Morgunblaðið - 04.12.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.12.2007, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Vaknaðu, vaknaðu, Össi minn, þú ert farinn að ganga í svefn-bloggi. VEÐUR Ólafur Ragnar Grímsson, for-seti Íslands, setti fram góða hugmynd undir kvöld í gær, þeg- ar hann flutti ræðu við veitingu Hvatningarverðlauna Öryrkja- bandalagsins í Þjóðminjasafninu.     Eins og gjarn-an vill verða við veitingu slíkra verðlauna voru margir til- nefndir en þrír hlutu verðlaun.     Forsetinnbenti á það í ræðu sinni, að það væri ekki minna mál að vera tilnefndur til verðlauna en að fá verðlaunin sjálf og hvatti til þess að sómi, sem einstaklingum, fyr- irtækjum og félagasamtökum væri sýndur með tilnefningum til ýmissa verðlauna væri virtur í verki með viðurkenningarskjölum auk þeirra verðlauna, sem út- hlutað væri hverju sinni.     Þetta er rétt hjá forsetanum.     Það gildir einu um hvaða verð-laun er að ræða, það er ekki bara veiting verðlaunanna sjálfra, sem segir sögu, heldur líka tilnefningar.     Þeir sem tilnefndir eru til verð-launa hafa unnið merkileg störf hver á sínu sviði eða fram- lag þeirra til samfélagsins er með þeim hætti, að athygli hefur vak- ið.     Ólafur Ragnar kvaðst hafa haftorð á þessu víðar en á sam- komu Öryrkjabandalagsins í gær og þessum ábendingum hefði jafnan verið tekið vel.     Það er líka fullt tilefni til. STAKSTEINAR Ólafur Ragnar Grímsson Góð hugmynd forseta SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                    *(!  + ,- .  & / 0    + -            ! !           ! ! "## $ %# %   12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (      & $         "   "## $ %# % :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).? % %   % % % %  %    % %  %    %  %                         *$BC ####            !    ""#  $    *! $$ B *! '( ) # #( #&    * <2 <! <2 <! <2 ') ! #+ , -#. !/ D -                 <7  E         % "& % & ' ( " <     %  % &  '  "  &   )  $    ""#    *  % '  +"%,      , &" $    01!! ##22  !##3&  #+ , Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Benedikt V. Warén | 3. desember Norðfjarðarvegur, hvar endar hann eiginlega? Það hefur komist inn í uppdrætti og kort að kalla Fagradalsbraut- ina Norðfjarðarveg. Í ljósi sögunnar er það með ólíkindum, vegna þess að það var á ár- unum fyrir 1930 sem vegur var lagð- ur yfir Fagradal af miklum mynd- arskap og gerður akfær, eins og það var kallað í þá daga … Meira: pelli.blog.is Gestur Guðjónsson | 3. desember Loftslagsráðstefnan hafin – markmið Íslands óljós Nú sitja helstu spek- ingar og ráðamenn heimsins á Balí og skeggræða leiðir og lausnir í loftslags- málum heimsins. Eftir síðustu skýrslu IPCC ættu menn að vera hættir að ræða hvort um vandamál sé að ræða, held- ur hvernig eigi að leysa það. Eitt brýnasta viðfangsefni … Meira: gesturgudjonsson.blog.is Vignir | 3. desember Lögregludagbók Lögregluembættið í Bleiksmýrardal. Síðustu 2 mánuði hafði enginn sinnt lög- gæslu í þessu umdæmi. Það ástand var ekki látið viðgangast og fenginn var löggæslumaður frá Fnjóskadal. Tíðindalaust var bróð- urpartinn af deginum. Einstaka bíll keyrði framhjá lögreglustöðinni. Um 16.00 staðnæmdist bíll við stöðina, ökumaður bifreiðarinnar hafði villst af leið og talaði ekki góða íslensku … Meira: vigniro.blog.is Elliði Vignisson | 3. desember Sjálfsmynd … Hugtakið „sjálfs- mynd“ mætti sem best skilgreina sem „allar þær hugmyndir sem einstaklingur hefur um sjálfan sig, skoðun hans og mat á sjálfum sér“. Sjálfsmynd felur því í sér allt það sem einstaklingurinn notar til að skil- greina sig og aðgreina frá öðrum, þar með talið líkamleg einkenni, félags- og sálfræðilega eiginleika, hæfileika og færni, afstöðu til lífsins og svo framvegis. Sjálfsmynd er því ekki bundin við ákveðinn tíma heldur nær hún til reynslu einstaklings af sjálf- um sér, væntinga hans til framtíð- arinar og núverandi upplifunar hans. Ljóst er að maðurinn fæðist ekki með fastmótaða sjálfsmynd heldur er hún fyrst og fremst lærð. Reynsla einstaklingins hefur áhrif á og mótar skoðanir hans um sjálfan sig. Við- brögð annarra við honum, mat hans á eigin viðbrögðum, ríkjandi sam- félagsgildi og fleira leggja allt sitt af mörkum til uppbyggingar sjálfs- myndarinnar. Við þetta bætist svo að allir eiga sér einhverskonar fyr- irmyndarsjálf sem segir til um hvernig einstaklingurinn vill vera burtséð frá því hvernig einstakling- urinn er í raun og veru. Mikilvægur áhrifaþáttur í mótun sjálfsmyndar er samanburður við aðra. Við metum útlit og sálfræðilega þætti annarra og okkar sjálfra og komumst þannig að því hver staða okkar og geta er. Fjölmiðlar og ríkjandi menningargildi og ímyndir spila stórt hlutverk hvað þetta varð- ar. Fyrirmyndirnar birtast okkur á síðum dagblaða, í tónlistar- myndböndum, kvikmyndum og víðar sem fullkomnir einstaklingar og gefa sterkt tilefni til samaburðar. Því mið- ur er ljóminn í kringum slíkar fyr- irmyndir öfgakenndur og sam- aburður við þær vart til þess fallinn að efla mynd einstaklings af sjálfum sér. Eins og gefur að skilja er sjálfs- myndin í örastri þróun framan af æv- inni og fram á fullorðinsár. Við göng- um í gegnum daglegt líf, tökumst á við áskoranir eða hliðrum okkur hjá þeim. Við vinnum sigra og bíðum skipbrot, upplifum traust og van- traust, erum elskuð eða svikin og svo framvegis, og allt skráist í sjálfs- myndina. Smátt og smátt byggist … Meira: ellidiv.blog.is BLOG.IS LAURAASHLEY Faxafeni 14 108 Reykjavík sími 5516646

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.