetta. Mér fannst ég svo ein, ég var edrú og var búin að fara í þerapíu og var svo æðisleg – en svo sá ég sjálfa mig bara sem algjört kontról-frík. Þessi svokallaða góðmennska mín, að láta hann fá pening og bjóða honum hingað, þetta er náttúrlega bara misskilin góðmennska, maður heldur að þetta sé góðmennska en þetta er stjórnsemi.“ Jökull og aðrir draugar Jökull Jakobsson, faðir Elísabet- ar, var landsþekkt leikskáld sem lést aðeins 44 ára gamall fyrir bráðum 30 árum. Þeir sem eru ekki nógu gamlir til að muna Jökul þekkja hann sjálfsagt margir úr minningabókum, ljóðabókum og blaðagreinum bæði barna hans og barnsmóður og fyrrverandi eig- inkonu. „Við pössum okkur að halda engin fjölskylduboð,“ segir Elísabet þegar ég reyni að hnýsast en játar svo tilgátu minni að bæk- urnar séu fjölskylduboðin og glott- ir í símann. „En maður hefur verið upptekinn af kallinum. Hann er þessi týpíski skuggi – eins og þeir verða, James Joyce á Írlandi og Halldór Laxness á Íslandi. Svo er þetta líka bara alkóhólisminn, maður verður svo upptekinn af alkanum. En það er líka ástarjátn- ing að skrifa um pabba, aðferð til að skilja okkar samband, og birta mynd af honum. Það er eðlilegt að skrifa um þá sem maður elskar. Mínar skriftir eru alltaf einhvers konar ástarjátning hvort sem er. Ég skrifaði t.d. um fótbolta af því ég elska fótbolta.“ Jökull er þó ekki eini draugur bókarinnar, í henni er heil herdeild lítilla persóna, vina og vanda- manna bæði hennar og Algea og þeir eru alls ekki allir á lífi. „Þess- ir draugar eru náttúrlega bara þráhyggjan mín – og þegar maður setur þetta á blað er þetta hálf- ógnvekjandi,“ segir Elísabet. En þetta er líka afskaplega goðsagna- kennd bók, þótt hún sé sann- söguleg verður hún aldrei hvers- dagsleg. „Ég hef alltaf verið mjög upptekin af goðsögunni og að líf okkar gæti verið goðsagnakennt. Ég kemst að því með að skrifa þessa bók að það eru dyr þarna á milli. Maður getur farið á milli þessara heima, ímyndunar og raunveruleika, og þetta er ekki alltaf svona aðskilið eins og manni er kennt. Stundum finnst manni líf okkar vera ofið úr goðsögunni þótt við vitum það ekki, enda gætum við kannski ekki lifað ef við værum alltaf rosalega meðvituð um það.“ Henni finnst gaman að því að ég kalli þetta goðsögubók og rifjar upp hvernig Matthías Viðar heit- inn, vinur hennar, vakti áhuga hennar á goðsögunni. „Goðsagan klofnar í list, trú og vísindi – áður var goðsagan til að útskýra heim- inn,“ segir Elísabet um tæki sitt til þess að útskýra heiminn. Morgunblaðið/Golli Goðsagnakennd „Ég hef alltaf verið mjög upptekin af goðsögunni og að líf okkar gæti verið goðsagnakennt. Ég kemst að því með að skrifa þessa bók að það eru dyr þarna á milli,“ segir Elísabet Jökulsdóttir. Ást í Miðgarði SAGT er að endurreisnarlistamað- urinn Michelangelo hafi séð skúlp- túra fyrir sér inni í efninu og að hans gjörningur hafi falist í því að höggva utan af þeim og finna form- in sem biðu þess að sjást. Nokkuð háleit sýn á skúlptúrgerð, en ekki nauðsynlega ósönn, enda með ólík- indum að listamaðurinn hafi náð að lífga við sjálfan Davíð úr ílöngum marmara þar sem hann nýtti formið upp á millimetra. Verk Rögnu Ró- bertsdóttur „Innra landslag“ á sýn- ingu hennar „Landslag fyrir hina og þessa“ í Gallerí i8, hefur tilvísun í þessa nálgun Michelangelos þar sem hún hefur skorið basalthraun og raungert ferhyrnda kubba innan úr hraungrýtinu. Ragna er aðallega kunn fyrir veggmyndir sem teygja anga sína til mínimalisma og landlistar. Skúlptúrefnið er jafnan hrátt tekið úr náttúrunni og mulið í duft eða jafnvel endurunnið eins og raunin er með verkið „Landslag fyrir Guð- jón Samúelsson“, sem er gert úr hrafntinnu af veggjum Þjóðleik- hússins. Á sýningunni má sjá álíka veggverk úr ólíkum náttúruefnum. „Kristaltært landslag“ er hverfult veggverk úr muldum kristal og „Hveralandslag“ er gert úr hvera- leir sem smurt er á vegg og er merkilega áferðarfagur. Í „Landslagi fyrir Donald Judd“ hefur listakonan sett hveraleir í glær box og raðað þeim í anda rým- isverka Judds og í „Tímalandslagi“ eru það silfurplötur sem breytast við oxun. Ragna hefur kosið að skapa innan mjög þröngs formræns ramma og ef maður gefur sér þennan sama ramma þegar maður skoðar sýn- inguna þá virkar listakonan kaót- ískari en áður. Talsvert uppbrot er í rýminu en á sama tíma eru heilmikil samtöl á milli listaverka, formræn sem/og listsöguleg, sem listakonan heldur vel utan um. Máski er þetta einhver ögrun hennar við sig sjálfa, en ég er líka á því að eftir að mynd- listarmarkaður tók að myndast á Ís- landi má gera greinarmun á gall- erísýningum og öðrum sýningum, s.s. smærri safnasýningum eða í „not-for-profit“-sýningarrýmum. Gallerísýningar eru einfaldlega orðnar sá söluvettvangur sem þekk- ist annarsstaðar á vesturlöndum og þá dugar frasinn „Minna er meira“ (Less is more) frekar skammt. Ragna viðheldur þó góðu jafnvægi þarna á milli, nálgast rýmið af samskonar tillitsemi og Mich- elangelo hefur nálgast marmarann, og flottur leikur hjá henni að spila út einskonar samsýningu á lista- mönnum í eigin efni. Morgunblaðið/Kristinn Uppbrot á rými Það myndast heilmikil samtöl á milli listaverka á sýningu Rögnu Róbertsdóttur, formræn sem og listsöguleg. Samsýning með eigin listaverkum Jón B. K. Ransu MYNDLIST Gallerí i8 Opið fimmtudaga til föstudaga frá 11 -17 og laugardaga frá 13-17. Sýningu lýkur 13. desember. Aðgangur ókeypis. Ragna Róbertsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.