Morgunblaðið - 04.12.2007, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.12.2007, Blaðsíða 19
Kattliðug Sigríður nýtur þess að dansa og gleðin geislar af henni. |þriðjudagur|4. 12. 2007| mbl.is daglegtlíf Í Langanesbyggð fjölmennti fólk á rithöfundakvöld þrátt fyrir hryssingslegt veður og af- leita færð. » 21 bæjarlífið Norskum nemum fer aftur í lestri og raungreinum og telja sérfræðingar ástæðuna hóp- kennslu í opnum rýmum. » 20 menntun Vélrænn bangsi sem bregst við skilaboðum frá eigandanum kann að vera leið til að fylgjast með líðan veikra barna. » 20 heilsa Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Mér líður eins og ég sé 18 ára. Ég eralltaf að upplifa eitthvað nýtt ogþað er æðislega gaman,“ segir Sig-ríður Thors og hlær sínum stelpu- lega hlátri og í augum hennar er glampi fjörs- ins. Hún hefur engan frið í sínum beinum, svo mikil er dansþörf hennar og sl. 10 ár hefur hún sótt danstíma í línudansi tvisvar í viku hverri og lætur það ekkert stoppa sig þó að hún sé orðin áttræð. Sigríður kemur með dansskóna með sér í poka, því hún fer sko ekki á dansgólfið á óhreinum útiskónum. „Ég er nýbúin að láta sóla þessa æfingaskó en ég er búin að dansa botninn úr mörgum skóm undanfarin ár,“ segir Sigríður sem er einstaklega glæsileg og vel til höfð enda fer hún alltaf í hárgreiðslu á þriðjudögum. Engin vitleysa eða vesen „Dansinn er mitt lífsakkeri og það er ynd- islegt að hafa heilsu til að dansa svona lengi. Dans er besta líkamsrækt sem ég hef kynnst, fyrir nú utan hvað það er skemmtilegt að dansa, það er svo gefandi og gott fyrir sálina. Ég væri sennilega lögst í bælið vegna liðagigtarinnar ef ég dansaði ekki svona mikið. Vegna gigtarinnar er ég svolítið slæm fyrsta korterið í hverjum tíma en svo dofna ég og eftir það er bara gaman. Og þó ég sé svolítið skökk og framlág eftir tvö- falda tímann á þriðjudögum gerir það ekkert til, þetta er allt þess virði. Andrúmsloftið er sérlega gott á þessum dansæfingum og hópurinn góður. Hér eru allir vinir og engin vitleysa eða vesen.“ Vill deyja á dansgólfinu Sigríður kynntist línudansinum í gegnum Ágústu, elstu dóttur sína. „Hún var í línudans- inum og bauð mér að koma á hlöðuball fyrir norðan þegar ég var stödd þar og það var ekkert annað en að ég féll alveg fyrir þessu. Og á þessum tíu árum sem liðin eru síðan hef ég lært 360 ólíka línudansa.“ Kennari Sigríðar er Jóhann Örn Ólafsson sem hún kallar Jóa dans og hann er svo sannarlega í efsta sæti hjá henni. „Hann er yndislegur. Ég hef verið hjá mörgum dans- kennurum um dagana en Jói er sá allra besti. Hann er kennari af Guðs náð, rosalega flinkur og það er gaman að horfa á hann dansa. Ég held að hann sé með sérgáfu á þessu sviði. Ég ætla aldrei að hætta hjá honum og helst vil ég fá að deyja hjá honum á dansgólfinu. Þetta er nátt- úrulega ekkert annað en fíkn hjá mér, þessi dansárátta. Ég get ekki án dansins verið.“ Afi og pabbi kattliðugir Sigríður byrjaði að dansa um leið og hún lærði að ganga. Þó að hún muni það ekki sjálf fara sögur af því. „Þegar ég var lítil stúlka kom þýskur maður á heimili okkar til að kenna mömmu og pabba þýsku og hann kallaði mig víst alltaf dansstúlkuna. Þessi mikla dansþörf er í blóðinu. Nánast allar konur í minni fjölskyldu eru sídansandi og einn og einn strákur hefur þetta í sér líka. Þetta kemur beint frá honum afa mínum Thor Jensen sem var í alls konar íþróttum og mjög liðugur. Pabbi, Kjartan Thors, var líka kattlið- ugur. Ég sé hann enn fyrir mér þar sem hann stekkur yfir garð- hliðið að sumarbústaðnum sem við áttum á Þingvöllum en hann hafði fyrir vana að opna ekki þetta hlið þegar hann kom að bústaðnum heldur vippa sér fimlega yfir það. Hann var allt- af að fetta sig og bretta, fór handahlaup og stóð á höndum fram eftir öllum aldri. Mér fannst þetta alveg eðlilegt,“ segir Sigríður og rifjar upp sögu af pabba sínum og Ólafi Thors. „Þeir voru eins og tvíburar þegar þeir voru litlir strákar, alltaf saman og svolitlir prakkarar, prílandi um allt. Pabbi gerði sér eitt sinn lítið fyrir, klifraði upp í flaggstöng og var eitthvað að sveifla sér þar uppi og konunum varð ekkert ágengt þegar þær báðu hann í Guðs bænum að koma niður. Þær þurftu á endanum að borga honum til að fá hann niður úr flaggstönginni.“ Alltaf nóg af dansherrum Sigríður hefur verið dansandi meira og minna alla ævi. „Ég dansaði hjá Ellý Þorláksson sem kenndi ballett og fimleika, en hún var braut- ryðjandi að mörgu leyti og við vorum með sýn- ingar í Austurbæjarbíói. Ellý bjó aðallega í Am- eríkunni en kom öðru hvoru heim og kenndi seinna frúarleikfimi sem ég sótti líka hjá henni. Þegar hún sneri aftur vestur um haf lét hún mig taka við kennslunni hjá hópnum og ég kenndi þar í tvö ár. Mig munaði ekkert um það, ég var alltaf í einhverri hreyfingu. Mér fannst rosalega gaman að fara á böll og dansa en því miður var maðurinn minn aftur á móti lítið fyrir dans. Ég hafði hins vegar alltaf nóg af dansherrum því ég þótti góður dansari. Björn Thors, bróðir minn, er besti dansari sem ég hef dansað við á ævinni. Mér finnst gott að láta karlmanninn leiða mig í dansinum enda hef ég enga þörf fyrir að stjórna, hvorki í dansi né öðru.“ Morgunblaðið/Golli Góður hópur Félagsskapurinn á dansæfingunum er skemmtilegur. Hefur dansað botninn úr mörgum skóm Ég væri sennilega lögst í bælið vegna liðagigtarinnar ef ég dansaði ekki svona mikið.           1. Meiri virkni. 2. Mun meiri andoxunarefni. 3. Minni líkur á aukaverkunum. 4. Meiri stöðugleiki og mun lengra geymsluþol eða 10 ár samanborið við 3ja ára geymsluþol hvíts ginsengs.     !  "  #  $ #  $    % # &     %  ' ( ) www.ginseng.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.