Morgunblaðið - 04.12.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.12.2007, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2007 27 ✝ Ólafur Sveins-son fæddist á Barðsnesi í Norð- firði hinn 5.11. 1930. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík hinn 24.11. síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sigríður Þórðardóttir, frá Kálfafelli í Suður- sveit, f. 14.11. 1899, d. 29.10. 1988 og Sveinn Árnason, út- vegsbóndi á Barðs- nesi í Norðfirði, f. í Grænanesi í Norðfirði 29.6. 1889, d. 11.10. 1947. Systkini Ólafs eru 8 og var hann sá 4 í röðinni. 1) Þorbergur húsasmíðameistari, f. 30.12. 1923, 2) Þórður húsasmíðameistari, f. 30.12. 1927, d. 24.12. 2005, 3) Árni Guðgeir sjómaður, f. 27.9. 1928, d. 4.5. 1998, 4) Ólafur, 5) Guðrún læknaritari, f. 7.12. 1934, 6) Alda Ármanna myndlistarkona og Finnbogasyni námsráðgjafa, f. 6.7. 1966. Þau skildu. Dóttir þeirra er Ásdís menntaskólanemi, f. 3.9. 1989. 3) Aðalsteinn rafmagnsverk- fræðingur, f. 7.7. 1970, var kvænt- ur Hörpu Sólbjört Másdóttur upp- eldis- og menntunarfræðingi, f. 13.5. 1972. Þau skildu. Börn þeirra eru Sigurbjörn Már, f. 28.11. 1994, Bergmann Óli, f. 26.1. 1998 og Ár- sól Ingveldur, f. 21.9. 2000. Sam- býliskona Aðalsteins er Hrund Sigurðardóttir sálfræðingur, f. 25.8. 1967. Ólafur ólst upp á Barðsnesi við sveitastörf og sjómennsku. Var á Laugaskóla veturinn 1947-48. Hóf iðnnám í húsasmíðum 1960 fyrst í Neskaupstað en lauk sveinsprófi 1965 og meistaraprófi ári síðar. Vann við húsbyggingar, fyrst hjá Kristni Kristinssyni meistara hans og mági en síðar hjá Reykjavíkur- borg við dagheimili og viðhald á gömlum húsum hjá Árbæjarsafni. Ólafur hafði ánægju af söng og var félagi í Samkór Trésmiða- félags Reykjavíkur. Útför Ólafs verður gerð frá Bú- staðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. kennari, f. 2.4. 1936, 7) Ingólfur Steinarr geðlæknir, f. 1.2. 1939, 8) Auður læknaritari, f. 8.3. 1940 og 9) Ingunn sjúkrahússtarfskona, f. 20.9. 1942. Ólafur giftist hinn 20.2. 1965 Ásdísi Aðalsteinsdóttur frá Lyngbrekku í Aðal- dal í S.Þing, f. 2.10. 1932, dóttur hjón- anna Hermínu Jóns- dóttur frá Höskulds- stöðum í S-Þing. og Aðalsteins Kjartanssonar, Daðastöðum í S- Þing. Börn Ásdísar og Ólafs eru: Sigríður myndlistarkona, f. 18.6. 1965, maki Halldór Baldursson myndskreytir, f. 12.9. 1965. Synir þeirra eru Baldur Kolbeinn, f. 22.3. 1993, Ólafur Elliði, f. 24.7. 1998 og Steinn Völundur, f. 24.7. 1998. 2) Hermína Dóra myndlist- arkona, f. 7.12. 1967, var gift Ólafi Ólafur bróðir minn andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir hinn 24. nóvember. Hann hafði þá notið einkar góðrar aðhlynningar í rúm tvö ár á þessu fallega heimili. Hann hafði tekist á við vaxandi heilabilun undanfarin ár en verið meira og minna veikur heima í Skógargerði hjá Ásdísi konu sinni sem hefur þá góðu hæfileika að taka því sem að höndum ber af einstöku æðruleysi. Deildin á Eir sem hann dvaldist á hefur óvenjulegt yfirbragð hlýju, vinsemdar og virðingar við fólk sem er að týna stöðu sinni í tengslum við sitt nánasta fólk og umheiminn. Það fólk sem þarna starfar á verulegar þakkir skildar fyrir eðlilega hlýju og frábæra umönnun. Óli var skemmtilegur krakki og léttur í lund. Hann var alltaf að finna upp á einhverju, grínast með það sem kom upp á, herma eftir ná- grönnum og samferðafólki og safna gamansögum. Hann keypti t.d. tíma- ritið Stjörnur þar sem myndir af helstu leikurum Hollyvood birtust og frásagnir af lífsháttum þeirra. Gaman var að stelast í Stjörnurnar hans Óla og skynja þessa vídd í heimsmenningunni. Honum var það mjög eðlilegt að sprella með það sem kom upp á, gera það leikrænt og skemmtilegt og það gerði hann vin- sælan. Og þó hann hasaðist í dúkku- draslinu og gæfi öllum meiri og minni uppnefni var það fljótt fyrir- gefið vegna glaðværðarinnar sem hann skapaði í kringum þetta allt. Hann hjálpaði okkur yngri krökk- unum líka við lestur og hlýddi okkur yfir námsefni fyrir próf en þar var hann á heimavelli. Mesta gæfa Óla var að eignast hana Dísu konuna sína, svona hlýja og samt hljóðláta þrátt fyrir sitt ágæta greindarfar. Og saman eign- uðust þau börnin sín, en þau búa yfir margvíslegum hæfileikum. Dæturn- ar hafa þessa sterku listrænu æð og hefur Sigga að baki gott listnám sem hefur skilað sér í mörgum ágætum sýningum meðal annars með Gull- penslunum auk einkasýninga. Dóra hefur hins vegar tekist á við veik- indaferli sem hefur dregið kraft úr hennar listrænu hæfileikum. Það gekk nærri Óla að upplifa heilsuleysi Dóru sem var erfitt að ráða bót á. Það hefði vissulega glatt hann að sjá hana ná sér á strik eins og er að ger- ast í dag. Aðalsteinn er rafmagns- verkfræðingur og á að baki nám í Danmörku og býr við velgengni í starfi. Óli bróðir minn hafði alltaf sterk- ar taugar til Norðfjarðar og lengi leið varla það árið að hann færi ekki austur og kæmi við á Barðsnesi. Hann hafði mikinn áhuga fyrir upp- byggingu Barðsneshússins og við- haldi þar. Var þá að rifja upp gam- ansögur og grín sem verið hafði í gangi á Suðurbæjum og víðar og ganga um eyðibyggðina sem geymir marga góða sögu. Var eitt sumar um vikutíma hjá Sveini syni mínum í Neskaupstað og þá skruppu þeir yfir fjörð dyttuðu að húsinu, gengu um landið og tíndu steina eða annað at- hyglisvert en þar áttu þeir margt sameiginlegt. Að lokum, Óli minn, vil ég þakka þér bernskuna, hjálpsemina og glað- værðina um leið og ég óska þér, Dísa mín og börnum ykkar allrar bless- unar. Alda Ármanna Sveinsdóttir. Ein fyrsta bernskuminning mín er sú að vakna í litla austurherberginu á Barðsnesi hjá Óla bróður mínum sem var níu árum eldri en ég. Vakn- aði hægt við bjart brimhljóð sem barst gegnum svefninn. Birtan í hljóðinu kom af því að brimið niðri á Mölinni sópaði þunnum líparítflög- um fram og aftur og hljómurinn var bjartastur í útsoginu. Venjulega svaf ég í vesturenda hússins, á Salnum, ásamt fjórum systrum og foreldrum okkar en eldri bræðurnir fjórir sváfu í austurherbergjunum. Og þennan sunnudagsmorgun sameinaðist þetta bjarta hljóð morgunbirtunni úr austrinu og þeirri upphefð að Óli hafði leyft mér að sofa með sér í bláa herberginu. Hann var alltaf góður og glaður og þegar ég lít til baka ein- kennast flestar minningar um hann af þessari birtu. Fyrir mér skiptist heimilisfólkið í fullorðna fólkið sem oftast var að vinna og okkur krakkana sem oft máttum leika okkur. Óli sem var yngstur hinna fullorðnu vann eins og hinir en gat jafnframt verið félagi okkar krakkanna og hjálpaði okkur við margt. Smíðaði boga, örvar, vatnsbyssur, flugdreka, sleða og fór með okkur á skíði og hjálpaði okkur að læra. Hann var einfaldlega góður við okkur yngri systkini sín. Óli fór á Laugaskóla veturinn 1947-1948 en þann vetur dó faðir okkar. Hlé varð á skólanámi hans allmörg ár eftir þetta. Hann stund- aði vetrarvertíðar í Vestmannaeyj- um og var á Norðfjarðarbátunum eða á trillunni á Barðsnesi á sumrin. Hann kenndi mér handtökin þegar ég byrjaði sjálfur á sjónum og sagði mér meðal annars að ef ég yrði aldr- ei sjóveikur yrði ég fiskifæla. Það var stutt í grínið en það var alltaf græskulaust. En sjómennskan var ekki alltaf grín. Ein Vestmanneyjavertíðin gekk mjög nærri honum. Það var slæmur mislingafaraldur þann vetur en unnið fyrir því. Þreytan sat í hon- um næsta sumar og líklega nokkur næstu árin. Sífelld þreyta sem ekki vildi fara og þessi veikindi vörpuðu nokkrum skugga á hans eðlislægu glaðværð. Hann hélt þó áfram sjó- mennsku uns hann hóf nám í húsa- smíði og starfaði síðan við það fag meðan kraftar entust. Eftir þrítugt eignaðist hann frá- bæra þingeyska konu Ásdísi Aðal- steinsdóttur og með henni þrjú hæfi- leikarík börn. Hans eigin börn og barnabörn fengu að njóta örlætis hans og barngæsku. Ég kveð Óla bróður með virðingu og þakklæti fyrir það sem hann gaf mér og sínu samferðafólki. Ingólfur S. Sveinsson. Óli frændi, föðurbróðir minn, er einn þeim sem tengjast mínum fyrstu bernskuminningum. Hann bjó lengi í húsinu á Hlíðargötu 16 þar sem foreldrar mínir hófu búskap og eftir að hann og Dísa giftust komu þau líka reglulega í heimsókn. Það er ekki erfitt að seilast eftir minningum um Óla frænda frá þessu tímabili þegar ég var smápolli. Hann var einfaldlega uppáhalds frændi minn. Hann var einstaklega barn- góður og gaf sér alltaf tíma til að tala við okkur krakkana og koma okkur til að hlæja. Ég leit reyndar alltaf á hann sem minn einkavin og fannst hann gera hið sama miklu frekar en að líta á mig sem smákrakka. Full- orðið fólk á það nefnilega til að van- meta mikilvægi þess að taka börn al- varlega og gefa sig að þeim – en það átti allavega ekki við um Óla frænda. Óli fór gjarnan í fiskiróðra með pabba á Sæbjörginni þegar hann kom í heimsókn. Ég man eftir nokkrum skiptum þegar hann „heitti á mig“ ef vel gengi – þ.e. hann vann þess heit að ef hann og pabbi kæmu að landi með góðan afla, líklega tvö eða þrjú skippund, þá myndi hann gefa mér heilt súkkulaðistykki. Ég man ekki betur en þetta hafi bara gefist nokkuð vel. Óli eignaðist bíl á undan föður mínum sem þó var eldri. Ég man t.d. vel eftir Saab-bíl sem hann átti og hann bauð mér stundum í bíltúr í þegar ég var kannski 5 ára. Mér þótti mikið til um þegar hann keyrði hratt, jafnvel bara með aðra hönd á stýrinu á meðan augun á mér voru límd við hraðamælinn. Mér var því mikið niðri fyrir þegar ég sagði fólk- inu heima frá því að Óli frændi gæti „keyrt á 90 með annarri hendi“. Þetta var ein mín helsta upplifun það sumarið og Óli fékk einhvern ævintýraljóma yfir sig eftir þetta. Jafnvel eftir að ég eltist var það viðburður þegar Óli kom austur. Ég fékk að taka þátt í áhugamálum hans eins og fjallgöngum, steinaleit og að fara yfir á Barðsnes. Svo var náttúrulega alltaf gaman að koma við hjá Óla og Dísu í Lyngbrekku, sumarbústaðnum skemmtilega sem hann reisti norður í Reykjadal. Þangað fór ég iðulega með foreldr- um mínum og síðar með eigin fjöl- skyldu í árvissum ferðum okkar um landið. Eftir að ég fór í nám suður til Reykjavíkur hitti ég Óla alltaf annað slagið. Við fórum t.d. saman í sund eða fjallgöngur. Þau Dísa tóku mér alltaf opnum örmum í Skógargerð- inu, buðu mér í mat, þvoðu fyrir mig þvott og skutu yfir mig skjólshúsi þegar ég fór að ferðast á milli Norð- fjarðar og Englands. Óli leit alltaf til mín hvar sem ég bjó, lánaði mér verkfæri og gaf góð smiðsráð ef þannig stóð á. Fyrir allt þetta er ég mjög þakklátur en þó fyrst og fremst fyrir allar þær góðu minn- ingar sem Óli frændi hefur skilið eft- ir sig. Ég og Judy kona mín vottum ykkur, Dísa, Sigga, Dóra, Aðalsteinn og fjölskyldur, okkar dýpstu samúð. Sigurður Sveinn Þorbergsson. Ólafur Sveinsson                          ✝ Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG ÁSGEIRSDÓTTIR, lést á Droplaugarstöðum mánudaginn 3. des- ember. Jón Ásgeir Eyjólfsson, Margrét Teitsdóttir, Atli G. Eyjólfsson, Lára Friðjónsdóttir, Hafsteinn Eyjólfsson, Linda Ólafsdóttir, Haukur Eyjólfsson, Kristín Eyjólfsdóttir, Gunnar Þorláksson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar ástkæri GUNNLAUGUR MAGNÚSSON, Hornbrekkuvegi 12, Ólafsfirði, er látinn. Jarðarförin auglýst síðar. Eiginkona, börn, tengdabörn og afabörnin. ✝ Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN E. HALLSSON, Brekkuhvammi 2, Búðardal, lést á dvalarheimilinu Silfurtúni föstudaginn 30. nóvemeber. Jarðarförin fer fram frá Hjarðarholtskirkju laugar- daginn 8. desember. Hallur S. Jónsson, Kristín S. Sigurðardóttir, Lóa Björk Hallsdóttir, Einar Þór Einarsson, Ingunn Þóra Hallsdóttir, Ólafur Ingi Grettisson, Jón Eggert Hallsson, Helgi Rafn Hallsson, Stella Kristmannsdóttir og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, FILIPPÍA KRISTJÁNSDÓTTIR frá Flateyri, andaðist á Hrafnistu, Reykjavík, föstudaginn 30. nóvember. Útförin verður auglýst síðar. Ásbjörg Ívarsdóttir, Jón Sigurðsson, Agnes Einarsdóttir, Hannes Oddsson, Kristján Einarsson, Soffía Ingimarsdóttir, Jóhannes Einarsson, Jóhanna Jakobsdóttir, Reynir Einarsson, Ólöf Stefánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁSGEIR SÆMUNDSSON rafmagnstæknifræðingur, fv. stöðvarstjóri Andakílsárvirkjunar, Fornhaga 11, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 6. desember kl. 13.00. Sæmundur Ásgeirsson, Steinunn Jóhannsdóttir, Ásdís Ásgeirsdóttir, Helgi Árnason, Haukur Ásgeirsson, Ásdís Pálsdóttir, Anna Guðný Ásgeirsdóttir, Bjarni Á. Friðriksson, Hafdís Ásgeirsdóttir, Gyða Ásgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.