Morgunblaðið - 04.12.2007, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.12.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2007 15 ERLENT SÚDÖNSK stjórnvöld leystu í gær bresku kennslukonuna Gilli- an Gibbons úr haldi en hún var á fimmtudag dæmd til fimm- tán daga fang- elsisvistar fyrir að hafa móðgað íslam með því að heimila skólabörnum að kalla leik- fangabjörn Mú- hameð. Omar al-Beshir, forseti Súdans, ákvað að náða Gibbons eftir að tveir breskir múslímar, sem sæti eiga í lávarðadeild breska þingsins, báðu henni griða. Leyst úr haldi eftir náðun Gillian Gibbons UM sex þúsund manns hafa fallið í átökum í Afganistan á árinu, þar af um 210 erlendir hermenn, og gerð- ar hafa verið um 130 sjálfsmorðs- árásir. Ofbeldi hefur því farið vax- andi í landinu skv. tölum SÞ. Meira ofbeldi STJÓRNVÖLD í Ísrael slepptu í gær úr fangelsi 429 palestínskum föngum en tilgangurinn er sá að styrkja stöðu Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, en þeir Abbas og Ehud Olmert, forsætis- ráðherra Ísraels, hyggjast á ný setj- ast við samningaborðið og reyna að semja um frið. Til þess þarf þó m.a. að styrkja stöðu Abbas meðal Pal- estínumanna gagnvart Hamas. Sleppt úr fangelsi YFIRVÖLD í Pakistan bönnuðu í gær Nawaz Sharif, fyrrverandi for- sætisráðherra, að bjóða fram í væntanlegum þingkosningum. Þetta þykir grafa mjög undan trú- verðugleika kosninganna. Sharif ekki fram FRÉTTASKÝRING Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is ÓSIGURINN kom flestum í opna skjöldu og telst óumdeilanlega áfall fyrir Hugo Chavez, forseta Vene- súela. Úrslitin í þjóðaratkvæða- greiðslunni um helgina um breyting- ar á stjórnarskrá landsins sýna hins vegar svart á hvítu að lýðræðið er virk auðlind í Venesúela. Niðurstað- an sýnir að þó að Chavez sé sann- arlega leiðtogi landsins þá vilja landsmenn ekki að hann fái tækin til að gerast því sem næst einráður. Chavez hafði lagt til umfangsmikl- ar breytingar á stjórnarskrá Vene- súela sem m.a. hefðu gert honum kleift að bjóða sig fram til forseta eins lengi og hann lystir, en fyrir er ákvæði sem gerir Chavez, sem komst til valda 1999, ókleift að bjóða sig fram 2012, þ.e. þegar þessu kjör- tímabili hans lýkur. Sósíalísk stjórn- skipan hefði ennfremur verið fest í stjórnarskrá, Chavez hefði verið gert kleift að velja persónulega for- ystumenn í bæjar- og sveitarstjórn- um landsins, sjálfstæði seðlabankans hefði verið afnumið og taka hefði mátt ýmis mannréttindi úr sambandi undir neyðarlögum. Þessum breytingum og öðrum höfnuðu kjósendur í Venesúela í at- kvæðagreiðslunni á sunnudag, 51% voru á móti en 49% með. Alls 56% landsmanna tóku þátt. Stjórnarandstæðingar gátu ekki leynt hamingju sinni með niðurstöð- una, en Chavez hefur reynst ósigr- andi í öllum kosningum frá því hann fyrst var kjörinn forseti 1999 og síð- ast í fyrra var hann endurkjörinn með 63% atkvæðanna. Stuðningsmenn forsetans voru hins vegar með böggum hildar. Þeir telja að breytingarnar hefðu gert Chavez kleift að styrkja grasrótar- lýðræði í landinu og dreifa olíuauðn- um með sanngjarnari hætti til lands- manna. Chavez sjálfur tók ósigrinum hins vegar af karlmennsku og stapp- aði stálinu í sitt fólk. „Ekki vera leið,“ sagði hann við stuðningsmenn sína og reyndi að hugga þá með því að benda þeim á hversu mjótt hefði verið á munum. Chavez var auðmjúkur í máli – sem sannarlega telst stílbrot hvað þennan alræmda orðhák varðar – og þakkaði andstæðingum sínum pent fyrir og óskaði jafnframt til ham- ingju. En hann hvatti þá líka til að ganga hægt um gleðinnar dyr, mik- ilvægt væri að menn sýndu stillingu. Fyrir kosninguna hafði hann var- að andstæðinga sína við því að hann myndi ekki þola æsingamennsku og uppþot og hann hafði jafnframt hót- að því að hætta útflutningi olíu til Bandaríkjanna ef þarlendir ráða- menn reyndu að skipta sér af kosn- ingunum. Á meðan á kosningabar- áttunni stóð – en hún einkenndist m.a. af mótmælum námsmanna á götum Caracas – hafði Chavez sömu- leiðis farið hörðum orðum um þá úr hópi fátækustu íbúa landsins, raunar kallað þá „svikara“ sem sneru við honum baki, þ.e. segjast hafa á hon- um dálæti en vildu samt ekki styðja þessar umdeildu breytingar hans. Óvæntur ósigur orðháksins Íbúar Venesúela höfnuðu í þjóðaratkvæðagreiðslu um helgina þeim breytingum á stjórnarskrá landsins sem hinn umdeildi forseti, Hugo Chavez, hafði lagt til Reuters Áfall Hugo Chavez þótti taka ósigr- inum af karlmennsku í gær. Moskvu. AFP, AP. | Vladímír Pútín Rússlandsforseti fagnaði í gær stór- sigri Sameinaðs Rússlands, flokks sem hann veitti forystu í þingkosn- ingum um helgina, og sagði að kosn- ingarnar hefðu styrkt þingið til muna. Erlendir þjóðarleiðtogar og fulltrúar þingmannasamtaka Öryggis- og sam- vinnustofnunar Evrópu (ÖSE) telja á hinn bóginn að margt hafi verið at- hugavert við framkvæmd kosning- anna, þær hafi engan veginn staðist kröfur um lýðræðislegar kosningar og ráðamennirnir í Kreml hafi mis- beitt valdi sínu. Sameinað Rússland fékk tvö af hverjum þremur þingsætum og það er nóg til að flokkurinn geti einn stað- ið að breytingum á stjórnarskrá landsins. Stjórnarandstöðuflokkarnir sökuðu yfirvöld um kosningasvik. „Samruni ríkisvaldsins og stjórn- málaflokks er misbeiting valds og augljóst brot á alþjóðlegum reglum,“ sagði Göran Lennmarker, formaður þingmannasamtaka ÖSE. Hann bætti við að framkvæmd kosning- anna hefði verið ósanngjörn og rík- isfjölmiðlarnir hefðu verið „mjög hlutdrægir“. Pútín sagði hins vegar að nið- urstaðan endurspeglaði einfaldlega þjóðarviljann, væri „gott dæmi um pólitíska stöðugleikann í Rússlandi“ og til marks um að landið væri að „eflast, ekki aðeins efnahagslega og félagslega, heldur einnig pólitískt“. Sagðir misbeita valdi sínu Ráðamennirnir í Kreml gagnrýndir AP Sigurgleði Um 5.000 félagar í ungliðahreyfingunni Nashí, sem styður stjórnina í Kreml, fögnuðu sigri flokks Pútíns við Kremlarmúra í gær. Í HNOTSKURN »Þegar um 98% atkvæðahöfðu verið talin hafði Sam- einað Rússland, flokkur Pútíns, fengið 64,1% atkvæða. »Kommúnistaflokkurinn fékk11,6% og tveir litlir flokkar sem styðja stjórnina í Kreml fengu 8,2% og 7,8%. Engir aðrir flokkar náðu 7% markinu sem þarf til að fá menn kjörna á þing. Frjálslyndisöflin eiga því engan mann á þingi, í fyrsta skipti frá því að Sovétríkin liðuðust í sund- ur 1991. KONAN á myndinni tilheyrir minnihluta Serba í Kos- ovo en þeir óttast um hag sinn í héraðinu ef Kosovo- Albanar, sem eru 90% íbúanna, lýsa yfir sjálfstæði 10. desember nk. eða einhvern daganna þar á eftir eins og allt bendir til að þeir geri. Wolfgang Ischinger, einn sáttasemjara Evrópusambandsins, sagði t.a.m. í gær að útilokað væri að samkomulag næðist í viðræðum Serba og Albana um framtíð Kosovo. Reuters Engin von um sátt í Kosovo STJÓRNVÖLD í Íran virðast „ekki vera eins staðráðin“ í að þróa kjarnavopn og talið hefur verið síð- ustu tvö ár, að því er fram kemur í nýrri skýrslu sextán leynþjónustu- stofnana Bandaríkjanna. Í skýrslunni segir að talið sé að Íranar hafi hætt tilraunum til að framleiða kjarnavopn árið 2003 en haldið áfram að auðga úran sem hægt er að nota í slík vopn. Stjórn- in í Íran hefur sagt að hún hyggist aðeins hagnýta kjarnorkuna í frið- samlegum tilgangi, þ.e. til að fram- leiða rafmagn. Í skýrslunni kemur fram að stofnanirnar telja miklar líkur á því að Íranar hafi hætt að þróa kjarna- vopn árið 2003 vegna „alþjóðlegs þrýstings“. Stofnanirnar telja tals- verðar líkur á því að Íranar hafi ekki hafið þróun kjarnavopna eftir það. Þessi niðurstaða stangast á við skýrslu sem stofnanirnar birtu fyrir tveimur árum. Þær töldu þá að Ír- anar væru staðráðnir í að framleiða kjarnavopn og héldu þeirri viðleitni áfram. Í nýju skýrslunni segir að Íranar „haldi opnum þeim möguleika að þróa kjarnavopn“ en ekki sé vitað hvort þeir hafi það í hyggju núna. Stofnanirnar telja að Íranar geti ekki framleitt nógu mikið af auðg- uðu úrani í kjarnavopn fyrr en í fyrsta lagi eftir tvö ár. Þær telja „mjög ólíklegt“ að þeim takist það á svo skömmum tíma og segja tals- verðar líkur á því að Íranar geti framleitt kjarnavopn einhvern tíma á árunum 2010-2015, vilji þeir það á annað borð. Stephen Hadley, þjóðaröryggis- ráðgjafi Bandaríkjaforseta, sagði þetta „góðar fréttir“ en hættan á að Íranar eignuðust kjarnavopn væri enn „alvarlegt vandamál“. Talið að Íranar þrói ekki kjarnavopn nú Leyniþjónustan telur hættuna minni en áður USB minnislyklar með rispufríu lógói. Frábærir undir myndir og gögn. Ódýr auglýsing sem lifir lengi. www.alltmerkt.is sala@alltmerkt.is S: 511 1080 / 861 2510 (512 MB, 1 GB, 2 GB og 4 GB)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.